Fleiri fréttir

Gæðum ábótavant

Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um háskólastigið á Íslandi hefur stefna stjórnvalda borið árangur en endurskoða þarf fjármögnun háskóla. Einnig þarf að gera átak í gæðamálum háskólanna.

Veiðin góð og fiskarnir stórir

Veiði í Ytri-Rangá í sumar stefnir í að slá öll met, en um tvö þúsund og fimm hundruð laxar hafa veiðst það sem af er sumri. Samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði hefur veitt gríðarvel í sumar og er heilmikið eftir.

Fleiri sjúklingar fá þjónustu

Samkvæmt þjónustusamningi sem heilbrigðisráðuneytið hefur gert við næringarsviðið á Reykjalundi er stefnt að því að auka þjónustu við sjúklinga með lífshættulega offitu.Sjúklingum fjölgar þannig úr 60-65 á ári í 110 sjúklinga árið 2007. Þjónustusamningurinn gildir til ársloka 2008.

Samfés útilokar engan

Vegna fréttar um ólögmæta notkun lista um mætingar sem birtist í Fréttablaðinu í gær skal tekið fram að Samfés er ekki beinn aðili að umræddu máli.

Undarlegt að þurfa að bíða

Jón Ásgeir Jóhannesson segir það hafa verið einkennilegt að þurfa að bíða eftir því svo vikum skipti hvort endurákært yrði vegna fyrsta liðsins eða ekki.

Boxerhundur réðst á börn

Boxerhundur réðst á tvö níu ára börn, stúlku og dreng, í Ásahverfi í Hafnarfirði í gær.

Nær uppselt á landsleikinn

Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum á leik Íslands og Danmerkur, í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattpspyrnu, ákvað Knattspyrnusamband Íslands að hækka miðaverð á leikinn.

Afpláni 300 daga eftirstöðvar

Karlmaður sem framdi rán á skrifstofum Bónus vídeó í Hafnarfirði í lok júlí þarf að afplána 300 daga eftirstöðvar 20 mánaða fangelsisvistar sem hann hlaut í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.

Ekki enn verið yfirheyrður

Maður sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum á samkomu línudansara í Rangárþingi um verslunarmannahelgina hefur ekki enn verið yfirheyrður af lögreglu.

Aðaldælingar vilja sameiningu

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt að ganga til viðræðna við sveitarstjórn Aðaldælahrepps um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur enn ekki svarað beiðni frá Aðaldælahreppi um viðræður um sameiningu.

Vélin fari hvergi í bráð

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ítrekaði afstöðu sína vegna staðsetningar sjúkraflugvélar á Vestfjörðum, á fundi sínum í fyrradag. Bæjarráðið vill að sjúkraflugvélin verði áfram á Ísafirði.

Landlagsarkitektúr vinsæll

Nemendur við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri eða tæplega 300 að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Háskólans. „Skólastarfið hefur breyst mikið undanfarin ár og nú er í fyrsta skipti boðið upp á nám í skógfræði og landgræðslu.“

Hættulegur hugbúnaður

Innköllun á hugbúnaði hættulegra stafrænna myndavéla af gerðinni HP Photosmart R707 frá Hewlett Packard fer nú fram.

Búast við um 700 milljónum

"Samkvæmt síðasta milliuppgjöri bankans höfum við lagt til hliðar 700 milljónir króna til að mæta mögulegum skuldbindingum vegna þessa máls. Það er vísbending um hvað við búumst við að verði niðurstaðan. Það er ennþá verið að semja um ákveðin atriði og þetta er viljayfirlýsing um að klára þetta mál en ekki bindandi samkomulag.

Fengu tæp 77 þúsund í styrk

Alcoa Fjarðaál greiddi samtals 76.951 krónu fyrir uppihald tveggja lögreglumanna frá Eskifirði, sem sóttu tveggja vikna námskeið í fíkniefnaleit til Flórída í Bandaríkjunum árið 2004.

Bátar kraftmeiri en áður var

Margir íslenskir smábátar eru orðnir það kraftmiklir og hraðskreiðir að æ algengara er að þeir fari út fyrir drægni sjálfvirkrar tilkynningarskyldu.

Skip og kvóti seld til Hafnar

Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði gekk í gær frá kaupum á hlut Bjarna Aðalgeirssonar og fjölskyldu í útgerðarfélaginu Langanesi hf. Langanes hefur gert út skipin Bjarna Sveinsson og Björgu Jónsdóttur um árabil.

Fara á tónleika með Madonnu

Þingmenn sem sæti eiga í menningarnefnd danska þingsins verða viðstaddir tónleika Madonnu í Horsens á Jótlandi annað kvöld. Nefndin verður í Horsens á morgun til að kynna sér menningarstarfið þar enda hefur títt tónleikahald vinsælla tónlistarmanna í bænum vakið þjóðarathygli.

Um 600 símtöl vegna barna

Neyðarlínunni 112 berast um 600 tilkynningar á hverju ári vegna brota gegn börnum, að sögn Péturs Hoffmann, gæðastjóra hennar. Í langflestum tilvikum er um að ræða vanrækslu á börnum, áhættuhegðun eða ofbeldisverk gegn þeim.

Glæpum fækkar í Kópavogi

Samkvæmt tölum frá lögreglunni í Kópavogi fyrir fyrstu sex mánuði ársins, fer afbrotum fækkandi í umdæminu.

Eldur í álverinu á Grundartanga

Eldur kom upp í rafmagnsstokk í álverinu í Grundartanga nú fyrir skömmu. Slökkvilið Akranes hefur verið sent á staðinn en ekki er vitað að svo stöddu hversu mikill eldurinn er eða hvort hætta sé á ferðum.

Framhaldsskólar hefjast eftir sumarleyfi

Framhaldsskólanemar sneru sumir aftur í skólann í dag, sumir hverjir með fulla vasa fjár eftir sumarið. Þeim er engu að síður ráðlagt að sýna ráðdeild enda langur vetur fram undan.

Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið.

Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal

Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið.

Rússar vilja fagleg vinnubrögð í þyrlukaupum LHG

Victor I. Tatarintsjev, sendiherra Rússlands, staðfestir að hann hafi ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum við margítrekuðu boði um að kynna rússneskar björgunarþyrlur sem valkost fyrir Landhelgisgæsluna. Fullbúnar björgunarþyrlur frá Rússlandi kosta innan við fjórðung af verði sambærilegra vestrænna þyrlna.

Vill nánari útskýringu á ummælum um ættleiðingu samkynhneigðra

Formaður Samtakanna '78 hefur óskað eftir fundi með stjórn Íslenskrar ættleiðingar vegna ættleiðinga samkynhneigðra á Íslandi. Hún vill fá nánari útskýringar á ummælum forsvarsmanns Íslenskrar ættleiðingar um möguleika samkynhneigðra til ættleiðinga.

Ekki ákært aftur vegna alvarlegustu brotanna í Baugsmálinu

Settur saksóknari í Baugsmálinu ætlar ekki að ákæra í þriðja sinn vegna alvarlegustu brotanna í þessu máli. Hann tilkynnti þessa niðurstöðu í dag ásamt því að benda á að enn væru til efnislegrar meðferðar fyrir dómi, átján alvarlegir ákæruliðir.

Tafir á umferð vegna malbikunar

Búast má við töfum á umferð á Hringvegi 1 milli Akrafjallsvegar og Laxár í Leirársveit á milli klukkan 12:30- 20:00 í dag vegna malbikunar.

Þörf á auknu fjármagni og nýjum fjármögnunarleiðum

Þörf er á fjármögnun til íslenskra háskóla umfram það sem hið opinbera hefur tök á að leggja til þar sem líklegt er að hægi á vexti þjóðarframleiðslu næstu misserin. Aukning fjármagns til háskólastigsins og nýjar fjármögnunarleiðir verða meginviðfangsefni stefnumótunar fyrir háskólamenntun á Íslandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu.

Forsætisráðherra afhjúpar minningarskjöld í Tallin

Geir H. Haarde, forsætisráðherra afhjúpaði minningarskjöld á Íslandstorgi í Tallin í dag. Minningarskjöldurinn stendur fyrir að 15 ár eru frá því að Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna endurheimt sjálfstæði Eistlands.

Kárahnjúkastíflur mjög öruggar

Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja að stíflur við Kárahnjúkavirkjun séu mjög öruggar. Á blaðamannafundi sem Landsvirkjun boðaði til með sérfræðingum í dag, kom fram að sérfræðingarnir teldu litlar likur á að stífluveggir myndu leka.

Bæjarhátíðin Í túninu heima

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 25. - 27. ágúst. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og verður fjölbreytt dagskrá í boði

Tvöfalt fleiri ungir karlmenn vinna í félagsþjónustu

Fjöldi ungra karlmanna sem vinna á leikskólum, félagsmiðstöðvum og grunnskólum hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2000. Byggingarvinnan er samt vinsælust hjá ungu körlunum en konur undir þrítugu eru helst í félagsþjónustu.

Um 50.000 nemendur í grunnskólum landsins

Rúmlega fjögur þúsund og þrjú hundruð börn hefja grunnskólagöngu sína í vikunni en grunnskólar landsins verða víða settir í dag. Alls munu hátt í fimmtíu þúsund börn og unglingar stunda nám í grunnskólum landsins í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir