Fleiri fréttir

Hagræðing við Háskólann á Akureyri

Háskóladeildum við Háskólann á Akureyri mun fækka úr fjórum í sex, stjórnsýslu- og þjónustueiningum verður fækkað og nemendur utan EES munu þurfa að borga skólagjöld, nái tillögur um hagræðingu í rekstri háskólans fram að ganga. Þetta eru nokkrar af þeim hagræðingar tillögum sem Háskólaráð háskólans á Akureyri samþykkti í gær. Með hagræðingunni sparast tugir milljóna króna.

Refsingu lögreglumanns frestað

Hæstiréttur frestaði í dag refsingu lögreglumanns sem talinn var hafa beitt hættulegri og óforsvaranlegri aðferð til að stöðva ferð bifhjóls sem ekið hafði verið ólöglega um götur Reykjavíkur í maí í fyrra. Héraðsdómur hafði dæmt lögreglumanninn til að greiða tvö hundruð þúsund krónur í sekt og til að greiða ökumanni bifhjólsins bætur.

Fimmti hver Dani hefur smitast af kynsjúkdómi

Danir eru ekki duglegir að nota smokka ef marka má niðurstöður Durex könnunar þar í landi. Tveir af hverjum þremur aðspurðra í könnuninni hafa stundað óvarið kynlíf. Það hefur líka haft sínar afleiðingar að því er virðist, en einn af hverjum fimm þátttakendum í könnuninni hafa smitast af kynsjúkdómi.

Ferðamönnum fjölgar utan háannatíma

Erlendum ferðamönnum til landsins fjölgaði um 7% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Álíka margir ferðamenn komu nú til landsins í október og í góðum sumarmánuði fyrir tíu árum.

Riffilskot á skólalóð

Riffilskot fundust á leiksvæði á skólalóð við Grunnskólann á Ísafirði í dag. Um var að ræða fimmtán ónotuð skot fyrir tuttugu og tveggja kalíbera riffil.

Ekið á hreindýr

Ekið var á hreindýr inn við Skriðuklaustur í Fljótsdal í dag. Hreindýrið lét lífið við áreksturinn og fólksbíllinn sem ók á dýrið er mikið skemmdur.

Fjórir árekstrar

Fjórir árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan sex í kvöld. Engan sakaði í þeim. Árekstrana má alla rekja til hálku og en víða er hált á götum borgarinnar.

Sveitarstjórnarmenn axla ekki hagstjórnarábyrgð

Sveitarstjórnarmenn voru sakaðir um að axla ekki hagstjórnarábyrgð með viðunandi hætti, í harðri ádrepu formanns Samtaka atvinnulífsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag. Forsætisráðherra boðaði þar að málefni aldraðra skyldu færð frá ríki yfir til sveitarfélaganna.

Lögin ná yfir öll hugverk

Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri.

Betur fór en á horfðist

Flutningabílstjóri á Austurlandi má þakka fyrir að hafa lent ofan í skurði þegar hátt í fimmtíu tonna bíll hans valt. Hjólabarðar bílsins voru ekki í samræmi við aðstæður, en skyndilega myndaðist hálka á veginum.

Vill nýjan sæstreng

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að tíðar truflanir á netsambandi við umheiminn séu óþolandi. Hann ætlar að beita sér fyrir því að nýr sæstrengur verði lagður.

Spáir verðhjöðnun

Forsætisráðherra segir að tölur Hagstofunnar í dag, um að vísitala neysluverðs hafi lækkað á milli mánaða, séu vendipunktur og fram undan sé verðhjöðnun.

Hlutverk sveitarfélaga að bæta kjör leikskólakennara

Fjögur hundruð lærðir leikskólakennarar hafa valið sér annan starfsvettvang vegna lágra launa í faginu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að það sé alfarið hlutverk sveitarfélaganna að bæta úr því.

Afsláttakortakerfi vegna læknishjálpar óréttlátt

Afsláttarkortakerfi vegna læknishjálpar er mjög óréttlátt eins og það er í dag að mati Margrétar Frímannsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og bitnar það verst á þeim sem eru með langvarandi sjúkdóma.

Fékk 18 mánuði fyrir þjófnaði og tilraun til fjársvika

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ýmis brot, þar á meðal þjófnaði og tilraun til fjársvika. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að hafa stolið skjávarpa af skrifstofu Sjóvá-Almennra og tilraun til að svíkja út vörur í verslun 10-11 í Kópavogi með stolnu debetkorti.

Aðkoma íslenskra lyfjafyrirtækja að baráttunni gegn alnæmi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi við bandaríska þingmenn í gær og í fyrradag um hvernig efla megi baráttuna gegn alnæmi í veröldinni, einkum í Afríku, og hvernig Íslendingar, og þá fyrst og fremst íslensk lyfjafyrirtæki, gætu orðið þar að liði.

Enn talsverð mannekla á leikskólum og tómstundaheimilum

Enn vantar starfsfólk í tæp 135 stöðugildi hjá Leikskólum Reykjavíkur og frístundaheimilum borgarinnar, en erfitt hefur reynst að manna þær í sumar og haust vegna þenslu á vinnumarkaði. Ástandið virðist þó vera að skána og umsóknum um störfin fer fjölgandi.

Forréttindi opinberra starfsmanna verði felld niður

Stefna á að því að fella niður lögbundin forréttindi opinberra starfsmanna. Þetta sagði Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

Konan laus

Árásarkona sem gerði tilraun til að ræna leigubílstjóra í gær með loftbyssu var látin laus eftir yfirheyrslur. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort hún verður ákærð.

Alcan á Íslandi hf. hlýtur íslensku gæðaverðlaunin

Alcan á Íslandi hf. hlýtur íslensku gæðaverðlaunin í ár . Halldór Ásgrímsson afhenti Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, verðlaunin við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í dag. Alcan á Íslandi hf. rekur álverið í Straumsvík.

Aukna þjónustu til sveitarfélaga

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lýsti yfir vonbrigðum sínum með nýafstaðnar sameiningarkosningar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun. Hann sagði ríkisvaldið hafa staðið við sitt með því að leggja fram tvo og hálfan milljarð en sú hvatning hafi greinilega ekki skilað sér.

Búist við sviptingum í íbúaþróun á þessu ári

Búist er við að íbúum á Íslandi fjölgi tölvert á þessu ári umfram það sem verið hefur allmörg undanfarin ár. Þá flytja fleiri frá höfuðborgarsvæðinu en til þess í fyrsta sinn nærri 20 ár.

Búist við 67 milljóna rekstarafgangi á næsta ári

Búist er við að rekstarafgangur Mosfellsbæjar verði jákvæður um 67 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem lögð var fram í bæjarráði í dag. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ segir að gert sé ráð fyrir að heildartekjur verði 2,9 milljarðar en launakostnaður 1,5 milljarður, þar af renna 1,2 milljarður til fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála.

Kona sem ógnaði leigubílstjóra enn í haldi

Rúmlega þrítug kona er enn í haldi lögreglu, eftir að hún var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi þegar hún ógnaði leigubílstjóra með eftirlíkingu af skambyssu. Hún hafði boðið bílstjóranum blíðu sína en þegar hann þáði ekki boðið dró hún upp byssuna.

Krónan lækkaði áfram í morgun

Gengisvísitala krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og fór í 102,8 stig. Hún hélt áfram að lækka í morgun, en aðeins lítils háttar. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að lækkunin eigi ekki að koma neinum á óvart. Um litla breytingu sé að ræða en krónan hafi verið mjög sterk undanfarið.

Vill banna landeigendum að selja skotveiðiheimild

Fuglavinurinn, sjálfstæðismaðurinn og þingmaðurinn Halldór Blöndal vill gera þær breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum, að landeigendum verði bannað að selja skotveiðimönnum heimild til að skjóta fugla á landareignum sínum.

Verðbólga lækkar í fyrsta sinn í fimm mánuði

Vísitala neysluverðs í nóvember 2005 lækkaði um 0,16 prósent frá fyrra mánuði og mælist nú 248 stig. Ef ekki er tekið tillit til húsnæðis er vísitalan 231,5 stig og lækkaði hún um 0,43 prósent milli mánaða. Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist því nú 4,2 prósent og lækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða, en fimm mánuðir eru síðan verðbólga hér á landi lækkaði síðast.

Icelandair Cargo fjölgar ferðum verulega

Icelandair Cargo fjölgar verulega ferðum með fraktflugvélum til og frá Íslandi í vetur. Alls fjölgar fraktflugi úr átta í ellefu til Liege í Belgíu en Liege er orðin helsti innflutningsflugvöllur fyrir Ísland í Evrópu.

Líklega prófkjör hjá VG á Akureyri

Akureyrarfélag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mun að öllum líkindum efna til prófkjörs til að raða í fjögur efstu sæti framboðslista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Tillaga þess efnis verður rædd á fundi í félaginu næsta mánudag og er talið líklegt að hún verði samþykkt.

Lögbannskrafa Jónínu tekin fyrir í morgun

Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum tengdum Baugsmálinu var tekin fyrir í Héraðsdómi í morgun. Ákveðið var að aðalmeðferð í málinu verði 29. nóvember næstkomandi.

