Fleiri fréttir

Farþegum til landsins fjölgar

Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 14,6% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við saman tíma í fyrra. Samtals komu 612 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra komu 534 þúsund farþegar.

Á stuttaermabol í kuldann

Hundrað og fimmtíu manna hópur, sem kom til Akureyrar með leiguflugi í nótt, var tekinn niður á jörðina í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið hafði stigið upp í flugvélina í fjörutíu stiga hita á Mallorca, en hiti var við frostmark á Akureyri þegar það gekk út úr vélinni í stuttermabolum

Síldin brædd í mjöl

Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp.

Öll spil á borðið

Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar.

Langdýrasta félagsmálastofnun landsins

Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.

Vill friðlýsa Skerjafjörð

Friðlýsing Skerjafjarðar, frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og undurbúningshópur sem vinnur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum voru meðal umræðuefna Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, á Alþingi í kvöld.

Of mikið hugað að hagsmunum bankanna

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé.

Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi

Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli.

Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra.

Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara.

Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega

Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna.

Sækist eftir 2.-3. sæti

Sigríður Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis.

Fær ekki að keyra sportbílinn aftur

Ungur ökumaður, sem mældist á ofsahraða skammt frá Húsavík, fær ekki að aka kraftmiklum bíl aftur. Móðir hans lét lögregluna taka kraftmeiri bílinn af honum eftir hraðaksturinn.

Stórslys í Laxá í Leirársveit

Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir stórslys hafa orðið í Laxá í Leirársveit vegna lagningar hitaveitu efst í ánni. Starfsmenn Hitaveitu Hvalfjarðar segjast vera vinna verk sem þeim var falið og fyrir því séu leyfi.

Tvö flugfélög bjóða í flug til Eyja

Tvö flugfélög hafa gert tilboð í tímabundna flugþjónustu á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, Flugfélag Íslands og Landsflug. Vegagerðin hefur skilað inn minnisblaði þessa efnis til samgönguráðuneytisins.

Frjálslyndi armurinn hefur náð yfirhöndinni

Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani.

Sjálfstæðismenn takast á í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðismenn takast á um það í Norðvesturkjördæmi hvort halda eigi prófkjör eða hvort stillt verði upp á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir ungir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á því að vera á lista flokksins í kjördæminu.

Bankarnir standast vel álagspróf Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi þar sem skoðað er hvort fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Bankarnir standast allir álagsprófið.

Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is.

Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Nýtt frumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkið hefur endurgreitt 12% af þeim kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar en lög þess efnis falla úr gildi í lok ársins.

Mikil endurnýjun í þingmannahópnum

Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins.

Kvartar til Umboðsmanns Alþingis

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hefur lagt fram kvörtun til Umboðsmann Alþingis þar sem þess er óskað að hann láti fara fram mat á því hvort borgarráð hafi farið að settum reglum þegar ráðið ákvað hinn 21.september sl. að ráða Stellu K. Víðisdóttur, viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Samfylkingin - prófkjör í SV kjördæmi

Haldið verður prófkjör vegna vals á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi við Alþingiskosningar vorið 2007. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. nóvember 2006. Rétt til framboðs í prófkjörinu eiga allir félagar í Samfylkingunni sem hafa kjörgengi við Alþingiskosningar 2007.

Vonbrigði með flutning ratsjárstöðvar

Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjárstofnunar að segja upp starfsfólki ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og flytja hluta starfa þess til höfuðborgarsvæðisins

Krafist gæsluvarðahalds yfir tvítugum manni

Lögreglan í Hafnarfirði krafðist í gær gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni á tvítugs aldri, sem hún handtók tvisvar um helgina vegna innbrota. Auk þeirra á hann langan brotaferil og vill lögreglan að hann gangi ekki laus þar til hann hlýtur dóm og fer að afplána hann. Dómari tekur afstöðu til kröfu lögreglunnar í dag.

Fjórtán teknir fyrir of hraðan akstur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði og kærði 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan ellefu í gærkvöldi til klukkan tvö í nótt. Þeir voru allir á öðru hundraðinu á götum þar sem hámarkshraði er sextíu.

Heildarveltan eykst í Kauphöllinni

Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í gær.

Heildarvelta Kauphallar Íslands eykst

Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í dag.

Vígsluathöfn vegna stækkunar álversins á Grundartanga

Norðurál, dótturfélag Century Aluminum Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í dag. Gert er ráð fyrir fullum afköstum vegna stækkunar úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn fyrir áramót.

Fannst kaldur og skelkaður í túngarðinum heima hjá sér

Björgunarsveitir voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld til að leita sjö ára drengs við Laugar í Reykjadal en hann hafði ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. Aðeins leið rúm hálf klukkustund þar til björgunarsveitarmenn fundu drenginn, aðeins kaldan og skelkaðan, svo að segja í túngarðinum við heimili hans.

Baugur stærsti hluthafinn í Ísafold

Hjálmur, félag í eigu Baugs Group, er stærsti hlutafinn í Ísafold, nýju tímariti sem Reynir Traustason mun ritstýra. Þetta upplýsti Reynir í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Hann segir ekki hafa verið rætt að setja tímaritið undir tímaritaútgáfu 365, en Baugur á fjórðungshlut í Dagsbrún, móðurfélagi 365.

Atorka áminnt og gert að greiða sekt

Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag og beitti félagið 2,5 milljóna króna févíti vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Fulltrúar Atorku segja um alvarlegan misskilning að ræða. Bréf hafi verið sent Kauphöllinni í síðustu viku vegna málsins og því ekki svarað. Höfðað verði dómsmál til ógildingar ákvörðuninni og Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins.

Stjórnarandstaðan í tilhugalífinu

Stjórnarandstaðan er í tilhugalífinu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kynntu í dag, á sameiginlegum fundi, þrjú þingmál sem flokkarnir standa að. Ætlun þeirra er að sameinast um fleiri þingmál á þessu haustþingi auk þess að standa sameiginlega að kosningum í nefndir og ráð á vegum þingsins.

Þörf á þjóðarsátt

Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum.

Sjá næstu 50 fréttir