Fleiri fréttir

Kveiktu í líki konunnar eftir hóp­nauðgun

Fjórir menn játuðu í gær á sig að hafa hópnauðgað og myrt 27 ára gamla konu í suðurhluta Indlands. Brennt lík hennar fannst undir brú í Hyderabad, höfuðborg indverska fylkisins Andhra Pradesh, og eru mennirnir taldir hafa kveikt í líki hennar.

Níu létust í flugslysi í Suður-Dakóta

Níu létu lífið í flugslysi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær, þar á meðal flugmaður vélarinnar og tvö börn. Hinir þrír farþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og eru talin í lífshættu.

Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins

Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu.

Til vandræða í leigubíl

Leigubílstjóri óskaði í nótt eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í leigubíl hans.

Forseti Súrínam fundinn sekur um morð

Desi Bouterse, forseti Súrínam, hefur verið fundinn sekur um morð af dómstól þar í landi, vegna aftaka á 15 pólitískum andstæðingum sem hann fyrirskipaði árið 1982, í kjölfar valdaránstilraunar. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi, en líklegt er talið að hann muni áfrýja dómnum.

Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis

Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema.

Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri

Gunnar Ingi Birgisson lætur á morgun af störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er sagður hafa óskað eftir lausn frá störfum af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum.

Undar­legt að nöfn verði undan­skilin ís­lenskri staf­setningu

Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu.

Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til landsins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október síðastliðin.

Dómharka og útskúfun gerir illt verra

Stöðug fjölgun tilkynntra kynferðisbrota, lágt hlutfall kæra og enn lægra hlutfall mála sem fara fyrir dóm er þekkt staðreynd þegar kemur að kynferðisofbeldi. Sérfræðingar í málaflokknum ræða stöðu og lausnir.

Elskar að elta storma í íslenskri veðurparadís

Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma.

Vilja að bærinn heiti áfram Norður-Hvoll

Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum.

Leita enn árásarmannsins í Hollandi

Leit hollensku lögreglunnar að árásarmanninum sem stakk þrjú ungmenni með hníf í gær stendur enn yfir. Ekki er enn vitað hvað lá að baki árásinni.

Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni

Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins.

Sjá næstu 50 fréttir