Fleiri fréttir Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. 20.12.2021 15:57 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20.12.2021 15:44 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20.12.2021 15:34 Veiruskita herjar á kýr Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú. 20.12.2021 14:01 Göngugötusvæðið stækkað að beiðni ríkislögreglustjóra Göngugötusvæðið í miðborg Reykjavíkur verður stækkað á Þorláksmessu í öryggisskyni. 20.12.2021 13:53 Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna. 20.12.2021 13:34 Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20.12.2021 13:30 Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. 20.12.2021 12:41 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20.12.2021 12:29 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20.12.2021 12:12 Epidemiolog zaniepokojony sytuacją Þórólfur powiedział, że większość ludzi bardzo o siebie dbała, ale jednocześnie było wielu, którzy tego nie robili. Wtedy wysoce zaraźliwy wariant omikron rozprzestrzenił się. 20.12.2021 12:11 90 prósent farandverkakvenna nauðgað á leið sinni UN Women staðhæfir að níu af hverjum tíu konum sem ferðast frá Norður-Afríku til Ítalíu segi að þeim hafi verið nauðgað á leiðinni. 20.12.2021 12:08 Ponad 200 nowych zakażeń Wczoraj w kraju wykryto 220 nowych zakażeń COVID-19. 20.12.2021 12:06 Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. 20.12.2021 11:41 Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20.12.2021 11:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem í morgun skilaði inn nýju minnisblaði til ráðherra. 20.12.2021 11:31 Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 20.12.2021 11:15 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20.12.2021 11:07 Sjötugur karlmaður lést vegna Covid-19 Sjötugur karlmaður lést á Landspítala 18. desember vegna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala. 20.12.2021 10:06 Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun. 20.12.2021 09:56 Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20.12.2021 09:09 „Grafalvarlegt mál að læsa frískt fólk inni“ „Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“ 20.12.2021 09:06 Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20.12.2021 09:00 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20.12.2021 08:36 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20.12.2021 08:02 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20.12.2021 07:45 Hæg suðvestlæg átt og sums staðar þokuloft eða súld Veðurstofan spáir fremur hægri suðvestlægri átt í dag þar sem víða mun létta til á Norður- og Austurlandi. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld suðvestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn. 20.12.2021 07:25 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20.12.2021 07:05 Myndband: Tesla virkjar virka veghljóðsvörn fyrir Model S og X Virka veghljóðsvörnin er einungis fáanleg í flaggskipunum, Model-um S og X. Hún var gerð aðgengileg með hugbúnaðaruppfærslu sem framkvæmd var nýlega. 20.12.2021 07:00 Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20.12.2021 06:54 Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. 20.12.2021 06:36 Þjófnaðir og sóttvarnabrot í verslunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í verslunum og verslanamiðstöðvum í gær, meðal annars vegna þjófnaðar úr afgreiðslukassa. 20.12.2021 06:28 „Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20.12.2021 00:00 Eins og fjallið væri að öskra á þau Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna. 19.12.2021 23:01 Fangar fengu kartöflu í skóinn Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum. 19.12.2021 22:53 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19.12.2021 21:10 Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. 19.12.2021 21:09 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19.12.2021 20:21 Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. 19.12.2021 20:11 „Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19.12.2021 19:17 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra sem segir ótækt að sveitarfélagið Vogar ætli eitt sveitarfélaga á Reykjanesi að rjúfa þá samstöðu sem loks hafi náðst um lagningu Suðurnesjalínu tvö. 19.12.2021 18:09 Einn fluttur með þyrlu eftir alvarlegt umferðarslys Einn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa slasast í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesi. Slysið varð skammt frá Vatnsholtsvötnum í Staðarsveit. 19.12.2021 18:05 Lýst eftir Almari Yngva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Almari Yngva Garðarssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli klukkan 2 og 3 í nótt. 19.12.2021 17:53 Dúxaði Menntaskólann á Tröllaskaga: „Skipulagið númer eitt, tvö og þrjú“ Guðrún Júlíana Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og dúxaði Menntaskólann á Tröllaskaga með frábærum árangri. Hún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi auk viðurkenninga fyrir ágætiseinkunn í dönsku, íslensku, spænsku, félagsgreinum, lýðheilsu og stærðfræði. 19.12.2021 15:41 Slökkviliðið kannar brunalykt á Grandanum Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla út á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu þeir tilkynningu um að brunalykt væri að finna á Grandanum. 19.12.2021 14:40 Sjá næstu 50 fréttir
Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. 20.12.2021 15:57
Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20.12.2021 15:44
Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20.12.2021 15:34
Veiruskita herjar á kýr Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú. 20.12.2021 14:01
Göngugötusvæðið stækkað að beiðni ríkislögreglustjóra Göngugötusvæðið í miðborg Reykjavíkur verður stækkað á Þorláksmessu í öryggisskyni. 20.12.2021 13:53
Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna. 20.12.2021 13:34
Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20.12.2021 13:30
Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. 20.12.2021 12:41
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20.12.2021 12:29
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20.12.2021 12:12
Epidemiolog zaniepokojony sytuacją Þórólfur powiedział, że większość ludzi bardzo o siebie dbała, ale jednocześnie było wielu, którzy tego nie robili. Wtedy wysoce zaraźliwy wariant omikron rozprzestrzenił się. 20.12.2021 12:11
90 prósent farandverkakvenna nauðgað á leið sinni UN Women staðhæfir að níu af hverjum tíu konum sem ferðast frá Norður-Afríku til Ítalíu segi að þeim hafi verið nauðgað á leiðinni. 20.12.2021 12:08
Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. 20.12.2021 11:41
Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20.12.2021 11:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem í morgun skilaði inn nýju minnisblaði til ráðherra. 20.12.2021 11:31
Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 20.12.2021 11:15
220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20.12.2021 11:07
Sjötugur karlmaður lést vegna Covid-19 Sjötugur karlmaður lést á Landspítala 18. desember vegna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala. 20.12.2021 10:06
Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun. 20.12.2021 09:56
Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20.12.2021 09:09
„Grafalvarlegt mál að læsa frískt fólk inni“ „Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“ 20.12.2021 09:06
Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20.12.2021 09:00
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20.12.2021 08:36
Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20.12.2021 08:02
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20.12.2021 07:45
Hæg suðvestlæg átt og sums staðar þokuloft eða súld Veðurstofan spáir fremur hægri suðvestlægri átt í dag þar sem víða mun létta til á Norður- og Austurlandi. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld suðvestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn. 20.12.2021 07:25
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20.12.2021 07:05
Myndband: Tesla virkjar virka veghljóðsvörn fyrir Model S og X Virka veghljóðsvörnin er einungis fáanleg í flaggskipunum, Model-um S og X. Hún var gerð aðgengileg með hugbúnaðaruppfærslu sem framkvæmd var nýlega. 20.12.2021 07:00
Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20.12.2021 06:54
Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. 20.12.2021 06:36
Þjófnaðir og sóttvarnabrot í verslunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í verslunum og verslanamiðstöðvum í gær, meðal annars vegna þjófnaðar úr afgreiðslukassa. 20.12.2021 06:28
„Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20.12.2021 00:00
Eins og fjallið væri að öskra á þau Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna. 19.12.2021 23:01
Fangar fengu kartöflu í skóinn Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum. 19.12.2021 22:53
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19.12.2021 21:10
Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. 19.12.2021 21:09
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19.12.2021 20:21
Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. 19.12.2021 20:11
„Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19.12.2021 19:17
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra sem segir ótækt að sveitarfélagið Vogar ætli eitt sveitarfélaga á Reykjanesi að rjúfa þá samstöðu sem loks hafi náðst um lagningu Suðurnesjalínu tvö. 19.12.2021 18:09
Einn fluttur með þyrlu eftir alvarlegt umferðarslys Einn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa slasast í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesi. Slysið varð skammt frá Vatnsholtsvötnum í Staðarsveit. 19.12.2021 18:05
Lýst eftir Almari Yngva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Almari Yngva Garðarssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli klukkan 2 og 3 í nótt. 19.12.2021 17:53
Dúxaði Menntaskólann á Tröllaskaga: „Skipulagið númer eitt, tvö og þrjú“ Guðrún Júlíana Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og dúxaði Menntaskólann á Tröllaskaga með frábærum árangri. Hún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi auk viðurkenninga fyrir ágætiseinkunn í dönsku, íslensku, spænsku, félagsgreinum, lýðheilsu og stærðfræði. 19.12.2021 15:41
Slökkviliðið kannar brunalykt á Grandanum Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla út á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu þeir tilkynningu um að brunalykt væri að finna á Grandanum. 19.12.2021 14:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent