Fleiri fréttir

Tíu ár fyrir til­raun til mann­dráps

Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar.

Ekkja Li Wenliang eignast son

Fu Xuejie, ekkja kínverska læknisins Li Wenliang, sem fyrstur benti á faraldur kórónuveirunnar, hefur fætt son.

Heita því að byggja upp öflugri her

Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna.

Ís­lendingar fá að gista í Köben eftir allt saman

Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn sem ferðast til Danmerkur í sumar fá að gista í Kaupmannahöfn eftir allt saman. Frá þessu greindi danski dómsmálaráðherrann á fréttamannafundi nú eftir hádegi.

Koma á fót ferða­á­byrgða­sjóði

Stjórnvöld vinna nú að því að koma sérstökum ferðaábyrgðasjóði sem mun hafa það hlutverk að greiða neytendum fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofa sem felldar voru niður á tímabilinu 12. mars síðastliðinn til loka þessa mánaðar.

Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað

Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim.

Tæplega 800 milljónir til UNICEF á síðasta ári

Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári. UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands

Vika frá síðasta smiti

Enn eru þrjú virk kórónuveirusmit hér á landi en ekkert nýtt smit greindist milli daga. Nýtt smit greindist síðast fyrir viku síðan.

Veittist að leigu­bíl­stjóra

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjöunda tímanum í morgun eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar eftir að maður hafði veist að honum og rokið út úr bílnum án þess að borga fyrir farið.

Ráðast í átak gegn ör­bylgju­­loft­netum

Póst- og fjarskiptastofnun hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan

Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt.

Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns

Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Svara Trump fullum hálsi

Yfirvöld í Washington-ríki í Bandaríkjunum svara nú Donald Trump Bandaríkjaforseta fullum hálsi en forsetinn hefur gagnrýnt ríkistjórann og borgarstjóra Seattle-borgar harðlega, fyrir að ganga ekki harðar fram gegn mótmælendum í borginni.

Allt að 23 stiga hiti

Í dag gengur í sunnanátt, um 5 til 13 metra á sekúndu. Þurrt og bjart verður á Austurlandi, en búast má við rigningu annars staðar.

Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

„Þetta var í senn skemmti­legt og sorg­legt”

Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 

„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“

„Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld.

Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar.

Stjórnvöld fá ekki að komast upp með að lofa og svíkja

Formaður VR á von á að lífskjarasamningunum verði sagt upp í haust. Hann segir hart sótt að verkalýðshreyfingunni nú og réttindum launafólks. Stjórnvöldum verði ekki leyft að komast upp með það að lofa og svíkja.

Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla

Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag.

Hætta framleiðslu vinsælla lögregluþátta

Framleiðslu á bandarískum sjónvarpsþáttum þar sem fylgst var með störfum lögreglu hefur verið hætt eftir að upp komst um að framleiðendur eyddu myndefni sem sýndi lögregluþjóna drepa svartan karlmann.

Sjá næstu 50 fréttir