Fleiri fréttir

Segir skotgrafahernað SA hafa gengið of langt

Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkafólk grípa til verkfallsvopnsins verði ekki gengið frá nýjum kjarasamningum á næstunni. Það sé ekki hægt að búa við það lengur að skotgrafarhernaður stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins haldi launafólki í gíslingu.

Kannabisræktandi handtekinn

Lögreglan á Selfossi stöðvuðu kannabisræktun í Flóahreppi fyrir helgi. Lögreglan fann sautján fullvaxta kannabisplöntur eftir að þeim barst ábending um að kannabisrætkun væri stunduð á bæ í hreppnum.

Fjarðabyggð fær undanþágu vegna gæslu við sundlaugar

Umhverfisráðuneytið hefur veitt Fjarðabyggð undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar. Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafaist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um.

Vinna jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ

Launadeild Ísafjarðarbæjar hefur verið falið að afla upplýsinga um fjölda karla og kvenna sem starfa hjá bæjarfélaginu, launamun kynjanna og skiptingu veikindadaga milli kynjanna. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti þetta á síðasta fundi sínum. Ragnhildur Sigurðardóttir bæjarfulltrúi lagði þar fram tillögur um hvernig staðið verði að fyrsta áfanga við gerð jafnréttisáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ. Þá hefur skóla- og fjölskylduskrifstofu bæjarins hefur verið falið að senda spurningalista til stofnana og deilda innan Ísafjarðarbæjar og safna svörum saman um vinnuumhverfi, vinnutíma, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, hæfniþróun og menntun. Í fundargerð félagsmálanefndar segir að tillögur Ragnhildar séu settar fram "Til að hægt sé að greina hvort starfsmönnum Ísafjarðarbæjar sé mismunað á grundvelli kyns, þarf ákveðin vitneskja, um aðstæður og störf starfsmanna að vera til staðar. Því er lagt til við félagsmálanefnd að fyrsti áfangi við gerð jafnréttisáætlunar verði kortlagning og þekkingaröflun, þar sem upplýsingar verða greindar eftir kyni.“

Fjórir grímuklæddir menn réðust á tvo menn í Fischersundi

Fjórir grímuklæddir menn réðust á tvo menn í Fischersundi í Reykjavík um eitt leytið í nótt vopnaðir barefli. Mönnunum tókst að stökkva árásarmönnunum á flótta og komu sér sjálfir á slysadeild til aðhlynningar og létu lögreglu vita.

Áfangaheimili Ekron lokað

Stjórn Ekron, kristilegra samtaka sem annast meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, hefur ákveðið að loka áfangaheimili samtakanna. Þetta staðfestir Hjalti Kjartansson, forstöðumaður Ekron, en hann var í síðasta mánuði kærður til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot.

Kæra bæinn fyrir að hygla heimamönnum

„Ég vísa ásökunum um fyrirgreiðslupólitík og spillingu á bug,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, um ásakanir Jóns Ármanns Steinssonar forsvarsmanns byggingarverktakans Hamarsfells.

Lokun flugvalla var réttlætanleg

„Við sýndum fram á að þessi gjóska er mjög fínkornótt þannig að hún barst langt með loftstraumum,“ segir Sigurður R. Gíslason, jarðvísindamaður við Háskóla Íslands, sem stjórnaði ásamt Susan Stipp við Kaupmannahafnarháskóla rannsókn á gjóskunni úr eldgosinu í Eyjafjallajökli á síðasta ári.

Útilokar samning til eins árs

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, útilokar að gengið verði að tilboði Starfsgreinasambandsins um kjarasamning til eins árs og hækkun lágmarkslauna í tvö hundruð þúsund krónur.

Trúnaður yfir endurfjármögnun láns

Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill ekki ræða um endurfjármögnun 4,3 milljarða króna láns sem var á gjalddaga 7. apríl síðastliðinn. Tillaga um að koma málinu á dagskrá var felld á bæjarstjórnarfundi í dymbilvikunni.

Þorskur í hjarðeldi vex þrefalt hraðar

Tilraunir með hjarðeldi á þorski í Arnarfirði benda til að slíkt eldi sé arðbært. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli erlendis og meðal annars fengið umfjöllun í fréttadálki hins virta vísindatímarits Nature.

Hjálmar og Ingimar í kjöri til formanns BÍ

Tveir hafa lýst yfir framboði til formanns Blaðamannafélags Íslands. Núverandi formaður, Hjálmar Jónsson, hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri og þá hefur Ingimar Karl Helgason boðið sig fram. Kosið verður á milli þeirra Hjálmars og Ingimars á aðalfundi félagsins sem fram fer á fimmtudaginn kemur.

Óperudraugurinn í Miðgarði

Skagfirðingar æfa nú af fullum krafti Óperudrauginn eftir Andrew Lloyd Webber en verkið verður frumsýnt í félagsheimilinu Miðgarði um næstu helgi. Það er hin góðkunna leikkona Guðrún Ásmundsdóttir sem leikstýrir. Það er sönghópurinn Draumaraddir norðursins og ópera Skagafjarðar sem standa fyrir uppfærslunni sem er ansi metnaðarfull.

Rokkarar fengu syndaaflausn í sundi

Rokkarar og popparar sem tróðu upp á Aldrei fór ég suður um helgina létu líða úr sér mestu þreytuna og fengu syndaaflausn í sundlauginni í Bolungarvík í gær. Þeim var svo boðið upp á hamborgarhrygg í félagsheimilinu.

Þriggja bíla árekstur við Mjódd

Þriggja bíla árekstur varð við Mjóddina í Reykjavík nú um klukkan hálf fjögur. Þrír voru fluttir á slysadeild en fimm voru í bílunum. Meiðsli þeirra virðast þó vera minniháttar að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu. Svo virðist sem einn bíllinn hafi ekið í veg fyrir hina tvo sem voru á leið upp Breiðholtsbraut.

Mikið stuð á Aldrei fór ég suður

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin með pompi og pragt um helgina á Ísafirði eins og hefð er orðin fyrir. Rósa Jóhannsdóttir ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir sem sýna glöggt stemmninguna sem skapast í bænum þar sem allir skemmta sér konunglega við undirspil helstu tónlistarmanna þjóðarinnar.

Bílvelta á Biskupstungnabraut - Lögreglan skutlaði farþegum í Herjólf

Fjórir sluppu ómeiddir þegar bíll valt á Biskupstungnabraut í morgun. Fólkið var á leið til Þorlákshafnar til þess að ná Herjólfi. Að sögn lögreglu virðist óhappið hafa orðið með þeim hætti að bíll tók fram úr bílnum sem valt og við það slettist snjór og krap upp á framrúðuna.

Össur á Indlandi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kom til Nýju Delhí á Indlandi í dag en hann er í níu daga opinberri heimsókn í landinu. Á vefnum DailyIndia.com segir að Össur muni hitta umhverfisráðherra landsins á morgun og einnig ráðherra endurnýjanlegra orkugjafa. Þá mun ráðherrann einnig hitta ferðamálaráðherra Indlands.

Ólöf segir orð sín slitin úr samhengi

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hún hafi skipt um skoðun varðandi breytingar á kvótakerfinu. Hún segir Björn Val Gíslason, þingmann vinstri grænna missilja þau orð sem hún lét falla í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir skömmu.

Vel heppnuð hátíð - Mugison peysan seld

Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, lauk í fyrradag og gekk eins og í sögu að sögn rokkstjórans í ár, Jóns Þórs Þorleifssonar. "Hápunkturinn var í raun bara hátíðin sjálf, hvað þetta gekk allt ótrúlega vel. Andrúmsloftið var og er yndislegt og það er augljóst að fólki líður vel."

Skíðasvæðin fyrir norðan opin í dag

Skíðasvæðin norðan heiða eru opin í dag. Í Hlíðarfjalli á Akureyri er tveggja stiga hiti, lítill vindur og sól. Opið er í fjallinu til klukkan fjögur í dag.

Varað við hálku víðast hvar

Varað er við hálku á höfuðborgarsvæðinu en snjór huldi götur víða í borginni. Hið árlega páskahret hefur því látið sjá sig þrátt fyrir að páskarnir séu óvenju seint á ferðinni að þessu sinni.

Rólegt á höfuðborgarsvæðinu - fjórir stútar teknir

Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þá gistu tveir karlmenn fangageymslur lögreglunnar en annar var tekinn fyrir vörslu fíkniefna. Sá hinn sami var eftirlýstur fyrir að hafa ekki greitt bunka af sektum og verður honum gert að greiða eina milljón króna eða afplána sextíu og sjö daga fangelsi.

Erill á Ísafirði - fjórir í fangageymslum

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Ísafirði í nótt, en um fjögur þúsund gestir sóttu bæinn heim um páskahátíðina. Fjórir gistu fangageymslur, þar af einn fyrir skemmdarverk og tilraun til innbrots.

Flugeldafikt orsakaði eldsvoða

Eldur kom upp í ruslageymslu við leiksskólann á Stokkseyri í nótt. Tveir fjórtán ára drengir höfðu verið að leika sér með rakettu með þessum afleiðingum. Tvær rúður brotnuðu vegna hitans en skemmdir eru að öðru leyti ekki mjög miklar. Lögreglumenn sem mættu á svæðið röktu fótspor drengjanna í snjónum að dvalarstað þeirra og játuðu þeir verknaðinn þegar á þá var gengið.

Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða

Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma.

10 ár í gær frá stofnun Fréttablaðsins

Hinn 23. apríl 2001 kom fyrsta tölublað Fréttablaðsins út. Útgáfa blaðsins átti sér nokkurn aðdraganda, segir Eyjólfur Sveinsson stofnandi Fréttablaðsins.

Rafmagnslaust við Úlfarsfell

Rafmagnslaust var við Úlfarsfellið og í nágrenni um skeið í dag. Orkuveita Reykjavíkur brást snarlega við og lagfærði það sem aflaga fór. Rafmagn var komið aftur á fljótlega eftir klukkan tvö.

Íslendingur varð Evrópumeistari í keilu

Arnar Davíð Jónsson varð í dag Evrópumeistari unglinga í keilu sem fram fór í Þýskalandi. Hann sigraði Robin Menacher, fyrst 225 - 209 og síðan 224-175. Þetta er fyrsti verðlaunapeningurinn sem Ísland hlýtur á Evrópumóti í keilu.

Ekki sitja föst í vantrausti og tortryggni

Við megum ekki við því öllu lengur að sitja föst í vantrausti og tortryggni, sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hann gerði málefni íslensk samfélags að umræðuefni sínu.

Svæðisfélög VG á Vesturlandi vilja að Ásmundur víki

Svæðisfélög Vinstri grænna í Grundarfirði og Stykkishólmi samþykktu á sameiginlegum fundi sínum á skírdag ályktun þar sem þess er krafist að Ásmundur Einar Daðason segi af sér þingmennsku og hleypi á þing fulltrúa flokksins sem styður ríkisstjórnina.

Katrín skartaði sínu fegursta í brúðkaupinu

Hún var troðfull Kópavogskirkjan klukkan sjö í gær þegar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Bjarni Bjarnason rithöfundur voru gefin saman í heilagt hjónaband. Það er mál manna sem voru viðstaddir kirkjuna að andrúmsloftið hafi verið ákaflega kærleiksríkt í kirkjunni.

Þriggja bíla árekstur

Þriggja bíla árekstur varð við Þrengslavegamót rétt eftir klukkan sjö í gærkvöld. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn og var hlúð að þeim sem voru í bílunum, en að sögn lögreglunnar á Selfossi slasaðist enginn alvarlega.

Áfram verður hvasst

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út eftir kvöldmatarleytið i gærkvöld vegna óveðurs. Meðal annars fuku þakplötur af verbúð í Vogum á Vatnsleysuströnd. Engin útköll bárust í nótt.

Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða

Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða.

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

Það mjög slæmt ferðaveður á vesturhelmingi landsins á morgun, en mun fara batnandi annað kvöld og aðra nótt. Veðrið batnar fyrst sunnantil. Þetta kemur fram í viðvörun frá Veðurstofunni vegna stormviðris á landinu. Fólki er bent á að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.

Héðinn Íslandsmeistari í skák

Héðinn Steingrímsson varð rétt í þessu Íslandsmeistari í skák. Hann sigraði Henrik Danielsen í fjörlegri skák í lokaumferð Íslandsmótsins sem fram fór á Eiðum þar sem Henrik teygði sig langt eftir vinningi en Héðinn varðist yfirvegað og komst aldrei í hættu. Héðinn hlaut 7,5 vinning og leiddi mótið allt frá byrjun. Bragi Þorfinnsson varð annar með 6,5 vinning og Henrik Danielsen þriðji með 6 vinninga. Með sigrinum tryggir Héðinn sér þátttökurétt í landsliðsi Íslands sem Íslandsmeistari og þátttökurétt í EM einstaklinga á næsta ári.

Katrín Júlíusdóttir giftir sig í dag

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra gengur að eiga unnusta sinn, Bjarna Bjarnason, við hátíðlega athöfn í dag. Þau ætla að láta gefa sig saman í Kópavogskirkju.

Björgunarsveitamenn aðstoða slasaðan snjósleðamann

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi eru nú að sækja slasaðan snjósleðamann á Tröllafjall í Áreyjardal inn af Reyðarfirði. Á þessari stundu er ekki vitað um tildrög slyssins né hversu alvarleg meiðsli mannsins eru.

Búið að loka í Bláfjöllum

Búið að loka í fjöllunum í dag vegna hvassviðris. Reynt var að opna þar um stundu í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er vaxandi suðaustan átt. Gert er ráð fyrir 10-18 metrum á sekúndu í dag og rigningu seint í dag, en suðvestan 15-23 og rigningu eða slyddu í fyrramálið. Hiti verður 2 til 8 stig, en kólnar á morgun.

Allt fór vel fram á Ísafirði

Talið er að minnsta kosti þrjú þúsund utanbæjargestir séu samankomnir á Rokkhátíð Alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, sem stendur yfir á Ísafirði um helgina. Íbúafjöldi bæjarins hefur því nær tvöfaldast. Að sögn lögreglu fór allt vel fram í gær.

Opið í Kóngsgili

Stefnt er að því að skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opið til klukkan fimm í dag, en eingöngu verður opið í Kóngsgili. Ekki verður starfsmannarúta né fyrir almenning. Ástæðan fyrir þessu er að spáin er slæm seinnipartinn.

Sjá næstu 50 fréttir