Fleiri fréttir

Mánaðar fangelsi fyrir að skalla kynsystur sína

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítuga konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ýtt annarri konu upp að húsvegg og skallað hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún marðist nokkuð.

Varar verslunarfólk við stolnum kortum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir afgreiðslufólki að skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar misnoti kort sem þeir eiga ekki.

Stofna ný samtök gegn kvótakerfinu

34 sjómenn hafa gengið í ný samtök sem stofnuð voru á Akureyri í gær. Þeir undirbúa aðgerðir gegn óréttlátu kvótakerfi og munu jafnvel róa í trássi við lög.

Með ólíkindum að fólk hafi sloppið ómeitt

Sjónarvottar segja það með ólíkindum að allir skuli hafa sloppið ómeiddir þegar þrír bílar lentu í hörðum árekstri á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar upp úr klukkan tíu í gærkvöldi.

Úrslitatilraun til þess að finna loðnu við landið

Úrslitatilraun til að finna meira af loðnu við landið á þessari vertíð hófst í morgun með tveimur hafrannsóknaskipum og þremur loðnuskipum. Endanleg niðurstaða gæti legið fyrir á miðvikudag.

Lýsir áhyggjum af stöðu ríkissjóðs

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, fagnar því að samningar hafi náðst á vinnumarkaði en lýsir yfir áhyggjum af stöðu ríkissjóðs í ljósi breytinga á markaði og síðustu fjárlagagerðar.

Heimasíða til höfuðs Sláturfélagsforstjóra

Jónas Jónsson, stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands, segir að nokkrir óánægðir starfsmenn, sem nýlega hafi sagt upp hjá fyrirtækinu, vinni nú gegn því og reyni að skapa leiðindi. Heimasíða var stofnuð til höfuðs forstjóranum í gær.

Skjár einn sækir líka í sig veðrið

Skjá miðlar, móðurfélag Skjás eins, gera athugasemdir við viðtal sem birtist í Fréttablaðinu í morgun við Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Í viðtalinu er því haldið fram að í nýrri áhorfsskönnun Capacent Gallup hafi Skjár einn mælst með minna áhorf en áður. Þetta er alrangt að sögn Skjá miðla.

Mótmæla því að frekar sé þrengt að endurhæfingu geðsjúkra

Stjórn Geðlæknafélags Íslands hvetur stjórnvöld eindregið til þess að hætta við að loka starfsendurhæfingur Bergiðjunna við Kleppsspítala og að breyta deild 28 í Hátúni 10 úr sólarhringsdeild í dagdeild. Segir félagið heilsu 60-80 manna stefnt í voða ef síðarnefndu áformin verða að veruleika.

Rýrt framlag ríkisstjórnarinnar í kjaramálum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga rýrt og segir að þungi gagnrýninnar muni aukast þegar menn átti sig á því hvað framlag hennar er lítið.

Samningar í höfn í Karphúsinu

Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag.

Rétt framkvæmd samninga geti leitt til lækkunar vaxta og verðbólgu

Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að fyrirtæki geri ekki aðrar launabreytingar nú en þær sem ákveðnar eru í samningum sem skrifað var undir í kvöld. Segja samtökin að með réttri framkvæmd kjarasamninga og framlagi stjórnvalda séu góðar horfur á að starfskilyrði atvinnulífsins batni, vextir lækki og verðbólga minnki og raunverulegar kjarabætur verði tryggðar.

Slasaðist þegar hestur fældist vegna torfæruhjóla

Stúlka féll af hestbaki í Grindavík í dag og hlaut áverka á baki þegar hestur hennar fældist við hávaða frá torfæruhjólum sem ekið var um í næsta nágrenni við hesthúsahverfið þar í bæ.

Vegfarendur á Vesturlandi sýni varúð

Við viljum biðja vegfarendur um að sýna varúð vegna skemmda á vegum vegna mikils vatnsveðurs, bæði í Borgarfirði, Norðurárdal sem og í Hrútafirði. Bæði er um að ræða vatn sem að rennur þvert yfir vegi sem og stórar holur í vegi, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Persónuafsláttur hækkar um 7 þúsund krónur

Persónuafsláttur hækkar um 7 þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðuppfærslu. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð og tekjuskattur fyrirtækja verður lækkaður í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viljayfirlýsingu sem ríkisstjórnin hefur samþykkt vegna kjarasamninga sem til stendur að undirrita í kvöld.

Umferðalagabrot leiddi til fíkniefnafundar

Lögreglumenn á Akureyri höfðu afskipti af ökumanni á Akureyri seinni partinn í gær vegna umferðarlagabrots. Við afskiptin vaknaði einnig grunur um að ökumaðurinn hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn í kjölfarið.

Pólverjinn farinn úr landi

Pólverjinn, sem grunaður er um vera valdur að andláti fjögurra ára drengs á Vesturgötu í Keflavík í byrjun desember, fór úr landi í morgun.

Vonast til að framtíð Vilhjálms ráðist í vikunni

Geir H. Haarde forsætisráðherra segist vonast til þess að framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns borgarráðs, ráðist í þessari viku. Hann segir mikilvægt að Vilhjálmur taki ákvörðun sem fyrst því að óvissan skapi erfiðleika.

Fundur ríkisstjórnarinnar og fulltrúa atvinnulífsins hafinn

Formenn stjórnarflokkanna funda nú með forystumönnum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins í stjórnarráðinu til að kynna fyrir þeim aðgerðir sem ríkisstjórnin er tilbúin að grípa til í tengslum við nýja kjarasamninga.

Rafmagnslaust í Kópavogi og Garðabæ í nótt

Rafmagnslaust varð í vesturhluta Kópavogs og hluta af Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna bilunar í háspennuleiðslu og tókst ekki að komas rafmagni á fyrr en rétt fyrir klukkan fimm. Orsök bilunarinnar er ekki kunn.

Líklegt að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins fundi

Búist er við að ríkisstjórnin spili út sínum tillögum í tengslum við kjarasamninga í dag og boði aðila vinnumarkaðarins til fundar. Hugnist þeim tillögurnar gæti farið svo að það takist að skrifa undir kjarasamninga áður en þessi dagur verður allur.

Fjörutíu sjúkraflutningar í nótt

Það var mikið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt. Sjúkraflutningamenn fóru í um 40 sjúkraflutninga, sem að sögn slökkviliðsmanna er allt að því tvöfalt meira en venjulega.

Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng

Karlmaður um tvítugt var stunginn í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í borginni á sjötta tímanum í nótt. Hann var færður á sjúkrahús en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Rúmlega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um árásina. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt sökum ölvunar og voru fangageymslur fullar.

Tveir menn rændu veitingastað

Tveir karlmenn um tvítugt ruddust inn á veitingastað við Ingólfstorg á sjötta tímanum í kvöld og börðu afgreiðslumann með barefli. Þeir rændu síðan peningum úr sjóðsvél. Ræningjarnir komust undan og leitar lögreglan þeirra nú. Afgreiðslumaðurinn slapp með minniháttar meiðsl, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Ölvaður maður tekinn í Leifsstöð

Ölvaður maður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en sá hafði látið ófriðlega í komusal flugstöðvarinnar. Hann gistir fangaklefa þar til áfengisvíman rennur af honum.

Lögreglan fann bruggverksmiðju

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði bruggtæki og nokkurt magn af ætluðu sterku heimagerðu áfengi í dag. Kona nokkur hafði hringt í lögreglu og taldi að reynt hefði verið að brjótast inn á heimili hennar. Lögreglumenn fóru á staðinn en sáu ekki ummerki innbrotstilraunar. Þeir fundu hins vegar áfengið og bruggtækin sem fyrr segir frá. Konan sem tilkynnti um innbrotið verður kærð fyrir ólöglegan tilbúning áfengis.

Enn beðið eftir tillögum ríkisstjórnarinnar

Undirritun kjarasamninga er ekki í augsýn fyrr en í fyrsta lagi seinni partinn á morgun, segir forseti Alþýðusambands Íslands - og þá aðeins ef ríkisstjórnin kemur fram með viðunandi tillögur. Tillögur ríkisstjórnarinnar voru ekki kynntar nú síðdegis eins og vonast hafði verið eftir.

Reykjafoss nálgast höfn

Varðskip kom í Faxaflóahöfn með flutningaskipið Reykjarfoss í eftirdragi um fjögurleytið í dag og hefur hafsögumaður nú tekið við skipinu. Reykjafoss varð aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi og barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá skipverjum á þriðja tímanum í nótt.

Tilnefningar til blaðamannaverðlauna tilkynntar

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, Pétur Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Óli Kristján Ármansson, blaðamaður á Fréttablaðinu, eru tilnefndir til blaðamannaverðlauna ársins 2007. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag en verðlaunin sjálf verða afhent í næstu viku.

Háskóladagurinn settur í dag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti háskóladaginn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Prúðbúnir hestamenn tóku á móti ráðherra við Ráðhúsið í tilefni dagsins. Á háskóladeginum kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í borginni.

Beðið eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni

Forseti Alþýðusambands Íslands útilokar ekki að skrifað verði undir kjarasamninga í kvöld eða nótt - það verði þó aðeins gert komi viðunandi tillögur frá ríkisstjórninni. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins funduðu framundir miðnætti í gærkvöldi og settust aftur að samningaborðinu klukkan tíu í morgun.

Aflvana skip norðvestur af Reykjanesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá flutningaskipinu Reykjafossi á þriðja tímanum í nótt um að skipið hefði orðið aflvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi.

Sjá næstu 50 fréttir