Fleiri fréttir

Verðhækkanir ganga á ávinning kjarasamninga

Verðhækkanir á mjólkurvörum draga úr þeim ávinningi sem nýgerðir kjarasamningar áttu að færa launafólki, segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. Tilkynnt var í dag um verðhækkun mjólkurvara um næstu mánaðamót um fjögur til sjö prósent.

Munu funda fram á kvöld

Samningar hafa enn ekki tekist milli flugmanna hjá Icelandair og félagsins um nýjan kjarasamning en tæpir tveir sólarhringar eru þar til ótímabundið yfirvinnubann þeirra tekur gildi.

Heimalningur í Breiðholti

"Það lá bara lítið lamb úti í garði hjá mér þegar ég ætlaði að fara vökva blómin áðan,“ segir Sólveig Ingvarsdóttir, íbúi í Flúðaseli í Reykjavík. Það verður að teljast nokkuð sérstakt að lítið lamb kemur sér fyrir í garði í miðju íbúðarhverfi í Breiðholti um hásumar.

Kæru Eimskips vísað frá

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála féllst í dag á kröfu Samkeppniseftirlitsins um frávísun á kæru Eimskipa á þeim grundvelli að hún hafi borist eftir að fjögurra vikna kærufrestur var liðinn.

Mjólk hækkar um mánaðarmótin - smjör hækkar meira

Heildsöluverð á mjólk hækkar um 4,25% þann 1. júlí. Þetta er gert samkvæmt ákvörðun verðlagsnefnd búvara, en þær mjólkurafurðir sem nefndin verðleggur munu hækka um sömu prósentutölu. Smjör hækkar þó meira, um 6,7%, og mjólkurduft til iðnaðar um 6%. Frá sama tíma hækkar afurðastöðvar verð til bænda um 3,25 krónur á mjólkurlítra, eða um 4,4%. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um liðlega 4,1%. Ástæður verðhækkananna eru launabreytingar og hækkanir á aðföngum við búrekstur.

Ljósmæður styðja leikskólakennara

Ljósmæðrafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu leikskólakennara fyrir leiðréttingu á launakjörum sínum. Í tilkynningu frá félaginu segir að kjarabarátta leikskólasnúist um að störf þeirra verði metin í samræmi við menntun, ábyrgð og þá grunnhugmynd að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi á launum sínum. Þá taka ljósmæður fram að kjarabarátta leikskólakennara sé ekki síst jafnréttisbarátta enda langstærsti hluti leikskólakennara konur. "Ljósmæðrafélag Íslands skorar því á fjármálaráðherra að sýna kjark og þor og ganga strax í að leiðrétta laun leikskólakennara. Það er hagur samfélagsins alls að fólkið sem sér um fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar, sé umbunað fyrir það mikla og góða starf," segir í tilkynningunni.

Aukin trú á stefnu Íslands

Trú Íslendinga á framtíð Íslands virðist vera að styrkjast ef marka má könnun sem þjónustufyrirtækið Miðlun hefur framkvæmt undanfarna mánuði. Könnunin nær yfir fjóra mánuði, en samkvæmt henni virðist útlitið hafa verið svartast í mars, þegar aðeins 31,4% svarenda töldu landið vera á réttri leið.

Dagur sauðfjárræktarinnar

Dagur sauðfjárræktarinnar verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 24. júní næstkomandi en það eru Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands sem standa fyrir honum samkvæmt því sem fram kemur á héraðsmiðlinum feykir.is.

Leikjadagur ÍTR í Nauthólsvík - ungir sem aldnir velkomnir

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur á 25 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður efnt til leikjadags ÍTR í Nauthólsvík laugardaginn 25. júní næstkomandi milli klukkan 13 og 16. Þá gefst ungum sem öldnum borgarbúum færi á að taka þátt í skemmtilegum, spennandi og öðruvísi leikjum og fjölbreyttri afþreyingu. Heiti dagsins er ætlað að undirstrika vægi leiksins í starfi ÍTR. Auk leikjanna verður boðið uppá aðstöðu til að grilla, poppað verður yfir eldi, hægt verður að fara á báta í Siglunesi, sýndir verða munir og myndir úr starfi ÍTR og sýnd ný heimildamynd um starfsemi skrifstofu tómstundamála ÍTR. Í þrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur var stofnað 19. júní 1986 við sameinginu Íþróttaráðs Reykjavíkur og Æskulýðsráðs Reykjavíkur.

