Fleiri fréttir

Farið fram á gæsluvarðhald

Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir Paul Gill, breska atvinnumótmælandanum, sem var einn þremenninganna sem mótmæltu á álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær. Náttúruvaktin þvær hendur sínar af Ólafi Páli Sigurðssyni, einum mótmælendanna, þrátt fyrir að fram komi á heimasíðu samtakanna að þegar hún varð að fullgildum samtökum í október síðastliðnum gegndi Ólafur Páll Sigurðsson starfi framkvæmdastjóra þar.

Vilja styrkja háskóla enn frekar

Tímamót urðu í sögu háskólastigsins í morgun þegar rektorar allra háskóla landsins undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um að styrkja háskólana enn frekar og standa vörð um akademískt frelsi.

Samið um vátryggingavernd

Fulltrúar Hrafnistu, Sjómannadagsráð og fleiri aðilar þeim tengdir hafa skrifað undir samning við Tryggingamiðstöðina hf. um víðtæka vátryggingavernd. Nær hún til ábyrgðartrygginga, eignatrygginga, slysatrygginga og ökutækjatrygginga og er m.a. samið um tryggingar á yfir tuttugu þúsund fermetrum af fasteignum og tryggingar fleiri en eitt þúsund starfsmanna.

95% sóttu um framhaldsskólavist

95 prósent nemenda úr 10. bekk, eða 4.231 nemandi, sóttu um framhaldsskólavist í ár en aldrei hafa hlutfallslega jafnmargir sótt um skólavist í framhaldsskólum úr einum árgangi. Rafrænni innritun í framhaldsskóla lauk á miðnætti í nótt en þetta var í fyrsta sinn sem nemendum 10. bekkjar gafst færi á að sækja um á Netinu.

Kanna auglýsingar Ego

Áfengis- og vímuvarnadeild Lýðheilsustofnunnar hyggst kanna hvort auglýsingar þær sem uppi hafa verið á bensínstöðvum Ego síðustu daga brjóti í bága við áfengis- og tóbaksvarnarlög.

Hlakka til að byrja að ganga

Á mánudag hefst Íslandsganga þeirra Bjarka Birgissonar og Guðbrands Einarssonar hringinn í kringum landið. Þeir félagar ganga undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan, til betra lífs" og vilja þeir vekja athygli á aðstæðum fatlaðra á Íslandi.

Dótturfyrirtæki Össurar fær bætur

Bandaríska stoðtækjafyrirtækið Bledsoe Brace Systems hefur verið dæmt af alríkisdómstól í Seattle í Washington-ríki til að greiða dótturfélagi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, Generation Orthotics, tæplega sjö milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna í bætur, fyrir brot á einkaleyfum fyrirtækisins.

Slegist um garðsláttinn

Samkeppnin í garðslættinum er hörð og heyrst hefur af undirboðum á markaðnum. Á meðan sumir óttast ástandið eru aðrir rólegir og benda á að nóg sé af görðum. </font /></b />

Vigfús veiðir lúðu

Vigfús Vigfússon á Dögg SF landað 2-3 tonnum af lúðu á þriðjudag, að því er fram kemur á fréttavefnum horn.is. Lúðurnar ku vera af öllum stærðum og mældust þær stærstu um tveir metrar að lengd. Samkvæmt horn.is lagði Vigfús lúðulínuna við Ingólfshöfðann og verður aflinn seldur ferskur til Englands.

Í gæsluvarðhaldi fram á mánudag

Paul Gill, breski atvinnumótmælandinn, sem var einn þremenninganna, sem mótmæltu álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Hinum tveimur mótmælendunum var sleppt eftir yfirheyrslur í dag.

Allt að 42 daga bið eftir einkunn

Þrátt fyrir reglur Háskóla Íslands um að kennarar hafi að hámarki þrjár vikur til að fara yfir prófin og skila einkunnum eru dæmi um allt að 42 dagar líði frá prófdegi, eða einn og hálfur mánuður án þess að einkunn hafi verið skilað. Flestum einkunnum hefur þegar verið skilað en sjö áfangar eru nú í vanskilum að því er greint er frá á vefnum prof.is.

Markús og Guðmundur halda utan

Utanríkisráðuneytið hefur í dag staðfest að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, taki við sendiherrastöðum - eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar greindi frá fyrir þremur vikum. Þá könnuðust hvorki Guðmundur Árni né Markús við að þetta stæði til og sögðust „koma af fjöllum“.

Fá ekki greiðslur úr ríkissjóði

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum bænda á bænum Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu, en þeir vildu að viðurkennt yrði með dómi að þeir ættu rétt á greiðslum úr ríkissjóði sem handhafar beingreiðslna sauðfjárbúsins á bænum. Þeir töldu sig eiga rétt á skaðabótagreiðslum úr ríkissjóði vegna breytinga á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á landbúnaðarafurðum sem tóku gildi árið 2000.

Vifta bilar á Grundartanga

Mikinn reyk leggur þessa stundina frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Að sögn Ingimundar Birnis framleiðslustjóra bilaði ein vifta fyrir filter í ofni þrjú í verksmiðjunni en ekki er vitað hvað olli biluninni. Hann segir að unnið sé að því að koma viftunni í lag.

Grunaður um kynferðislegt ofbeldi

Reykvíkingur á fertugsaldri er grunaður um að hafa beitt fjórar ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi. Á heimili mannsins fundust tugir barnaklámsmynda í tölvu hans.

Býr sig undir herskáar aðgerðir

Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi.

Gagnrýnd fyrir að nýta þotu Baugs

Þingmenn gagnrýna að Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafi þegið boð um að ferðast með einkaþotu Baugs til að vera við tískusýningu Mosaic Fashion Group.

Utanríkisþjónustan vex enn

Utanríkisþjónustan vex og vex. Tveir uppgjafapólitíkusar bættust í dag í hóp sendiherra og virðist sem nægt rúm sé innan þjónustunnar til að finna fleiri samastað.

Fulltrúa Samfylkingar vanti enn

Nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi hefur ekki tekið til starfa þar sem Samfylkingin hefur enn ekki tilnefnt fulltrúa í hana. Forsætisráðuneytið segir í svari við fyrirspurn fréttastofu Stöðvar 2 að aðrir stjórnmálaflokkar hafi tilnefnt fulltrúa sína áður en fresturinn til þess rann út fyrir rúmum mánuði. Ítrekað hafi verið við Samfylkinguna að hún tilnefni tvo menn í nefndina.

Ung kona kærði kynferðisbrot

Lögreglan í Keflavík rannsakar kynferðisbrot sem átti sér þar stað í heimahúsi um helgina. Kona um tvítugt hefur kært mann á svipuðum aldri fyrir að nýta sér ölvunarástand hennar eftir gleðskap sem stóð á laugardagskvöld og fram á aðfaranótt sunnudags.

Vatn lak inn í kjallara

Vatnstjón varð í húsi við Fríkirkjuveg í Reykjavík seint á þriðjudagskvöld, en þar hafði garðslanga verið látin ofan í kjallaratröppur þar sem niðurfall var stíflað. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hlaust af þessu nokkuð tjón þegar vatnsyfirborð hækkaði og vatn lak inn í kjallarann.

Handteknir fengu bætur

Sættir náðust fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli þriggja ungra manna sem sæta máttu handtöku þegar þeir mótmæltu sumarið 2002 við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, framgöngu kínverskra stjórnvalda í garð Falun Gong hreyfingarinnar.

Viðbót við psoriasismeðferð

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa Lónsins, afhjúpuðu við opnun lækningalinda Bláa lónsins á föstudag áletraða hraunhellu sem tákna á upphaf framkvæmda við lindina.

Sektir upp á tæpar 100 milljónir

Fjórir forsvarsmenn Lífsstíls ehf. og dótturfyrirtækja voru í gær dæmdir til greiðslu sekta upp á samtals 96,6 milljónir króna. Til vara voru þeim gerðir fangelsisdómar frá 3 upp í 12 mánuði. Fyrrum aðalféhirðir Landssímans var fundinn sýkn saka. Dómar þriggja eru til refsiauka í Landssímamálinu.

Ráðuneyti og lögregla semja

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Böðvar Bragason lögreglustjóri skrifuðu síðdegis í gær undir samning um árangursstjórnum og markmið lögreglunnar í Reykjavík. Lögregluembættið kynnti einnig stefnumótun ársins og kynnt var ársskýrsla lögreglunnar fyrir árið 2004.

Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður.

Glímt við verðbólguna

Alþjóðlegar stofnanir á borð við OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa undanfarið varað við því að hagkerfi Íslands sé að ofhitna. Einkaneysla landsmanna eykst jafnt og þétt, þó svo að launin okkar hækki ekki að sama skapi, krónan er sterk í samanburði við aðra gjaldmiðla og Seðlabankinn keppist við að hækka stýrivexti til að sporna við verðbólgu.

Guðmundur Árni til Svíþjóðar

Aðspurður hvort hann hlakki ekki til að taka við nýju starfi segir Guðmundur Árni: "Mér líst prýðilega á Svíþjóð og það er heilmikil tilhlökkun í mér en auðvitað dálítill tregi líka. Ég er búinn að vera í pólitísku vafstri nú í 25 ár þannig að þetta er auðvitað mikil breyting.

Vísar öllum ásökunum KÍ á bug

Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Kennarar segja ráðherra sýna þeim lítilsvirðingu með því að ræða hvorki við þá né svara ósk um viðræður. Ráðherra vísar öllum ásökunum á bug.

Misnotaði þriggja ára stúlku

Reykvískur karlmaður á fertugsaldri sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisleg brot á fjórum stúlkubörnum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til þrettán ára þegar brotin voru framin. Við rannsókn á heimili mannsins fundust tugir barnaklámmynda í tölvu hans. 

Hæfismat ekki til dómstóla

Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, telur að Ríkisendurskoðun geti fjallað um vanhæfi. Hann segir að niðurstaða embættisins um hæfi forsætisáðherra hljóti að standa nema Alþingi ákveði annað.

Tvöfalt fleiri í búðum en bæ

Smíði álvers Alcoa í Reyðarfirði er komin á fulla ferð og fer starfsmannafjöldi á byggingarlóðinni hraðvaxandi með hverjum mánuði. Þegar framkvæmdirnar ná hámarki á næsta ári munu 1.500 manns búa í vinnubúðum við hliðina á 700 íbúum Reyðarfjarðar.

Nýir sendiherrar

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri fer til starfa hjá utanríkisþjónustunni 1. september næstkomandi og verður sendiherra í Kanada með aðsetur í Ottawa. Guðmundur Árni Stefánsson þingmaður Samfylkingarinnar verður sendiherra í Stokkhólmi.

Undarlegt mat á vanhæfi

"Við ætlum að komast að því hjá ríkisendurskoðanda á fundi fjárlaganefndar í dag hvernig hann fari að því að draga vanhæfismörk við 26,3 prósenta eignaraðild forsætisráðherra og fjölskyldu hans," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Hæfismat á minnisblaði

"Meginatriði þessa máls er að aðeins hefur komið fram minnisblað Ríkisendurskoðunar um hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra í bankasölumálinu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar

Konur skunda á Þingvallafund

Sunnudaginn 19. júní verða níutíu ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt og í tilefni af því ætla öll helstu kvenréttindasamtök landsins að efna til Þingvallafunds kvenna á sunnudaginn undir ákallinu "Skundum á Þingvöll og treystum vor heit."

Vorleiðangri Hafró lokið

Þann 1. júní síðastliðinn lauk árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar. Athuganir voru gerðar á 114 stöðum umhverfis landið. Helstu niðurstöðurnar voru að sjávarhiti væri hár og mikil selta sunnanlands og vestan, en hiti um meðallag og selta undir meðallagi norðan- og austanlands. Gróður var víðast hvar lítill en átumagn við landið var yfir langtímameðaltali á flestum rannsóknarstöðvum.

Yfirlýsing allra Háskóla

Rektorar allra háskóla á landinu undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um forsendur og frelsi háskóla. Samkvæmt henni er ein mikilvægasta skuldbinding háskóla sú að standa vörð um akademískt frelsi sem sé forsenda þess að háskólastarf þróist áfram.

Vilja að nemendur geti valið land

Námsmannahreyfingarnar á Íslandi hafa síðustu árin verið sammála um að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) eigi að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis. Þetta segir Heiður Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra námsmanna erlendis.

Björgólfur segir konur gáfaðri

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, fór á kostum þegar hann undirritaði styrktarsamning bankans vegna baráttuárs kvenna í gær. "Konur eru sýnilega betur gefnar en karlmenn," sagði hann.

Silfur hafsins aftur á Íslandsmið

Síldveiðiskip, hlaðin silfri hafsins, bíða í röðum eftir að landa á Norðfirði. Norsk-íslenska síldin er komin aftur á Íslandsmið og fæst hátt verð fyrir hana. Síldarvinnslan í Neskaupstað þrefaldar verðmætið með því að flaka hana til manneldis og dæmi eru um ævintýralega háar tekjur síldarsjómanna.

Dró sér fé á vernduðu heimili

Starfsmaður í félagslegri heimaþjónustu er talinn hafa dregið sér fé frá fjórum íbúum á vernduðu heimili í að minnsta kosti eitt ár. Starfsmaðurinn, sem hafði unnið lengi hjá borginni, var umsvifalaust leystur frá störfum þegar fjárdrátturinn kom í ljós.

Fimm miljóna skemmdir

Skemmdir í Nordica hóteli vegna mótmælendanna í fyrradag nema sennilega um 5-6 milljónum að sögn hótelstjóra. Bæði varð tjón á tölvubúnaði og innréttingum á hótelinu. Þrír einstaklingar slettu grænlitaðri súrmjólk yfir gesti á alþjóðlegri ráðstefnu um áliðnaðinn.

Enn ósætti í Landakotsskóla

Sjö kennarar í Landakotsskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna tölvupósts sem stjórn skólans sendi til foreldra í fyrradag. "Okkur finnst enn og aftur að verið sé að slá ryki í augu nemenda og foreldra varðandi stöðu mála í skólanum. Við höfðum bundið vonir við að nýr formaður myndi bregðast við með það að leiðarljósi að höggva að rótum vandans," segir í yfirlýsingunni. "Því miður hafa þær vonir brugðist."

Ný byggð við Elliðavatn

Úthlutun á lóðarétti í íbúðabyggðinni í Þingum við suðvesturhluta Elliðavatns hófst fimmtudaginn 16. júní og er umsóknarfresturinn um hálfur mánuður.

Sjá næstu 50 fréttir