Fleiri fréttir Vill auðlindir til umhverfisráðuneytis Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýstir yfir stuðningi við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og segir ótvíræðan árangur hafa náðst í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sá árangur sé í fyllsta samræmi við stefnu flokksins í ýmsum málum. 29.8.2011 05:30 Augu Meyjunnar stara í tómið Kíkir Stjörnustöðvar Evrópulanda á Suðurhveli (ESO) náði á dögunum einstaklega glæsilegri mynd af tveimur vetrarbrautum í órafjarlægð frá jörðu. Vetrarbrautirnar eru jafnan kallaðar Augun og eru í 50 milljóna ljósára fjarlægð frá stjörnumerkinu Meyjunni. 29.8.2011 05:00 Borgina vantar um 50 starfsmenn Um 600 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum. Þó hefur fjöldinn dregist saman um helming því í þar síðustu viku voru um 1.200 börn sem biðu eftir plássi. Borgina vantar enn um 50 starfsmenn í hlutastarf til að anna þessari eftirspurn, en búist er við því að það nái að ráða í stöðurnar á næstu vikum. 29.8.2011 04:30 Baráttan er alls ekki kvöð Heimsþekkt baráttukona heldur fyrirlestur um umhverfismál í Háskólabíói í dag. Segir Ísland hafa möguleika á að taka forystu í málaflokknum. Fjölbreytt baráttumál hennar snúast öll um lífið. 29.8.2011 04:00 26 prósenta hækkun hjá OR Heildarraforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað umtalsvert frá því í júní 2010, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Mest er hækkunin hjá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur en heildarraforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 26 prósent miðað við 4.000 kWst. notkun á ári. 29.8.2011 04:00 Gefur berjunum viku í viðbót „Berjaspretta er eins og vænta mætti en um það bil tveim til þrem vikum seinna á ferðinni í ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður. Sjálfur er hann farinn að sulta og safta úr aðalbláberjum og segir þau harðari af sér. 29.8.2011 03:30 Heldur færri á ferð um hálendið Heldur færri ferðamenn fóru um hálendið í sumar en undanfarin sumur samkvæmt mati björgunarsveitarmanna sem sinntu vakt á hálendinu. Aðstoðarbeiðnir voru litlu færri en í fyrra. 29.8.2011 02:45 Óttast um 50 þúsund fanga Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. 29.8.2011 00:00 Tom Jones á spítala Stórsöngvarinn Tom Jones þurfti að fara á spítala í Mónakó í gær vegna alvarlegrar ofþornunar. Tom, sem er 61 árs gamall, er á tónleikaferðalagi og átti að spila í gærkvöldi í borginni. Tónleikunum var aflýst og þegar fóru kjaftasögur á kreik um að hann hefði fengið hjartaáfall. 28.8.2011 17:29 Flæðir yfir götur borgarinnar Sjór hefur flætt yfir bakka sína á Manhattan og víðar vegna Írenu sem hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur samkvæmt frétt Daily Telegraph um málið. 28.8.2011 14:34 Fallinn einræðisherra til í viðræður um myndun bráðabirgðarstjórnar Muhammed Gaddafi segist reiðubúinn að ganga til viðræðna við uppreisnarmenn um myndun bráðabyrgðarstjórnar í Líbíu. Um 2,9 milljarða dollara vantar í opinberan fjárfestingarsjóð líbíska ríkisins. Grunur leikur á a fjárfestingarsjóðurinn hafi verið misnotaður. 28.8.2011 14:00 Mikið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli Talsvert hefur verið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli en stærsti skjálftinn mældist 2,3 á richter en upptök hans voru um tveimur kílómetrum vest-suðvestur af Goðabungu. 28.8.2011 13:58 La Primavera hættir rekstri - eigendur einbeita sér að Kolabrautinni Veitingastaðurinn La Primavera í Austurstræti hefur hætt rekstri. Tækjakostur og búnaður hefur verið seldur nýjum eigendum en veitingastaðnum hefur verið lokað samkvæmt tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins. 28.8.2011 13:35 Ungir sjálfstæðismenn kjósa nýjan formann - rafmagnað andrúmsloft Hundruð manna eru samankomnir í Hveragerði til þess að kjósa á sambandsþingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS). 28.8.2011 13:09 Sér ekki ástæðu til þess að stofna rannsóknarnefnd Varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis hefur ekki nokkra trú á að þingstyrkur sé fyrir skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka stuðning Íslands við aðgerðirnar í Líbíu. Hún segist ekki geta séð annað en að meirihluti hafi verið fyrir þessum stuðning á Alþingi. 28.8.2011 12:30 Dregur úr Írenu - hætta á flóðum Fellibylurinn Írena er genginn á land í New Jersey, nærri New York borg. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph þá hefur dregið talsvert úr fellibylnum og íhuga vísindamenn að flokka hann sem hitabeltisstorm, áður var fellibylurinn í flokknum tveimur sem er gríðarlega sterkur bylur. 28.8.2011 11:48 Harpan eins og risavaxið sjónvarp inn í hjólhýsi Breski greinahöfundurinn Rowan Moore er heillaður af glerlistaverki Ólafs Elíassonar í Hörpunni en Rowan skrifar nokkurskonar gagnrýni um Hörpuna í The Observer í dag. 28.8.2011 10:38 New York eins og draugaborg Að minnsta kosti níu eru látnir og milljónir manna eru enn án rafmagns á meðan fellibylurinn Írena heldur áfram ferð sinni upp austurströnd Bandaríkjanna í átt að fjölmennustu borg landsins, New York. 28.8.2011 09:51 Snarpur skjálfti nærri Heklu í morgun Jarðskjálfti upp á 2,4 á richter varð skammt frá Heklu á áttunda tímanum í morgun. Upptök skjálftans má rekja til þekkts sprungusvæðið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu bendir ekkert til þess að það séu hræringa í eldfjallinu, sem er aðeins fimmtán kílómetrum vestan frá upptökum skjálftans. 28.8.2011 09:40 Tveir gistu fangageymslur á Akureyri Tveir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt en þar fór fram Akureyrarvaka um helgina. Hátíðin tókst með eindæmum vel að sögn lögreglu og eru þeir sáttir við helgina. 28.8.2011 09:30 Farsími í rassvasa stöðvaði byssukúlu Kona í Colarado Springs í Bandaríkjunum heldur því fram að farsíminn hennar, sem hún geymdi í rassvasanum, hafi bjargað lífi sínu samkvæmt fréttasíðunni Gazette.com. 28.8.2011 06:00 Borgin leggur dagsektir á eigendur húsa Dagsektir verða lagðar á eiganda hússins að Þingholtsstræti 29a í Reykjavík vegna seinagangs við framkvæmdir samkvæmt fréttastofu RÚV. Eigendur hússins er eignarhaldsfélag í eigu Ingunnar Wernersdóttur. 27.8.2011 19:16 Milljarða hagsmunir í húfi Milljarðar sparast í gjaldeyri náist það markmið að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneyta um tíu prósent árið 2020. Þá mun innlend framleiðsla skila umtalsverðu í framlegð. Orkuskipti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 27.8.2011 09:00 20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða. 27.8.2011 08:30 Lenti í Keflavík vegna reyks í flugstjórnarklefa Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í nótt eftir að tilkynnt hafði verið um reyk í flugstjórnarklefa farþegaþotu frá United Airlines sem var á leið frá Washington til London. Um borði voru 181 og var ákveðið að lenda í Keflavík. Samhæfingarmiðstöð Ríkislögreglustjóra var virkjuð og tiltækt slökkvi- og sjúkralið sett í viðbragðsstöðu. Vélin lenti síðan heilu og höldnu klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun og var hættustiginu þá aflétt. 27.8.2011 08:09 Brotið gegn eignarrétti landeigenda Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um frumvarpið. 27.8.2011 07:30 Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. 27.8.2011 07:00 Bylgjan verið í loftinu í 25 ár „Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgjunni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar. 27.8.2011 06:30 Samningi við miðstöð bjargað Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkisráðherra. 27.8.2011 06:00 Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. 27.8.2011 05:30 Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir. 27.8.2011 05:00 Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. 