Fleiri fréttir

Björgvin vill leiða Samfylkingarlista

Björgvin G. Sigurðsson býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hann segir í tilkynningu að hann bjóði fram krafta sína til að leiða Samfylkinguna til sigurs í kosningunum næsta vor og til að halda forystu flokksins í Suðurkjördæmi þar sem jafnaðarmenn höfum nú fjóra þingmenn og 1. þingmann kjördæmisins.

Stjórnsýslukæra vegna hlerana

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, hefur sent menntamálaráðherra stjórnsýslukæru vegna þess að honum var synjað um aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949-1968.

Sigldi óhaffæru skipi

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi skipstjóra til að greiða 30.000 krónur í sekt fyrir að hafa siglt óhaffæru skipi. Landhelgisgæslan kom að skipinu við togveiðar í febrúar og komst að því að haffæriskírteini þess var útrunnið.

Engin óhöpp í myrkvuninni

Engin óhöpp urðu þrátt fyrir gríðarlega bílaumferð var á höfuðborgarsvæðinu eftir að götulýsing var slökkt í gærkvöldi og mátti minnstu muna að óhöpp yrðu, að sögn lögreglu. Bílum var lagt út um allt og fólk var á gangi án endurskinsmerkja í myrkrinu og umferðinni. Þrátt fyrir að slökkt hafi verið á götuljósum, loguðu ljós í fyrirtækjum og stofnunum út um alla borg

Þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvann

Lögreglunni í Reykjavík hafa borist tilkynningar um þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvunina í höfuðborginni í kvöld. Það virðist sem að fólk hafi almennt virt ábendingar lögreglunnar að vettugi um að halda kyrru fyrir á meðan á myrkvanum stóð. Lögreglu bárust kvartanir vegna bíla sem lagt var á víð og dreif. Margir þeirra sköpuðu hættu þar sem lýsing var lítil.

Mikil umferð á meðan á myrkvun stóð

Mikil umferð hefur verið í höfuðborginni en slökkt var á öllum götuljósum klukkan 22:00. Skýjað er yfir borginni og því sést lítið til stjarna. Lögreglan í Reykjavík segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi skotið upp flugeldum sem sé stranglega bannað. Einnig hefur verið mikið um hópasöfnun unglinga víða í borginni í kvöld.

Handtekin tvisvar á rúmlega klukkutíma

Kona á þrítugsaldri var handtekin tvisvar í dag á rúmlega klukkutíma. Fyrst eftir að hún reyndi að smygla tíu grömmum af hassi inn á Litla hraun um miðjan dag í dag. Konan kom sem gestur og hafði hassið meðferðis innan klæða. Hún var færð til yfirheyrslu á Selfoss.

Fær tæpar sex milljónir í bætur

FL Group var í dag dæmt til að greiða manni sem var í starfi hjá félaginu tæpa sex og hálfa miljón króna vegna líkamstjóns sem maðurinn varð fyrir í starfi hjá félaginu.

Hætt kominn í kviksyndi

10 ára drengur var hætt kominn þegar hann sökk upp að hálsi í kviksyndi skammt frá Akureyri. Drengurinn segir Guð hafa bjargað lífi sínu. Það voru hinsvegar dauðlegir menn sem beittu ýtrustu kröftum til að toga hann upp.

Árni Johnsen sækist eftir 1. eða 2. sæti

Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður sækist eftir 1. eða 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni sagði í samtali við NFS að hann vildi vinna að góðum málum fyrir fólkið í landinu og fólkið í sínu kjördæmi. Hann hefði fengið mjög mikla hvatningu en honum hefur meðal annars borist undirskriftarlisti með 1150 nöfnum úr öllum byggðum í kjördæminu. Hann hafi nú ákveðið að taka áskoruninni og er bjartsýnn á framhaldið.

RÚV skyldað til að auka innlent efni

Ríkisútvarpið þarf að stórauka innlenda dagskrá í sjónvarpi, samkvæmt þjónustusamningi við ríkisvaldið. Samningurinn verður lagður fyrir þing á mánudag ásamt frumvarpi um breytingu RÚV í hlutafélag.

Þakkaði Íslendingum stuðninginn

Viktoras Muntianas, forseti litháíska þingsins, þakkaði íslensku þjóðinni í dag stuðning við Litháen við endurreisn sjálfstæðis landsins. Hann er staddur á Íslandi í opinberri heimsókn í boði forseta Alþingis.

Hálslón er orðið 25 metra djúpt

Jökla er horfin úr Jökuldal. Hálslón er orðið 25 metra djúpt. Tappinn var settur í Kárahnjúkastíflu á tíunda tímanum í morgun.

Bein útsending frá myrkvun kl. 21:55

Bein útsending verður frá myrkvuninni í Reykjavíkurborg í kvöld á Vísir.is. Myrkvunin hefst klukkan 22:00 en útsendingin um fimm mínútum fyrr. Hægt verður að fylgjast með þegar ljósin verða slökkt og þar til þau verða kveikt aftur hálftíma síðar.

Kertafleyting til minningar landsins sem hverfur

Í kvöld stendur Náttúruvaktin fyrir kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn. Í tillkynningu frá samtökunum segir að þar ætli náttúruunnendur á höfuðborgarsvæðinu að koma saman og minnast þess lands sem nú fer undir Hálslón á Kárahnjúkasvæðinu.

Óli H. Þórðarson hættir sem formaður Umferðarráðs

Óli H. Þórðarson tilkynnti í dag á fundi Umferðarráðs að hann ætli að hætta sem formaður ráðsins. Nýr formaður verður skipaður frá 1. október næstkomandi. Á fundinum var jafnframt samþykkt ályktun Umferðarráðs þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af endurteknum fréttum af hraðaakstri.

Samskip reka áfram Sæfara

Vegagerðin og Samskip hafa framlengt samninginn um rekstur Grímseyjarferjunnar Sæfara. Verið er að standsetja nýja ferju sem tekin verður í notkun á samningstímanum.

Dregur úr verðbólgu í október

Verðbólga fer úr 7,6% í september í 7,4% í október ef spá greiningardeildar Glitnis gengur eftir. Verðbólgan verður þrátt fyrir það enn fjarri 2,5% verðbólmarkmiði Seðlabanka Íslands og er það þrítugasti mánuðurinn í röð sem hún reynist yfir markmiði hans.

Búið að hreinsa mest allt stöðvarhúsið

Búið er að ljúka grófhreinsun á stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar en þar lak saltpéturssýra úr lögn í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að fínhreinsun og verður því verki lokið innan skamms.

Festist í lyftu vegna hunda

Lögreglan í Reykjavík sinnir ólíklegustu verkefnum, bæði stórum sem smáum, eftir því sem segir á vef hennar. Það sannaðist um kaffileytið í gær. Þá sat liðlega fertugur karlmaður fastur í lyftu í ónefndu fjölbýlishúsi. Hann hafði verið á ferð með tvo hunda og báru þeir ábyrgð á ástandinu.

Hvetur ökumenn til að leggja bílum við myrkvun í kvöld

Sjóvá Forvarnahúsið hvetur ökumenn á þeim svæðum þar sem götuljósin verða myrkvuð í kvöld til að njóta myrkursins og leggja bílum sínum á tímabilinu 22-22.30 meðan myrkvunin stendur yfir við upphaf alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Dagur kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður nýrrar stjórnar sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, en það var gert á aðalfundi ráðsins á Akureyri í gærkvöldi. Formaður ráðsins var kjörinn í netkosningu meðal sveitarstjórnarmanna og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni að þetta muni vera í fyrsta sinn sem sú aðferð er viðhöfð hjá íslenskum stjórnmálaflokki.

Á slysadeild eftir árekstur við kyrrstæðan bíl

Þrjár fimmtán ára stúlkur þurftu að leita á slysadeild eftir að bíl, sem þær voru farþegar í, var bakkað á kyrrstæðan bíl. Við stýrið var 17 ára drengur og var áreksturinn svo harður að fjarlægja varð kyrrstæða bílinn af vettvangi vegna skemmda.

FF fagnar nýjum tillögum um íbúðalánamarkað

Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og að Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki.

Berglind Ásgeirsdóttir nýr skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu

Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra hefur tekið við stöðu skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Berglind hefur, undanfarin fjögur ár, gegnt stöðu aðstoðarforstjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í París, þar sem hún fór m.a. með félags-, heilbrigðis- og menntamál, auk þess sem almannatengsl, umhverfismál og sjálfbær þróun heyrðu undir starfssvið hennar.

Einhver dapurlegasti dagur langrar starfsævi

„Þetta er einhver dapurlegasti dagur sem ég hef lifað á langri starfsævi vegna þess að hér er verið að hefja mestu mögulegu óafturkræfu umhverfissspjöll sem hægt er að fremja á Íslandi og það á kostnað milljóna ófæddra Íslendinga,“ sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður í samtali við NFS, en hann er nú staddur við Kárahnjúka þar sem hann hyggst fara á báti niður gljúfrin sem fara nú undir Háslón.

Fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og S-Kóreu öðlast gildi

Hinn 1. október næstkomandi öðlast fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu formlega gildi gagnvart Íslandi. Vonir standa til að samningurinn muni nýtast íslensku atvinnulífi vel, en hann kveður á um skilyrðislausa fríverslun með almennar framleiðsluvörur og leiðir til að fella niður tolla á flestum mikilvægustu útflutningsvörum Íslendinga á þessu markaðssvæði, t.d. sjávarafurðum, vélbúnaði, plastkerjum og plastbökkum.

Segja daginn sorgardag á Íslandi

Félag um verndun hálendis Austulands og Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja daginn í dag sorgardag á Íslandi, en eins og kunnugt er hófst fylling Hálslóns í morgun. Félögin segir að með því hafi herför valdsins gegn vesturöræfum við Snæfell hafist og að Ísland verði fátækara í kvöld en það var í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir