Fleiri fréttir Fékk ekki bætur vegna ökklabrots Ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu konu sem datt og ökklabrotnaði á göngustíg við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í janúar árið 2000. Krafðist konan tæplega 2,4 milljóna króna fyrir sjúkrakostnað og þjáninga-, miska-, og örorkubætur, en læknir mat varanlegan miska konunnar 15% og varanlega fjárhagslega örorku hennar 7%. 19.5.2005 00:01 Nefnd áminnir fjárfesta í Símanum Fjárfestar sem bjóða í Símann voru í gær áminntir bréflega um að virða trúnaðarsamning. Brot á honum geti "leitt til þess að hugsanlegir fjárfestar verði útilokaðir frá þátttöku í söluferlinu". </font /></b /> 19.5.2005 00:01 Mótmælir tilefnislausum uppsögnum Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna í álveri Alcan í Straumsvík sendi nú áðan frá sér ályktun þar sem það mótmælir harðlega tilefnislausum uppsögnum fimm starfsmanna. Sérstaklega er gagnrýnt að starfsmönnunum var vísað fyrirvaralaust af vinnustað. Þar segir að engar ástæður hafi verið gefnar fyrir uppsögnunum þótt eftir þeim hafi verið leitað. 19.5.2005 00:01 Barnungar stúlkur seldar mansali Grunur leikur á skipulögðu mansali í máli kínverskra ungmenna sem stöðvuð voru á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Ungmennin komu hingað með vegabréf frá Singapúr á leið til Bandaríkjanna. </font /></b /> 19.5.2005 00:01 Launamunur í Kennaraháskólanum Samkvæmt nýrri skýrslu Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands um samanburð á launum karla og kvenna sem kenna við Kennaraháskóla Íslands þá hallar þar óvenju lítið á konur. Meðallaun karla eru rétt um 407 þúsund krónur á mánuði á meðan laun kvenna eru að meðaltali 349 þúsund krónur á mánuði eða 86% af launum karlanna. Þessi munur skýrist af einhverju leiti af því að karlar eru fleiri í prófessors- og dósentastöðum. 19.5.2005 00:01 Lögreglumaður þurfti hjálp Lögreglumaður á Eskifirði stöðvaði í fyrrakvöld mann við reglubundið eftirlit. Þegar maðurinn steig út úr bílnum stafaði frá honum megn áfengislykt og upphófust átök þegar hann streittist á móti handtöku. 19.5.2005 00:01 Hæstiréttur dæmir Maitslandbræður Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tvíburabræðrunum Rúnari Ben og Davíð Ben Maitsland. Þeir höfðu áður verið dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi hingað til lands í ellefu ferðum. 19.5.2005 00:01 Samstarfssamningur í Kína Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Shanghai undirrituðu í gær samstarfssamning að viðstöddum forseta Íslands og borgarstjóra Shanghai. Í máli borgarstjórans kom meðal annars fram að efnahagur Shanghai hefði áttfaldast á síðustu 11 árum. 19.5.2005 00:01 Aðeins eitt álver vegna mengunar Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. 19.5.2005 00:01 Ákæra gefin út vegna banaslyss Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru vegna banaslyss sem varð við Kárahnjúkastíflu í mars á síðasta ári. Ekki fæst gefið upp hverjir eða hve margir hafa verið ákærðir. Maðurinn sem lést í slysinu var 25 ára. Hann var við störf ofan í Hafrahvammagljúfri um hánótt þegar gríðarstór grjóthnullungur féll á hann. 19.5.2005 00:01 Átelur vinnubrögð ráðuneytis "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverju öðrum hætti heldur en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Lilju Sæmundsdóttur, fyrir Héraðsdómi í gær. 19.5.2005 00:01 Banamein hnífstungur í brjóst Tvær hnífstungur í brjóstkassann drógu Vu Van Phong, Víetnamann sem ráðist var í Kópavogi á hvítasunnudag, til dauða. Þetta sýnir frumniðurstaða krufningar. 19.5.2005 00:01 Dómur styttur vegna ónógra sannana Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. 