27.8.2011 04:30 Efnahagsmál í brennidepli Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. 27.8.2011 04:00 Stjarna úr demanti Ástralskir geimvísindamenn hafa komið auga á nýja stjörnu sem virðist gerð úr demanti. Stjarnan er í um 4000 ljósára fjarlægð nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Þetta kemur fram í á vefmiðli The West Australian. 26.8.2011 23:22 Jóhanna ræddi við forseta Litháen Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við forseta Litháen, Daliu Grybuskaité, um aðildarviðræður Íslands að ESB, efnahagsmál og samstarf ríkjanna tveggja yfir kvöldverðarborði á Þingvöllum í kvöld. 26.8.2011 22:30 Undrameðal Berlusconi er jurtate Hinn fjörmikli forsætisráðherra Ítala,Silvio Berlusconi, hefur ljóstrað upp leyndarmálinu á bak við krafta sína, jafnt pólitíska sem aðra. Undrameðalið er jurtate. Þetta tilkynnti hann eftir að hann horfði á fótboltalið sitt, AC Milan, vinna sigur á erkifjendunum í Juventus. 26.8.2011 22:15 Búrhvalur syndir upp á strönd Baðstrandargestir á Norður-Spáni áttu undarlegan morgun, en þegar þeir mættu á ströndina hafði 15 metra löngum búrhval skolað þar á land. Hann var enn á lífi þegar menn komu að honum, en var svo gríðarlega stór að dráttarbátur gat ekki komið honum aftur á flot. Hann dó fljótlega eftir að hann fannst. 26.8.2011 21:45 Þrisvar kveikt í sama húsi Þrisvar sinnum hefur verið kveikt í sömu nýbyggingu í miðborg Reykjavíkur á síðustu tveimur vikum. Slökkviliðsstjóri segir ástandið á byggingarreitum í miðbænum slæmt, skemmdarverk séu unnin og eldhætta sé mikil. 26.8.2011 21:00 Loftárásir í fæðingabæ Gaddafi Breskar orrustuþotur gerðu í nótt loftárásir á bæinn Sirte í Líbíu, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafís, einræðisherra. Uppreisnarmenn undirbúa nú allsherjar árás á bæinn. 26.8.2011 20:30 Staðan hjá Kvikmyndaskólanum 33 milljónir vantar upp á tilboð ríkisins til Kvikmyndaskólans svo að hann geti haldið starfsemi sinni áfram í óbreyttri mynd. Margir nemendur við skólann munu lenda í vandræðum næstu mánaðarmót þar sem þeir fá ekki greidd námslán. 26.8.2011 20:15 Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26.8.2011 18:42 Fíkniefni í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í dag fjóra aðila vegna fíkniefna. Rúm fimmtíu grömm af maríjúana fundust á herbergi þeirra á gistiheimili í Vestmannaeyjum. Fíkniefnahundurinn Luna fann einnig lítilræði til viðbótar í bifreið þeirra. 26.8.2011 18:10 Irene sögulegur fellibylur "Allt bendir til þess að Irene verði sögulegur fellibylur," sagði Barack Obama, bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi fyrr í dag og hvatti fólk til að undirbúa sig vel fyrir komu fellibylsins. 26.8.2011 18:00 Velferðarráðuneytið veitir ekki undanþágur Í tilkynningu Velferðaráðuneytisins frá því er dag kemur fram að ráðuneytið getur ekki veitt undanþágur frá ákvæðum lyfjalaga. Samkvæmt ákvæðum laganna þurfa minnst tveir lyfjafræðingar að vera við störf í apótekum á afgreiðslutímum. 26.8.2011 17:45 Ísland útskrifað frá AGS Ísland er fyrsta ríkið til að útskrifast úr efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu. Forsætisráðherra segir viðsnúning efnahagslífsins kraftaverki líkast. 26.8.2011 21:30 Sjá næstu 50 fréttir
Vill auðlindir til umhverfisráðuneytis Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýstir yfir stuðningi við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og segir ótvíræðan árangur hafa náðst í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sá árangur sé í fyllsta samræmi við stefnu flokksins í ýmsum málum. 29.8.2011 05:30
Augu Meyjunnar stara í tómið Kíkir Stjörnustöðvar Evrópulanda á Suðurhveli (ESO) náði á dögunum einstaklega glæsilegri mynd af tveimur vetrarbrautum í órafjarlægð frá jörðu. Vetrarbrautirnar eru jafnan kallaðar Augun og eru í 50 milljóna ljósára fjarlægð frá stjörnumerkinu Meyjunni. 29.8.2011 05:00
Borgina vantar um 50 starfsmenn Um 600 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum. Þó hefur fjöldinn dregist saman um helming því í þar síðustu viku voru um 1.200 börn sem biðu eftir plássi. Borgina vantar enn um 50 starfsmenn í hlutastarf til að anna þessari eftirspurn, en búist er við því að það nái að ráða í stöðurnar á næstu vikum. 29.8.2011 04:30
Baráttan er alls ekki kvöð Heimsþekkt baráttukona heldur fyrirlestur um umhverfismál í Háskólabíói í dag. Segir Ísland hafa möguleika á að taka forystu í málaflokknum. Fjölbreytt baráttumál hennar snúast öll um lífið. 29.8.2011 04:00
26 prósenta hækkun hjá OR Heildarraforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað umtalsvert frá því í júní 2010, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Mest er hækkunin hjá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur en heildarraforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 26 prósent miðað við 4.000 kWst. notkun á ári. 29.8.2011 04:00
Gefur berjunum viku í viðbót „Berjaspretta er eins og vænta mætti en um það bil tveim til þrem vikum seinna á ferðinni í ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður. Sjálfur er hann farinn að sulta og safta úr aðalbláberjum og segir þau harðari af sér. 29.8.2011 03:30
Heldur færri á ferð um hálendið Heldur færri ferðamenn fóru um hálendið í sumar en undanfarin sumur samkvæmt mati björgunarsveitarmanna sem sinntu vakt á hálendinu. Aðstoðarbeiðnir voru litlu færri en í fyrra. 29.8.2011 02:45
Óttast um 50 þúsund fanga Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. 29.8.2011 00:00
Tom Jones á spítala Stórsöngvarinn Tom Jones þurfti að fara á spítala í Mónakó í gær vegna alvarlegrar ofþornunar. Tom, sem er 61 árs gamall, er á tónleikaferðalagi og átti að spila í gærkvöldi í borginni. Tónleikunum var aflýst og þegar fóru kjaftasögur á kreik um að hann hefði fengið hjartaáfall. 28.8.2011 17:29
Flæðir yfir götur borgarinnar Sjór hefur flætt yfir bakka sína á Manhattan og víðar vegna Írenu sem hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur samkvæmt frétt Daily Telegraph um málið. 28.8.2011 14:34
Fallinn einræðisherra til í viðræður um myndun bráðabirgðarstjórnar Muhammed Gaddafi segist reiðubúinn að ganga til viðræðna við uppreisnarmenn um myndun bráðabyrgðarstjórnar í Líbíu. Um 2,9 milljarða dollara vantar í opinberan fjárfestingarsjóð líbíska ríkisins. Grunur leikur á a fjárfestingarsjóðurinn hafi verið misnotaður. 28.8.2011 14:00
Mikið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli Talsvert hefur verið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli en stærsti skjálftinn mældist 2,3 á richter en upptök hans voru um tveimur kílómetrum vest-suðvestur af Goðabungu. 28.8.2011 13:58
La Primavera hættir rekstri - eigendur einbeita sér að Kolabrautinni Veitingastaðurinn La Primavera í Austurstræti hefur hætt rekstri. Tækjakostur og búnaður hefur verið seldur nýjum eigendum en veitingastaðnum hefur verið lokað samkvæmt tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins. 28.8.2011 13:35
Ungir sjálfstæðismenn kjósa nýjan formann - rafmagnað andrúmsloft Hundruð manna eru samankomnir í Hveragerði til þess að kjósa á sambandsþingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS). 28.8.2011 13:09
Sér ekki ástæðu til þess að stofna rannsóknarnefnd Varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis hefur ekki nokkra trú á að þingstyrkur sé fyrir skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka stuðning Íslands við aðgerðirnar í Líbíu. Hún segist ekki geta séð annað en að meirihluti hafi verið fyrir þessum stuðning á Alþingi. 28.8.2011 12:30