Fordæma vinnubrögð samninganefndar

Félagsfundur verkalýðsfélagsins Hlífar fordæmir þau vinnubrögð sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitafélaga viðhefur í kjarasamningsviðræðum við félagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir jafnframt að félagsmenn hvetji samningarnefnd Hlífar til að láta ekki af kröfunni um að fylgja þeirri launastefnu sem 85% vinnumarkaðarins hefur nú þegar samið um.

Vann 2 milljónir í lottósjálfsala

Konu á Akureyri brá heldur betur í brún þegar hún gerði sér grein fyrir því að lottóvinningur sem hún taldi fyrst hljóða upp á 2.000 krónur reyndist vera heilar 2 milljónir króna.

Reiknað með fundarhöldum í allan dag

Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair komu saman til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf tíu í morgun. Ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair hefst á föstudagsmorgun hafi ekki samist. Flugmenn krefjast meiri launahækkana en gert er ráð fyrir í almennum kjarasamningum og minni vinnuskyldu.

Öryggi sjúklinga á Akureyri kann að vera ógnað

Læknaskortur á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur þær afleiðingar að öryggi sjúklinga kann að vera ógnað. Mikilvægt er að landlæknisembættið geri útttekt á öryggi sjúklinga á sjúkrahúsinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem fjallað er um skipulag, stefnu og stjórnun Sjúkrahússins á Akureyri. Fram kemur að samkvæmt viðhorfskönnun sem Ríkisendurskoðun gerði meðal starfsmanna sjúkrahússins ríkir óánægja með ýmsa þætti í skipulagi og stjórnun þess, m.a. með starfshætti framkvæmdastjórnar en í henni sitja fjórir æðstu stjórnendur stofnunarinnar. Tekið skal fram að auk könnunarinnar byggði úttekt Ríkisendurskoðunar m.a. á viðtölum við fyrrverandi og núverandi starfsmenn og greiningu margvíslegra gagna. Ríkisendurskoðun leggur til að skipulag Sjúkrahússins á Akureyri verði einfaldað og framkvæmdastjórn þess styrkt. Einnig þurfi að móta nýja stefnu fyrir sjúkrahúsið og ákveða framtíðarskipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Starfsemi sjúkrahússins fer nú fram í 38 einingum og eru millistjórnendur um 50 en starfsmenn samtals um 600. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að fækka starfseiningum með því að sameina þær. Stofna ætti nokkur kjarnasvið og setja framkvæmdastjóra yfir hvert þeirra sem sæti jafnframt í framkvæmdastjórn sjúkarhússins. Með þessu móti telur Ríkisendurskoðun að unnt sé að styrkja framkvæmdastjórnina. Einnig sé mikilvægt að hún verði sýnilegri starfsmönnum en verið hefur og bregðist hratt við ábendingum og erindum frá þeim. Ríkisendurskoðun telur að móta þurfi nýja stefnu og framtíðarsýn fyrir sjúkrahúsið með aðgerðaáætlun og árangursmælikvörðum. Þá sé brýnt að velferðarráðneytið ákveði framtíðarskipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi, meðal annars með verkaskiptingu milli heilbrigðisstofnana á svæðinu. Í skýrslunni kemur fram að þegar sé hafin vinna innan sjúkrahússins við að móta nýja stefnu.

Hárið sett upp í Hörpunni

Söngleikurinn Hárið, sem sló í gegn á Akureyri um páskana, verður settur upp í Hörpunni í júlí og verður þar með fyrsta leiksýningin sem sett er upp í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.

Þjóðin spurð um Þingvelli

Almenningi gefst til 22. ágúst kostur á að senda hugmyndir sínar um þróun þjóðgarðsins á Þingvöllum til Þingvallanefndar. Veitt verða fimm 200 þúsund króna verðlaun.

Olíumengun við Garðskaga

Umhverfisstofnun barst í gær tilkynning um olíumengun á ströndinni við Garðskaga. Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja kannaði svæðið bæði í gær og í dag og var það niðurstaða hans og Umhverfisstofnunar að mengunin sé ekki þess eðlis að ástæða sé til að fara í hreinsunaraðgerðir, um er að ræða lítið magn af olíu, svæðið muni jafna sig á einhverjum dögum og ekki verða skaði af. Hætta er á raski og skemmdum sem verður við hreinsunaraðgerðir og því betra að olían skolist burt með flóðum ef mögulegt er. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja mun fara og skoða aðstæður aftur eftir hádegið en þá mun annað flóð hafa gengið yfir.

Íslendingar halda sig nálægt heimahögum

Íslendingar sækjast helst eftir sumarhúsum nálægt heimili sínu á meðan Svíar, Norðmenn og Danir setja það í fyrsta sæti að hafa sumarhúsin sín við sjóinn. Þetta kemur fram í nýrri samnorrænni könnun meðal fasteignarsala, en 89% þeirra sem svöruðu könnuninni á Íslandi nefndu fjarlægð frá heimili þegar þeir voru inntir um þau sjónarmið sem helst hafi áhrif á eftirspurn eftir sumarhúsum.

Stjórnendur telja aðstæður í atvinnulífinu slæmar

Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar Þetta er niðurstaða könnunar Capacent meðal stærstu fyrirtækja landsins. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var í maí og júní 2011, telja 78% stjórnenda aðstæður slæmar, 21% að þær séu hvorki góðar né slæmar en 2% að þær séu góðar. Þetta er nánast sama niðurstaða og fékkst í mars síðastliðunum þegar 79% stjórnenda töldu aðstæður slæmar. Samtök atvinnulífsins hafa samstarf við fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Íslands um reglubundna könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Sagt er frá niðurstöðunum á vef SA. Mat stjórnenda á aðstæðum eftir 6 mánuði er töluvert lakara en verið hefur undanfarið og hefur matið ekki verið lægra síðan í desember 2009. 19% þeirra sjá fram á betri tíma eftir 6 mánuði, 31% að aðstæður verði verri en 50% telja að þær breytist ekki. Mun meiri bjartsýni ríkir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 21% telja aðstæður batna, en á landsbyggðinni, þar sem einungis 11% telja þær batna. Stjórnendur í fjármálastarfsemi, þjónustu, iðnaði og verslun og eru bjartsýnni en í öðrum greinum, þar sem 20-30% telja að betri tíð sé í vændum, en mest svartsýni ríkir í byggingastarfsemi, þar sem enginn trúir á betri tíð, í samgöngum og flutningum, þar sem 5% sjá fram á betri tíð og í sjávarútvegi þar sem rúm 10% telja að ástandið batni. Áformuð er fækkun starfsmanna í öllum þeim atvinnugreinum sem flokkað er eftir, en minnst fækkun er áformuð í samgöngum og þjónustu, en mesta fækkunin í byggingastarfsemi og sjávarútvegi. Ekki er mikill munur á höfuðborgarsvæði og landsbyggð hvað áform um fækkun eða fjölgun starfsmanna varðar.

Borgarlistamaður Reykjavíkur útnefndur í dag

Borgarlistamaður Reykjavíkur 2011 verður útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík Jóni Gnarr í dag kl. 16:00 í Höfða og listamanninum veitt viðurkenning en það verður Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, sem gerir grein fyrir vali ráðsins á listamanninum. Þá verður tónlistaratriði flutt af félögum úr Caput, Tónlistarhópi Reykjavíkurborgar 2011.

Úrslitatímar í kirkjunni - aukin krafa um að biskup víki

"Nú stendur sterk krafa á okkur presta utan úr samfélaginu um það að afsegja biskup." Þetta kemur fram í nýjust færslu hjónabloggs prestanna Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur á Eyjunni sem ber titilinn: "Sorgir kirkjunnar." "Nú eru úrslitatímar í kirkjunni á Íslandi og þeir snúast ekki um persónu herra Karls eða nokkurs annars, heldur um það hvort okkur auðnist að vinda ofan af þeirri valdsmenningu sem lengi hefur verið þróuð við stjórn kirkjunnar en móta með okkur valdeflandi menningu þar sem hið góða samtal er iðkað og ólíkar raddir fá að hljóma. Óskýr skilaboð biskupsins um brotthvarf úr embætti valda því að óreiðuöflin fá enn aukið slagrými og kirkjan okkar færist enn utar á jaðar hins góða lífs í vitund almennings," rita þau Bjarni og Jóna Hrönn. Ljóst er að nýafstaðið Kirkjuþing varð síður en svo til að lægja öldurnar innan þjóðkirkjunnar og viðbrögð séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, mikil vonbrigði hluta presta sem og annarra meðlima þjóðkirkjunnar. DV birtir í dag niðurstöður viðhorfskönnunar sem blaðið gerði meðal presta og er niðurstaðan að þriðjungur þjóðkirkjupresta vill að biskup Íslands segi af sér. Um 70 prósent íslenskra presta svöruðu könnun DV sem var nafnlaus, og af þeim vilja 51,5 prósent að séra Karl segi af sér. Afar fáir prestar hafa undir nafni lýst því yfir að biskupinn þurfi að víkja. Sama dag og kirkjuþing stóð yfir sendi séra Sigríður Guðmarsdóttir frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvatti til afsagnar hans. Þó séra Bjarni og Jóna Hrönn taki ekki jafn djúpt í árinni virðast þau vel gera sér grein fyrri þeim vanda sem að kirkjunni steðjar. Þá gagnrýna þau einnig skipulag kirkjuþings í bloggi sínu. "Forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, hóf atburðarásina með ræðu sinni þar sem hann gerði persónu herra Karls Sigurbjörnssonar að aðalatriði og fjallaði af tilfinningaþunga um þau spjótalög sem að honum hafi verið rétt utan úr samfélaginu og ekki síður innan úr kirkjunni og lét þess getið að kirkjunnar fólk ætti að standa með sínum besta manni en ekki leggja til hans." Þau segja að með þessum hætti hafi Pétur dregið upp mynd af kirkjunni sem biskupakirkju og flokkað þjóna kirkjunnar í tvo hópa, annan vinveittan en hinn ekki. "Hvort tveggja var óboðlegt," segja Bjarni og Jóna, og bæta við "Með aðferð sinni leitaðist Pétur við að móta andrúmsloft hjarðhegðunar þar sem gagnrýninni hugsun er úthýst og hún túlkuð sem fjandskapur. Rannsóknarskýrslan ber því vitni að aðferðin er gamalreynd og að hún virkar." Aðkoma biskups var heldur ekki til fyrirmyndar að þeirra mati. "Herra Karl Sigurbjörnsson ávarpaði einnig samkomuna, settist að því búnu í öndvegi og vék ekki úr sal eða í áheyrnarsæti þótt persóna hans og embættisverk væru til umræðu. Einnig það var óboðlegt." Bloggfærlsu séra Bjarna og Jónu Hrannar má lesa hér í heild sinni. http://hjonablogg.eyjan.is/2011/06/sorgir-kirkjunnar.html

Gjaldið hækkar í göngin

Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar um um það bil tíu prósent um næstu mánaðamót. Í tilkynningu frá rekstrarfélagi ganganna segir að hækkunina megi rekja til samdráttar í umferð og þar með skertra tekna, þyngri greiðslubyrði af lánum og mikillar fjárfestingar til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um öryggi vegfarenda um veggöng. Venjulegt gjald fyrri fólksbíl aðra leið hækkar úr 900 krónum í þúsund krónur.

Upplýsingar um tafir mikilvægar

„Ég tel að hagsmunir neytenda af því að fá upplýsingar um tíðni tafa og fjölmiðla fyrir þeirra hönd vegi þyngra en viðskiptahagsmunir fyrirtækja að halda svona upplýsingum leyndum,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Flugmenn funda aftur í dag

Flugmenn hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra koma aftur til samningafundar hjá Ríkissáttasemjara í dag, eftir langan samningafund í gær.

Brotist inn í skartgripaverslun - þjófanna leitað

Brotist var inn í skartgripaverslun í Hafnarfirði í nótt, en þjófarnir komust undan áður en lögregla kom á vettvang. Vitni segir að þeir hafi verið í hermannabuxum, dökkum hettupeysum og með klúta bundna fyrir andlitin. Lögregla hóf þegar leit í nágrenninu, en hún bar ekki árangur.

Eldur á Hótel Selfossi - hótelið rýmt

Hótel Selfoss var rýmt í skyndingu á örðum tímanum í nótt eftir að eldur kom upp í þvottahúsi hótelsins í kjallara þess. 130 gestir voru í hótelinu og gekk rýmingin vel.

Dulin verðmæti liggja í hreinni orku

Möguleikar norðurslóða í orkumálum liggja ekki síst á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, jarðhita og fallvatna, sem eru hluti af duldum verðmætum svæðisins.

Dimmuborgir friðlýstar í dag

Dimmuborgir og Hverfjall í Skútustaðahreppi verða friðlýst í dag við hátíðlega athöfn. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritar friðlýsinguna. Athöfnin fer fram við rætur Hverfjalls og inni í Dimmuborgum.

Dró sér fé frá fólki á sambýli

Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir að draga sér fé af bankareikningum tveggja heimilismanna á sambýli Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi.

Íslenska hagkerfið á uppleið en enn ljón í veginum

Ísland er hægt og rólega að leysa hagrænu vandamálin sem bankakreppan orsakaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um íslenska hagkerfið. Þar segir að vel hafi gengið að framfylgja áætlun íslenskra stjórnvalda og AGS og samdrætti hafi verið snúið í hagvöxt í lok síðasta árs. Þá sé útlit fyrir þriggja prósenta hagvöxt á næsta ári, sem byggi helst á fjárfestingum.

75 ný störf vegna 200 milljóna frá ríkinu

Sjötíu og fimm ný störf hafa orðið til vegna 200 milljóna króna sem ríkið veitti til að mæta samdrætti vegna kvótaniðurskurðar. Það slagar upp í helming af þeim störfum sem verða til við fyrsta áfanga Helguvíkur.

Tveimur mönnum bjargað af Esjunni

Mönnunum tveimur, sem voru í sjálfheldu á Esjunni, hefur nú verið komið til bjargar, en björgunarsveitarmenn voru langt komnir upp í fjallið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn.

ASÍ samþykkir kjarasamningana

Samninganefnd ASÍ hefur ákveðið að staðfesta gildistöku þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru þann fimmta maí síðastliðinn og hafa Samtök atvinnulífsins í dag einnig staðfest gildistöku samninganna. Samningarnir munu því gilda til 31.1 2014 með umsömdum endurskoðunarákvæðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alþýðusambandinu en þar segir orðrétt:

Björgunarsveit kölluð upp í Esjuna

Kallað var í björgunarsveitina á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir skömmu þar sem tveir menn eru í sjálfheldu á Esjunni. Ekki er vitað hvert ástand mannanna er en björgunarsveitarmenn eru nú á leið upp í fjallið til að koma mönnunum til hjálpar.

Kóngavegur á virta kvikmyndahátíð í Tékklandi

Kvikmyndinni Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi sem hefst nú fyrstu vikuna í júlí.

Hestamenn fá margvíslegan stuðning

Landssamband hestamannafélaga, Landsmót hestamanna ehf. og Samskip hf. hafa undirritað víðtækan samstarfs- og styrktarsamning sem tekur til nokkurra af helstu viðburðum hestamennsku og hestaíþrótta til loka árs 2013, þar á meðal landsmóta, Íslandsmóta og bæði heimsmeistaramóts og Norðurlandamóts íslenskra hesta. Stuðningur Samskipa er með margvíslegum hætti, svo sem flutningar og flutningatengd þjónusta, verðlaunagripir, tæki og búnaður. Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna ehf., og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, undirrituðu samstarfssamninginn. Haraldur segir að stuðningur Samskipa sé afar mikilvægur og hafi þau áhrif að auðveldara verði að halda niðri kostnaði við mótshald og útgerð landsliða, sem ella myndi lenda á hestamönnum og mótsgestum að greiða í formi hærri aðgangseyris og þátttökugjalda. Ásbjörn segir að Samskip horfi meðal annars til þess að íslenski hesturinn beri hróður lands og þjóðar víða um veröld og höfði til fjölda fólks á öllum aldri. Það sjáist best á því að um 11.500 manns manns stundi hestamennsku á Íslandi og um 60.000 manns innan alþjóðasamtaka íslenska hestsins í 19 þjóðlöndum og þremur heimsálfum. Hestamót hérlendis og erlendis séu fjöldasamkomur sem dragi sífellt að sér meiri athygli fólks, langt út fyrir raðir sjálfra iðkendanna. Samskip vilji leggja samtökum hestmanna lið og styrkja enn frekar öfluga starfsemi þeirra í þágu iðkenda hestaíþrótta og allra aðdáenda íslenska hestsins nær og fjær. Hestaíþróttaviðburðir sem samningurinn tekur til: Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði 2011 og í Reykjavík 2012, Íslandsmót fullorðinna á Selfossi 2011, Íslandsmót barna- og unglinga í Keflavík 2011, Íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum 2012, Íslandsmót barna- og unglinga á Hellu 2012, Hestadagar í Reykjavík 2012, ístölt landsliðsins í Skautahöllinni í Reykjavík heimsmeistaramótið í Austurríki 2012 og Norðurlandamótið 2013.

Rafmagnslaust í 5 mínútur

Rafmagnslaust varð í hluta Grafarvogs, Mosfellsbæjar og á Kjalarnesi laust eftir klukkan 14:30 í dag vegna bilunar í spenni í aðveitustöð við Korpu. Rafmagn var komið aftur á 5 mínútum síðar. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er verið að kanna orsakir bilunarinnar.

Bótakröfu hafnað - hugar að málsókn

Anna Kristín Ólafsdóttir hugar nú að málsókn í kjölfar höfnunar ríkislögmanns á 5 milljóna króna bótakröfu sem Anna Kristín lagði fram á þeim grundvelli að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karlmaður var ráðinn framyfir hana við ráðningu skrifstofustjóra í Forsætisráðuneytinu.

Sjá næstu 50 fréttir