19.5.2005 00:01 Lönduðu tólf hákörlum Átta og hálft tonn af þorragóðgæti næsta árs kom í troll togarans Sundabergs við Grænland. Skipverjar lönduðu tólf hákörlum í gær. 19.5.2005 00:01 Starfsmenn rísa gegn stjórnendum Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna hjá Alcan mótmæla harðlega tilefnislausum uppsögnum fimm starfsmanna sem unnið höfðu lengi og farsællega fyrir fyrirtækið. 19.5.2005 00:01 Stúlkur líklega ekki kærðar Þrjár kínverskar stúlkur sem voru stöðvaðar ásamt ungum kínverskum manni og fylgdarmanni á fimmtugsaldri frá Singapúr eru 15 til 17 ára. Fylgarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 19.5.2005 00:01 Fjölskylduhundur stökk í hver "Þetta var hræðileg lífsreynsla," segir Berglind Ágústsdóttir en hundur hennar stökk ofan í hver og drapst á Flúðum í síðustu viku. Þegar eiginmaður Berglindar náði svo tíkinni úr hvernum hlaut hann annars stigs bruna á fæti. 19.5.2005 00:01 Strandaði á hættulegu skeri Smáey varð fyrir mun meiri skemmdum en talið var í fyrstu. Kafarar könnuðu ástand skipsins í gær og kom þá í ljós að um það bil metra löng rifa er á kilinum fyrir neðan stafn skipsins. 19.5.2005 00:01 Neitað um ættleiðingu vegna offitu Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. 19.5.2005 00:01 Rúmlega 11 þúsund kusu formann Frestur til að kjósa formann Samfylkingarinnar og skila atkvæðinu rann út nú klukkan sex. Alls bárust rúmlega 11 þúsund atkvæði en úrslit verða birt á hádegi á laugardaginn. 19.5.2005 00:01 Ökuníðingar hvergi óhultir Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. 19.5.2005 00:01 Helmingsþátttaka í formannskjöri Kosningu í formannskjöri Samfylkingarinnar lauk klukkan sex í gærkvöldi en þá höfðu rúmlega 11.000 atkvæði borist kjörstjórn flokksins. 19.5.2005 00:01 Eurovision draumurinn úti Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum. Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi. 19.5.2005 00:01 Viðgerð á ljósleiðara lokið um miðnætti Gert er ráð fyrir að búið verði að tryggja net og símasamband viðskiptavina Og Vodafone í Mosfellsbæ upp úr miðnætti. Um svipað leyti verður búið að koma á DSL sambandi að nýju á Akranesi. Ljósleiðari var grafinn í sundur við tengivirki nærri Iðntæknistofnun um klukkan 20 sem hafði áhrif á net- og símasamband í Mosfellsbæ og DSL samband á Akranesi. Viðgerð hefur staðið yfir í kvöld og miðar vel áfram. 19.5.2005 00:01 Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið bannaði að ættleiða barn, kvaðst fyrir dómi í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, líkt og einhleypu fólki sé skylt að gera. 19.5.2005 00:01 Ragnar átelur dómsmálaráðuneytið "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverjum hætti öðruvísi en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður konu sem synjað hefur verið um að ættleiða barn frá Kína. 19.5.2005 00:01 Nýr formaður hundaræktenda Aðalfundur Hundaræktunarfélags Íslands fór fram í gær. Jóna Th. Viðarsdóttir var kjörin formaður félagsins eftir að hafa fengið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 74 prósentum. 19.5.2005 00:01 Skattsvik tengd Lífsstíl Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífsstíls ehf. 19.5.2005 00:01 Tilraun til líkamsárásar Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 10 mánaða fangelsi, en skilorðsbatt átta mánuði af refsivistinni í þrjú ár. Maðurinn var dæmdur fyrir "tilraun til líkamsárásar með hnífi" á veitingastað í Hafnarstræti í Reykjavík. 19.5.2005 00:01 Þrír mánuðir í fangelsi fyrir árás Dráttur rannsóknar lögreglu á líkamsárás og breytingar til hins betra hjá árásarmanni urðu til þess að 15 mánuðir af 18 mánaða fangelsisdómi voru skilorðsbundnir í dómi Hæstaréttar í gær. Í héraði var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. 19.5.2005 00:01 Íslensk rannsókn vekur athygli Íslensk rannsókn synir að hófdrykkja dregur úr líkum á skýmyndun á auga en reykingar auka þær og sömuleiðis vinna úti undir beru lofti. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli og meðal annars verið kynntar í virtum læknatímaritum austan hafs og vestan. 19.5.2005 00:01 Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. 18.5.2005 00:01 Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. 18.5.2005 00:01 Fótbrotnaði í göngu á Esjunni Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að bjarga konu úr hlíðum Esju. Konan hafði verið á göngu í fjallinu og fótbrotnað. Sveitirnar voru kallaðar út klukkan rúmlega tíu og fóru tíu menn á staðinn. Búið var að koma konunni niður og í sjúkrabíl liðlega hálftíma síðar og var hún flutt á slysadeild. 18.5.2005 00:01 Enn skjálftar út af Reykjanesi Nokkur skjálftavirkni er enn suður af Reykjanesi, rúmri viku eftir að hún hófst. Síðasta sólarhring hefur verið þar um tugur skjálfta, sá öflugasti 3,2 á Richter. Sem fyrr urðu þeir við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku töldu sérfræðingar á Veðurstofu Íslands þá ekki boða eldgos eða aðrar hamfarir. 18.5.2005 00:01 Fyrsta flug til San Francisco Beint flug frá Keflavík til San Francisco hefst í dag og verða farnar fjórar ferðir í viku fram í október. Langdræg breiðþota verður notuð í þetta flug. Meðal farþega í dag verða forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík en þau taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. 18.5.2005 00:01 Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. 18.5.2005 00:01 Játning liggur ekki enn fyrir Játning mannsins sem stakk annan mann til bana með hnífi í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudag liggur enn ekki fyrir. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi, hafa engar yfirheyrslur farið fram í dag, nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem hefur verið aflað. Hann gat ekki sagt fyrir um hvenær yfirheyrslur hæfust en maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 18.5.2005 00:01 Meiri afli en minni verðmæti Afli íslenskra skipa í apríl var 112 þúsund tonn en var 81 þúsund tonn í apríl 2004, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Aukningin nemur tæpum 40 prósentum í tonnum talið. Aflaverðmætið dróst hins vegar saman um 2,8 prósent á föstu verði miðað við aflaverðmætið í fyrra. 18.5.2005 00:01 Ávarpaði stúdenta í Peking Lýðræðið er lykillinn að framþróun, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sem í dag ræddi við nemendur í Pekingháskóla um kosti lýðræðis og einkavæðingar. 18.5.2005 00:01 Ísland beini kröftum að Taívan Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. 18.5.2005 00:01 Viðbúnaður vegna prófaloka Mikill viðbúnaður er í dag, lokadag samræmdra prófa, og hafa lögregla og ýmis samtök tekið saman höndum. Tíundu bekkingum verður m.a. boðið í ferðir og upp á ýmsa aðra afþreyingu til að fagna próflokunum. 18.5.2005 00:01 Freysteinn fær hvatningarverðlaun Dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, fékk í morgun hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Freysteinn er vel þekktur á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknir sínar á jarðskorpuhreyfingum og eldfjallavöktun. 18.5.2005 00:01 Vara við óheftri stóriðju Þingflokkur Vinstri-hreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að halda áfram á braut óheftrar stóriðju á landinu. Mælst er til þess að öllum frekari stóriðjuskuldbindingum verði frestað fram yfir næstu kosningar. Vinstri - grænir segja stjórnvöld nú kynda undir hömlulausri útþenslu stóriðju og telja ruðningsáhrifin af þeirri þróun á aðra hluta atvinnulífsins verða alvarleg. 18.5.2005 00:01 ÍE prófar nýtt asmalyf Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við asma og að fyrsti sjúklingurinn hafi þegar hafið lyfjatöku. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsökum asma. Lyfið var upphaflega þróað við öðrum sjúkdómi af öðru lyfjafyrirtæki. 18.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk ekki bætur vegna ökklabrots Ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu konu sem datt og ökklabrotnaði á göngustíg við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í janúar árið 2000. Krafðist konan tæplega 2,4 milljóna króna fyrir sjúkrakostnað og þjáninga-, miska-, og örorkubætur, en læknir mat varanlegan miska konunnar 15% og varanlega fjárhagslega örorku hennar 7%. 19.5.2005 00:01
