Fleiri fréttir

Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum

Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum.

Bein útsending: Landssamráðsfundur um ofbeldi

Fyrsti landssamráðsfundurinn um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess verður haldinn í dag, miðvikudaginn 9. nóvember, klukkan 8.30. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu á Vísi.

Trump hótar DeSantis

Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár.

Nýr Civic e:HEV meðal sex efstu hjá Autobest

Nýjasta kynslóð Honda Civic, e:HEV, er síðasta afurðin úr smiðju japanska bílaframleiðandans sem kemst á lista yfir sex bíla sem keppa um hin virtu verðlaun „Best Buy Car of Europe“ (bestu bílakaupin í Evrópu) hjá AUTOBEST 2023.

Fetterman lagði Oz

CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz.

Knatt­spyrnu­maður sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mót­herja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um líkamsárás á knattspyrnuvelli. Þar hafði leikmaður á varamannabekk verið sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mótherja, þegar fyrrnefndi var við það að fagna marki liðsfélaga síns.

Bein útsending: Ná Repúblikanar tökum á Bandaríkjaþingi?

Bandaríkjamenn hafa nýtt daginn í dag til að greiða atkvæði í þingkosningum, ríkisstjórakosningum sem og fjölmörgum kosningum um smærri embætti víðs vegar um landið. Talið er líklegt að Repúblikanar muni ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings.

Bindur vonir við nýjan skóla

„Það er bara svo mikilvægt að minna fólk á þetta. Einelti er aldrei boðlegt,“ segir Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, 12 ára stúlku sem lögð var í hrottalegt einelti af samnemendum sínum í Hraunvallaskóla og reyndi að svipta sig lífi í kjölfarið. 

Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi

Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót.

Vann stærsta lottó­vinning sögunnar

Stálheppinn Kaliforníu-búi í Bandaríkjunum vann stærsta lottóvinning sögunnar í dag í hinu svokallaða Powerball-lottói þar í landi. Viðkomandi hefur ekki gefið sig fram en vann tvo milljarða dollara.

Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi

Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni.

Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst

Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp.

For­dæma­laust mál kalli á for­dæma­lausar að­gerðir dóm­stóla

Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi.

Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudag, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir á borð við vitnakvaðningu. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra.

Barn konunnar einnig látið

Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök.

Zakaz wspinaczek na Kirkjufell

Właściciele ziemscy Kirkjufell, Háls i Búða postanowili zakazać wszelkich pieszych wędrówek na Kirkjufell.

Vilja taka eins á jarð­efna­elds­neyti og kjarna­vopnum

Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara.

Geitur, vatn og jarð­hnetu­mauk lang­vin­sælustu gjafirnar

Flestir kannast við þann höfuðverk að reyna að finna gjöf fyrir fjölskyldumeðlimi eða ættingja sem eiga einhvern veginn allt og vantar ekki neitt. Sífellt fleiri leysa þann vanda með því að gefa gjafabréf fyrir lífsnauðsynlegum hjálpargögnum fyrir bágstödd börn í vanþróuðum ríkjum.

Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Ís­landi

Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu.

Gervi­limur skilinn eftir í Hopp-deili­bíl

Bleikur gervilimur fannst í hanskahólfi Hopp-deilibíls í gær. Eigandinn hefur enn ekki gefið sig fram en framkvæmdastjórinn segir fundinn vera þann skemmtilegasta hingað til. 

Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt

Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku.

Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna

Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum.

Lætur utan­­­ríkis­ráð­herrann Jenis av Rana gossa

Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum.

„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“

Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað áfram um málefni hælisleitenda hér á landi. Kosningar í Bandaríkjunum og þing kvenleiðtoga í Hörpu verða einnig til umfjöllunar.

Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden

Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils.

Tru­deau sakar Kín­verja um gróf kosninga­af­skipti

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sakaði kínversk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu. Ásakanir forsætisráðherrans koma í kjölfar uppljóstrana um að kommúnistastjórnin hafi stutt fjölda frambjóðenda á laun í kosningum árið 2019.

Sjá næstu 50 fréttir