Fleiri fréttir

Íslandssafn í Sognafirði

Össur Skarphéðinsson vill að íslenska ríkisstjórnin eigi frumkvæði að stofnun safns í Sognafirði í Noregi til minningar um landnámsmenn Íslands.

Nýr formaður breytir engu

Formannsskipti í Framsóknarflokknum breyta ekki fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks dalar en Samfylking og Vinstri græn bæta við sig.

Kveikti í dýnu í fangaklefanum

Góðkunningja lögreglunnar sem gisti fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu aðfaranótt laugardags tókst að smygla inn kveikjara í sokknum sínum og kveikja í horni rúmdýnu í klefa sínum, sem orsakaði minniháttar eldsvoða. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en sú reyndist ekki raunin. Hann var sendur til baka í fangageymslu og fluttur á geðdeild þegar leið á gærdaginn.

Frjálslyndir tapa miklu fylgi

Frjálslyndi flokkurinn missir rúm fjögur prósentustig samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig um fjórum prósentustigum hvor, en Sjálfstæðisflokkur missir tæp þrjú prósentustig. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks.

Fjölmenni á Akureyrarvöku

Á fimmta þúsund manns voru í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þegar Listasumri Akureyringa lauk með Akureyrarvöku. Í tilefni dagsins var boðið upp á menningarviðburði um allan Akureyrarbæ sem góður rómur var gerður að.

Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir Valgerði Sverrisdóttur hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúkavirkjun. Gerði ekkert rangt, segir Valgerður.

Erfitt verkefni framundan

„Það vekur at­hygli að Framsóknarflokkurinn er enn með svipað fylgi, svo flokksþing þeirra hefur ekkert híft flokkinn upp. Framsókn á erfiðan vetur fyrir höndum ef þeir eiga að ná kosningafylginu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Bruni í húsi við gæsluvöll

Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í húsnæði við gæsluvöll við Heiðarból í Keflavík klukkan rúmlega átta í gærmorgun. Gluggi í húsinu var brotinn og eldurinn er talinn hafa kviknað innan frá.

Flugmenn léku listir sínar

Á annað þúsund manns var söfnuðust saman á Reykjavíkurflugvelli í gær til að fylgjast með flugsýningu Flugmálafélagsins í tilefni 70 ára afmælis félagsins. „Þetta var ótrúlega vel heppnuð sýning enda lék veðrið við okkur,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins.

Banaslys í Sorpu á Álfsnesi

Karlmaður á sextugsaldri lést um tvöleytið í gær þegar hann var við vinnu í sorpurðunarstöð Sorpu á Álfsnesi á Kjalarnesi. Engin vitni urðu að slysinu og lögregla vinnur að rannsókn málsins.

Varð vélarvana í Reyðarfirði

Hollenskt tólf þúsund tonna flutningaskip, Aalsmeergracht, varð vélarvana í Reyðarfirði um tíuleytið að kvöldi föstudags. Engin skip í nágrenninu voru nægilega öflug til að geta komið til aðstoðar, svo brugðið var á það ráð að kalla til björgunarskips Slysavarnarfélagsins á Norðfirði og línubátinn Pál Jónsson, sem var staddur austur af Gerpi. Sérfræðingar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til ráðgjafar um góðan haldbotn fyrir akkeri og var skipinu ráðlagt að kasta akkeri norðvestur af Grímu. Viðgerð stendur yfir.

Orsök ókunn

Ekki er ljóst hvað olli því að báturinn Sigurvin GK119 sökk á föstudagskvöld. Báturinn sökk undan Rifi á Snæfellsnesi á níunda tímanum á föstudagskvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli því að báturinn hóf að leka, en skipverjar voru að ljúka veiðiferð þegar skipið sökk.

Nauðlenti vegna brauðofns

Nauðlending Neyðarástandi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um stund þegar tilkynnt var um hugsanlegan eld í farþegarými flugvélar British Airways um klukkan sex í gær. Flugvélin var þá um fimmtíu kílómetra úti fyrir Reykjarnesi á leið til Denver í Bandaríkjunum. Ekki reyndist hætta á ferðum því í ljós kom þegar flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli að reykur í farþegarými vélarinnar stafaði af brauðofni sem ofhitnaði.

Keyrði á tengivagn og valt

Fólksbíll keyrði út af og valt, laust fyrir miðnætti á föstudag eftir að hafa keyrt yfir á rangan vegarhelming og á tengivagn vöruflutningabíls, sem kom úr gagnstæðri átt á Reykjanesbraut. Tvennt var í fólksbílnum, og sluppu þau með minniháttar áverka og skurði eftir glerbrot.

Mikill reykur frá frauðplasti

Eldur kom upp í bílakjallara undir nýbyggingu við Dalveg í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Mikinn reyk lagði frá byggingunni enda hafði eldurinn læst sig í nokkra rúmmetra af frauðplasti.

Eldur á Dalveginum

Allt tiltækt slökkvilið var nú á áttunda tímanum sent að Dalvegi 14 í Kópavogi þegar tilkynning barst um að mikinn reyk legði frá húsinu. Það mun vera iðnaðarhúsnæði og nýbygging. Allar stöðvar eru nú á vettvangi og reykkafarar á leið inn í húsið.

Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna brauðvélar sem ofhitnaði

Biluð brauðvél sem ofhitnaði um borð í flugvél British Airways varð til þess að hún óskaði eftir að lenda Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum. Vélin var þá stödd um 50 kílómetra úti fyrir Reykjanesi. Fyrstu tilkynningar bentu til þess að eldur væri laus í farþegarými vélarinnar en í ljós kom að reykur þar stafaði af brauðvél sem hafði ofhitnað.

Vilja eyða óvissu hjá erlendum konum

Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps.

Skyrið selt beggja vegna Atlantsála

Mikil eftirspurn er eftir íslenskum mjólkurafurðum í Bandaríkjunum og seljast nú um 1,2 tonn af skyri þar í hverri viku á ríflega tvöfalt hærra verði en hér heima. Hinum megin Atlantsála hefur Mjólkursamsalan svo selt sérleyfi á framleiðslu skyrs bæði í Danmörku og Skotlandi og hyggur á frekari landvinninga með skyrið.

Eldur í flugvél British Airways

Flugvél British Airways er lent á Keflavíkurflugvelli. Eldur er laus í farþegarými vélarinnar en svo virðist sem betur hafi farið en áhorfðist því allir farþegarnir eru komir út úr vélinni. 270 manns voru um borð. Við birtum fréttir af málinu um leið og þær berast á Vísi og NFS.

Alvarlegt vinnuslys

Alvarlegt vinnuslys varð á sorpförgunarsvæði Reykjavíkurborgar, í Álfsnesi á Kjalarnesi, rétt eftir klukkan tvö í dag. Slysið varð þegar vinnuvél valt á hliðina. Ekki liggur fyrir hvað gerðist nákvæmlega en lögregla var á vettvangi í um þrjár klukkustundir.

Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli

Flugdagur var haldinn hátíðlegur á Reykjavíkurflugvelli í dag í tilefni sjötíu ára afmælis Flugmálafélags Íslands. Dagurinn byrjaði á hópflugi einkaflugvéla og fisvéla yfir Reykjavík um hádegi.

Landlæknir á leið til Malaví

Matthías Guðmundsson, aðstoðarlandlæknir, mun gegna embætti landlæknis á meðan Sigurður Guðmundsson og Sigríður Snæbjörnsdóttir eiginkona hans vinna við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í Malaví.

Bandarískir hermenn valda skemmdum á mosku

Töluverðar skemmdir urðu á mosku í írösku borginni Ramadi í gær þegar bandarískir hermenn skutu á hana. Til skotbardaga kom milli hermanna og herskárra andspyrnumanna sem héldu til í moskunni.

Gráösp valin tré ársins

Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag tré ársins. Tré ársins er Gráösp sem stendur við Austurgötu 12 í í Hafnarfirði.

Tafir á umferð vegna framkvæmda

Tafir eru á umferð á Holtavörðuheiði við Bláhæð og við Fornahvamm vegna framkvæmda. Umferð er beint um einbreiða hliðarakrein. Á Djúpvegi við Selá í Hrútafirði standa yfir brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið.

Vilja fresta fyllingu Hálslóns

Stjórn og þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta fyrirhugaðri fyllingu Hálslóns þar til sérstaklega skipuð matsnefnd óháðra aðila hefur verið fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Maður slasaðist við veiðar í Grenlæk

Maður sem var að veiða í Grenlæk skammt frá Kirkjubæjarklaustri í dag, hrasaði á leið upp á brú og datt ofan í ána. Við það hlaut hann opið beinbrot á fæti og lítilsháttar skurð á höfði. Félagar mannsins hlúðu að honum og kölluðu eftir aðstoð læknis, sem kom á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreið.

Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis

"Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram.

Eldur í fangaklefa

Minniháttar eldur varð þegar fangi kveikti í dýnu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli

Flugdagur verður haldinn hátíðlegur í dag á Reykjavíkurflugvelli í tilefni sjötíu ára afmælis Flugmálafélags Íslands. Dagurinn byrjar á hópflugi einkaflugvéla og fisvéla yfir Reykjavík.

Bílslys á Reykjanesbraut

Árekstur varð á Reykjanesbraut við Vogar rétt fyrir miðnætti í gær þegar fólksbíll keyrði inn í tengivagn fluttningabíls.

Mannbjörg úti fyrir Rifi

Mannbjörg varð í gærkvöld þegar bátur með þrjá menn innanborðs sökk í grennd við Rif á Snæfellsnesi í gærkvöld. Skemmtibátur var fyrstur á staðinn og tók mennina þrjá um borð.

Grunur um íkveikju í Keflavík

Slökkviliðið í Keflavík var kallað út um klukkan átta í morgun. Kviknað hafði í húsi á gæsluvelli við Heiðarból í Keflavík

Slasaður sjómaður í togara úti fyrir Ingólfshöfða

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lent fyrir stundu með slasaðan sjómann á Landspítalanum í Fossvogi. Maðurinn mun hafa fallið ofan í lest togara sem staddur var úti fyrir Ingólfshöfða og var þyrlan send af stað laust fyrir klukkan sjö í morgun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan mannsins eða um hvað skip er að ræða.

Vélarvana flutningaskip

Hollenskt, 12 þúsund tonna flutningaskip varð vélarvana rétt innan við Grímu við Reyðarfjörð um klukkan tíu í gærkvöldi.

Falsaðir evruseðlar í umferð

Lögreglan hefur fengið til meðferðar mál vegna falsaðra evruseðla hér á landi. Nýlega var fölsuðum evruseðli framvísað í verslun í Smáralind, að sögn Smára Sigurðssonar hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Þá varaði lögreglan í Reykjavík fyrir skömmu við útlendingi sem reyndi að koma fölsuðum evrum í umferð. Hefur lögreglan í fórum sínum falsaðan seðil sem talinn er koma frá honum.

Verði ekki vísað úr landi

Þingflokkur vinstri grænna mun í haust endurflytja lagafrumvörp sem gera ráð fyrir að undanþáguákvæði verði sett í lög um útlendinga og atvinnuréttindi um stöðu erlendra kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi.

Geir treystir Landsvirkjun

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki tilefni til að Alþingi komi saman til að ræða um greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun.

Skemmdarverk

Skemmdir voru unnar á húsnæði Bónusvídeós við Lóuhóla í fyrradag. Krotað var á veggi og glugga og nam kostnaður við hreinsunina um tuttugu til þrjátíu þúsund krónum.

Láta drauminn rætast

Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir fara til Malaví í ár til að byggja upp heilbrigðisþjónustu á vegum ÞSSÍ.

Yfir 2.500 laxar hafa veiðst

Góð veiði hefur verið í vopnfirskum ám í sumar og höfðu 1.572 laxar veiðst í Selá og 1.050 í Hofsá í síðustu viku.

Of lítið framboð dagforeldra

Langflestir foreldrar sem eiga börn hjá dagforeldrum eru ánægðir með þjónustu dagforeldrisins, eða yfir 90 prósent. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Félagsvísindastofnun gerði í júní meðal á sjötta hundrað foreldra.

Sjá næstu 50 fréttir