Fleiri fréttir

Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni

Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert.

Starship nú í forgangi hjá SpaceX

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu.

Mæta aftur til samninga­fundar eftir verk­falls­boðun

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða.

Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu

Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum.

Upplýsingafundur í Ráðherrabústaðnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til upplýsingafundar í Ráðherrabústaðnum í dag. Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða öll á fundinum, en Katrín fer með stjórn hans.

Tekju­fall Herjólfs vegna kórónu­veirunnar mikið

Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári.

Allt að 19 stiga hiti á Norðausturlandi

Dagurinn í dag verður fremur vætusamur sunnan- og vestanlands, en gera má ráð fyrir stöku skúri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti á norðaustanverðu landinu gæti farið upp í allt að 19 stig síðdegis.

Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington

Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum.

Ein­mana­legt að standa vaktina í sam­komu­banni

Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum.

Segir Guðna hafa brugðist

Forseti Íslands brást þjóðinni með því að staðfesta lög frá Alþingi sem tengdust þriðja orkupakkanum að mati forsetaframbjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar.

„I can't breathe“

Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir