Fleiri fréttir

Eigin meiðsli kveiktu áhuga

Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og um árabil einn fremsti íþróttamaður landsins, er snúinn heim eftir fimm ára nám í kírópraktík við virtan háskóla í Englandi. Áhugi hans á náminu kviknaði út frá hans eigin reynslu af meiðslum í íþróttum.

Uppselt á Iceland Airwaves

Nú í morgun seldust upp síðustu miðarnir á Iceland Airwaves, fimm vikum fyrir hátíð. Aldrei hefur selst upp svo fljótt og því ríkir mikil gleði hjá skipuleggjendum Iceland Airwaves.

Frjálshyggjumenn fordæma ummæli Bjarna Ben

Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur.

Óþekk heimasæta og smávægilegt óhapp

Barn hljóp í veg fyrir bifreið á Hraunvegi við Kirkjugerði í Vestmanneyjum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni lenti annað framhjól bifreiðarinnar á hægri fæti barnsins. Barnið slapp þó betur en á horfði, en ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Fundu bíl á hvolfi

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum urðu heldur undrandi á sunnudaginn þegar þeir óku fram á bifreið á hvolfi á Höfðavegi við Kinnina.

Vilja sameiginlegan nefndafund vegna ESB málsins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og sjávar- og landbúnaðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna. Í bréfti frá Ólöfu Nordal varaformanni flokksins segir að tilefni fundarins sé bréf frá Jan Tombinski, fastafulltrúa Póllands hjá Evrópusambandinu sem barst í gær, en þar kemur fram að ísland sé ekki tilbúið til samninga um landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum.

Hermenn Gaddafís flýja til Níger

Þungvopnuð bílalest frá Líbíu fór í nótt yfir landamærin að Níger. Talið er að um sé að ræða afríska hermenn sem ráðnir voru af Múammar Gaddafí til þess að berjast við uppreisnarmenn í landinu. Ekki er talið líklegt að Gaddafí sjálfur eða einhver úr fjölskyldu hans sé í lestinni en talsmaður leiðtogans fyrrverandi sagði í gærkvöldi að Gaddafí væri enn í Líbíu og við góða heilsu.

Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir

Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina.

Settu vegfarendur í stórhættu

Karlmaður slasaðist þegar hann missti stjórn á bíl sínum í ofsaakstri á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um sjöleytið í gærkvöldi. Bíllinn lenti á ljósastaur og valt nokkuð hundruð metra.

Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu

Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Fréttaskýring: Aðildarviðræður tefjast

Gera verður áætlun um hvernig laga eigi íslenska landbúnaðarkerfið að kerfi ESB áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál hefjast. ESB segir að taka eigi tillit til sérstakra aðstæðna í landbúnaðarmálum á Íslandi.

Vill varðveita arfleifð náttúrunnar

Huang Nubo hefur engan áhuga á pólitík og þykir leitt að verið sé að tengja hann við stjórnmálaöfl. Hann mun afsala sér vatnsréttindum á Grímsstöðum og er á móti virkjunum í Jökulsá. Huang svaraði spurningum Fréttablaðsins með tölvupósti í gær.

Ófaglærðir ráðnir í staðinn

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hyggjast fjölmenna á opinn fund borgarstjórnar í dag til þess að leggja áherslu á launakröfur sínar. Í byrjun júní felldu félagsráðgjafarnir með 75 prósentum greiddra atkvæða samninga sem þeim buðust og er þá farið að lengja eftir að viðunandi niðurstaða fáist.

Árni Páll segir tolla loka á útflutning

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir samninga um viðskiptafrelsi ekki ná takmarki sínu ef tollkvótum er beitt með þeim hætti að varan sé dýrari á kvótunum en utan þeirra. Slíkt geti ekki verið markmið samninga af slíku tagi.

Guðfríður gegn undanþágunni

Guðríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fyrirhuguð kaup Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum brjóta í bága við lög. Hún vill ekki að iðnaðarráðherra veiti honum undanþágu á meðan endurskoðun hefur ekki farið fram á lögum um auðlindir og almannaréttur tryggður.

Býr einn í yfirgefnu þorpi á hættusvæði

Sextán þúsund manns bjuggu í bænum Tomioka áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir í mars síðastliðnum. Nú býr þar einn maður ásamt hundi sínum. Naoto Matsumura neitar að yfirgefa þorpið þrátt fyrir geislamengun frá ónýtu kjarnorkuveri.

Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram

Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt.

Rafmagn komið á hjá flestum

Rafmagn er nú komið á hjá flestum notendum á Kjalarnesi, þ.á.m. í Grundarhverfi, þar sem flestir urðu fyrir rafmagnsleysi nú í kvöld. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur vinna áfram að tengingu þeirra sem enn eru rafmagnslaus.

Tollarar fá einkennisskjöld og ný föt

Á morgun munu tollarar fá ný einkennisföt frá embættinu og er helsta nýjungin sú að einkennisskjöldur með starfsnúmeri tollvarðar verður sýnilegur á vinstra brjósti.

Struku af meðferðarheimili og brutust inn í sumarbústaði

Þrír ungir drengir struku af meðferðarheimilinu Geldingalæk um miðjan síðasta mánuð og brutust inn í nokkur sumarhús, höfðust þar við í sólarhring og ollu gífurlegum skemmdum. Sumarhúsaeigendur furða sig á skipulagi starfsemi heimilisins og afskiptaleysi lögreglu.

Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar

Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum.

Ellilífeyrisþegar gætu þurft að greiða fyrir þvott og mat

Heimilismenn á dvalarheimilum gætu þurft að greiða sérstaklega fyrir sjúkraþjálfun, þvott og mat ef niðurskurðartillögur stjórnvalda ná fram að ganga. Dvalarheimilið Hrafnista þarf að skera niður um allt að áttatíu milljónir ef af verður.

Össur: Forsetinn gekk of langt

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur að forseti Íslands hafi gengið of langt þegar hann gagnrýndi ríkisstjórnina í erlendum fjölmiðlum vegna Icesave málsins. Ekki sé hægt að líta ummæli forseta öðruvísi en sem beina árás á stjórnvöld.

Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst

Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir.

Vill að bygging á nýju fangelsi verði rædd í sölum Alþingis

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að ákvörðun Ögmundar Jónasson, innanríkisráðherra, um að nýtt öryggisfangelsi verði byggt á Hólmsheiði eigi að ræða í sölum Alþingis. Hann segir það megi spara mikinn pening með því að byggja nýja öryggisálmum við Litla Hraun.

Snákur og kannabis í húsi í Garðabæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ á föstudag. Við húsleit var lagt hald á um þrjátíu kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Á sama stað var einnig að finna þrjá snáka og voru þeir líka fjarlægðir. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar.

Vill nánari skýringar frá Evrópusambandinu

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur nauðsynlegt að fulltrúar Evrópusambandsins skýri með fullnægjandi og tæmandi hætti hvað átt er við með þeim skilyrðum, sem sambandið setur fyrir því að hafnar verði samningaviðræður um landbúnaðarmál við ESB.

Dæmd fyrir að framvísa röngu vegabréfi

Sómölsk kona var dæmd í eins mánaðar langt fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir misnotkun skjals þegar hún framvísa vegabréfi annarrar konu þegar hún kom til landsins á fimmtudaginn í síðustu viku.

Harður þriggja bíla árekstur á Miklubraut

Harður árekstur þriggja bifreiða varð á Miklubraut skammt austan við Skaftahlíð í dag. Einn bíllinn skemmdist svo mikið að nauðsynlegt var að flytja hann á brott með kranabifreið. Í tilkynningu frá árekstur.is kvartaði einn ökumanna undan smávægilegum meiðslum. Þá þurfti að kalla út slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til að þrífa olíu sem lekið hafði á götuna í kjölfar óhappsins.

Fjórtán stútar teknir um helgina

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, níu á laugardag og fjórir á sunnudag.

ESB og landbúnaðurinn: Tímasett áætlun forsenda viðræðna

Evrópusambandið segir í nýrri rýniskýrslu að landbúnaður á Íslandi sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar, fæðuröryggis og sjálfbærni. Þá sé sérstaða íslensks landbúnaðar rík, einkum vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því verði nauðsynlegt að leita sértakra lausna fyrir Ísland. Í bréfi frá Jan Tomlinsson, fastafulltrúa Póllands sem fer með formennsku í sambandinu nú um stundir, segir að ekki sé hægt að hefja samningaviðræður um landbúnaðinn fyrr en tímasett vinnuáætlun hafi verið lögð fram.

21 árs karlmaður drepinn af hákarli

Maðurinn var í hópi vina á brimbretti við Bunker Bay, vinsælan ferðamannastað á vesturströnd Ástralíu í gær, þar sem krökkt var af fólki.

Óforsvaranlegt að veita Nubo undanþágu

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingkona VG segir það óforsvaranlegt fyrir ríkið að veita Huang Nubo, kínverska auðkýfingnum sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum, undanþágu til þess að kaupin megi ganga í gegn. Guðfríður segir nauðsynlegt að endurskoða lögin um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu áður en slíkar undanþágur séu veittar.

Nokkuð um innbrot á Suðurlandi

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan sjö síðastliðinn fimmtudagsmorgun um yfirstandandi innbrot í sumarbústað í Reykjaskógi í Bláskógabyggð.

Fjórar milljónir þurfa aðstoð í Sómalíu

Aldrei hafa fleiri þurft matvælaaðstoð í Sómalíu en talan er komin i fjórar milljónir og þar af eru 750 þúsund manns taldir í bráðri hættu að verða fyrir hungurdauða

Sjá næstu 50 fréttir