Fleiri fréttir

Þingmenn búa sig undir umræður um veggjöld

Samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála.

VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum

Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá morðinu á borgarstjóra pólsku borgarinnar Gdansk, Pawel Adamowicz, en hann lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni í gærkvöldi.

Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulífið

Samstarfssjóður við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum hefur yfir að ráða allt að 100 milljónum króna. Níu umsóknir bárust til sjóðsins. Áskilið er að styrkt verkefni skuli vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.

Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp

Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni.

Fimmtán létust í flugslysi í Íran

Fimmtán fórust er flutningavél brotlenti á flugvellinum í Karaj-borg í Íran í morgun. Flugvélin virðist hafa farið út af flugbrautinni áður en hún fór í gegnum vegg sem aðskilur flugvöllinn og aðliggjandi íbúðarhverfi

Moka jarðvegi yfir eldinn á Álfsnesi

Töluverður eldur logar nú á urðunarstaðnum á Álfsnesi en eldurinn blossaði upp í morgun eftir að hann hafði kraumað í dekkjakurli um helgina.

Segist ekkert hafa að fela

Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum.

Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað.

Svarti kassinn fundinn

Stjórnvöld í Indónesíu tilkynntu í nótt að svarti kassinn svokallaði úr farþegaþotu Lion Air sem fórst undan ströndum Jakarta í október er fundinn.

Snjókoma og versnandi skyggni

Það munu skil nálgast landið úr suðvestri í dag með vaxandi suðaustan átt, snjókomu og versnandi skyggni að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Leita Katalónskumælandi Íslendinga

Hópur katalónskra kvikmyndagerðarmanna hafa ferðast víða um land til að hafa upp á íslendingum sem hafa af einhverjum ástæðum lagt á sig að læra katalónsku. Þáttastjórnandi segir margt svipa til hjá Katalóníubúum og Íslendingum. Þar sé tungumálið engin undantekning enda hornsteinn í sjálfsmynd beggja þjóða.

Sjá næstu 50 fréttir