Bílar

Ekki Tina Turner heldur „head-turner“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tork gaurinn ásamt Audi A7 bílnum sem hann prófar í þættinum.
Tork gaurinn ásamt Audi A7 bílnum sem hann prófar í þættinum. Vísir/James

Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti er Audi A7 S-line quattro tekinn fyrir.

James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Hann segir Audi A7 S-line quattro-bílinn vera svokallaðan „head-turner“ þar sem fólk lítur alltaf aftur fyrir sig þegar bíllinn keyrir framhjá. James Einar segir bílinn ekki bara vera fallegan að utan heldur er hann einnig ansi stílhreinn að innan. 

Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Tork gaur - Audi A7

Bíllinn er hybrid og kemst fjörutíu kílómetra á rafmagni. Vélin sjálf, sem James kallar hesthúsið, er 367 hestöfl og með fjóra sílendera. Bíllinn kostar fjórtán milljónir króna og er afar rúmgóður. 

„Ég er ekki alltaf hrifinn af svörtum álfelgum nema í þessari útfærslu. Með þessum dökkbláa lit á bílnum virka þær svo vel,“ segir James. 

Hann er ekki hrifinn af öllu í bílnum, þá er hann sérstaklega á móti „lane assist“ stillingu bílsins. Ef ökumaður fer of nálægt línunni á veginum grípur bíllinn inn í og færir sig á réttan stað á veginum. James þarf þó ekki að hafa of miklar áhyggjur af því þar sem hann getur einfaldlega slökkt á stillingunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.