Fleiri fréttir

Sparisjóðir Siglufjarðar og Skagafjarðar að sameinast

Á stjórnarfundum Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar í dag var samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. Markmið þessarar sameiningar er að efla sjóðina, til að hægt sé að takast á við stærri verkefni. Samrunanefnd verður skipuð af stjórnum beggja sjóðanna.

Þvottavél stolið

Nýlegri þvottavél var stolið úr sameign fjölbýlishúss í vesturbænum í gærmorgun. Tjónið er að sjálfsögðu bagalegt en það snertir nokkrar fjölskyldur. Þá var brotist inn í annað hús í vesturbænum og þar var meðal annars tölvubúnaður hafður á brott.

Framboð utan þings verða borin ofurliði af ríkisstyrkjum stærri flokka

Flokkar utan þings og minnihlutahópar, sem vilja bjóða fram til Alþingis, verða bornir ofurliði af ríkisstyrkjum stærri flokka, segir Guðmundur G. Þórarinsson, um samkomulag þingflokka um fjármál stjórnmálaflokkanna. Stóru flokkarnir á þingi ákveði sjálfir fjárhæðir og hvernig þeim verði skipt.

Verktakar vilja strangari reglur

Talsmenn verktaka segja mikilvægt að allir viðurkenni að ekki hafi verið staðið nógu vel að öryggismálum í tengslum við vegaframkvæmdir. Þeir lýsa sig tilbúna til að gera betur í öryggismálum en segja að fleiri aðilar verði að koma að málum og menn verði að sætta sig við aukinn kostnað vegna öryggismála.

Rúður splundruðust í rokinu

Tvær rúður í hurðum, á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu, hafa splundrast í roki og vindhviðum síðustu daga, en erfitt getur verið að hindra að hurðirnar fjúki upp.

Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga

Fjögur álfyrirtæki keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis, sem gætu orðið lykillinn að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi.

Flott án fíknar

Flott án fíknar er nýtt og öðruvísi forvarnarverkefni sem kynnt var í Smáralindinni í dag. Verkefnið byggir á því að unglingar ganga í klúbba og samningsbinda sig til að vera reyk- og vímuefnalausir.

Hydro ekki að reisa álver

Norska fyrirtækið Hydro hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að það sé ekki að fara að reisa álver hér landi heldur muni eingöngu setja hér upp skrifstofu sem eigi að vinna að möguleikum hvað varðar þróun á orkulindum hér á landi.

Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann

Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum.

Fasteignaverð lækkaði í okóber

Verð á einbýlishúsum lækkaði um 3,2% milli september og október og íbúðir í fjölbýli um 1,7%. Þetta er samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Vísitala íbúðarverðs mældist 306,1 stig í október og lækkar um 2,2% frá fyrri mánuði. Hækkunin síðastliðið ár mælist því 7,2% og lækkar skarpt síðan í september þegar hún mældist 10,5%.

Öllum fuglum fargað í Húsdýragarðinum

Landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað að öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skuli fargað, vegna hættu á fuglaflensu. Alls eru þetta sextíu og sex fuglar. Tveir fálkar og einn haförn fá þó að halda lífi, enda talið ólíklegt að í þeim finnist smit.

VG krefst frestunar allra framkvæmda í stóriðju

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin lýsi því tafarlaust yfir að öllum frekari stóriðjuframkvæmdum verði frestað. Í ályktun þingflokksins að nú fari fram kapphlaup um byggingu orkuvera fyrir erlendar álbræðslur. Fyrirheit um lágt raforkuverð og ókeypis mengunarkvóta hvetji stórfyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Íslands og loka verksmiðjum í löndum sem gera meiri kröfur um mengunarvarnir og selja orkuna á hærra verði.

Þjófur barðist um á hæl og hnakka

Þjófur sem starfsmenn gripu í Byko í Breiddinni, eftir hádegi, var svo ósáttur við að hafa verið fangaður að hann barðist um sem óður væri. Þurfti fjóra starfsmenn verslunarinnar til að hafa hemil á honum þartil lögreglan kom á vettvang.

Vodafone þéttir net sitt

Vodafone hefur lokið við uppfærslu á öllum símstöðvum í kerfi sínu, sem fyrirtækið segir að auki bæði þjónustu og öryggi.

Nætursaltaðar götur í Reykjavík

Saltmenn verða á næturvöktum í Reykjavík það sem eftir lifir vetrar og sjá til þess að götur séu auðar þegar fólk mætir til vinnu. Nætursöltunarvaktirnar verða skipaðar fram til 15. apríl, þegar naglatímabilinu lýkur. Þeir salta þó ekki nema þörf krefji en fylgjast með því að alls staðar sé gatan greið.

Fötluð börn fá lengda viðveru

Eftir áramót eiga öll fötluð börn á aldrinum tíu til sextán ára kost á lengdri viðveru í grunnskólum eftir að kennslu lýkur. Félagsmálaráðherra kynnti samkomulag um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga á ríkisstjórnarfundi í morgun, en deilur um kostnaðarskiptinguna hafa komið í veg fyrir að fatlaðir njóti þessarar þjónustu.

Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í tæpt ár

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um heil fjögur prósent á einum sólarhring og hefur ekki verið lægra í tæpt ár. Tunnan af hráolíu lækkaði í morgun niður fyrir 56 dollara, en verð á tunnu fór hæst upp í 78 dollara í júlí síðastliðnum. Þetta er því lækkun um heila 22 dollara á tunnu. Samkvæmt þessum tölum ætti að vera komið svigrúm til bensínlækkunar hér á landi.

Fiskiðnaður á flótta af höfuðborgarsvæðinu

Útlit er fyrir að fiskiðnaður, sem stóriðja, leggist endanlega af í Reykjavík ef KB banki nær meirihluta í HB Granda, eins og bankinn stefnir að. Bankinn er orðinn annar stærsti hluthafi í fyrirtækinu með 30 prósenta hlut. Fiskiðjuver HB Granda, eða Ísbjarnarins eins og það hét, yrði ekki fyrsta fiskiðjuverið í Reykjavík sem viki fyrir annari notkun.

Fréttir af framkvæmdum Norsk Hydro "út úr öllum kortum"

Iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni er ekki kunnugt um þær stórfelldu hugmyndir sem fjölmiðlar hafa um framkvæmdir Norsk Hydro á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Þær eru langt fjarri þeim áætlunum sem hingað til hafa verið kynntar og í raun alveg út úr öllum kortum,“ segir um fréttir í fjölmiðlum í tilkynningunni.

Kveikt í ruslatunnum

Eldur kviknaði í tveimur ruslatunnum við leikskólann Brákarborg í Brákarsundi í kvöld. Slökkvilið kom fljólega á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn þrátt fyrir töluverðan vind. Lítið tjón hlaust af eldinum en fyrir utan ruslatunnurnar sem brunnu skemmdist skjólveggur sem þær stóðu við einnig.

Endalaus saga í olíusamráðsmáli

Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum.

Lentu í klóm sjóræningja

Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt.

Lögbrot að ráða tengdason biskups

Skipan tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, braut gegn jafnréttislögum, samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag. Siv Konráðsdóttir, lögmaður konunnar sem stefndi segir þetta áfellisdóm yfir biskupi því hann beri samkvæmt dómnum ábyrgð á lögbrotinu. Gestur Jónsson, lögmaður biskups telur þessa niðurstöðu engan vegin áfellisdóm yfir embættisverkum biskups og raunar þvert á móti.

Utanríkisráðherra í þorskastríð

Valgerður Sverrisdóttir skar upp herör gegn sjóræningjaveiðum í morgun þegar hún flutti jómfrúarskýrslu sína um utanríkismál. Hún fór vítt og breitt yfir og ræddi einnig að leita þyrfti leiða til að efla samstarf við Evrópusambandið á sviði öryggismála.

Óveður á Kjalarnesi

Ennþá er óveður á Kjalarnesi en auðir vegir eru á Suður- og Suðvesturlandi. Á Norðurlandi og Austurlandi er víða hríðarveður og jafnvel stórhríð og ófært er yfir Þverárfjall. Varað er við óveðri sunnan Vatnajökuls.

Vísitala íbúðaverðs lækkað um 2,2% frá fyrra mánuði

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 306,1 stig í október 2006 (janúar 1994=100) og lækkaði um 2,2% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hefur hún hækkað um 0,8% en undanfarna 6 mánuði hefur hún samt lækkað um 0,5%. Á ársgrundvelli varð þó hækkun upp á 7,2%

Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun

Dagsbrún sendi í dag frá sér afkomuviðvörun vegna níu mánaða uppgjörs. Stjórn fyrirtækisins hefur jafnframt ákveðið að ganga til viðræðna við hugsanlega kaupendur á meirihluta hlutafjár í Daybreak Acquisitions, móðurfélagi Wyndeham press Group PLC, sem er þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands.

Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006.

Norsk Hydro lýsir áhuga á að reisa álver á Íslandi

Norsk Hydro hellti sér í dag af krafti og með formlegum hætti í álverskapphlaupið. Fyrirtækið boðaði til fréttamannafundar þar sem það tilkynnti að það vildi koma að orkunýtingu og áliðnaði á Íslandi í framtíðinni um leið og það opnaði sérstaka skrifstofu í Reykjavík í þeim tilgangi. Skrifstofunni er jafnframt ætlað að leita tækifæra í Grænlandi og Austur-Kanada.

Þrjú sveitarfélög undir smásjá Eftirlitsnefndar um fjármál

Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Skagafjörður eru nú undir smásjá eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og tíu sveitarfélög þurftu sérstaka fjárhagsaðstoð vegna erfiðleika í fyrra. Forsætisráðherra sendir sveitarfélögum hins vegar pillu fyrir að ganga ekki í takt með ríkisstjórninni í hagsstjórn og kjaramálum opinberra starfsmanna.

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag árs fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot. Maðurinn hlaut dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars á þessu ári, fyrir að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konu á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum, sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 600.000 krónur í skaðabætur.

Foreldrar fá bréf um glannaskap barna sinna

Lögreglan á Akranesi sendir nú foreldrum ungra ökumanna, sem gerast brotlegir í umferðinni, bréf. Lögreglan segir mikið hafa borið á brotum ungra ökumanna og ekki hafa allir látið sér segjast þrátt fyrir afskipti lögreglunnar.

Sótt í heita vatnið í kuldanum

Mikil notkun hefur verið á heitu vatni í kuldanum síðustu daga. Eftir hádegið í dag dældi Orkuveita Reykjavíkur um 13.300 tonnum af heitu vatni á klukkustund til notenda á höfuðborgarsvæðinu.

35 stiga frost í Reykjavík

Það er víða mjög hvasst á landinu og sumstaðar mjög snarpar og hættulegar vindhviður, einkum á Kjalarnesi. „ Þegar ég reikna saman lofthitann í borginni sem er um -6 stig og vindhraða um 13 m/s þá jafngildir vindkælingin því að vera í 35 stiga frosti í logni“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu NFS.

Orð umhverfisráðherra kalla á skýra loftlagsstefnu

Náttúruverndarsamtök Íslands segja orð umhverfisráðherra, á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna í morgun, kalla á skýra loftslagsstefnu til langs tíma. Þetta felur meðal annars í sér að setja þarf tímasett markmið um verulegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Runólfur segir upp störfum á Bifröst

Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða.

Hydro opnar skrifstofu á Íslandi

Fyrirtækið Hydro hefur opnað skrifstofu á Íslandi. Fyrirtækið hyggst þannig leita uppi og þróa ný ný umhverfisvæn viðskiptatækifæri á sviði ál- og orkuframleiðslu. Hydro hefur stundað viðskipti á Íslandi um nokkurra ára skeið bæði í tengslum við áliðnað og orkuvinnslu.

Víða slæmt ferðaveður

Óveður er á Kjalarnesi við Lómagnúp í Öræfasveit og við Kvísker. Mjög slæmt ferðaveður er á Austurlandi. Þungfært og stórhríð er á Mývatnsöræfum, á Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði, á Fagradal og í Oddskarði. Þungfært er á Skriðdal, snjóþekja og stórhríð er með ströndinni og lítið ferðaveður. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Stefnir í einn kaldasta nóvember í sögunni

Verði ekki afgerandi veðurfarsbreytingar það sem eftir lifir mánaðar gæti þessi nóvembermánuður orðið með þeim vindasömustu, köldustu og snjóþyngstu sem komið hafa. Ekki sér fyrir endann á kuldakastinu í lengstu tölvuspám. Hvert stórviðrið hefur rekið annað þar sem minnstu hefur munað að stórtjón hlytist af og nú ríkja vetrarhörkur á landinu.

Styrkir fyrir prófkjör ekki hærri en 300 þúsund krónur

Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en 300 þúsund krónur, samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem lýkur störfum í dag.

Greiðir rúma hálfa milljón fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann til að greiða 540 þúsund krónur í sekt fyrir margvísleg og ítrekuð umferðarlagabrot, sem hann framdi víðsvegar um Vestfirði í sumar. Mun þetta vera einhver hæsta sekt fyrir umferðarlagabrot sem um getur.

Sjá næstu 50 fréttir