Fleiri fréttir Varðstöð kom í veg fyrir strand Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur strandaði á Lönguskerjum, vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara skipverja og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. 30.11.2010 04:45 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna innbrota Ungur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Hann hefur undanfarin misseri farið hamförum við innbrot í sumarbústaði og verið óstöðvandi þrátt fyrir að lögregla hafi margoft haft afskipti af honum. 30.11.2010 04:30 Alls ellefu óhöpp á sex vikum Alls urðu ellefu óhöpp á síðustu sex vikum sem tengd voru ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali verða um tuttugu óhöpp á mánuði hjá Strætó bs. yfir vetrarmánuðina. 30.11.2010 04:00 Urðu að skerða réttindi félaga Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur ráðið Auði Finnbogadóttur í stöðu framkvæmdastjóra og hefur hún störf á morgun. 30.11.2010 03:45 Verið að gera úrslitatilraun „Það er verið að gera úrslitatilraun til að ná saman. Þeir [bankarnir og lífeyrissjóðirnir] eru að skoða hugmyndir frá okkur og ég vonast eftir svari ekki seinna en á morgun [í dag],“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. 30.11.2010 03:15 Verkefnisstjórn skilar tillögum til ráðherra Framtíð þeirra verkefna sem nú eru vistuð hjá Varnarmálastofnun mun skýrast á næstu dögum, segir Guðmundur B. Helgason, formaður verkefnisstjórnar Varnarmálastofnunar. 30.11.2010 03:15 Hitna um 0,5°C á 10 ára tímabili Yfirborðshiti 167 stórra stöðuvatna víða um heim hefur hækkað um að meðaltali 0,45 gráður á Celsius á síðasta áratug, samkvæmt vísindamönnum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. 30.11.2010 03:00 Flaug neðan við lágmarkshæð Orsök flugslyssins í Selárdal í Vopnafirði í fyrrasumar, sem kostaði einn mann lífið, er að flugvélinni, eins hreyfils Cessnu var flogið undir lágmarksflughæð. 30.11.2010 03:00 Segja brýnt að sinna skurðum Byggðaráð Rangárþings eystra mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á jarðabótastyrkjum vegna upphreinsunar skurða. Heildarlengd skurða í sveitarfélaginu er 1.000 til 1.500 kílómetrar. 30.11.2010 02:30 Þorvaldur Gylfason er sigurvegari kosninganna Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor fékk langflest atkvæði í fyrsta sæti. Hann fékk alls 7192 atkvæði í fyrsta sæti. Næstur á eftir honum kemur Salvör Nordal með 2482 atkvæði. 30.11.2010 16:41 Skrifar handrit um Silungapoll „Þetta er saga um ótrúlega bjartsýni og um að komast af,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Guðrún Ragnarsdóttir. Guðrún fékk styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að halda áfram með kvikmyndahandrit sem hefur verið gefið vinnuheitið Silungapollur. 29.11.2010 21:30 Niðurstöður kosninga birtar á morgun Nú er orðið ljóst að talningu atkvæða í stjórnlagaþingskosningunni mun ekki ljúka í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Landkjörstjórn verður send út tilkynning á morgun um það hvenær er að vænta að talningu ljúki og úrslit verða birt. 29.11.2010 16:28 Ríkisendurskoðun óskar upplýsinga um meðferðarheimili Ríkisendurskoðun er byrjuð að rannsaka málefni meðferðarheimila fyrir börn eftir að Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samið hefði verið við aðstandendur meðferðarheimilisins Árbótar um bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta staðfesti Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við Vísi. 29.11.2010 15:36 Ónýt raftæki til styrktar Fjölskylduhjálpinni Síminn hvetur fólk til þess að styðja starf Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir jólin með því að koma með gömul og ónýt smáraftæki í verslanir fyrirtækisins. Tækin verða send í endurnýtingu og mun andvirði af sölu þeirra renna til Fjölskylduhjálparinnar. 29.11.2010 14:42 Gangandi vegfarendur slasast í hálkunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag verið töluvert um tilkynningar vegna slysa á gangandi vegfarendum sem rekja má til hálku og erfiðra aðstæðna vegna ísingar. Umferðarstofa vill vara fólk við hálku, sérstaklega á gangstígum og bílastæðum, og þess skal gætt að fólk sé vel búið til fótanna. 29.11.2010 14:27 Jónína: Maður drepinn fyrir framan augu okkar „Það er verið að drepa mann fyrir framan augun á okkur og flestum virðist alveg sama. Ég þakka ykkar stuðning og bið ykkur blessunar," segir Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Jónína segir að um sé að ræða eitt mesta mannréttindabrot Íslandssögunnar og hún biður Guð um blessun. 29.11.2010 14:17 Fíkniefnahundar leituðu á Laugarvatni en fundu ekkert Lögreglumenn fóru í síðustu viku með tvo fíkniefnahunda í Menntaskólann á Laugarvatni með það fyrir augum að kanna hvort fíkniefni væru í skólanum. Hundarnir fóru um húsnæði skólans og skemmst er frá því að segja að engin merki fundust um að fíkniefni hefðu verið í húsi skólans. 29.11.2010 13:59 Skallaði í gegnum rúðu Ungur maður var handtekinn á föstudagskvöldið við Farfuglaheimilið í Grundarfirði eftir að hafa skallað í gegnum rúðu á útihurð heimilisins. Maðurinn var mjög ölvaður og æstur, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Því var ekkert um annað að ræða en að vista hann í fangaklefa fram á morgun eftir læknisskoðun. 29.11.2010 12:40 Stjórnlagaþing: Úrslit liggja fyrir síðar í dag Úrslit í kosningum til stjórnlagaþings liggja fyrir seinnipartinn í dag eða snemma í kvöld ef ekkert óvænt kemur upp við talninguna. Kjósandi á Álftanesi hefur kært kosningarnar þar til landskjörstjórnar. 29.11.2010 12:15 Þrjár konur til viðbótar ásaka Gunnar Þrjár konur, til viðbótar við þær fimm sem þegar hafa stigið fram, munu á næstunni skila frá sér yfirlýsingum um kynferðislega áreitni Gunnar Þorsteinssonar í Krossinum í sinn garð. Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður á meðan það sem hann kallar gjörningaverður gengur yfir. 29.11.2010 12:05 Skítamál tekur á sig nýja mynd Nú liggur fyrir að nemendur sem sakaðir voru um að hafa látð dólgslega í rútu sem flutti þau að framhaldsskóla á Akureyrar á dögunum voru hafðir fyrir rangri sök. 29.11.2010 11:42 Salmonellusýkt kjúklingafóður - sprenging í fjölda sýktra kjúklinga Gríðarleg aukning hefur verið á salmonellusmitum í kjúklingi á þessu ári. Það sem af er árs hefur 21 sláturhópur verið innkallaður vegna rökstudds gruns um salmonellusmit, sem eru um þrjú prósent allra sláturhópa. Í liðinni viku innkölluðu bæði Reykjargarður og Matfugl kjúkling úr verslunum vegna salmonellu. 29.11.2010 11:29 Slasaðist í álverinu á Reyðarfirði Ung kona slasaðist í álverinu á Reyðarfirði eftir hádegi á laugardaginn þegar að bil var bakkað á hana inni í öðrum kerskálanum. 29.11.2010 11:24 Upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings - listi yfir umsækjendur Tuttugu og tveir sóttu um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings. Ráðið verður í stöðuna fyrir mánaðarmót. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem nú sinnir stöðunni, er meðal umsækjenda. Hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar í septembermánuði, en samkvæmt lögum þurftu ekki að auglýsa starfið. Berghildur Erla er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings og síðar Arion banka. 29.11.2010 11:24 Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29.11.2010 11:12 Sköpunargleði og metnaður hjá ungu kvikmyndagerðarfólki Mikil sköpunargleði og metnaður einkenndi myndbönd barna og unglina sem tóku þátt í myndbandakeppni grunnskólanna sem haldin var í þriðja sinn í ár. Verðlaunaafhending fór fram í verslun 66° Norður í Faxafeni en þar veitti Katrín Jakobsdóttir bestu kvikmyndagerðarmönnunum verðlaun en börn af landsbyggðinni komu einstaklega vel út úr þessari keppni. 29.11.2010 10:19 Umboðsmaður Alþingis kvartar yfir fjársvelti Starfsmönnum Umboðsmanns Alþingis hefur fækkað vegna þess að embættið fær ekki nægjanlegt fjármagn til rekstursins. Niðurstaðan verður sú að afgreiðslutími mála verður lengri og Umboðsmaður Alþingis mun ekki geta tekið upp frumkvæðismál á næsta ári. Þetta kom fram í máli Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, á opnum fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. 29.11.2010 10:04 Kom í leitirnar um helgina Fimmtán ára gamall drengur sem lögregla lýsti eftir á laugardag er kominn í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hans síðan um miðja viku en hann kom fram eftir að lýst hafði verið eftir honum. 29.11.2010 09:59 Rúmlega 32 prósenta kjörsókn í Hafnarfirði Kjörsókn í Hafnarfirði var 32,43%. Tölur yfir kjörsókn í Hafnarfirði eru nú ljósar vegna kosninga til stjórnlagaþings. Þar voru 18.578 á kjörskrá en alls kusu 6.024. Kynjaskipting kjósenda var nánast hnífjöfn en 3.007 konur greiddu atkvæði og 3.017 karlar. 29.11.2010 09:43 Þörf á rúmlega 300 nýjum leikskólaplássum á næsta ári Þörf er á að fjölga leikskólaplássum um 309 seinni hluta næsta árs vegna barna sem verða tveggja ára á því ári. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg reynt að tryggja öllum börnum sem náð hafa tveggja ára aldri leikskólapláss og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. 29.11.2010 09:34 Neyðarblys sást á lofti en leit bar engan árangur Um það bil 50 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á Austurlandi í gærkvöldi til að kanna uppruna neyðarblyss, sem hafði sést þar á lofti. 29.11.2010 07:20 Gripinn við að míga á löggubíl Ölvaður karlmaður á miðjum aldri tók sig til og fór að spræna á mannlausan lögreglubíl í miðborginni í nótt, þar sem lögreglumennirnir höfðu brugðið sér frá til að sinna verkefni. 29.11.2010 07:03 Handtekinn með hníf á lofti Ungur maður ógnaði félaga sínum með hnífi í heimahúsi í Kópavogi í nótt, og náði þolandinn að hringja í lögregu, sem var skammt undan. 29.11.2010 06:59 Vilja breyta geymslu í miðstöð fyrir íbúa Borgaryfirvöld skoða nú þann möguleika að innrétta félagsmiðstöð í geymslu Orkuveitunnar við Austurbæjarskóla. 29.11.2010 06:00 Rannsaki sögusagnir um mismunun Frumvarp til laga um rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja á tímabilinu frá október 2008 til ársloka 2009 er nú til umfjöllunar í viðskiptanefnd. 29.11.2010 06:00 Fermetri af stuðlabergi á 16 þúsund Stuðlabergsskífurnar á húsið sem Reykjavíkurborg er að láta reisa á Lækjargötu 2 kostuðu um sextán þúsund krónur á fermetrann. 29.11.2010 05:00 Áminningin dregin til baka Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur dregið til baka áminningu sem forveri hennar í embætti veitti Gísla Ragnarssyni, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis. 29.11.2010 04:00 Allir geta verið hjálparsveinar Átakinu Hjálparsveinar hefur verið ýtt úr vör en markmið þess er að létta börnum lífið og leyfa þeim að njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hjálparsveinar eru hluti af starfi Barnabross sem Andrea Margeirsdóttir og Rannveig Sigfúsdóttir stofnuðu í haust. 29.11.2010 03:15 Gunnar í Krossinum fer frá störfum Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hefur ákveðið að fara þess á leit við stjórn safnaðarins að fá að stíga til hliðar sem forstöðumaður, að minnsta kosti tímabundið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu Krossins. Gunnar hefur á undanförnum dögum verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart konum í söfnuðinum. 29.11.2010 03:00 Ljósin tendruð á Oslóartrénu Ljósin voru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í dag. Kalt var í veðri en margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til að vera viðstaddir þegar kveikt var á ljósunum. 28.11.2010 16:59 Fréttir vikunnar: Gunnar í Krossinum og barnshafandi ráðherra Margt kom upp í vikunni sem leið. Fimm konur sögðu að Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefðu beitt sig kynferðislegu ofbeldi, Árni Johnsen vildi fá 10 þúsund milljarða í skaðabætur frá Bretum og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti að hún bæti barn undir belti. 28.11.2010 16:00 Afstaða bænda getur skaðað samningsstöðuna Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum ESB, viðurkennir að afstaða bænda geti skaða samningsstöðu Íslands. 28.11.2010 15:39 Stjórn Krossins fundar Stjórnarmenn Krossins hittust klukkan þrjú í dag og fóru yfir ásakanir á hendur Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanni trúfélagsins. 28.11.2010 15:06 „Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag“ „Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. 28.11.2010 14:35 Kjörsókn á öllu landinu tæp 37 prósent Kjörsókn á öllu landinu vegna kosninga til stjórnlagaþings var 36,77 prósent. Þetta segir Ástráður Harladsson formaður Landskjörstjórnar í samtali við Vísi. 28.11.2010 14:20 Sjá næstu 50 fréttir
Varðstöð kom í veg fyrir strand Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur strandaði á Lönguskerjum, vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara skipverja og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. 30.11.2010 04:45
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna innbrota Ungur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Hann hefur undanfarin misseri farið hamförum við innbrot í sumarbústaði og verið óstöðvandi þrátt fyrir að lögregla hafi margoft haft afskipti af honum. 30.11.2010 04:30
Alls ellefu óhöpp á sex vikum Alls urðu ellefu óhöpp á síðustu sex vikum sem tengd voru ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali verða um tuttugu óhöpp á mánuði hjá Strætó bs. yfir vetrarmánuðina. 30.11.2010 04:00
Urðu að skerða réttindi félaga Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga hefur ráðið Auði Finnbogadóttur í stöðu framkvæmdastjóra og hefur hún störf á morgun. 30.11.2010 03:45
Verið að gera úrslitatilraun „Það er verið að gera úrslitatilraun til að ná saman. Þeir [bankarnir og lífeyrissjóðirnir] eru að skoða hugmyndir frá okkur og ég vonast eftir svari ekki seinna en á morgun [í dag],“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. 30.11.2010 03:15
Verkefnisstjórn skilar tillögum til ráðherra Framtíð þeirra verkefna sem nú eru vistuð hjá Varnarmálastofnun mun skýrast á næstu dögum, segir Guðmundur B. Helgason, formaður verkefnisstjórnar Varnarmálastofnunar. 30.11.2010 03:15
Hitna um 0,5°C á 10 ára tímabili Yfirborðshiti 167 stórra stöðuvatna víða um heim hefur hækkað um að meðaltali 0,45 gráður á Celsius á síðasta áratug, samkvæmt vísindamönnum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. 30.11.2010 03:00
Flaug neðan við lágmarkshæð Orsök flugslyssins í Selárdal í Vopnafirði í fyrrasumar, sem kostaði einn mann lífið, er að flugvélinni, eins hreyfils Cessnu var flogið undir lágmarksflughæð. 30.11.2010 03:00
