Fleiri fréttir

Lægsta tilboðið hjá Elísabetu

Tryggingafélagið Elísa­bet býður upp á lægsta og Sjóvá hæsta ársiðgjald fyrir lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækis, slysatryggingu ökumanns og eiganda og framrúðutryggingu ef marka má verðkönnun sem ASÍ lét gera hjá sex tryggingafélögum í ágúst.

Sjö tímarit til nýrra eigenda

Íslendingasagnaútgáfan gekk í gær frá kaupum á öllum tímaritum Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál og ganga kaupin í gegnum mánaðamótin.

Eiður Smári alltaf á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Stöðin mun einnig sýna beint frá leikjum í spænsku bikarkeppninni.

Lögbundið eftirlit aukið

131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til að reka ferðaskrifstofur en það er Ferðamálastofa sem veitir leyfin. 107 umsóknir hafa fengið jákvæða afgreiðslu og 81 leyfi hefur verið gefið út.

Aukið öryggi með söluvernd

Söluvernd er ný trygging sem Vátryggingafélag Íslands er að setja á markað. Hún bætir almennt fjártjón seljanda fasteignar vegna skaðabótakrafna sem fram kunna að koma af hálfu kaupanda vegna galla á fasteigninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vátryggingafélaginu.

Um fimmtungs nafnávöxtun

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV), næst stærsti lífeyrissjóðurinn, og Gildi, sá þriðji stærsti, skiluðu um tuttugu prósenta nafnávöxtun á fyrri hluta ársins. Ávöxtun LV var þó heldur hærri.

Landlæknir á leið til Malaví

Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn.

Gassprenging í sama rými og 6-7 tonn af þynni

Gassprenging varð í eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi síðdegis í dag. Við það kviknaði eldur og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins kallað á vettvang. Að sögn slökkviliðs voru 6-7 tonn af þynni í því rými þar sem sprengingin varð og eiturefni í næsta rými. Eldur kviknaði í þaki stöðvarinnar, húsbúnaði og lyftara.

Þremur mönnum bjargað

Þremur mönnum var bjargað þegar bátur þeirra sökk vestur af Snæfellsnesi í kvöld. TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarskipið Björg frá Rifi voru send á vettvang. Þeim var bjargað um borð í skemmtibát sem var í nágrenninu.

Sprengingar í efnamóttöku Sorpu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli vegna sprengingar í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi. Búið er að loka svæðinu, en töluverðan reyk leggur frá svæðinu. Allir starfsmenn efnamóttöku Sorpu komust út heilu og á höldnu eftir sprengingarnar urðu. Slökkviliðið er að störfum og verið er að kanna ástandið. Lögreglan telur ekki ástæðu til að rýma íbúðarbyggð í Grafarvogi. Slökkviðliðið telur að búið sé að slökkva eldinn en eftir skoða svæðið með eiturefnamælum til að ganga úr skugga um að engin eiturefni séu á svæðinu. Ekki er búið að útloka sprengihættu.

Beinhákarlar úti við Gróttu

Hópur kafara dýfði sér í sjóinn við hlið sex beinhákarla með gapandi ginið rétt utan við Gróttu í gær. Hákarlarnir eru þó ekki jafn hættulegir og þeir eru ógnvekjandi því þeir eru grænmetisætur.

Strætó fellir ferðir niður

Akstur strætó bs. á tíu mínútna fresti er liðin tíð. Framkvæmdastjóri Stætó bs. segir niðurskurðinn óhjákvæmilegan.

Iðnaðarnefnd verður kölluð saman

Birkir J. Jónsson, formaður Iðnaðarnefndar Alþingis, hyggst kalla nefndina saman í næstu viku til að fjalla um nýfram konmar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna.

VG vill að Alþingi komi saman

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið.

Bandarískir fjölmiðlar sýna hrútaþukli áhuga

Árlegt meistaramót í hrútaþukli sem haldið verður á Sævangi við Steingrímsfjörð á sunnudag, hefur vakið mikla athygli hérlendis og erlendis. Á fréttavefnum Bæjarins besta.is kemur fram að fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa áhuga á að fjalla um mótið í ár og hafa reynt að setja sig í samband við aðstandendur þess.

Fjórir teknir fyrir ölvun í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði tók í nótt fjóra ökumenn á Hafnarfjarðarvegi sem grunaðir voru um ölvun við akstur og telst það frekar mikið á fimmtudagskvöldi.

Segir ráðherra hafa leynt upplýsingum

Árni Finnsson formaður náttúruverndasamtaka Íslands segir að svo virðist sem Iðnaðar og viðskiptaráðherra hafi leynt almenning og Alþingi upplýsingum um jarðfræðihluta Kárahnjúkavirkjunar, á sama tíma og frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hafi verið til meðferðar á alþingi.

