Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að stórefla atvinnulíf Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri skorar á stjórnvöld að stórefla atvinnulíf í Þingeyjasýslum, varar við því að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og farið verði í forval vegna Vaðlaheiðarganga svo framkvæmdir við þau geti hafist í sumar. 27.2.2011 13:38 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Dregið hefur úr skjálftahrinu sem hefur verið á Krýsuvíkursvæðinu frá því á fimmtudagskvöld. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 á richter mældust, sá stærsti fjórir að stærð. 27.2.2011 13:36 Gaus síðast á Krýsuvíkursvæðinu árið 1300 "Við getum í rauninni ekkert séð, ég fór og skoðaði mælana, og það var ekki að sjá að neitt slíkt væri í gangi,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um hvort einhverjar líkur væru á eldgosi á Krýsuvíkursvæðinu, en margir skjálftar hafa mælst þar í morgun sá stærsti fjórir á richter. 27.2.2011 11:11 Heldur rólegra síðasta hálftímann "Þetta er heldur rólegra núna svona síðasta hálftímann,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 27.2.2011 11:05 Egill Helgason fann fyrir jarðskjálftanum "Ég bý í gömlu timburhúsi og það brakar í því þegar skelfur,“ segir Egill Helgason, sjónvarpsmaður á bloggi sínu. 27.2.2011 10:45 Annar stór jarðskjálfti Auk stærsta jarðskjálftans sem varð klukkan rúmlega níu í morgun í Krýsuvík, upp á 4 stig, kom annar stór skjálfti klukkan 9:49 og mældist sá skjálfti upp á 3,3 stig samkvæmt vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftinn fannst til dæmis mjög vel í Árbænum. 27.2.2011 10:42 Heitt vatn komið á í Neðra-Breiðholti Heitt vatn er nú komið á í þeim hluta Bakkahverfisins í neðra Breiðholti, sem verið hefur heitavatnslaus frá í nótt. Taka þarf vatnið aftur af síðar í dag, þegar gert verður við lögn sem bilaði. 27.2.2011 10:35 Opið í Bláfjöllum í dag Opið er í Bláfjöllum í dag frá klukkan 10 til 17. Fimm til tíu metrar eru á sekúndu og 0,5° gráðu frost. Það gengur á með éljum og bjart og lyngt yfir, segir í tilkynningu frá Bláfjöllum. 27.2.2011 10:22 Uppgjör í uppsiglinu á Selfossi: Handtekinn með 60 cm járnstykki Einn maður gisti fangageymslur hjá lögreglunni á Selfossi eftir nóttina. Rétt eftir klukkan þrjú barst lögreglu tilkynning um að þrír menn vopnaðir barefli væru á leið á skemmtistað í bænum og einhvers konar uppgjör væri í uppsiglinu, eins og varðstjóri orðaði það. 27.2.2011 10:14 Jarðskjálftinn var 4 stig að stærð - 200 skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftinn sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu klukkan rúmlega níu í morgun var 4 stig að stærð og mældist um það bil 4 kílómetrum Norðaustur af Krýsuvík. 27.2.2011 10:08 Ekkert heitt vatn í Neðra-Breiðholti - kalt í húsunum Háspennubilanir í Kópavogi olli því að rafmagnslaust varð á stóru svæði á höfuðborginni í gær og meginæð hitaveitu í Mjóddinni brast. Varað var við slysahættu við Garðheima í gærkvöldi þar sem skemmdir urðu á hitaveitulögninni. 27.2.2011 09:33 Skjálftahrina við Kleifarvatn Jarðskjálfti upp á 3,2 á richter varð við Kleifarvatn klukkan 05:46. Annar álíka stór skjálfti varð klukkan 05:20 og hefur veðurstofu borist tilkynning að sá seinni hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Þá varð annar stærri skjálfti klukkan rúmlega níu en sá fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu. 27.2.2011 09:28 Jarðskjálfti í Reykjavík Íbúar Reykjavíkur fundu greinilega fyrir jarðskjálfta sem varð fyrir stundu, eða klukkan rúmlega níu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er verið að vinna úr gögnum og munu nánari upplýsingar fást innan skammst. 27.2.2011 09:13 Eins og geimvísindi á finnsku Ásta Kristrún Ólafsdóttir, sálfræðingur, er þeirrar skoðunar að börn með þroskahömlun eigi að fá að vera í sérskólum en ekki í almenna skólakerfinu. Ásta, sem á sjálf son með þroskahömlun, segir Friðriku Benónýsdóttur frá baráttu sinni við skólakerfið. 27.2.2011 06:30 Rafmagnslaust í Kópavogi Rafmagnslaust varð í vesturhluta Kópavogs rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Bilun varð í háspennulínu og gert er ráð fyrir að um klukkutíma taki að gera við bilunina. 26.2.2011 20:56 Sagnfræðingur: Ólafur Ragnar hefur breytt forsetaembættinu Þeir sem gegna embætti forseta Íslands í framtíðinni geta ekki vænst þess að sitja þar á friðarstóli að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Hann segir að Ólafur Ragnar hafi breytt embættinu til frambúðar. 26.2.2011 18:55 Eldur í fokheldri íbúð í Hafnarfirði Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði við Norðurhellu í Hafnarfirði um klukkan fimm í dag. Vel gekk að slökkva eldinn sem minniháttar. Íbúðin er fokheld. 26.2.2011 17:11 Málið byggt á misskilningi - Bubbi getur sofið rólega "Það stóð aldrei til að fara í meiðyrðamál við hann," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, um afsökunarbeiðni Bubba Morthens sem hann birti í pistli á pressunni í morgun. 26.2.2011 17:00 Biskupamyndin valin fréttaljósmynd ársins Mynd Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, af Karli Sigurbjörnssyni og Geir Waage var valin Fréttaljósmynd ársins á sýningunni Myndir ársins, sem opnaði í Gerðarsafni í dag. 26.2.2011 15:43 Fréttastofurnar verðlaunaðar sameiginlega fyrir bestu umfjöllun Fréttastofa Stöðvar 2, Fréttastofa RÚV og Ritstjórn Morgunblaðsins hlutu blaðamannaverðlaun ársins 2010 fyrir bestu umfjöllun í Gerðarsafni í Kópavogi rétt í þessu. 26.2.2011 15:31 Jón Gnarr í opinberri heimsókn í Dyflinni Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík er ásamt fylgdarliði í opinberri heimsókn í Dyflinni þessa dagana í boði Gerry Breen borgarstjóra Dyflinnar. 26.2.2011 15:12 Særði blygðunarsemi nágranna sinna Sextíu og sjö ára karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðisbrot með því að hafa sært blygðunarsemi nágranna sinna er hann stóð fyrir framan glugga á heimili sínu í fráhnepptri skyrtu og strauk á sér getnaðarliminn. 26.2.2011 14:20 Bubbi á nærbuxunum biður Heiðar Má afsökunar Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur beðið fjárfestinn Heiðar Má Guðjónsson opinberlega afsökunar á pistli sem hann skrifaði á pressuna fyrir nokkru síðan. Pistillinn bar yfirskriftina "Krónuníðingar" en þar fjallaði Bubbi um meinta stöðutöku Heiðars gegn krónunni og vitnaði þar í blaðið DV. 26.2.2011 13:14 Hálka víða á landinu Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi. Éljagangur er á Suðurnesjum og hálkublettir. 26.2.2011 12:52 Jamie Cullum spilar í Hörpunni í júní Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. 26.2.2011 12:45 Útilokar ekki að höfða skaðabótamál Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. 26.2.2011 12:13 Bæjarbúar hafðir að leiksoppum Formaður íbúasamtaka Önundarfjarðar furðar sig á vinnubrögðum Byggðastofnunar en stjórn Byggðastofnunar ákvað í gær að rifta samningum við Lotnu. Hann segir ákvörðun byggðastofnunar ljótan leik, bæjarbúar á Flateyri hafi verið hafðir að leiksoppum. 26.2.2011 12:06 Strætó hættir akstri klukkutíma fyrr Frá og með morgundeginum munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu hætta akstri klukkutíma fyrr öll kvöld vegna niðurskurðar á fjárframlögum sveitarfélaganna til Strætó bs. 26.2.2011 11:22 Tveir teknir ölvaðir undir stýri Tveir ökumenn voru teknir grunaður um ölvun við akstur í gærkvöldi og nótt, annar á höfuðborgarsvæðinu og hinn í Vestmannaeyjum. Nóttin var heldur róleg hjá lögregluembættum landsins. Skemmtanahald í miðborg Reykjavíkur fór vel fram en fremur kalt var í veðri. 26.2.2011 10:49 Brautskráning frá Háskóla Íslands í dag Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram í Háskólabíói í dag og hefst hún klukkan eitt. 458 kandídatar verða brautskráðið fráskólanum með 460 próf. 26.2.2011 10:39 Sigríður Dagbjört er ungfrú Reykjavík Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, tvítug Kópavogsmær, var kosin ungfrú Reykjavík í gærkvöldi. Hún stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er á lokaári sínu þar. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. 26.2.2011 10:01 Um 430 viðskiptavinir eiga farminn Talið er að um 20 prósent af farmi Goðafoss séu ótryggð. Verið er að safna saman gögnum frá öllum viðskiptavinum sem voru með vörur um borð í skipinu til að meta heildarvirði farmsins. Fjöldi viðskiptavina er svipaður og fjöldi gáma um borð, eða um 430 talsins. 26.2.2011 09:00 Um fjörutíu þúsund Íslendingar búa úti Alls búa 38.083 Íslendingar erlendis. Flestir búa á Norðurlöndunum, rúmur fjórðungur þeirra í Danmörku, eða 10.115 manns. Þeir Íslendingar sem búa í Noregi eru 6.970 talsins, 6.656 í Svíþjóð og 206 í Finnlandi. Þetta eru upplýsingar fengnar úr Þjóðskrá Íslands. 26.2.2011 08:45 Ótímabært að leyfa staðgöngumæðrun Siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun hefur ekki verið svarað nægilega vel. Þær þarf að leiða til lykta með gagnrýninni og opinni umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins. 26.2.2011 08:00 Leyfa átti skil á útboðslóð Innanríkisráðuneytið segir Reykjavíkurborg hafa brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga með því að synja manni einum um að fá að skila útboðslóðum við Lautarveg í Fossvogi. 26.2.2011 07:30 Ekki hróflað við áfengiskaupaaldri Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. 26.2.2011 07:00 Fríar klippingar á mánudögum Fjölskylduhjálp Íslands hefur nú ákveðið að bjóða á ný upp á ókeypis klippingar. Boðið var upp á hárklippingar fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjavík í nóvember og desember á síðasta ári. 26.2.2011 06:30 Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. 26.2.2011 06:00 Fiskiskipum fjölgar um 51 Fjöldi skipa á skrá hjá Siglingastofnun (SÍ) í árslok 2010 var 1.625 skip, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þilfaraskip, sem skiptast í vélskip og togara, voru 807, 761 vélskip og 57 togarar. Fækkar vélskipum um sjö og togurum um einn. 26.2.2011 05:00 Grameðlan er ofmetið rándýr Grameðlan, Tyrannosaurus Rex, var mögulega ekki ógnvænlegt rándýr sem veiddi aðeins stærstu dýr síns tíma, eins og hingað til hefur verið talið. 26.2.2011 04:30 Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. 26.2.2011 03:00 Hrina smáskjálfta í Krýsuvík Jarðskjálftahrina er nú í gangi í Krýsuvík og hafa yfir fimmtíu skjálftar mælst þar síðustu tvo sólarhringa, samkvæmt skjálftavef Veðurstofunnar. Jarðskálftarnir eru allir litlir, - þeir stærstu tæp tvö stig, og eiga flestir upptök á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns á þriggja til fimm kílómetra dýpi. 25.2.2011 17:50 Icelandair sakfellt fyrir samkeppnisbrot en sleppur við sekt Héraðsdómur staðfesti í dag þá niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Icelandair hafi verið í markaðsráðandi stöðu og misnotað hana með kynningu á svokölluðum Netsmellum á árinu 2004. 25.2.2011 17:27 Heiðar ítrekaði kröfu um afsökunarbeiðni Krafa Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis um að ummæli í DV verði dregin til baka var ítrekuð þegar meiðyrðamál gegn ritstjórum og fréttastjóra DV var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25.2.2011 16:32 Fá ekki lán fyrir kaupum í Eyrarodda Eignarhaldsfélagið Lotna á ekki kost á því að kaupa í Eyrarodda á Flateyri. Ástæðan er sú að vegna fyrri viðskiptasögu eigenda Lotnu geta þeir ekki yfirtekið lán sem fyrri eigendur Eyrarodda höfðu fengið hjá Byggðarstofnun. Þetta staðfestir Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, í samtali við vísi. Ríkisútvarpið fullyrti í gær að slóð gjaldþrota fyrirtækja lægi eftir þá Sigurð Aðalssteinsson og Kristján Sigurð Kristjánsson, eigenda Lotnu. 25.2.2011 16:06 Sjá næstu 50 fréttir
Skora á stjórnvöld að stórefla atvinnulíf Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri skorar á stjórnvöld að stórefla atvinnulíf í Þingeyjasýslum, varar við því að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og farið verði í forval vegna Vaðlaheiðarganga svo framkvæmdir við þau geti hafist í sumar. 27.2.2011 13:38
Dregið hefur úr skjálftahrinunni Dregið hefur úr skjálftahrinu sem hefur verið á Krýsuvíkursvæðinu frá því á fimmtudagskvöld. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 á richter mældust, sá stærsti fjórir að stærð. 27.2.2011 13:36
Gaus síðast á Krýsuvíkursvæðinu árið 1300 "Við getum í rauninni ekkert séð, ég fór og skoðaði mælana, og það var ekki að sjá að neitt slíkt væri í gangi,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um hvort einhverjar líkur væru á eldgosi á Krýsuvíkursvæðinu, en margir skjálftar hafa mælst þar í morgun sá stærsti fjórir á richter. 27.2.2011 11:11
Heldur rólegra síðasta hálftímann "Þetta er heldur rólegra núna svona síðasta hálftímann,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 27.2.2011 11:05
Egill Helgason fann fyrir jarðskjálftanum "Ég bý í gömlu timburhúsi og það brakar í því þegar skelfur,“ segir Egill Helgason, sjónvarpsmaður á bloggi sínu. 27.2.2011 10:45
Annar stór jarðskjálfti Auk stærsta jarðskjálftans sem varð klukkan rúmlega níu í morgun í Krýsuvík, upp á 4 stig, kom annar stór skjálfti klukkan 9:49 og mældist sá skjálfti upp á 3,3 stig samkvæmt vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftinn fannst til dæmis mjög vel í Árbænum. 27.2.2011 10:42
Heitt vatn komið á í Neðra-Breiðholti Heitt vatn er nú komið á í þeim hluta Bakkahverfisins í neðra Breiðholti, sem verið hefur heitavatnslaus frá í nótt. Taka þarf vatnið aftur af síðar í dag, þegar gert verður við lögn sem bilaði. 27.2.2011 10:35
Opið í Bláfjöllum í dag Opið er í Bláfjöllum í dag frá klukkan 10 til 17. Fimm til tíu metrar eru á sekúndu og 0,5° gráðu frost. Það gengur á með éljum og bjart og lyngt yfir, segir í tilkynningu frá Bláfjöllum. 27.2.2011 10:22
Uppgjör í uppsiglinu á Selfossi: Handtekinn með 60 cm járnstykki Einn maður gisti fangageymslur hjá lögreglunni á Selfossi eftir nóttina. Rétt eftir klukkan þrjú barst lögreglu tilkynning um að þrír menn vopnaðir barefli væru á leið á skemmtistað í bænum og einhvers konar uppgjör væri í uppsiglinu, eins og varðstjóri orðaði það. 27.2.2011 10:14
Jarðskjálftinn var 4 stig að stærð - 200 skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftinn sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu klukkan rúmlega níu í morgun var 4 stig að stærð og mældist um það bil 4 kílómetrum Norðaustur af Krýsuvík. 27.2.2011 10:08
Ekkert heitt vatn í Neðra-Breiðholti - kalt í húsunum Háspennubilanir í Kópavogi olli því að rafmagnslaust varð á stóru svæði á höfuðborginni í gær og meginæð hitaveitu í Mjóddinni brast. Varað var við slysahættu við Garðheima í gærkvöldi þar sem skemmdir urðu á hitaveitulögninni. 27.2.2011 09:33
Skjálftahrina við Kleifarvatn Jarðskjálfti upp á 3,2 á richter varð við Kleifarvatn klukkan 05:46. Annar álíka stór skjálfti varð klukkan 05:20 og hefur veðurstofu borist tilkynning að sá seinni hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Þá varð annar stærri skjálfti klukkan rúmlega níu en sá fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu. 27.2.2011 09:28
Jarðskjálfti í Reykjavík Íbúar Reykjavíkur fundu greinilega fyrir jarðskjálfta sem varð fyrir stundu, eða klukkan rúmlega níu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er verið að vinna úr gögnum og munu nánari upplýsingar fást innan skammst. 27.2.2011 09:13
Eins og geimvísindi á finnsku Ásta Kristrún Ólafsdóttir, sálfræðingur, er þeirrar skoðunar að börn með þroskahömlun eigi að fá að vera í sérskólum en ekki í almenna skólakerfinu. Ásta, sem á sjálf son með þroskahömlun, segir Friðriku Benónýsdóttur frá baráttu sinni við skólakerfið. 27.2.2011 06:30
