Fleiri fréttir „Ég er niðurbrotinn maður“ Gunnar Þorsteinsson í Krossinum segist niðurbrotinn vegna ásakanna um að hann hafi brotið gegn fimm konum. Á meðal þeirra sem saka Gunnar um kynferðislega áreitni er tvær fyrrverandi mágkonur hans 25.11.2010 18:49 Stjórnvöld tilbúin að leggja tugi milljarða í bankakerfið Gjaldeyrishöftin og full ríkisábyrgð á innistæðum verða ekki afnumin fyrr en tryggt er að fjármögnun bankakerfisins standist án þessara varna, segir Seðlabankastjóri. 25.11.2010 18:45 Íhuga að leggja fram kæru Landssamband hestamanna íhugar að leggja fram kæru á hendur manni sem tekinn var með notuð reiðtyg í tollinum. "Grafalvarlegt mál" segir formaðurinn. 25.11.2010 18:38 Flytja matargjafir til Mæðrastyrksnefndar án endurgjalds Flutningafyrirtækið Eimskip Flytjandi býður þeim sem vilja gefa Mæðrastyrksnefnd matargjafir fyrir jólin að koma þeim til skila án endurgjalds. 25.11.2010 17:39 Íslendingar bjarga barnslífum „Með þátttöku í degi rauða nefsins undanfarin tvö skipti hafa Íslendingar bjargað ótal barnslífum og veitt börnum um allan heim tækifæri sem þau hefðu annars ekki fengið og von um betra líf,“ segir Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Föstudaginn 3. desember er Dagur rauða nefsins og mun þá fara fram stærsta sjónvarpssöfnun íslandssögunnar á Stöð 2. 25.11.2010 17:36 17 ára stúlka sýknuð af röngum sakargiftum Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem stúlka var ákærð fyrir að hafa haft uppi alvarlegar og rangar sakargiftir með því að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. 25.11.2010 17:04 Árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Apótekinu Hæstiréttur dæmdi í dag 24 ára gamlan karlmann í árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á karlmann þar sem hann lá á gólfi veitingastaðarins Apóteksins við Austurstræti og sparkað oftar en einu sinni í höfuð hans. Árásin átti sér stað í febrúar í fyrra. Við árásina brotnuðu bein í efri kjálka, nef- og kinnbeini brotnuðu og tennur efri og neðri kjálka. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 8 mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. 25.11.2010 16:42 Stakk mann í nauðavörn - Hæstiréttur klofnaði Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir að stinga mann í síðuna með hníf í nóvember 2008. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa haft fíkniefni undir höndum. 25.11.2010 16:38 Um 83% á móti lögleiðingu kannabisefna Um 83% svarenda í skoðanakönnun MMR eru andvíg lögleiðingu á neyslu kannabisefna en um 17% eru því fylgjandi. Hins vegar eru um 51% karla á aldrinum 18-29 ára fylgjandi lögleiðingu efnisins. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var í byrjun nóvember. 25.11.2010 16:25 Kuldakasti spáð um helgina - hátt í tíu stiga frost á Akureyri Hún er köld spáin fyrir helgina en samkvæmt Veðurstofu Íslands verður fimm stiga frost á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn. 25.11.2010 16:16 Örfá kúabú með lífræna vottun Fjögur kúabú hér á landi eru með lífræna vottun. Til að fá slíka vottun þarf að uppfylla mun strangari skilyrði um aðbúnað dýra en almennar reglur segja til um. Þannig er kúm á búum með lífræna vottun hleypt út eins oft og veður leyfir, árið um kring. Einnig er gert ráð fyrir að þegar kýrnari eru inni þá geti þær hreyft sig meira en gengur og gerist á kúabúum. 25.11.2010 16:10 Fordæma smygl á notuðum reiðtygjum Helstu hagsmunaaðilar í hestamennsku fordæma smygl á notuðum reiðrygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins og harma að enn ríki slikt skilningsleysi á hættunni sem það hefur í för með sér fyrir heilbrigði 25.11.2010 16:01 Sumarbústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður brann til koldra kola í sumarbústaðalandi ofan við Reykholt við Tungufljót snemma í morgun. 