Nefnd áminnir fjárfesta í Símanum Fjárfestar sem bjóða í Símann voru í gær áminntir bréflega um að virða trúnaðarsamning. Brot á honum geti "leitt til þess að hugsanlegir fjárfestar verði útilokaðir frá þátttöku í söluferlinu". </font /></b /> 19.5.2005 00:01
Mótmælir tilefnislausum uppsögnum Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna í álveri Alcan í Straumsvík sendi nú áðan frá sér ályktun þar sem það mótmælir harðlega tilefnislausum uppsögnum fimm starfsmanna. Sérstaklega er gagnrýnt að starfsmönnunum var vísað fyrirvaralaust af vinnustað. Þar segir að engar ástæður hafi verið gefnar fyrir uppsögnunum þótt eftir þeim hafi verið leitað. 19.5.2005 00:01
Barnungar stúlkur seldar mansali Grunur leikur á skipulögðu mansali í máli kínverskra ungmenna sem stöðvuð voru á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Ungmennin komu hingað með vegabréf frá Singapúr á leið til Bandaríkjanna. </font /></b /> 19.5.2005 00:01
Launamunur í Kennaraháskólanum Samkvæmt nýrri skýrslu Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands um samanburð á launum karla og kvenna sem kenna við Kennaraháskóla Íslands þá hallar þar óvenju lítið á konur. Meðallaun karla eru rétt um 407 þúsund krónur á mánuði á meðan laun kvenna eru að meðaltali 349 þúsund krónur á mánuði eða 86% af launum karlanna. Þessi munur skýrist af einhverju leiti af því að karlar eru fleiri í prófessors- og dósentastöðum. 19.5.2005 00:01
Lögreglumaður þurfti hjálp Lögreglumaður á Eskifirði stöðvaði í fyrrakvöld mann við reglubundið eftirlit. Þegar maðurinn steig út úr bílnum stafaði frá honum megn áfengislykt og upphófust átök þegar hann streittist á móti handtöku. 19.5.2005 00:01
Hæstiréttur dæmir Maitslandbræður Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tvíburabræðrunum Rúnari Ben og Davíð Ben Maitsland. Þeir höfðu áður verið dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi hingað til lands í ellefu ferðum. 19.5.2005 00:01
Samstarfssamningur í Kína Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Shanghai undirrituðu í gær samstarfssamning að viðstöddum forseta Íslands og borgarstjóra Shanghai. Í máli borgarstjórans kom meðal annars fram að efnahagur Shanghai hefði áttfaldast á síðustu 11 árum. 19.5.2005 00:01
Aðeins eitt álver vegna mengunar Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. 19.5.2005 00:01
Ákæra gefin út vegna banaslyss Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru vegna banaslyss sem varð við Kárahnjúkastíflu í mars á síðasta ári. Ekki fæst gefið upp hverjir eða hve margir hafa verið ákærðir. Maðurinn sem lést í slysinu var 25 ára. Hann var við störf ofan í Hafrahvammagljúfri um hánótt þegar gríðarstór grjóthnullungur féll á hann. 19.5.2005 00:01
Átelur vinnubrögð ráðuneytis "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverju öðrum hætti heldur en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Lilju Sæmundsdóttur, fyrir Héraðsdómi í gær. 19.5.2005 00:01
Banamein hnífstungur í brjóst Tvær hnífstungur í brjóstkassann drógu Vu Van Phong, Víetnamann sem ráðist var í Kópavogi á hvítasunnudag, til dauða. Þetta sýnir frumniðurstaða krufningar. 19.5.2005 00:01
Dómur styttur vegna ónógra sannana Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. 19.5.2005 00:01
Lönduðu tólf hákörlum Átta og hálft tonn af þorragóðgæti næsta árs kom í troll togarans Sundabergs við Grænland. Skipverjar lönduðu tólf hákörlum í gær. 19.5.2005 00:01
Starfsmenn rísa gegn stjórnendum Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna hjá Alcan mótmæla harðlega tilefnislausum uppsögnum fimm starfsmanna sem unnið höfðu lengi og farsællega fyrir fyrirtækið. 19.5.2005 00:01