Sakar stjórnvöld um skilningsleysi

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýnir stjórnvöld harkalega fyrir skilningsleysi á stöðu útflutningsgreina og segir hátt gengi íslensku krónunnar hafa smám saman verið að draga tennurnar úr útflutningsgreinunum og ferðaþjónustunni án þess að nokkuð sé gert. Þetta segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Jóna Hrönn nýr prestur í Garðasókn

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur verður nýr prestur í Garðaprestakalli. Að þessu komst valnefnd í prestakallinu á fundi Í gærkvöld. Sjö umsækjendur voru um embættið, þar á meðal séra Hans Markús Hafsteinsson, fyrrverandi prestur í Garðasókn, sem færður var til í starfi eftir deilur innan safnaðarins.

Ráðherra taki þátt í málefnalegri umræðu um stúdentspróf

Ungliðar í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði á Akureyri eru andvígir styttingu náms til stúdentsprófs og skora á menntamálaráðherra að taka þátt í málefnalegri og samfélagslegri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf í stað þess að hunsa nemendur og koma sér undan umræðu líkt og gerst hafi í Menntaskólanum á Akureyri á þriðjudaginn.

Ekkert þokast í máli Arons Pálma

Ekkert hefur þokast í máli Arons Pálma Ágústssonar frá því náðunarbeiðni hans var hafnað í byrjun október. Utanríkisráðuneytið kveðst ekki sjá sér fært að aðhafast í málinu en það segja forsvarsmenn RJF-hópsins vonbrigði enda hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera málið pólitískt. Aron gefst þó ekki upp.

Tvær rúður á bílaleigu sprengdar

Tvær rúður í afgreiðsluhúsi Bílaleigu Flugleiða við Akureyrarflugvöll voru sprengdar með heimatilbúnum sprengjum í nótt. Sprengjurnar virðast hafa verið límdar á rúðurnar og síðan sprengdar. Ekkert bendir til þess að sprengjuvargarnir hafi stolið neinu og eru þeir ófundnir.

17 aftökur í Texas

17 aftökur hafa farið fram í Texas-ríki það sem af er þessu ári. Texas er það ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku sem flestar aftökur dauðadæmdra fanga fara fram. 353 manneskjur hafa verið dæmdar til dauða í ríkinu frá því að aftökur voru leyfðar þar á nýjan leik árið 1982. 38 fylki í Bandaríkjunum heimila dauðarefsingu.

Ráðherra svaraði ekki kærunum

Íbúar í Grafarvogi eru afar ósáttir við úrskurð umhverfisráðherra varðandi mat á umhverfisáhrifum fyrsta áfanga Sundabrautar og landfyllingu við Gufunes. Fjórar kærur voru lagðar fram í málinu og segir fulltrúi íbúa að ráðherra hafi engan veginn svarað kærunum.

Stigagangur fylltist af reyk

Stigagangur í fjölbýlishúsi við Fannafell í Reykjavík fylltist af reyk í nótt og höfðu margir íbúar í húsinu samband við slökkivliðið, sem sendi allt tiltækt lið af stað. Þegar til kom voru upptök reyksins í potti, sem gleymst hafði á logandi eldavél, en húsráðandi var ekki heima. Engin eldur hafði kviknað og reykræsti slökkviliðið íbúðina og stigaganginn.

Sædýrasafn svæft í nefnd

Hvorki gengur né rekur að koma til framkvæmda þingsályktunartillögu um Sædýrasafn, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2004. Magnús þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina harklega fyrir að hunsa vilja Alþingis með því að sinna ekki málinu. Samkvæmt tillögunni átti nefnd að skila skýrslu í mars á þessu ári en hefur engu skilað enn. Hann segir einnig að nú sé búið að breyta vinnuframlagi nefndarinnar í álitsgerð í stað skýrsluskila og það stangist á frumvarpið.

Gengisvísitala veiktist um eitt prósent í gær

Gengisvísitala krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og fór í 102,8 stig. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að lækkunin eigi ekki að koma neinum á óvart. Um litla breytingu sé að ræða en krónan hafi verið mjög sterk undanfarið.

Jarðvegur erfiður til gangagerðar

Jarðgöng til Vestmannaeyja verða æ fjarlægari eftir því sem berglagsrannsóknum vindur fram. Fram kemur á vef Eyjafrétta að forrannsóknir sýni að setlög við Heimaey séu laus í sér. Bergmyndun er einnig óregluleg og fjölbreytt sem þýðir að göngin þyrftu að liggja tvöhundruð metra undir hafsbotni á fimm kílómetra kafla. Jarðfræðilegar aðstæður eru mjög frábrugðnar og erfiðari en til dæmis í Hvalfirði, á Fljótsdalshéraði.

Sjá næstu 50 fréttir