Segja brýnt að sinna skurðum Byggðaráð Rangárþings eystra mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði á jarðabótastyrkjum vegna upphreinsunar skurða. Heildarlengd skurða í sveitarfélaginu er 1.000 til 1.500 kílómetrar. 30.11.2010 02:30
Þorvaldur Gylfason er sigurvegari kosninganna Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor fékk langflest atkvæði í fyrsta sæti. Hann fékk alls 7192 atkvæði í fyrsta sæti. Næstur á eftir honum kemur Salvör Nordal með 2482 atkvæði. 30.11.2010 16:41
Skrifar handrit um Silungapoll „Þetta er saga um ótrúlega bjartsýni og um að komast af,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Guðrún Ragnarsdóttir. Guðrún fékk styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að halda áfram með kvikmyndahandrit sem hefur verið gefið vinnuheitið Silungapollur. 29.11.2010 21:30
Niðurstöður kosninga birtar á morgun Nú er orðið ljóst að talningu atkvæða í stjórnlagaþingskosningunni mun ekki ljúka í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Landkjörstjórn verður send út tilkynning á morgun um það hvenær er að vænta að talningu ljúki og úrslit verða birt. 29.11.2010 16:28
Ríkisendurskoðun óskar upplýsinga um meðferðarheimili Ríkisendurskoðun er byrjuð að rannsaka málefni meðferðarheimila fyrir börn eftir að Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samið hefði verið við aðstandendur meðferðarheimilisins Árbótar um bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta staðfesti Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við Vísi. 29.11.2010 15:36
Ónýt raftæki til styrktar Fjölskylduhjálpinni Síminn hvetur fólk til þess að styðja starf Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir jólin með því að koma með gömul og ónýt smáraftæki í verslanir fyrirtækisins. Tækin verða send í endurnýtingu og mun andvirði af sölu þeirra renna til Fjölskylduhjálparinnar. 29.11.2010 14:42
Gangandi vegfarendur slasast í hálkunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag verið töluvert um tilkynningar vegna slysa á gangandi vegfarendum sem rekja má til hálku og erfiðra aðstæðna vegna ísingar. Umferðarstofa vill vara fólk við hálku, sérstaklega á gangstígum og bílastæðum, og þess skal gætt að fólk sé vel búið til fótanna. 29.11.2010 14:27
Jónína: Maður drepinn fyrir framan augu okkar „Það er verið að drepa mann fyrir framan augun á okkur og flestum virðist alveg sama. Ég þakka ykkar stuðning og bið ykkur blessunar," segir Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Jónína segir að um sé að ræða eitt mesta mannréttindabrot Íslandssögunnar og hún biður Guð um blessun. 29.11.2010 14:17
Fíkniefnahundar leituðu á Laugarvatni en fundu ekkert Lögreglumenn fóru í síðustu viku með tvo fíkniefnahunda í Menntaskólann á Laugarvatni með það fyrir augum að kanna hvort fíkniefni væru í skólanum. Hundarnir fóru um húsnæði skólans og skemmst er frá því að segja að engin merki fundust um að fíkniefni hefðu verið í húsi skólans. 29.11.2010 13:59
Skallaði í gegnum rúðu Ungur maður var handtekinn á föstudagskvöldið við Farfuglaheimilið í Grundarfirði eftir að hafa skallað í gegnum rúðu á útihurð heimilisins. Maðurinn var mjög ölvaður og æstur, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Því var ekkert um annað að ræða en að vista hann í fangaklefa fram á morgun eftir læknisskoðun. 29.11.2010 12:40
Stjórnlagaþing: Úrslit liggja fyrir síðar í dag Úrslit í kosningum til stjórnlagaþings liggja fyrir seinnipartinn í dag eða snemma í kvöld ef ekkert óvænt kemur upp við talninguna. Kjósandi á Álftanesi hefur kært kosningarnar þar til landskjörstjórnar. 29.11.2010 12:15
Þrjár konur til viðbótar ásaka Gunnar Þrjár konur, til viðbótar við þær fimm sem þegar hafa stigið fram, munu á næstunni skila frá sér yfirlýsingum um kynferðislega áreitni Gunnar Þorsteinssonar í Krossinum í sinn garð. Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður á meðan það sem hann kallar gjörningaverður gengur yfir. 29.11.2010 12:05
Skítamál tekur á sig nýja mynd Nú liggur fyrir að nemendur sem sakaðir voru um að hafa látð dólgslega í rútu sem flutti þau að framhaldsskóla á Akureyrar á dögunum voru hafðir fyrir rangri sök. 29.11.2010 11:42
Salmonellusýkt kjúklingafóður - sprenging í fjölda sýktra kjúklinga Gríðarleg aukning hefur verið á salmonellusmitum í kjúklingi á þessu ári. Það sem af er árs hefur 21 sláturhópur verið innkallaður vegna rökstudds gruns um salmonellusmit, sem eru um þrjú prósent allra sláturhópa. Í liðinni viku innkölluðu bæði Reykjargarður og Matfugl kjúkling úr verslunum vegna salmonellu. 29.11.2010 11:29
Slasaðist í álverinu á Reyðarfirði Ung kona slasaðist í álverinu á Reyðarfirði eftir hádegi á laugardaginn þegar að bil var bakkað á hana inni í öðrum kerskálanum. 29.11.2010 11:24
Upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings - listi yfir umsækjendur Tuttugu og tveir sóttu um starf upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings. Ráðið verður í stöðuna fyrir mánaðarmót. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem nú sinnir stöðunni, er meðal umsækjenda. Hún var ráðin tímabundið og án auglýsingar í septembermánuði, en samkvæmt lögum þurftu ekki að auglýsa starfið. Berghildur Erla er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Nýja-Kaupþings og síðar Arion banka. 29.11.2010 11:24
Hlín Einars fór úr axlarlið Í bítinu í morgun Allt getur gerst í útvarpinu eins og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is, fékk að reyna í morgun þegar hún kom til þeirra Heimis Karlssonar og Þráins Steinssonar Í bítið á Bylgjunni. Til stóð að Hlín myndi ræða við þá félaga um nýja vefinn sem hún ritstýrir en áður en til þess kom fór hún úr axlarlið og var ekið brott í sjúkrabíl. 29.11.2010 11:12
Sköpunargleði og metnaður hjá ungu kvikmyndagerðarfólki Mikil sköpunargleði og metnaður einkenndi myndbönd barna og unglina sem tóku þátt í myndbandakeppni grunnskólanna sem haldin var í þriðja sinn í ár. Verðlaunaafhending fór fram í verslun 66° Norður í Faxafeni en þar veitti Katrín Jakobsdóttir bestu kvikmyndagerðarmönnunum verðlaun en börn af landsbyggðinni komu einstaklega vel út úr þessari keppni. 29.11.2010 10:19
Umboðsmaður Alþingis kvartar yfir fjársvelti Starfsmönnum Umboðsmanns Alþingis hefur fækkað vegna þess að embættið fær ekki nægjanlegt fjármagn til rekstursins. Niðurstaðan verður sú að afgreiðslutími mála verður lengri og Umboðsmaður Alþingis mun ekki geta tekið upp frumkvæðismál á næsta ári. Þetta kom fram í máli Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, á opnum fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. 29.11.2010 10:04
Kom í leitirnar um helgina Fimmtán ára gamall drengur sem lögregla lýsti eftir á laugardag er kominn í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hans síðan um miðja viku en hann kom fram eftir að lýst hafði verið eftir honum. 29.11.2010 09:59
Rúmlega 32 prósenta kjörsókn í Hafnarfirði Kjörsókn í Hafnarfirði var 32,43%. Tölur yfir kjörsókn í Hafnarfirði eru nú ljósar vegna kosninga til stjórnlagaþings. Þar voru 18.578 á kjörskrá en alls kusu 6.024. Kynjaskipting kjósenda var nánast hnífjöfn en 3.007 konur greiddu atkvæði og 3.017 karlar. 29.11.2010 09:43
Þörf á rúmlega 300 nýjum leikskólaplássum á næsta ári Þörf er á að fjölga leikskólaplássum um 309 seinni hluta næsta árs vegna barna sem verða tveggja ára á því ári. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg reynt að tryggja öllum börnum sem náð hafa tveggja ára aldri leikskólapláss og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. 29.11.2010 09:34
Neyðarblys sást á lofti en leit bar engan árangur Um það bil 50 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á Austurlandi í gærkvöldi til að kanna uppruna neyðarblyss, sem hafði sést þar á lofti. 29.11.2010 07:20
Gripinn við að míga á löggubíl Ölvaður karlmaður á miðjum aldri tók sig til og fór að spræna á mannlausan lögreglubíl í miðborginni í nótt, þar sem lögreglumennirnir höfðu brugðið sér frá til að sinna verkefni. 29.11.2010 07:03
Handtekinn með hníf á lofti Ungur maður ógnaði félaga sínum með hnífi í heimahúsi í Kópavogi í nótt, og náði þolandinn að hringja í lögregu, sem var skammt undan. 29.11.2010 06:59
Vilja breyta geymslu í miðstöð fyrir íbúa Borgaryfirvöld skoða nú þann möguleika að innrétta félagsmiðstöð í geymslu Orkuveitunnar við Austurbæjarskóla. 29.11.2010 06:00
Rannsaki sögusagnir um mismunun Frumvarp til laga um rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja á tímabilinu frá október 2008 til ársloka 2009 er nú til umfjöllunar í viðskiptanefnd. 29.11.2010 06:00
Fermetri af stuðlabergi á 16 þúsund Stuðlabergsskífurnar á húsið sem Reykjavíkurborg er að láta reisa á Lækjargötu 2 kostuðu um sextán þúsund krónur á fermetrann. 29.11.2010 05:00
Áminningin dregin til baka Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur dregið til baka áminningu sem forveri hennar í embætti veitti Gísla Ragnarssyni, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis. 29.11.2010 04:00
Allir geta verið hjálparsveinar Átakinu Hjálparsveinar hefur verið ýtt úr vör en markmið þess er að létta börnum lífið og leyfa þeim að njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hjálparsveinar eru hluti af starfi Barnabross sem Andrea Margeirsdóttir og Rannveig Sigfúsdóttir stofnuðu í haust. 29.11.2010 03:15
Gunnar í Krossinum fer frá störfum Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hefur ákveðið að fara þess á leit við stjórn safnaðarins að fá að stíga til hliðar sem forstöðumaður, að minnsta kosti tímabundið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu Krossins. Gunnar hefur á undanförnum dögum verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart konum í söfnuðinum. 29.11.2010 03:00
Ljósin tendruð á Oslóartrénu Ljósin voru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í dag. Kalt var í veðri en margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur til að vera viðstaddir þegar kveikt var á ljósunum. 28.11.2010 16:59
Fréttir vikunnar: Gunnar í Krossinum og barnshafandi ráðherra Margt kom upp í vikunni sem leið. Fimm konur sögðu að Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefðu beitt sig kynferðislegu ofbeldi, Árni Johnsen vildi fá 10 þúsund milljarða í skaðabætur frá Bretum og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti að hún bæti barn undir belti. 28.11.2010 16:00
Afstaða bænda getur skaðað samningsstöðuna Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum ESB, viðurkennir að afstaða bænda geti skaða samningsstöðu Íslands. 28.11.2010 15:39
Stjórn Krossins fundar Stjórnarmenn Krossins hittust klukkan þrjú í dag og fóru yfir ásakanir á hendur Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanni trúfélagsins. 28.11.2010 15:06
„Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag“ „Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. 28.11.2010 14:35
Kjörsókn á öllu landinu tæp 37 prósent Kjörsókn á öllu landinu vegna kosninga til stjórnlagaþings var 36,77 prósent. Þetta segir Ástráður Harladsson formaður Landskjörstjórnar í samtali við Vísi. 28.11.2010 14:20