Fleiri fréttir Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21.9.2021 20:37 Fær að kjósa aftur með eiginmanninn sér til fulltingis Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem fjallað var um í frétt Vísis fyrr í dag, getur farið aftur og kosið utan kjörfundar með eiginmann sinn, Magnús Karl Magnússon sér til fulltingis. 21.9.2021 20:17 Fengu ekki að syrgja eðlilega því dánarbúið var í höndum ókunnugs manns Fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini þykir stórfurðulegt að Landsréttur hafi litið fram hjá hinsta vilja hennar í erfðaskrá. Eignir konunnar sátu eftir í höndum nýs eiginmanns sem losaði sig við ýmsa muni hennar án þess að láta fjölskylduna vita. Hæstiréttur hefur nú dæmt syninum í vil og verður dánarbúi hennar skipt á milli þeirra. 21.9.2021 20:00 Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21.9.2021 19:09 Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. 21.9.2021 18:48 „Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. 21.9.2021 18:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini. Þeim þykir það sæta furðu að Landsréttur hafi hunsað hinstu ósk móðurinnar í erfðaskrá. 21.9.2021 18:01 Íslenskir ráðherrar sækja allsherjarþing SÞ að heiman Alþjóðalög, sjálfbær nýting auðlinda, mannréttindi og jafnrétti, auk aðgerða vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga, eru þau málefni sem verða í forgrunni hjá Íslandi á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer nú fram í New York. 21.9.2021 17:58 Gera Freyju út frá Siglufirði Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði. 21.9.2021 17:42 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21.9.2021 17:38 Setja upp meðalhraðamyndavélar á næstu mánuðum Samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri staðfestu í dag nýjan samstarfssamning um sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum í umferðinni. Setja á upp slíkar myndavélar á þjóðvegum landsins á næstu mánuðum. 21.9.2021 17:24 Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. 21.9.2021 15:58 Fékk ekki að aðstoða eiginkonu sína sem er með Alzheimer í kjörklefanum Hjónin Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir hafa kært framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir Alþingiskosningar eftir að Magnús fékk ekki að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Magnús segir kjörstjóra túlka kosningalögin of þröngt. 21.9.2021 15:48 Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21.9.2021 15:35 Þau bjóða fram krafta sína í Norðausturkjördæmi Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Norðausturkjördæmi að þessu sinni og eru í heildina tvö hundruð manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 21.9.2021 15:01 Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21.9.2021 14:52 Valli gæti vel verið Valla Rostungurinn Valli sem glatt hefur íbúa á Hornafirði undanfarin kvöld gæti vel verið kvenkyns. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands. Skýrari myndir og þá sérstaklega af kynfærasvæðinu muni leiða í ljós hvort réttara væri að kalla rostunginn Völlu. 21.9.2021 14:49 Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21.9.2021 14:30 Þrjú fórnarlambanna í Perm voru innan við tvítugt Íbúar í borginni Perm í Rússlandi eru í áfalli eftir að nemandi við ríkisháskólann þar skaut sex manns til bana í gær. Þrjú þeirra látnu voru innan við tvítug að aldri. 21.9.2021 14:22 Bílar festast í óveðrinu Nokkuð hefur verið um það að bílar hafi fests í snjókomu á sunnanverðum Vestfjörðum nú eftir hádegi en björgunarsveitir þar sinna nú nokkrum slikum útköllum. Óveðrið sem gengur yfir landið skall á af alvöru eftir hádegi, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 21.9.2021 14:16 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21.9.2021 14:09 Skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin um að bera grímu Tvítugur starfsmaður bensínstöðvar í þýska bænum Idar-Oberstein var skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin bensínstöðvarinnar um að bera grímu þar inni síðasta laugardagskvöld. Morðinginn hefur verið handtekinn og segist við lögreglu hafa verið ringlaður af álagi vegna takmarkana sökum heimsfaraldursins. 21.9.2021 13:44 Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21.9.2021 13:26 Nowa gwiazda Reykjaviku ma cztery łapy i uwielbia zabawy z wodą Aby rozpocząć zabawę z Klaki, wystarczy odrobina wody. Początkowo nawet właścicielka nie wiedziała dlaczego jej pies tak reaguje. 21.9.2021 12:31 Til stendur að veita Þjóðhátíð í Eyjum ríkisstyrk vegna messufalls Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. 21.9.2021 12:16 Örlagarík frammistaða Ingu Sæland kvöldið fyrir kosningar Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum. 21.9.2021 12:00 Kóalabjörnum snarfækkar vegna þurrka, elda og ágangs manna Um það bil þriðjungsfækkun hefur orðið í kóalabjarnastofninum í Ástralíu undanfarin þrjú ár. Þurrkar, gróðureldar og ágangur manna hefur gengið nærri björnunum sem eru eitt þekktasta tákn landsins. 21.9.2021 11:39 Landsmenn varaðir við ónauðsynlegum ferðalögum Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta. 21.9.2021 11:36 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við viðbragðsaðila sem búa sig nú undir vonskuveðrið sem gengur yfir landið í dag. Appelsínugul viðvörun tekur gildi í flestum landshlutum eftir hádegi og er fólk hvatt til að huga vel að niðurföllum og lausamunum. 21.9.2021 11:34 Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið. 21.9.2021 11:10 Á skilorði vegna mótmæla við Alþingishúsið Mótmælandi sem var handtekinn eftir mótmæli No Borders við Alþingishúsið í mars árið 2019 er kominn á skilorð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðalinngangi Alþingis við umrædd mótmæli. Mótmælandinn var sýknaður af því að hafa hindrað störf lögreglu á vettvangi. 21.9.2021 11:01 Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21.9.2021 10:52 Ekki fleiri greinst innanlands síðan 3. september Alls greindust 46 með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 3. september. 21.9.2021 10:46 Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21.9.2021 10:23 Metnar hæfastar til að hljóta skipun í embætti dómara Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hefur verið metin hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jafnframt er María Thejll lögmaður talin hæfust til í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness. 21.9.2021 10:08 Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21.9.2021 09:54 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21.9.2021 08:59 Mistök í breska varnarmálaráðuneytinu setja afganska túlka í hættu Breska varnarmálaráðuneytið hefur beðist afsökunar á mistökum sem urðu til þess að tölvupóstföng fleiri en 250 afganskra túlka voru gerð opinber og líf þeirra þannig sett í hættu. 21.9.2021 08:40 Villa í ferðagjafaupplýsingum Mælaborðs ferðaþjónustunnar Meinleg villa er í upplýsingum um ferðagjöfina fyrir árið 2020 en þar segir nú að sóttar ferðagjafir séu 360.792 talsins, þegar hámarksfjöldi „útgefinna“ ferðagjafa er í kringum 280.000. 21.9.2021 08:03 Maðurinn sem tók upp árásina á Rodney King er látinn George Holliday, pípulagningamaðurinn frá Los Angeles sem tók upp á myndband árás fjögurra bandarískra lögreglumanna á Rodney King árið 1991, er látinn. 21.9.2021 07:41 Eldur í fjölbýlishúsi við Arnarsmára í nótt Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi í nótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan hálf fimm. 21.9.2021 07:11 Trudeau fagnar sigri og heldur forsætisráðherrastólnum Kosningum er lokið í Kanada og virðist sem Justin Trudeau hafi tryggt sér áframhaldandi veru á forsætisráðherrastóli, þriðja kjörtímabilið í röð. 21.9.2021 07:08 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21.9.2021 07:01 Nýjasta stjarna miðbæjarins vill vatn en fúlsar við nammi Nýjasta stjarna miðbæjarins, hundurinn Klaki, leikur listir sínar fyrir vegfarendur á nánast hverjum degi á horni Laugavegs og Klapparstígs. Það þarf ekki meira til að koma honum af stað en nokkrar sprautur af vatni. Eigandinn skilur ekki af hverju. 21.9.2021 07:01 Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21.9.2021 06:59 Sjá næstu 50 fréttir
Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21.9.2021 20:37
Fær að kjósa aftur með eiginmanninn sér til fulltingis Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem fjallað var um í frétt Vísis fyrr í dag, getur farið aftur og kosið utan kjörfundar með eiginmann sinn, Magnús Karl Magnússon sér til fulltingis. 21.9.2021 20:17
Fengu ekki að syrgja eðlilega því dánarbúið var í höndum ókunnugs manns Fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini þykir stórfurðulegt að Landsréttur hafi litið fram hjá hinsta vilja hennar í erfðaskrá. Eignir konunnar sátu eftir í höndum nýs eiginmanns sem losaði sig við ýmsa muni hennar án þess að láta fjölskylduna vita. Hæstiréttur hefur nú dæmt syninum í vil og verður dánarbúi hennar skipt á milli þeirra. 21.9.2021 20:00
Pútín með nægan stuðning í Dúmunni til að breyta stjórnarskrá Sameinað Rússland, flokkur Pútíns Rússlandsforseta, hlaut 324 af 450 þingsætum í Dúmunni í nýafstöðnum kosningum þar í landi. Þetta var staðfest af kjörstjórn í dag og er 19 sætum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Engu að síður tryggja þessi úrslit Pútín sterka stöðu. 21.9.2021 19:09
Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. 21.9.2021 18:48
„Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. 21.9.2021 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini. Þeim þykir það sæta furðu að Landsréttur hafi hunsað hinstu ósk móðurinnar í erfðaskrá. 21.9.2021 18:01
Íslenskir ráðherrar sækja allsherjarþing SÞ að heiman Alþjóðalög, sjálfbær nýting auðlinda, mannréttindi og jafnrétti, auk aðgerða vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga, eru þau málefni sem verða í forgrunni hjá Íslandi á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer nú fram í New York. 21.9.2021 17:58
Gera Freyju út frá Siglufirði Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði. 21.9.2021 17:42
Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21.9.2021 17:38
Setja upp meðalhraðamyndavélar á næstu mánuðum Samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri staðfestu í dag nýjan samstarfssamning um sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum í umferðinni. Setja á upp slíkar myndavélar á þjóðvegum landsins á næstu mánuðum. 21.9.2021 17:24
Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. 21.9.2021 15:58
Fékk ekki að aðstoða eiginkonu sína sem er með Alzheimer í kjörklefanum Hjónin Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir hafa kært framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir Alþingiskosningar eftir að Magnús fékk ekki að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Magnús segir kjörstjóra túlka kosningalögin of þröngt. 21.9.2021 15:48
Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21.9.2021 15:35
Þau bjóða fram krafta sína í Norðausturkjördæmi Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Norðausturkjördæmi að þessu sinni og eru í heildina tvö hundruð manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 21.9.2021 15:01
Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21.9.2021 14:52
Valli gæti vel verið Valla Rostungurinn Valli sem glatt hefur íbúa á Hornafirði undanfarin kvöld gæti vel verið kvenkyns. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands. Skýrari myndir og þá sérstaklega af kynfærasvæðinu muni leiða í ljós hvort réttara væri að kalla rostunginn Völlu. 21.9.2021 14:49
Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21.9.2021 14:30
Þrjú fórnarlambanna í Perm voru innan við tvítugt Íbúar í borginni Perm í Rússlandi eru í áfalli eftir að nemandi við ríkisháskólann þar skaut sex manns til bana í gær. Þrjú þeirra látnu voru innan við tvítug að aldri. 21.9.2021 14:22
Bílar festast í óveðrinu Nokkuð hefur verið um það að bílar hafi fests í snjókomu á sunnanverðum Vestfjörðum nú eftir hádegi en björgunarsveitir þar sinna nú nokkrum slikum útköllum. Óveðrið sem gengur yfir landið skall á af alvöru eftir hádegi, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 21.9.2021 14:16
Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21.9.2021 14:09
Skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin um að bera grímu Tvítugur starfsmaður bensínstöðvar í þýska bænum Idar-Oberstein var skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin bensínstöðvarinnar um að bera grímu þar inni síðasta laugardagskvöld. Morðinginn hefur verið handtekinn og segist við lögreglu hafa verið ringlaður af álagi vegna takmarkana sökum heimsfaraldursins. 21.9.2021 13:44
Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21.9.2021 13:26
Nowa gwiazda Reykjaviku ma cztery łapy i uwielbia zabawy z wodą Aby rozpocząć zabawę z Klaki, wystarczy odrobina wody. Początkowo nawet właścicielka nie wiedziała dlaczego jej pies tak reaguje. 21.9.2021 12:31
Til stendur að veita Þjóðhátíð í Eyjum ríkisstyrk vegna messufalls Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. 21.9.2021 12:16
Örlagarík frammistaða Ingu Sæland kvöldið fyrir kosningar Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum. 21.9.2021 12:00
Kóalabjörnum snarfækkar vegna þurrka, elda og ágangs manna Um það bil þriðjungsfækkun hefur orðið í kóalabjarnastofninum í Ástralíu undanfarin þrjú ár. Þurrkar, gróðureldar og ágangur manna hefur gengið nærri björnunum sem eru eitt þekktasta tákn landsins. 21.9.2021 11:39
Landsmenn varaðir við ónauðsynlegum ferðalögum Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta. 21.9.2021 11:36
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við viðbragðsaðila sem búa sig nú undir vonskuveðrið sem gengur yfir landið í dag. Appelsínugul viðvörun tekur gildi í flestum landshlutum eftir hádegi og er fólk hvatt til að huga vel að niðurföllum og lausamunum. 21.9.2021 11:34
Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið. 21.9.2021 11:10
Á skilorði vegna mótmæla við Alþingishúsið Mótmælandi sem var handtekinn eftir mótmæli No Borders við Alþingishúsið í mars árið 2019 er kominn á skilorð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðalinngangi Alþingis við umrædd mótmæli. Mótmælandinn var sýknaður af því að hafa hindrað störf lögreglu á vettvangi. 21.9.2021 11:01
Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21.9.2021 10:52
Ekki fleiri greinst innanlands síðan 3. september Alls greindust 46 með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 3. september. 21.9.2021 10:46
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21.9.2021 10:23
Metnar hæfastar til að hljóta skipun í embætti dómara Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hefur verið metin hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jafnframt er María Thejll lögmaður talin hæfust til í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness. 21.9.2021 10:08
Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21.9.2021 09:54
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21.9.2021 08:59
Mistök í breska varnarmálaráðuneytinu setja afganska túlka í hættu Breska varnarmálaráðuneytið hefur beðist afsökunar á mistökum sem urðu til þess að tölvupóstföng fleiri en 250 afganskra túlka voru gerð opinber og líf þeirra þannig sett í hættu. 21.9.2021 08:40
Villa í ferðagjafaupplýsingum Mælaborðs ferðaþjónustunnar Meinleg villa er í upplýsingum um ferðagjöfina fyrir árið 2020 en þar segir nú að sóttar ferðagjafir séu 360.792 talsins, þegar hámarksfjöldi „útgefinna“ ferðagjafa er í kringum 280.000. 21.9.2021 08:03
Maðurinn sem tók upp árásina á Rodney King er látinn George Holliday, pípulagningamaðurinn frá Los Angeles sem tók upp á myndband árás fjögurra bandarískra lögreglumanna á Rodney King árið 1991, er látinn. 21.9.2021 07:41
Eldur í fjölbýlishúsi við Arnarsmára í nótt Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi í nótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan hálf fimm. 21.9.2021 07:11
Trudeau fagnar sigri og heldur forsætisráðherrastólnum Kosningum er lokið í Kanada og virðist sem Justin Trudeau hafi tryggt sér áframhaldandi veru á forsætisráðherrastóli, þriðja kjörtímabilið í röð. 21.9.2021 07:08
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21.9.2021 07:01
Nýjasta stjarna miðbæjarins vill vatn en fúlsar við nammi Nýjasta stjarna miðbæjarins, hundurinn Klaki, leikur listir sínar fyrir vegfarendur á nánast hverjum degi á horni Laugavegs og Klapparstígs. Það þarf ekki meira til að koma honum af stað en nokkrar sprautur af vatni. Eigandinn skilur ekki af hverju. 21.9.2021 07:01
Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21.9.2021 06:59