Fleiri fréttir Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13.12.2021 20:31 Elsti Íslendingurinn með einstaklega heilbrigt hjarta Dóra Ólafsdóttir sló í dag Íslandsmet í langlífi en hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul. Hún er ánægð með áfangann og finnst í lagi að eldast á meðan hún getur talað og lesið blöðin. Þá er hún með einstaklega heilbrigt hjarta, samkvæmt læknisrannsóknum sem hún undirgekkst nýverið. 13.12.2021 20:00 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13.12.2021 20:00 Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13.12.2021 19:40 Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. 13.12.2021 19:00 Engar netárásir enn verið gerðar sem nýtt hafa Log4j Engar netárásir hafa enn verið gerðar hér á landi svo vitað sé sem nýtt hafa sér veikleikann Log4j. Áhyggjur eru uppi um að tölvuþrjótar muni nýta sér veikleikann til að koma fyrir vírusum á tölvukerfum. 13.12.2021 18:50 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13.12.2021 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna. 13.12.2021 18:01 Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 13.12.2021 17:26 Þrír skjálftar yfir 3 að stærð í Vatnafjöllum á sjö mínútna tímabili Þrír skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Vatnafjöllum á fimmta tímanum nú síðdegis. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 13.12.2021 17:19 Aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum Almannavarnir ríkislögreglustjóra hafa í samráð við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jökulhaups frá Grímsvötnum. 13.12.2021 17:12 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13.12.2021 17:07 Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. 13.12.2021 15:59 Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13.12.2021 14:48 Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13.12.2021 14:40 Heimila heimsóknir á ný Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný. 13.12.2021 14:31 Aukinn kostnaður við heilbrigðisþjónustu fjölgar sárafátækum Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í heilbrigðisþjónustu. 13.12.2021 14:17 Lögregla skoðar valkröfur frá meintu góðgerðafélagi Félagasamtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa sendu valkröfur í heimabanka hjá fjölda manns um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðvituð um málið og segir það til skoðunar hjá sér. 13.12.2021 14:03 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13.12.2021 14:02 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13.12.2021 13:44 Tekur við starfi skólastjóra Hólabrekkuskóla Lovísa Guðrún Ólafsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. 13.12.2021 13:38 Elon Musk manneskja ársins hjá tímaritinu Time Athafnamaðurinn og auðjöfurinn Elon Musk hefur verið valinn „manneskja ársins“ af bandaríska tímaritinu Time. 13.12.2021 13:23 Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13.12.2021 12:59 Mega skoða síma vegna rannsóknar á andláti Landsréttur hefur heimilað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka síma og innihald hans í tengslum við rannsókn á andláti. 13.12.2021 12:08 Rostungakenningin hreint ekki ný af nálinni Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma. 13.12.2021 12:08 Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13.12.2021 12:06 Hlutfall launa af launakostnaði 79,4 prósent árið 2020 Hlutfall launa af launakostnaði var 79,4 prósent árið 2020 en hlutfall annars launakostnaðar, til að mynda mótframlaga í lífeyris- og séreignasjóði og orlof, var 20,6 prósent. 13.12.2021 11:54 Tvöföldun framlaga Íslands til Hnattræna jafnréttissjóðsins Framlagið nam áður eitt hundrað þúsund Bandaríkjadölum en verður tvö hundruð þúsund. 13.12.2021 11:50 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kapphlaup á Alþingi um að samþykkja nýtt lagafrumvarp um fjarskipti sem tengist sölunni á Mílu. Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði gagnrýnir harðlega hinn skamma tíma sem þingmenn fá til að fara yfir málið. 13.12.2021 11:36 Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi. 13.12.2021 11:31 Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13.12.2021 11:15 Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13.12.2021 11:05 Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu nemendur Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO 13.12.2021 10:51 128 greindust innanlands 128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent. 13.12.2021 10:17 Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13.12.2021 09:00 Væri glapræði að létta á sóttvarnaaðgerðum núna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það væri glapræði að slaka á sóttvarnakröfum á þessari stundu. Hann segir þó heldur ekki rétt að herða á reglum. 13.12.2021 08:29 Tveggja leitað í sjónum eftir að flutningaskip rákust saman Sjóslys varð á Eystrasalti í nótt þegar tvö flutningaskip rákust saman miðja vegu á milli sænska bæjarins Ystad og dönsku eyjarinnar Borgundarhólms. Annað skipið er danskt en hitt breskt. 13.12.2021 07:57 Bannað að nota lím- og drekkingargildrur Notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra og það er óheimilt að bera út eitur eða nota músagildrur fyrir hagamýs utanhúss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun vegna frétta um óvanalega mikinn músagang. 13.12.2021 07:40 Hvessir úr suðaustri í kvöld og þykknar upp Spáð er fremur hægri suðlægri átt með skúrum eða slydduéljum í dag, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Seinni partinn nálgast svo lægðardrag suðvestan úr hafi og fer því að hvessa úr suðaustri og þykkna upp. 13.12.2021 07:10 Myndband: Cybertruck á prófunarbraut Tesla Frumgerð af Tesla Cybertruck sást á prófunarbraut við verksmiðju Tesla í Fermont, Kaliforníu. Bíllinn á myndbandinu virðist vera talsvert nær því að vera endanleg útgáfa en sá sem var kynntur upprunalega árið 2019. 13.12.2021 07:01 Sögulega leiðinlegt þing í ár Salan á Íslandsbanka var stærsta pólitíska hitamál ársins 2021 að mati flestra sem fréttastofa ræddi við þegar farið var í upprifjun á afrekum þingsins fyrir annál. Það segir líklega sína sögu um hve tíðindalitlu og leiðinlegu ári er að ljúka fyrir áhugamenn um pólitík. 13.12.2021 07:01 Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13.12.2021 06:58 Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. 13.12.2021 06:47 Konan fannst heil á húfi eftir leit á Norðurbakka Lögregla og slökkvilið var kallað út að Norðurbakka í Hafnarfirði á ellefta tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um að kona hafi mögulega farið út í sjó. Konan fannst heil á húfi rétt eftir miðnætti fjarri sjónum. 12.12.2021 23:46 Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér. 12.12.2021 22:31 Sjá næstu 50 fréttir
Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13.12.2021 20:31
Elsti Íslendingurinn með einstaklega heilbrigt hjarta Dóra Ólafsdóttir sló í dag Íslandsmet í langlífi en hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul. Hún er ánægð með áfangann og finnst í lagi að eldast á meðan hún getur talað og lesið blöðin. Þá er hún með einstaklega heilbrigt hjarta, samkvæmt læknisrannsóknum sem hún undirgekkst nýverið. 13.12.2021 20:00
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13.12.2021 20:00
Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13.12.2021 19:40
Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. 13.12.2021 19:00
Engar netárásir enn verið gerðar sem nýtt hafa Log4j Engar netárásir hafa enn verið gerðar hér á landi svo vitað sé sem nýtt hafa sér veikleikann Log4j. Áhyggjur eru uppi um að tölvuþrjótar muni nýta sér veikleikann til að koma fyrir vírusum á tölvukerfum. 13.12.2021 18:50
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13.12.2021 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna. 13.12.2021 18:01
Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 13.12.2021 17:26
Þrír skjálftar yfir 3 að stærð í Vatnafjöllum á sjö mínútna tímabili Þrír skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Vatnafjöllum á fimmta tímanum nú síðdegis. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 13.12.2021 17:19
Aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum Almannavarnir ríkislögreglustjóra hafa í samráð við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jökulhaups frá Grímsvötnum. 13.12.2021 17:12
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13.12.2021 17:07
Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. 13.12.2021 15:59
Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13.12.2021 14:48
Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13.12.2021 14:40
Heimila heimsóknir á ný Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný. 13.12.2021 14:31
Aukinn kostnaður við heilbrigðisþjónustu fjölgar sárafátækum Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í heilbrigðisþjónustu. 13.12.2021 14:17
Lögregla skoðar valkröfur frá meintu góðgerðafélagi Félagasamtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa sendu valkröfur í heimabanka hjá fjölda manns um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðvituð um málið og segir það til skoðunar hjá sér. 13.12.2021 14:03
Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13.12.2021 14:02
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13.12.2021 13:44
Tekur við starfi skólastjóra Hólabrekkuskóla Lovísa Guðrún Ólafsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. 13.12.2021 13:38
Elon Musk manneskja ársins hjá tímaritinu Time Athafnamaðurinn og auðjöfurinn Elon Musk hefur verið valinn „manneskja ársins“ af bandaríska tímaritinu Time. 13.12.2021 13:23
Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13.12.2021 12:59
Mega skoða síma vegna rannsóknar á andláti Landsréttur hefur heimilað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka síma og innihald hans í tengslum við rannsókn á andláti. 13.12.2021 12:08
Rostungakenningin hreint ekki ný af nálinni Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma. 13.12.2021 12:08
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13.12.2021 12:06
Hlutfall launa af launakostnaði 79,4 prósent árið 2020 Hlutfall launa af launakostnaði var 79,4 prósent árið 2020 en hlutfall annars launakostnaðar, til að mynda mótframlaga í lífeyris- og séreignasjóði og orlof, var 20,6 prósent. 13.12.2021 11:54
Tvöföldun framlaga Íslands til Hnattræna jafnréttissjóðsins Framlagið nam áður eitt hundrað þúsund Bandaríkjadölum en verður tvö hundruð þúsund. 13.12.2021 11:50
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kapphlaup á Alþingi um að samþykkja nýtt lagafrumvarp um fjarskipti sem tengist sölunni á Mílu. Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði gagnrýnir harðlega hinn skamma tíma sem þingmenn fá til að fara yfir málið. 13.12.2021 11:36
Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi. 13.12.2021 11:31
Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13.12.2021 11:15
Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13.12.2021 11:05
Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu nemendur Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO 13.12.2021 10:51
128 greindust innanlands 128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent. 13.12.2021 10:17
Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13.12.2021 09:00
Væri glapræði að létta á sóttvarnaaðgerðum núna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það væri glapræði að slaka á sóttvarnakröfum á þessari stundu. Hann segir þó heldur ekki rétt að herða á reglum. 13.12.2021 08:29
Tveggja leitað í sjónum eftir að flutningaskip rákust saman Sjóslys varð á Eystrasalti í nótt þegar tvö flutningaskip rákust saman miðja vegu á milli sænska bæjarins Ystad og dönsku eyjarinnar Borgundarhólms. Annað skipið er danskt en hitt breskt. 13.12.2021 07:57
Bannað að nota lím- og drekkingargildrur Notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra og það er óheimilt að bera út eitur eða nota músagildrur fyrir hagamýs utanhúss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun vegna frétta um óvanalega mikinn músagang. 13.12.2021 07:40
Hvessir úr suðaustri í kvöld og þykknar upp Spáð er fremur hægri suðlægri átt með skúrum eða slydduéljum í dag, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Seinni partinn nálgast svo lægðardrag suðvestan úr hafi og fer því að hvessa úr suðaustri og þykkna upp. 13.12.2021 07:10
Myndband: Cybertruck á prófunarbraut Tesla Frumgerð af Tesla Cybertruck sást á prófunarbraut við verksmiðju Tesla í Fermont, Kaliforníu. Bíllinn á myndbandinu virðist vera talsvert nær því að vera endanleg útgáfa en sá sem var kynntur upprunalega árið 2019. 13.12.2021 07:01
Sögulega leiðinlegt þing í ár Salan á Íslandsbanka var stærsta pólitíska hitamál ársins 2021 að mati flestra sem fréttastofa ræddi við þegar farið var í upprifjun á afrekum þingsins fyrir annál. Það segir líklega sína sögu um hve tíðindalitlu og leiðinlegu ári er að ljúka fyrir áhugamenn um pólitík. 13.12.2021 07:01
Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13.12.2021 06:58
Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. 13.12.2021 06:47
Konan fannst heil á húfi eftir leit á Norðurbakka Lögregla og slökkvilið var kallað út að Norðurbakka í Hafnarfirði á ellefta tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um að kona hafi mögulega farið út í sjó. Konan fannst heil á húfi rétt eftir miðnætti fjarri sjónum. 12.12.2021 23:46
Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér. 12.12.2021 22:31