Fleiri fréttir

Snæuglu sleppt á Hólmavík

Snæuglu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum í endurhæfingu í 10 mánuði var sleppt í dag. Snæuglan, ungur karlfugl, fannst flækt í gaddavír við Hólmavík í september á síðasta ári.

Hafna hugmyndum um að fresta skattalækkunum

Málfundafélagið Óðinn, félag launþegar í Sjálfstæðisflokkinum í Reykjavík, hafnar alfarið hugmyndum um að dregið verði úr eða frestað verði boðuðum skattalækkunum af hálfu ríkisstjórnarinnar.

SA sögð beita hótunum

Samtök atvinnulífsins segja fyrirhugaða vinnustöðvun starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn ólögmæta og minna á mögulega bótaskyldu verkalýðsfélaga og starfsmanna. Forsvarsmaður annars verkalýðsfélags starfsmanna segir samtökin beita hótunum.

Steinn Eiríksson ráðinn sveitarstjóri á Borgarfirði eystri

Steinn Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Álfasteins á Borgarfirði eystri, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps til áramóta. Fréttavefurinn Austurlandid.is greinir frá því að Steinn hafi verið kjörinn í hreppsnefnd í síðustu sveitastjórnarkosningum en óbundin kosning var á Borgarfirði eystri. Magnús Þorsteinsson, fráfarandi sveitarstjóri, tilkynnti fyrir kosningar að hann myndi ekki gefa kost á sér til starfans áfram.

Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í yfirlýsingu að nýjasta ákæran í Baugsmálinu hafi beðið hnekki þegar dómari málsins óskaði eftir skýringum saksóknara á henni fyrir dómi í dag.

Skaðleg smáskilaboð

Gífurlegur fjöldi SMS smáskilaboða, jafnvel yfir hundrað þúsund, voru send á íslensk GSM símanúmer um tíu-leytið í morgun. Skilaboðin geymdu upplýsingar um erlenda stefnumótasíðu og ef farið er inn á heimasíðuna mun tölva viðkomandi smitast af skaðlegum tölvuvírus.

Nýr samningur gerir ráð fyrir að biðlistar styttist

Barna- og unglingageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og Miðstöð heilsuverndar barna hafa undirritað samstarfssamning vegna þjónustu við börn með erfiðleika á geð- og hegðunarsviði. Langir biðlistar hafa myndast á Barna- og unglingageðdeild og skortur er á viðeigandi þjónustu við börn með hegðunar-eða geðvanda. Samningurinn miðar að því að draga úr álagi á Barna- og unglingageðdeild og stytta biðtíma barna og fjölskyldna eftir sérhæfðum úrræðum.

Ekið á hjólandi vegfaranda

Ekið var á hjólandi vegfaranda á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hjólreiðamaðurinn slasaðist ekki en fékk nokkrar skrámur og var ekki fluttur á slysadeild. Tveir sjúkrabílar komu engu að síður á staðinn og skoðuðu sjúkraliðsmenn manninn.

Ráðuneytið skiptir sér ekki af málum Tómasar Zoega

Að sögn ráðuneytisstjóra Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins skiptir ráðuneytið sér ekkert af ráðningarmálum Landspítala háskólasjúkrahúss og starfsmannaráðningar er ekki hægt að kæra til ráðuneytisins. Það er því ljóst að Heilbrigðisráðuneytið mun hvorki taka afstöðu né ákvörðun í málum Tómasar Zoega.

Nýjar ákærur hugsanlegar í Baugsmálinu

Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag.

Skipstjórinn aftur færður til yfirheyrslu

Yfirheyrslu yfir stýrimanni togarans Sancy lauk rétt í þessu en þær hófust í morgun. Lögreglan á Eskifirði gerir ráð fyrir að hefja á ný yfirheyrslu yfir skipstjóra togarans nú síðdegis og að hún muni standa fram eftir kvöldi. Þá er verið að vinna úr gögnum siglingartölvu togarans en fyrstu upplýsingar gefa til kynna að þau 20 tonn af fiski sem voru um borð í togaranum, hafi verið veidd í íslenski lögsögu.

Miklar tafir á umferð

Sæbrautin er lokuð í báðar áttir frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, en til stóð að opna hana um klukkan fimm. Umferð er mjög hæg um hjáleiðina um Laugarnesveg og tekur leiðin í gegnum hnútinn að minnsta kosti kortér.

Orkuveitan verður ekki seld

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun.

Jón Ásgeir boðaður til yfirheyrslu vegna meintra skattalagabrota

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur verið boðaður til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku, vegna meintra skattalagabrota. Þetta kom fram í málflutningi Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Lögreglumaður kærir líkamsárás

Lögreglumaður sem fimm pörupiltar réðust á síðustu helgi hefur lagt fram kæru vegna málsins. Ofbeldismönnunum hefur verið sleppt.

Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu

Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu.

Rannsókn á tveimur landhelgisbrotum?

Ríkissaksóknari ákveður á næstu dögum hvort rannsókn verður haldið áfram á meintu landhelgisbroti færeysks togara, sem Fokkervél Gæslunnar stóð að meintu broti í íslenskri lögsögu í fyrra. Rannsókn á nýju meintu broti annars færeysks togara er fram haldið á Eskifirði í dag.

Rannsókn hætt á meintri ofbeldishótun

Lögreglan í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintri hótun um ofbeldi á hendur Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í göngu Íslandsvina í lok maí.

Kaupmáttur aðeins aukist um tvö prósent

Þrátt fyrir að launavísitalan sýni óvenju miklar launahækkanir síðastliðna tólf mánuði, hefur verðbólgan saxað svo á þær að kaupmáttur hefur aðeins aukist um rúm tvö prósent á tímabilinu.

Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú

Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum.

Kríuvarp hafið af fullum krafti í Grímsey

Þótt kríuvarp viðrist nánast ætla að misfarast víðasthvar á Suður- og Vesturlandi er krían farin að verpa af fullum krafti í Grímsey. Of snemmt er þó að spá um afkomu unganna þar, en talsverður ungadauði varð í eynni í fyrra, sem rakinn er til skorts á sandsíli í hafinu, en síli er aðalfæða kríunnar.

Nokkrir hálendisvegir opnaðir á morgun

Sprengisandsleið er enn lokuð og verður lokuð út mánuðinn hið minnsta, samkvæmt upplysingum Vegagerðarinnar. Þá er útlit fyrir að Skagafjarðarleilð og Eyjafjarðarleið verði lokaðar enn lengur. Á morgun verða hins vegar nokkrar leiðir opnaðar eins og til dæmis Dómadalsleið og frá Búrfelli í Landmannalaugar.

Ísland - dýrast í heimi

Norska hagstofan og evrópska hagstofan eru ekki sammála um hvaða ríki er hið ríkasta í heimi, en þær eru einhuga um það að Ísland sé dýrasta land í heimi. Norska hagstofan segir að Lichtenstein sé ríkasta landið en Eurostat segir að Lúxemborg sé það ríkasta.

Ekki ákveðið hvort skipstjóri Sancy verði ákærður

Skýrslutöku af skipstjóranum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í gærkvöld. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort skipstjórinn verði ákærður.

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt smygl

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að smygla tæpu kílói af amfetamíni og 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum.

Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli leggur niður vinnu á sunnudaginn

Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun.

Dyrhólaey lokuð fyrir almennri umferð

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir almennri umferð inn á Dyrhólaey og Háey til og með 25. júní. Dyrhólaey er friðuð en Umhverfisstofnun mun, í samráði við landeigendur og nytjarétthafa, fylgjast með framgangi varps í eynni. Í framhaldi verður tekin ákvörðun um hvort rétt sé að opna fyrir umferð almennings á Dyrhólaey og Háey.

Úttekt verður gerð á jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar, Vinstri grænum, um láta fara fram úttekt á kynjajafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt samhljóða en hún gerir ráð fyrir að fela mannréttindanefnd að láta gera úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg.

Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að hafa kastað gangstéttarbroti í andliti annars manns fyrir utan skemmtistað á Selfossi í júní á síðasta ári. Mennirnir voru báðir að skemmta sér en til átaka kom með þeim afleiðingum að annar maðurinn kastaði broti úr gangstéttarhellu í hinn og við það maðurinn hlaut áverka í andliti og sex tennur brotnuðu.

Vonbrigði ASÍ með tillögur ríkisstjórnarinnar

Ekkert samkomulag virðist vera í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Formaður ASÍ varð fyrir vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum skattleysismörkum sem ræddar voru í dag.

Skýrslutöku haldið áfram á morgun

Skýrslutaka af skipstjórinum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í dag. Skýrslutaka hófst í morgun hjá lögreglunni á Eskifirði en enn hefur ekkert verið ákveðið hvort hann verði ákærður.

Maður slasaðist í laxveiði

Hjálparsveit skáta í Aðaldal, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit voru kallaðar út vegna manns sem hafði slasast á bökkum Laxár í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld er hann var við laxveiði. Talið er að maðurinn hafi farið úr mjaðmalið en björgunarsveitin og hjálparsveitirnar fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík til aðhlynningar.

Íslensku forvarnarverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri, fékk Íslensku forvarnarverðlaunin sem voru afhent í dag. Þorsteinn hefur um árabil heimsótt alla leik-og grunnskóla á Akureyri, auk Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri til að fræða unga fólkið um umferðarmál og fíkniefni og allt þar á milli. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en verðlaunaveitingin er samstarfsverkefni Sjóvá, Landsbjargar, Landspítala-háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöðvar.

Borgarstjórn samþykkir tillögu F-listans um Heilsuverndarstöðina

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til borgaráðs. Tillaga Ólafs um Heilsuverndarstöðina er á þá leið að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sjái til þess að sú heilsuverndar- og heilsugæslustarfsemi, sem fer fram á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, verði þar áfram og að Heilsuverndarstöðin komist aftur í eigu almennings.

Starfsfólk IGS leggur niður vinnu á sunnudaginn

Starfsfólk Icelandair, í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, hefur ákveðið að leggja niður störf frá kl. 5 á sunnudagsmorgun til kl. 8, á háannatíma, til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu.

Fasteignaféagið Stoðir kaupir fasteignafélagið Löngustétt

Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á fasteignafélaginu Löngustétt. Um er að ræða yfir 30.000 fermetra skrifstofu og verslunarhúsnæði. Meðal helstu fasteigna Löngustéttar eru Laugavegur 182, Dalshraun 1 í Hafnarfirði, Austurstræti 8, Pósthússtræti 1 og 3, stærsti hluti verslunarkjarnans við Þverholt í Mosfellsbæ og verslunarkjarna við Sunnumörk í Hveragerði. Stoðir er með yfir 300.000 fermetra húsnæðis í eignasafni sínu á Íslandi og yfir 150.000 fermetra húsnæðs í Danmörku í gegnum fasteignafélagið Atlas.

Gífurlegt tjón hjá Alcan

Framleiðsla álversins í Straumvík hefur hrunið um helming eftir alvarlega rafmagnsbilun. Þrjá til fjóra mánuði tekur að koma framleiðslunni í eðlilegt horf og gæti tap vegna orðið á annan milljarð.

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn reyndi að smygla tæpu kílói af amfetamíni og um 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum.

Undirbjóða vinnu annarra útlendinga

Formaður Samiðnar segir dæmi um að erlendir starfsmenn frá nýjum aðildarríkjum EES, sem koma til landsins á eigin vegum, reyni að hafa vinnu af öðrum útlendingum með undirboðum.

Erfðabreytileiki eykur hættu á brjóstakrabbameini

Rannsókn sem Íslensk erfðagreining gerði tengir erfðabreytileika við aukna hættu á brjóstakrabbameini. Grein um rannsóknina var birt í dag í læknatímaritinu PloS Medicine. Rannsóknin náði til eitt þúsund kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein á Íslandi.

Samningur Reykjavíkurborgar og Bauhaus undirritaður

Í dag var undirritaður samningur um sölu borgarinnar á umdeildri lóð við Vesturlandsveg til þýska byggingavöruverslunarfyrirtækisins Bauhaus. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og fulltrúar alþjóðlegu verslanakeðjunnar undirrituðu samninginn um fjögurleytið í Höfða.

Sjá næstu 50 fréttir