25.11.2010 16:00 Ölvaður skipstjórnandi sigldi á annað skip Skipstjórnandi á Vestfjörðum hefur verið dæmdur fyrir brot á siglingalögum með því að hafa stjórnað bát undir áhrifum áfengis og orðið valdur að árekstri bátsins við annan bát við svonefndan Hrygg út af Kópanesi. Atvikið átti sér stað í ágústbyrjun á þessu ári og handtók lögreglan manninn við komu hans ti hafnar á Bíldudalshöfn. 25.11.2010 14:57 Sveitarstjóri á Húsavík: Þetta er gleðidagur „Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið,“ segir Begur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. 25.11.2010 14:24 Katrín Jakobsdóttir ólétt Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ber barn undir belti. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. „Ég var bara að segja þingflokknum frá þessu í gærkvöldi," sagði Katrín þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að þetta þýði að hún muni þurfa að taka sér leyfi frá störfum í maí ef að allt gengur að óskum. 25.11.2010 14:15 Besti flokkurinn ætlar að skoða hvort Bubbi er bestur „Við þurfum bara að sjá hvort hann samræmist því að vera bestur eða ekki," segir framkvæmdarstjóri og varaformaður Besta flokksins um Bubba Morthens, sem hefur lýst því yfir að hann áhuga á því að bjóða sig fram fyrir flokkinn. Besti flokkurinn hefur rætt það innan sinna raða að bjóða fram á landsvísu. 25.11.2010 13:47 Ingibjörg Guðmundsdóttir er látin Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og fyrrverandi varaforseti Alþýðusambands Íslands, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut, 61 árs að aldri. 25.11.2010 13:17 Jarðskjálfti í Vatnajökli Jarðskjálfti sem mældist um 3.9 á Richter kvarðanum reið yfir í Vatnajökli kortér fyrir tíu í morgun. Skjálftinn varð á eins kílómetra dýpi um ellefu kílómetra austur af Hamrinum og norðvestan við Grímsvötn. 25.11.2010 13:15 Kokkalandsliðið náði 7. sætinu Kokkalandslið Íslands lenti í 7. sætinu á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg en alls kepptu 27. þjóðir á mótinu. 25.11.2010 13:10 Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25.11.2010 13:06 Gróf tilraun til smygls á notuðum reiðtygjum Notuð reiðtygi og óhreinn reiðfatnaður fundust í gær við tollskoðun á bíl sem var að koma erlendis frá með gámaflutningaskipi. Bíllinn sem er með íslenskt skráningarnúmer var einnig mjög óhreinn og var greinilega að koma beint úr umhverfi hesta. Um er að ræða brot á lögum um dýrasjúkdóma og vörnum gegn þeim, þar sem skýrt er kveðið á um bann við slíkum innflutningi. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar. 25.11.2010 12:58 Kastaðist út úr bílnum við árekstur Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar nú rétt eftir hádegi. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kastaðist einn maðurinn út úr bílnum og er hann með höfuðáverka. Ekki er vitað um tildrög slyssins. 25.11.2010 12:47 Óska eftir fundi vegna Sjóvá sölunnar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í viðskiptanefnd þar sem farið verði yfir söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá sem nú hefur siglt í strand. 25.11.2010 12:23 Dekkri spá setur forsendur fjárlaga ekki í uppnám Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að dekkri hagvaxtaspá fyrir næsta ár setji forsendur fjárlaga ekki í uppnám. 