Stúlkur líklega ekki kærðar Þrjár kínverskar stúlkur sem voru stöðvaðar ásamt ungum kínverskum manni og fylgdarmanni á fimmtugsaldri frá Singapúr eru 15 til 17 ára. Fylgarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 19.5.2005 00:01
Fjölskylduhundur stökk í hver "Þetta var hræðileg lífsreynsla," segir Berglind Ágústsdóttir en hundur hennar stökk ofan í hver og drapst á Flúðum í síðustu viku. Þegar eiginmaður Berglindar náði svo tíkinni úr hvernum hlaut hann annars stigs bruna á fæti. 19.5.2005 00:01
Strandaði á hættulegu skeri Smáey varð fyrir mun meiri skemmdum en talið var í fyrstu. Kafarar könnuðu ástand skipsins í gær og kom þá í ljós að um það bil metra löng rifa er á kilinum fyrir neðan stafn skipsins. 19.5.2005 00:01
Neitað um ættleiðingu vegna offitu Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Málið, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. 19.5.2005 00:01
Rúmlega 11 þúsund kusu formann Frestur til að kjósa formann Samfylkingarinnar og skila atkvæðinu rann út nú klukkan sex. Alls bárust rúmlega 11 þúsund atkvæði en úrslit verða birt á hádegi á laugardaginn. 19.5.2005 00:01
Ökuníðingar hvergi óhultir Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. 19.5.2005 00:01
Helmingsþátttaka í formannskjöri Kosningu í formannskjöri Samfylkingarinnar lauk klukkan sex í gærkvöldi en þá höfðu rúmlega 11.000 atkvæði borist kjörstjórn flokksins. 19.5.2005 00:01
Eurovision draumurinn úti Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum. Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi. 19.5.2005 00:01
Viðgerð á ljósleiðara lokið um miðnætti Gert er ráð fyrir að búið verði að tryggja net og símasamband viðskiptavina Og Vodafone í Mosfellsbæ upp úr miðnætti. Um svipað leyti verður búið að koma á DSL sambandi að nýju á Akranesi. Ljósleiðari var grafinn í sundur við tengivirki nærri Iðntæknistofnun um klukkan 20 sem hafði áhrif á net- og símasamband í Mosfellsbæ og DSL samband á Akranesi. Viðgerð hefur staðið yfir í kvöld og miðar vel áfram. 19.5.2005 00:01
Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið bannaði að ættleiða barn, kvaðst fyrir dómi í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, líkt og einhleypu fólki sé skylt að gera. 19.5.2005 00:01
Ragnar átelur dómsmálaráðuneytið "Það viðhorf gagnvart umbjóðanda mínum einkennir málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins, að hún sé með einhverjum hætti öðruvísi en annað fólk," sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður konu sem synjað hefur verið um að ættleiða barn frá Kína. 19.5.2005 00:01
Nýr formaður hundaræktenda Aðalfundur Hundaræktunarfélags Íslands fór fram í gær. Jóna Th. Viðarsdóttir var kjörin formaður félagsins eftir að hafa fengið yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 74 prósentum. 19.5.2005 00:01
Skattsvik tengd Lífsstíl Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífsstíls ehf. 19.5.2005 00:01
Tilraun til líkamsárásar Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 10 mánaða fangelsi, en skilorðsbatt átta mánuði af refsivistinni í þrjú ár. Maðurinn var dæmdur fyrir "tilraun til líkamsárásar með hnífi" á veitingastað í Hafnarstræti í Reykjavík. 19.5.2005 00:01
Þrír mánuðir í fangelsi fyrir árás Dráttur rannsóknar lögreglu á líkamsárás og breytingar til hins betra hjá árásarmanni urðu til þess að 15 mánuðir af 18 mánaða fangelsisdómi voru skilorðsbundnir í dómi Hæstaréttar í gær. Í héraði var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. 19.5.2005 00:01
Íslensk rannsókn vekur athygli Íslensk rannsókn synir að hófdrykkja dregur úr líkum á skýmyndun á auga en reykingar auka þær og sömuleiðis vinna úti undir beru lofti. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli og meðal annars verið kynntar í virtum læknatímaritum austan hafs og vestan. 19.5.2005 00:01
Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. 18.5.2005 00:01
Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. 18.5.2005 00:01
Fótbrotnaði í göngu á Esjunni Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða sjúkraflutningamenn við að bjarga konu úr hlíðum Esju. Konan hafði verið á göngu í fjallinu og fótbrotnað. Sveitirnar voru kallaðar út klukkan rúmlega tíu og fóru tíu menn á staðinn. Búið var að koma konunni niður og í sjúkrabíl liðlega hálftíma síðar og var hún flutt á slysadeild. 18.5.2005 00:01
Enn skjálftar út af Reykjanesi Nokkur skjálftavirkni er enn suður af Reykjanesi, rúmri viku eftir að hún hófst. Síðasta sólarhring hefur verið þar um tugur skjálfta, sá öflugasti 3,2 á Richter. Sem fyrr urðu þeir við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku töldu sérfræðingar á Veðurstofu Íslands þá ekki boða eldgos eða aðrar hamfarir. 18.5.2005 00:01
Fyrsta flug til San Francisco Beint flug frá Keflavík til San Francisco hefst í dag og verða farnar fjórar ferðir í viku fram í október. Langdræg breiðþota verður notuð í þetta flug. Meðal farþega í dag verða forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík en þau taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá í San Francisco. 18.5.2005 00:01
Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. 18.5.2005 00:01
Játning liggur ekki enn fyrir Játning mannsins sem stakk annan mann til bana með hnífi í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudag liggur enn ekki fyrir. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi, hafa engar yfirheyrslur farið fram í dag, nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem hefur verið aflað. Hann gat ekki sagt fyrir um hvenær yfirheyrslur hæfust en maðurinn situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 18.5.2005 00:01
Meiri afli en minni verðmæti Afli íslenskra skipa í apríl var 112 þúsund tonn en var 81 þúsund tonn í apríl 2004, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Aukningin nemur tæpum 40 prósentum í tonnum talið. Aflaverðmætið dróst hins vegar saman um 2,8 prósent á föstu verði miðað við aflaverðmætið í fyrra. 18.5.2005 00:01
Ávarpaði stúdenta í Peking Lýðræðið er lykillinn að framþróun, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sem í dag ræddi við nemendur í Pekingháskóla um kosti lýðræðis og einkavæðingar. 18.5.2005 00:01
Ísland beini kröftum að Taívan Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. 18.5.2005 00:01
Viðbúnaður vegna prófaloka Mikill viðbúnaður er í dag, lokadag samræmdra prófa, og hafa lögregla og ýmis samtök tekið saman höndum. Tíundu bekkingum verður m.a. boðið í ferðir og upp á ýmsa aðra afþreyingu til að fagna próflokunum. 18.5.2005 00:01
Freysteinn fær hvatningarverðlaun Dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, fékk í morgun hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Freysteinn er vel þekktur á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknir sínar á jarðskorpuhreyfingum og eldfjallavöktun. 18.5.2005 00:01
Vara við óheftri stóriðju Þingflokkur Vinstri-hreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að halda áfram á braut óheftrar stóriðju á landinu. Mælst er til þess að öllum frekari stóriðjuskuldbindingum verði frestað fram yfir næstu kosningar. Vinstri - grænir segja stjórnvöld nú kynda undir hömlulausri útþenslu stóriðju og telja ruðningsáhrifin af þeirri þróun á aðra hluta atvinnulífsins verða alvarleg. 18.5.2005 00:01
ÍE prófar nýtt asmalyf Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við asma og að fyrsti sjúklingurinn hafi þegar hafið lyfjatöku. Lyfið hefur áhrif á starfsemi ensíms sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að tengist líffræðilegum orsökum asma. Lyfið var upphaflega þróað við öðrum sjúkdómi af öðru lyfjafyrirtæki. 18.5.2005 00:01