Fleiri fréttir

Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum

Í dag er alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. UN Women fagnar deginum og segir markmið hans að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum.

Grafa kom snjóplóg til bjargar á Tjörninni

Það blés ekki byrlega fyrir starfsmanni Reykjavíkurborgar sem hætti sér á litlum snjóplóg út á ísilagða Tjörnina í Reykjavík í morgun. Tjörnin er ekki aðeins ísilögð heldur er þar heljarinnar lag af snjó sem til stóð að rýma. Væntanlega til að fólk gæti rennt sér á skautum.

Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður

Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021.

Hætta að­gerðum við Þing­valla­vatn í dag vegna íss

Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan.

Ráð­herra vill frið­mælast við leigu­bíl­stjóra

Einar Hafsteinn Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum, átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra nýverið. Einar segir að ráðherra hafi gefið til kynna að hann myndi tala fyrir því að stöðvaskylda verði inni í nýju frumvarpi um leigubílaakstur.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um afléttingar sóttvarnaaðgerða sem heilbrigðisráðherra kynnti að loknum ríkistjórnarfundi nú á tólfta tímanum.

Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni

Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu.

Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.

Ríkisstjórnin fundar um afléttingar

Nú stendur yfir ríkisstjórnarfundur þar sem meðal annars er rætt um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. Fregna af fundinum er beðið með mikilli eftirvæntingu en sóttvarnalæknir skilaði nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra í gær.

Hættir eftir röð hneykslis­mála

Cressida Dick, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, tilkynnti í gær að hún myndi láta af störfum eftir um fjögur ár í embættinu. Hún segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að hætta eftir að borgarstjórinn Sadiq Khan hafi tjáð henni að hann bæri ekki lengur traust til hennar.

Vitað um að minnsta kosti 30 falsanir á verkum Muggs

Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands, segir að fölsuð verk eftir listamanninn Mugg séu víða uppi á veggjum; bæði á heimilum og söfnum. Hann telur hin fölsuðu verk telja einhverja tugi.

Kóalabirnir í útrýmingarhættu

Kóalabirnir í Ástralíu eru nú komnir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu á austurströnd landsins en gríðarleg fækkun hefur orðið í stofninum síðustu árin.

Léttir til eftir há­degi með vaxandi norðan­átt

Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið.

Tók leynileg gögn með sér til Flórída

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda.

Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar

Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi.

Leiklist nýtt til efla börnin

Leiklist leikur stórt hlutverk í leikskólanum Laufskála þar sem börnin stíga reglulega á svið. Um sérstakt verkefni er að ræða sem vakið hefur athygli.

Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag

Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði.

Konan al­var­lega slösuð eftir skamm­byssu­skot í kviðinn

Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um umfangsmiklar aðgerðir við Þingvallavatn þar sem unnið hefur verið að því að ná öllum fjórum farþegum flugvélarinnar sem fórst í síðustu viku upp úr vatninu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður okkar hefur fylgst með aðgerðum í dag og ræðir við viðbragðsaðila í beinni útsendingu.

Hóta að loka hjúkrunar­heimilinu vegna ó­full­nægjandi bruna­varna

Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri verður lokað af slökkviliðinu í bænum verði ekki ráðist í endurbætur á brunavörnum hússins fyrir 25. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn segir að undirbúningur að úrbótum sé þegar hafinn og að ekki sé reiknað með að slökkviliðið munu neyðast til að loka hjúkrunarheimilinu.

Sjá næstu 50 fréttir