25.11.2010 12:09 Jónína í þriðja sæti yfir mest seldu bækurnar Ævisaga Jónínu Benediktsdóttur, sem Sölvi Tryggvason ritaði, er í þriðja sæti yfir mest seldu bækurnar á tímabilinu 15-21. nóvember. Það er matreiðslubókin Léttir Réttir Hagkaups eftir Friðriku Hjördídi Geirsdóttur, sem trónir á toppnum. Í öðru sæti er glæpasagan Furðustrandi eftir Arnald Indriðason. 25.11.2010 12:02 Séra Sigurður vígslubiskup látinn Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, andaðist á Landspítalanum í Reykjavík í morgun. Hann var 66 ára að aldri. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Arndís Jónsdóttir, skólastjóri. Þau eignuðust tvö börn, Stefaníu og Jón Magnús. Fóstursonur þeirra, Rúnar Kristjánsson, lést árið 2000. 25.11.2010 11:58 Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25.11.2010 11:43 Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25.11.2010 10:48 Meintur fíkniefnaframleiðandi í farbann Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25.11.2010 10:41 Ævisaga Jónínu tvítalin á metsölulista bókaverslana Birtingu metsölulista bókaútgefenda, sem unninn er af Rannsóknarsetri verslunarinnar, var frestað í gær vegna athugasemda annarra bókaútgefenda við sölutölur á ævisögu Jónínu Benediktsdóttur eftir Sölva Tryggvason sem verslanir N1 selja. 25.11.2010 10:35 Félagsmálanefnd skoðar Árbótarmálið Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis ætlar að funda um Árbótarmálið á mánudaginn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um það þangað til. 25.11.2010 10:32 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25.11.2010 10:19 Barnabók um útrásarvíkinga „Ef þú spyrð mig, þá á að senda öllum útrásarvíkingunum þessa bók og kannski vakna einhverjir þeirra til lífsins,“ segir Huginn Þór Grétarsson rithöfundur. Hann gefur út fjórar barnabækur fyrir jólin en ein þeirra, „Kanínan sem fékk ALDREI nóg“, minnir óneitanlega mikið á útrásina alræmdu. 25.11.2010 09:00 Par stal verðmætum úr ólæstum bíl Karl og kona fóru inn í ólæstan bíl í miðborginni í nótt og tóku þar ýmis verðmæti til handargagns. 25.11.2010 07:42 Hasshundur fann fíkniefni falin í bíl Nokkur grömm af marijuana og amfetamíni fundust falin í tösku í bíl, sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. 25.11.2010 07:16 Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25.11.2010 06:15 Fimm milljarðar frá ESB til menntamála Á þeim tæplega sextán árum sem liðin eru síðan Evrópusambandið fór að styrkja starfsmenntun og skólaverkefni hér á landi hafa tæplega fimm milljarðar króna að núvirði runnið til ýmiss konar verkefna hér á landi. Árangur starfsins verður gerður upp á afmælishátíð í dag. 25.11.2010 06:00 Skiptar skoðanir um gildi nýs sáttmála Forystumenn launþegahreyfinga hafa misjafna afstöðu til hugmynda um gerð nýs stöðugleikasáttmála. Sumir eru hlynntir en aðrir hafa miklar efasemdir um að sú leið gagnist umbjóðendum þeirra. 25.11.2010 06:00 Alþingismenn vilja að efnt verði til fjölda rannsókna Sex þingsályktunartillögur um rannsóknir hafa verið lagðar fram á Alþingi síðan það kom saman 1. október. Snúa þær að einkavæðingu bankanna, Icesave, Íbúðalánasjóði, starfsháttum í ráðuneytum, athöfnum þingmanna í búsáhaldabyltingunni og stuðningnum við innrásina í Írak. 25.11.2010 05:45 Bolvíkingar vilja fá skuld afskrifaða Bolungarvíkurkaupstaður hefur óskað eftir að 81 milljónar króna skuld við Íbúðalánasjóð verði afskrifuð. Í byrjun síðasta árs felldi sjóðurinn niður 73 milljónir af 146 milljóna króna skuld sveitarfélagsins. Afangurinn var frystur í eitt ár. Nú vill Bolungarvíkurkaupstaður að það sem eftir er verði líka afskrifað. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess. 25.11.2010 05:45 20 milljónir notenda hafa viðkomu hér Ísland væri eitt mesta ferðamannaland heims ef taldir væru með rafrænir ferðalangar eftir að gagnaver Opera Mini farsímavafrans var tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar. Þessu er haldið fram í tilkynningu sem norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software sendi nýverið frá sér þegar tekin var í notkun þjónusta Thor Data Center á Íslandi. 25.11.2010 05:30 Víkur fyrir velferðarráðuneyti Flytja á alla starfsemi Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu á einn stað. Hún er nú á fjórum stöðum og skapast af því mikið óhagræði, að sögn Gissurar Péturssonar forstjóra. 25.11.2010 05:00 Árbótarmálið í hnotskurn Fréttablaðið hefur undanfarna þrjá daga sagt frá því hvernig Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu þrjátíu milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta var meðal annars gert þvert gegn vilja Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, og vegna þrýstings frá þingmönnum Norðausturkjördæmis. Fjármálaráðherra segir að sanngirnissjónarmið hafi ráðið för. Barnaverndarstofa hefur þegar greitt tólf milljónir. Ráðgert er að greiða þær átján milljónir sem eftir standa þegar Alþingi hefur afgreitt fjáraukalög. 25.11.2010 05:00 Velktist um í kerfinu í á þriðja ár Umboðsmaður Alþingis átelur landbúnaðarráðherra fyrir að hafa ekki afgreitt umsókn innflytjanda um leyfi til að flytja inn egg frá Svíþjóð tveimur og hálfu ári eftir að umsóknin var lögð fram. Í nýju áliti umboðsmanns kemur fram að tilvonandi innflytjandi hafi í febrúar 2008 sótt um leyfi til að flytja inn sænsk egg. Hann kvartaði til umboðsmanns í ágúst síðastliðnum, þegar umsóknin hafði velkst um í kerfinu í tvö og hálft ár. 25.11.2010 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
„Ég er niðurbrotinn maður“ Gunnar Þorsteinsson í Krossinum segist niðurbrotinn vegna ásakanna um að hann hafi brotið gegn fimm konum. Á meðal þeirra sem saka Gunnar um kynferðislega áreitni er tvær fyrrverandi mágkonur hans 25.11.2010 18:49
Stjórnvöld tilbúin að leggja tugi milljarða í bankakerfið Gjaldeyrishöftin og full ríkisábyrgð á innistæðum verða ekki afnumin fyrr en tryggt er að fjármögnun bankakerfisins standist án þessara varna, segir Seðlabankastjóri. 25.11.2010 18:45
Íhuga að leggja fram kæru Landssamband hestamanna íhugar að leggja fram kæru á hendur manni sem tekinn var með notuð reiðtyg í tollinum. "Grafalvarlegt mál" segir formaðurinn. 25.11.2010 18:38
Flytja matargjafir til Mæðrastyrksnefndar án endurgjalds Flutningafyrirtækið Eimskip Flytjandi býður þeim sem vilja gefa Mæðrastyrksnefnd matargjafir fyrir jólin að koma þeim til skila án endurgjalds. 25.11.2010 17:39
Íslendingar bjarga barnslífum „Með þátttöku í degi rauða nefsins undanfarin tvö skipti hafa Íslendingar bjargað ótal barnslífum og veitt börnum um allan heim tækifæri sem þau hefðu annars ekki fengið og von um betra líf,“ segir Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Föstudaginn 3. desember er Dagur rauða nefsins og mun þá fara fram stærsta sjónvarpssöfnun íslandssögunnar á Stöð 2. 25.11.2010 17:36
17 ára stúlka sýknuð af röngum sakargiftum Hæstiréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem stúlka var ákærð fyrir að hafa haft uppi alvarlegar og rangar sakargiftir með því að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. 25.11.2010 17:04
Árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Apótekinu Hæstiréttur dæmdi í dag 24 ára gamlan karlmann í árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á karlmann þar sem hann lá á gólfi veitingastaðarins Apóteksins við Austurstræti og sparkað oftar en einu sinni í höfuð hans. Árásin átti sér stað í febrúar í fyrra. Við árásina brotnuðu bein í efri kjálka, nef- og kinnbeini brotnuðu og tennur efri og neðri kjálka. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 8 mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. 25.11.2010 16:42
Stakk mann í nauðavörn - Hæstiréttur klofnaði Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir að stinga mann í síðuna með hníf í nóvember 2008. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa haft fíkniefni undir höndum. 25.11.2010 16:38
Um 83% á móti lögleiðingu kannabisefna Um 83% svarenda í skoðanakönnun MMR eru andvíg lögleiðingu á neyslu kannabisefna en um 17% eru því fylgjandi. Hins vegar eru um 51% karla á aldrinum 18-29 ára fylgjandi lögleiðingu efnisins. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var í byrjun nóvember. 25.11.2010 16:25
Kuldakasti spáð um helgina - hátt í tíu stiga frost á Akureyri Hún er köld spáin fyrir helgina en samkvæmt Veðurstofu Íslands verður fimm stiga frost á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn. 25.11.2010 16:16
Örfá kúabú með lífræna vottun Fjögur kúabú hér á landi eru með lífræna vottun. Til að fá slíka vottun þarf að uppfylla mun strangari skilyrði um aðbúnað dýra en almennar reglur segja til um. Þannig er kúm á búum með lífræna vottun hleypt út eins oft og veður leyfir, árið um kring. Einnig er gert ráð fyrir að þegar kýrnari eru inni þá geti þær hreyft sig meira en gengur og gerist á kúabúum. 25.11.2010 16:10
Fordæma smygl á notuðum reiðtygjum Helstu hagsmunaaðilar í hestamennsku fordæma smygl á notuðum reiðrygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins og harma að enn ríki slikt skilningsleysi á hættunni sem það hefur í för með sér fyrir heilbrigði 25.11.2010 16:01
Sumarbústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður brann til koldra kola í sumarbústaðalandi ofan við Reykholt við Tungufljót snemma í morgun. 25.11.2010 16:00
Ölvaður skipstjórnandi sigldi á annað skip Skipstjórnandi á Vestfjörðum hefur verið dæmdur fyrir brot á siglingalögum með því að hafa stjórnað bát undir áhrifum áfengis og orðið valdur að árekstri bátsins við annan bát við svonefndan Hrygg út af Kópanesi. Atvikið átti sér stað í ágústbyrjun á þessu ári og handtók lögreglan manninn við komu hans ti hafnar á Bíldudalshöfn. 25.11.2010 14:57
Sveitarstjóri á Húsavík: Þetta er gleðidagur „Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið,“ segir Begur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. 25.11.2010 14:24
Katrín Jakobsdóttir ólétt Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ber barn undir belti. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. „Ég var bara að segja þingflokknum frá þessu í gærkvöldi," sagði Katrín þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að þetta þýði að hún muni þurfa að taka sér leyfi frá störfum í maí ef að allt gengur að óskum. 25.11.2010 14:15
Besti flokkurinn ætlar að skoða hvort Bubbi er bestur „Við þurfum bara að sjá hvort hann samræmist því að vera bestur eða ekki," segir framkvæmdarstjóri og varaformaður Besta flokksins um Bubba Morthens, sem hefur lýst því yfir að hann áhuga á því að bjóða sig fram fyrir flokkinn. Besti flokkurinn hefur rætt það innan sinna raða að bjóða fram á landsvísu. 25.11.2010 13:47
Ingibjörg Guðmundsdóttir er látin Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og fyrrverandi varaforseti Alþýðusambands Íslands, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut, 61 árs að aldri. 25.11.2010 13:17
Jarðskjálfti í Vatnajökli Jarðskjálfti sem mældist um 3.9 á Richter kvarðanum reið yfir í Vatnajökli kortér fyrir tíu í morgun. Skjálftinn varð á eins kílómetra dýpi um ellefu kílómetra austur af Hamrinum og norðvestan við Grímsvötn. 25.11.2010 13:15
Kokkalandsliðið náði 7. sætinu Kokkalandslið Íslands lenti í 7. sætinu á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg en alls kepptu 27. þjóðir á mótinu. 25.11.2010 13:10
Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25.11.2010 13:06
Gróf tilraun til smygls á notuðum reiðtygjum Notuð reiðtygi og óhreinn reiðfatnaður fundust í gær við tollskoðun á bíl sem var að koma erlendis frá með gámaflutningaskipi. Bíllinn sem er með íslenskt skráningarnúmer var einnig mjög óhreinn og var greinilega að koma beint úr umhverfi hesta. Um er að ræða brot á lögum um dýrasjúkdóma og vörnum gegn þeim, þar sem skýrt er kveðið á um bann við slíkum innflutningi. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar. 25.11.2010 12:58
Kastaðist út úr bílnum við árekstur Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar nú rétt eftir hádegi. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kastaðist einn maðurinn út úr bílnum og er hann með höfuðáverka. Ekki er vitað um tildrög slyssins. 25.11.2010 12:47
Óska eftir fundi vegna Sjóvá sölunnar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í viðskiptanefnd þar sem farið verði yfir söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá sem nú hefur siglt í strand. 25.11.2010 12:23
Dekkri spá setur forsendur fjárlaga ekki í uppnám Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að dekkri hagvaxtaspá fyrir næsta ár setji forsendur fjárlaga ekki í uppnám. 25.11.2010 12:09
Jónína í þriðja sæti yfir mest seldu bækurnar Ævisaga Jónínu Benediktsdóttur, sem Sölvi Tryggvason ritaði, er í þriðja sæti yfir mest seldu bækurnar á tímabilinu 15-21. nóvember. Það er matreiðslubókin Léttir Réttir Hagkaups eftir Friðriku Hjördídi Geirsdóttur, sem trónir á toppnum. Í öðru sæti er glæpasagan Furðustrandi eftir Arnald Indriðason. 25.11.2010 12:02
Séra Sigurður vígslubiskup látinn Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, andaðist á Landspítalanum í Reykjavík í morgun. Hann var 66 ára að aldri. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Arndís Jónsdóttir, skólastjóri. Þau eignuðust tvö börn, Stefaníu og Jón Magnús. Fóstursonur þeirra, Rúnar Kristjánsson, lést árið 2000. 25.11.2010 11:58
Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25.11.2010 11:43
Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25.11.2010 10:48
Meintur fíkniefnaframleiðandi í farbann Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25.11.2010 10:41
Ævisaga Jónínu tvítalin á metsölulista bókaverslana Birtingu metsölulista bókaútgefenda, sem unninn er af Rannsóknarsetri verslunarinnar, var frestað í gær vegna athugasemda annarra bókaútgefenda við sölutölur á ævisögu Jónínu Benediktsdóttur eftir Sölva Tryggvason sem verslanir N1 selja. 25.11.2010 10:35
Félagsmálanefnd skoðar Árbótarmálið Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis ætlar að funda um Árbótarmálið á mánudaginn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um það þangað til. 25.11.2010 10:32
Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25.11.2010 10:19
Barnabók um útrásarvíkinga „Ef þú spyrð mig, þá á að senda öllum útrásarvíkingunum þessa bók og kannski vakna einhverjir þeirra til lífsins,“ segir Huginn Þór Grétarsson rithöfundur. Hann gefur út fjórar barnabækur fyrir jólin en ein þeirra, „Kanínan sem fékk ALDREI nóg“, minnir óneitanlega mikið á útrásina alræmdu. 25.11.2010 09:00
Par stal verðmætum úr ólæstum bíl Karl og kona fóru inn í ólæstan bíl í miðborginni í nótt og tóku þar ýmis verðmæti til handargagns. 25.11.2010 07:42
Hasshundur fann fíkniefni falin í bíl Nokkur grömm af marijuana og amfetamíni fundust falin í tösku í bíl, sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. 25.11.2010 07:16
Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25.11.2010 06:15
Fimm milljarðar frá ESB til menntamála Á þeim tæplega sextán árum sem liðin eru síðan Evrópusambandið fór að styrkja starfsmenntun og skólaverkefni hér á landi hafa tæplega fimm milljarðar króna að núvirði runnið til ýmiss konar verkefna hér á landi. Árangur starfsins verður gerður upp á afmælishátíð í dag. 25.11.2010 06:00
Skiptar skoðanir um gildi nýs sáttmála Forystumenn launþegahreyfinga hafa misjafna afstöðu til hugmynda um gerð nýs stöðugleikasáttmála. Sumir eru hlynntir en aðrir hafa miklar efasemdir um að sú leið gagnist umbjóðendum þeirra. 25.11.2010 06:00
Alþingismenn vilja að efnt verði til fjölda rannsókna Sex þingsályktunartillögur um rannsóknir hafa verið lagðar fram á Alþingi síðan það kom saman 1. október. Snúa þær að einkavæðingu bankanna, Icesave, Íbúðalánasjóði, starfsháttum í ráðuneytum, athöfnum þingmanna í búsáhaldabyltingunni og stuðningnum við innrásina í Írak. 25.11.2010 05:45
Bolvíkingar vilja fá skuld afskrifaða Bolungarvíkurkaupstaður hefur óskað eftir að 81 milljónar króna skuld við Íbúðalánasjóð verði afskrifuð. Í byrjun síðasta árs felldi sjóðurinn niður 73 milljónir af 146 milljóna króna skuld sveitarfélagsins. Afangurinn var frystur í eitt ár. Nú vill Bolungarvíkurkaupstaður að það sem eftir er verði líka afskrifað. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess. 25.11.2010 05:45
20 milljónir notenda hafa viðkomu hér Ísland væri eitt mesta ferðamannaland heims ef taldir væru með rafrænir ferðalangar eftir að gagnaver Opera Mini farsímavafrans var tekið í notkun í byrjun þessa mánaðar. Þessu er haldið fram í tilkynningu sem norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software sendi nýverið frá sér þegar tekin var í notkun þjónusta Thor Data Center á Íslandi. 25.11.2010 05:30
Víkur fyrir velferðarráðuneyti Flytja á alla starfsemi Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu á einn stað. Hún er nú á fjórum stöðum og skapast af því mikið óhagræði, að sögn Gissurar Péturssonar forstjóra. 25.11.2010 05:00
Árbótarmálið í hnotskurn Fréttablaðið hefur undanfarna þrjá daga sagt frá því hvernig Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu þrjátíu milljónir króna í bætur vegna lokunar heimilisins. Þetta var meðal annars gert þvert gegn vilja Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, og vegna þrýstings frá þingmönnum Norðausturkjördæmis. Fjármálaráðherra segir að sanngirnissjónarmið hafi ráðið för. Barnaverndarstofa hefur þegar greitt tólf milljónir. Ráðgert er að greiða þær átján milljónir sem eftir standa þegar Alþingi hefur afgreitt fjáraukalög. 25.11.2010 05:00
Velktist um í kerfinu í á þriðja ár Umboðsmaður Alþingis átelur landbúnaðarráðherra fyrir að hafa ekki afgreitt umsókn innflytjanda um leyfi til að flytja inn egg frá Svíþjóð tveimur og hálfu ári eftir að umsóknin var lögð fram. Í nýju áliti umboðsmanns kemur fram að tilvonandi innflytjandi hafi í febrúar 2008 sótt um leyfi til að flytja inn sænsk egg. Hann kvartaði til umboðsmanns í ágúst síðastliðnum, þegar umsóknin hafði velkst um í kerfinu í tvö og hálft ár. 25.11.2010 05:00