Flugvél Atlanta flogin til Kýpur

Flugvél Atlanta sem setið hefur föst á flugvellinum í Beirút síðan átök hófust þar um miðjan júlí flaug þaðan til Kýpur síðdegis í gær. Vélin er með þeim fyrstu sem fá að yfirgefa flugvöllinn.

Neyðarfundur hjá Evrópusambandsríkjunum

Mikil pressa er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem hittast á neyðarfundi í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs sem sent verði til Líbanons.

Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi

Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson, hefur setið í fangelsi í Brasilíu í tæpa þrjá mánuði fyrir fíkniefnasmygl. Síðan þá hefur hann þurft að verjast nokkrum morðtilraunum. Aðbúnaður í fangelsinu er hræðilegur.

Flýr Interpol til Brasilíu

Fyrir utan þá tvo Íslendinga sem sitja í fangelsum í Brasilíu er þar einnig í felum dæmdur glæpamaður sem á eftir að afplána dóm vegna nauðgunar.

Fann þetta á mér

„Ég grátbað hann að fara ekki því að ég fann á mér að eitthvað myndi gerast,“ sagði faðir Hlyns Sigurðarsonar þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Mig grunar að hann hafi gert þetta af fjárþörf.“

Þrennt í varðhaldi fyrir kókaínsmygl

Kona og tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að þau voru handtekin á Keflavíkurflugvelli fyrr í vikunni. Þau eru grunuð um að hafa ætlað að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Fimm sitja nú í einangrun vegna fíkniefnabrota.

Persónuleg gögn ekki úr landi

Gögn sem geyma persónulegar upplýsingar um starfsmannahald bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli verða sett í geymslu hjá íslenska ríkinu. Að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, verður gengið frá samningum þess efnis á næstunni.

Raddir geðsjúkra heyrist

Fjölga þarf meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og mikilvægt er að raddir þeirra heyrist. Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur segir ákveðnar hindranir á geðdeild LSH og að Hugarafl bjóði upp á fleiri möguleika.

113 milljarða afgangur á rekstri ríkissjóðs

Afkoma ríkissjóðs árið 2005 var betri en nokkru sinni fyrr. Rekstrarafgangurinn var 22 milljörðum króna betri en áætlanir ráðgerðu. Hagnaður af sölu Landssímans nam 56 milljörðum. 50 milljörðum var varið til að greiða niður erlend lán.

Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna

Reikistjörnur sólkerfisins eru orðnar átta talsins, eftir að Plútó var úthýst úr flokki þeirra. Þetta var ákveðið á 2.500 manna þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í gær eftir heitar rökræður. Plútó telst nú dvergreikistjarna.

Klætt að utan með hrafntinnu

Þjóðleikhúsið verður að hluta til klætt að utan með hrafntinnu. Þetta er gert til þess að viðhalda sama útliti og var á húsinu áður, en það var áður klætt með svipaðri blöndu grjótmulnings og nú verður gert.

Nýr Sirkus á ferð um landið

Blaðið er mikið breytt frá þeim Sirkus sem fylgt hefur DV undanfarið, segir Breki Logason, sem hefur unnið að útgáfu á nýju Sirkusblaði ásamt Andra Ólafssyni. Blaðið sem hér eftir mun fylgja Fréttablaðinu hefur tekið miklum breytingum, bæði efnislega og útlitslega, og á lítið sameiginlegt með því gamla að sögn strákanna.

Grímur fær leyfi til að tjá sig

Ákveðið var í gær að aflétta banni við því að Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur og starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, fengi að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar. Stjórnarformaður Orkuveitunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, og forstjórinn, Guðmundur Þóroddsson, kynntu ákvörðunina á fundi borgarráðs. Eins og greint var frá Fréttablaðinu 18. ágúst var Grími Björnssyni gert að tjá sig ekki um málefni samkeppnisaðila Orkuveitunnar, og þar með virkjun Landsvirkjunar við Kárahnjúka.

Hreindýrin eru 4.600 talsins

Hreindýrastofninn á Íslandi er um 4.600 dýr í ár og er þá verið að tala um stofninn þegar hann er sem stærstur eftir burð og fyrir veiðar. Hreindýrastofninn hefur stækkað lítillega ár frá ári og hefur veiðikvótinn verið aukinn í samræmi við það.

Vinna ekki hluti af námi

Ekki er fyrirhugað að bjóða nemendum KHÍ vinnu á frístundaheimilum í skiptum fyrir einingar, að sögn Guðmundar Birgissonar, deildarforseta grunndeildar Kennaraháskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að sú hugmynd hefði komið upp að nemendur KHÍ fengju einingar fyrir að vinna á frístundaheimilum en Guðmundur segir þá hugmynd ekki hafa komið inn á sitt borð.

Sjá næstu 50 fréttir