Rafmagnslaust í Kópavogi Rafmagnslaust varð í vesturhluta Kópavogs rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Bilun varð í háspennulínu og gert er ráð fyrir að um klukkutíma taki að gera við bilunina. 26.2.2011 20:56
Sagnfræðingur: Ólafur Ragnar hefur breytt forsetaembættinu Þeir sem gegna embætti forseta Íslands í framtíðinni geta ekki vænst þess að sitja þar á friðarstóli að mati Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings. Hann segir að Ólafur Ragnar hafi breytt embættinu til frambúðar. 26.2.2011 18:55
Eldur í fokheldri íbúð í Hafnarfirði Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði við Norðurhellu í Hafnarfirði um klukkan fimm í dag. Vel gekk að slökkva eldinn sem minniháttar. Íbúðin er fokheld. 26.2.2011 17:11
Málið byggt á misskilningi - Bubbi getur sofið rólega "Það stóð aldrei til að fara í meiðyrðamál við hann," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, um afsökunarbeiðni Bubba Morthens sem hann birti í pistli á pressunni í morgun. 26.2.2011 17:00
Biskupamyndin valin fréttaljósmynd ársins Mynd Gunnars V. Andréssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, af Karli Sigurbjörnssyni og Geir Waage var valin Fréttaljósmynd ársins á sýningunni Myndir ársins, sem opnaði í Gerðarsafni í dag. 26.2.2011 15:43
Fréttastofurnar verðlaunaðar sameiginlega fyrir bestu umfjöllun Fréttastofa Stöðvar 2, Fréttastofa RÚV og Ritstjórn Morgunblaðsins hlutu blaðamannaverðlaun ársins 2010 fyrir bestu umfjöllun í Gerðarsafni í Kópavogi rétt í þessu. 26.2.2011 15:31
Jón Gnarr í opinberri heimsókn í Dyflinni Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík er ásamt fylgdarliði í opinberri heimsókn í Dyflinni þessa dagana í boði Gerry Breen borgarstjóra Dyflinnar. 26.2.2011 15:12
Særði blygðunarsemi nágranna sinna Sextíu og sjö ára karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðisbrot með því að hafa sært blygðunarsemi nágranna sinna er hann stóð fyrir framan glugga á heimili sínu í fráhnepptri skyrtu og strauk á sér getnaðarliminn. 26.2.2011 14:20
Bubbi á nærbuxunum biður Heiðar Má afsökunar Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur beðið fjárfestinn Heiðar Má Guðjónsson opinberlega afsökunar á pistli sem hann skrifaði á pressuna fyrir nokkru síðan. Pistillinn bar yfirskriftina "Krónuníðingar" en þar fjallaði Bubbi um meinta stöðutöku Heiðars gegn krónunni og vitnaði þar í blaðið DV. 26.2.2011 13:14
Hálka víða á landinu Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi. Éljagangur er á Suðurnesjum og hálkublettir. 26.2.2011 12:52
Jamie Cullum spilar í Hörpunni í júní Breski tónlistarmaðurinn Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Hörpunni 23. júní næstkomandi. Cullum verður þar með fyrsta erlenda poppstjarnan sem kemur fram í tónlistarhúsinu við höfnina. 26.2.2011 12:45
Útilokar ekki að höfða skaðabótamál Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. 26.2.2011 12:13
Bæjarbúar hafðir að leiksoppum Formaður íbúasamtaka Önundarfjarðar furðar sig á vinnubrögðum Byggðastofnunar en stjórn Byggðastofnunar ákvað í gær að rifta samningum við Lotnu. Hann segir ákvörðun byggðastofnunar ljótan leik, bæjarbúar á Flateyri hafi verið hafðir að leiksoppum. 26.2.2011 12:06
Strætó hættir akstri klukkutíma fyrr Frá og með morgundeginum munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu hætta akstri klukkutíma fyrr öll kvöld vegna niðurskurðar á fjárframlögum sveitarfélaganna til Strætó bs. 26.2.2011 11:22
Tveir teknir ölvaðir undir stýri Tveir ökumenn voru teknir grunaður um ölvun við akstur í gærkvöldi og nótt, annar á höfuðborgarsvæðinu og hinn í Vestmannaeyjum. Nóttin var heldur róleg hjá lögregluembættum landsins. Skemmtanahald í miðborg Reykjavíkur fór vel fram en fremur kalt var í veðri. 26.2.2011 10:49
Brautskráning frá Háskóla Íslands í dag Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram í Háskólabíói í dag og hefst hún klukkan eitt. 458 kandídatar verða brautskráðið fráskólanum með 460 próf. 26.2.2011 10:39
Sigríður Dagbjört er ungfrú Reykjavík Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, tvítug Kópavogsmær, var kosin ungfrú Reykjavík í gærkvöldi. Hún stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er á lokaári sínu þar. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. 26.2.2011 10:01
Um 430 viðskiptavinir eiga farminn Talið er að um 20 prósent af farmi Goðafoss séu ótryggð. Verið er að safna saman gögnum frá öllum viðskiptavinum sem voru með vörur um borð í skipinu til að meta heildarvirði farmsins. Fjöldi viðskiptavina er svipaður og fjöldi gáma um borð, eða um 430 talsins. 26.2.2011 09:00
Um fjörutíu þúsund Íslendingar búa úti Alls búa 38.083 Íslendingar erlendis. Flestir búa á Norðurlöndunum, rúmur fjórðungur þeirra í Danmörku, eða 10.115 manns. Þeir Íslendingar sem búa í Noregi eru 6.970 talsins, 6.656 í Svíþjóð og 206 í Finnlandi. Þetta eru upplýsingar fengnar úr Þjóðskrá Íslands. 26.2.2011 08:45
Ótímabært að leyfa staðgöngumæðrun Siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun hefur ekki verið svarað nægilega vel. Þær þarf að leiða til lykta með gagnrýninni og opinni umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins. 26.2.2011 08:00
Leyfa átti skil á útboðslóð Innanríkisráðuneytið segir Reykjavíkurborg hafa brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga með því að synja manni einum um að fá að skila útboðslóðum við Lautarveg í Fossvogi. 26.2.2011 07:30
Ekki hróflað við áfengiskaupaaldri Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. 26.2.2011 07:00
Fríar klippingar á mánudögum Fjölskylduhjálp Íslands hefur nú ákveðið að bjóða á ný upp á ókeypis klippingar. Boðið var upp á hárklippingar fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjavík í nóvember og desember á síðasta ári. 26.2.2011 06:30
Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. 26.2.2011 06:00
Fiskiskipum fjölgar um 51 Fjöldi skipa á skrá hjá Siglingastofnun (SÍ) í árslok 2010 var 1.625 skip, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þilfaraskip, sem skiptast í vélskip og togara, voru 807, 761 vélskip og 57 togarar. Fækkar vélskipum um sjö og togurum um einn. 26.2.2011 05:00
Grameðlan er ofmetið rándýr Grameðlan, Tyrannosaurus Rex, var mögulega ekki ógnvænlegt rándýr sem veiddi aðeins stærstu dýr síns tíma, eins og hingað til hefur verið talið. 26.2.2011 04:30
Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. 26.2.2011 03:00
Hrina smáskjálfta í Krýsuvík Jarðskjálftahrina er nú í gangi í Krýsuvík og hafa yfir fimmtíu skjálftar mælst þar síðustu tvo sólarhringa, samkvæmt skjálftavef Veðurstofunnar. Jarðskálftarnir eru allir litlir, - þeir stærstu tæp tvö stig, og eiga flestir upptök á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns á þriggja til fimm kílómetra dýpi. 25.2.2011 17:50
Icelandair sakfellt fyrir samkeppnisbrot en sleppur við sekt Héraðsdómur staðfesti í dag þá niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Icelandair hafi verið í markaðsráðandi stöðu og misnotað hana með kynningu á svokölluðum Netsmellum á árinu 2004. 25.2.2011 17:27
Heiðar ítrekaði kröfu um afsökunarbeiðni Krafa Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis um að ummæli í DV verði dregin til baka var ítrekuð þegar meiðyrðamál gegn ritstjórum og fréttastjóra DV var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25.2.2011 16:32
Fá ekki lán fyrir kaupum í Eyrarodda Eignarhaldsfélagið Lotna á ekki kost á því að kaupa í Eyrarodda á Flateyri. Ástæðan er sú að vegna fyrri viðskiptasögu eigenda Lotnu geta þeir ekki yfirtekið lán sem fyrri eigendur Eyrarodda höfðu fengið hjá Byggðarstofnun. Þetta staðfestir Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, í samtali við vísi. Ríkisútvarpið fullyrti í gær að slóð gjaldþrota fyrirtækja lægi eftir þá Sigurð Aðalssteinsson og Kristján Sigurð Kristjánsson, eigenda Lotnu. 25.2.2011 16:06