Dregur úr Írenu - hætta á flóðum Fellibylurinn Írena er genginn á land í New Jersey, nærri New York borg. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph þá hefur dregið talsvert úr fellibylnum og íhuga vísindamenn að flokka hann sem hitabeltisstorm, áður var fellibylurinn í flokknum tveimur sem er gríðarlega sterkur bylur. 28.8.2011 11:48
Harpan eins og risavaxið sjónvarp inn í hjólhýsi Breski greinahöfundurinn Rowan Moore er heillaður af glerlistaverki Ólafs Elíassonar í Hörpunni en Rowan skrifar nokkurskonar gagnrýni um Hörpuna í The Observer í dag. 28.8.2011 10:38
New York eins og draugaborg Að minnsta kosti níu eru látnir og milljónir manna eru enn án rafmagns á meðan fellibylurinn Írena heldur áfram ferð sinni upp austurströnd Bandaríkjanna í átt að fjölmennustu borg landsins, New York. 28.8.2011 09:51
Snarpur skjálfti nærri Heklu í morgun Jarðskjálfti upp á 2,4 á richter varð skammt frá Heklu á áttunda tímanum í morgun. Upptök skjálftans má rekja til þekkts sprungusvæðið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu bendir ekkert til þess að það séu hræringa í eldfjallinu, sem er aðeins fimmtán kílómetrum vestan frá upptökum skjálftans. 28.8.2011 09:40
Tveir gistu fangageymslur á Akureyri Tveir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt en þar fór fram Akureyrarvaka um helgina. Hátíðin tókst með eindæmum vel að sögn lögreglu og eru þeir sáttir við helgina. 28.8.2011 09:30
Farsími í rassvasa stöðvaði byssukúlu Kona í Colarado Springs í Bandaríkjunum heldur því fram að farsíminn hennar, sem hún geymdi í rassvasanum, hafi bjargað lífi sínu samkvæmt fréttasíðunni Gazette.com. 28.8.2011 06:00
Borgin leggur dagsektir á eigendur húsa Dagsektir verða lagðar á eiganda hússins að Þingholtsstræti 29a í Reykjavík vegna seinagangs við framkvæmdir samkvæmt fréttastofu RÚV. Eigendur hússins er eignarhaldsfélag í eigu Ingunnar Wernersdóttur. 27.8.2011 19:16
Milljarða hagsmunir í húfi Milljarðar sparast í gjaldeyri náist það markmið að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneyta um tíu prósent árið 2020. Þá mun innlend framleiðsla skila umtalsverðu í framlegð. Orkuskipti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 27.8.2011 09:00
20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða. 27.8.2011 08:30
Lenti í Keflavík vegna reyks í flugstjórnarklefa Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í nótt eftir að tilkynnt hafði verið um reyk í flugstjórnarklefa farþegaþotu frá United Airlines sem var á leið frá Washington til London. Um borði voru 181 og var ákveðið að lenda í Keflavík. Samhæfingarmiðstöð Ríkislögreglustjóra var virkjuð og tiltækt slökkvi- og sjúkralið sett í viðbragðsstöðu. Vélin lenti síðan heilu og höldnu klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun og var hættustiginu þá aflétt. 27.8.2011 08:09
Brotið gegn eignarrétti landeigenda Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um frumvarpið. 27.8.2011 07:30
Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. 27.8.2011 07:00
Bylgjan verið í loftinu í 25 ár „Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgjunni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar. 27.8.2011 06:30
Samningi við miðstöð bjargað Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkisráðherra. 27.8.2011 06:00
Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. 27.8.2011 05:30
Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir. 27.8.2011 05:00
Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. 27.8.2011 04:30
Efnahagsmál í brennidepli Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. 27.8.2011 04:00
Stjarna úr demanti Ástralskir geimvísindamenn hafa komið auga á nýja stjörnu sem virðist gerð úr demanti. Stjarnan er í um 4000 ljósára fjarlægð nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Þetta kemur fram í á vefmiðli The West Australian. 26.8.2011 23:22
Jóhanna ræddi við forseta Litháen Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við forseta Litháen, Daliu Grybuskaité, um aðildarviðræður Íslands að ESB, efnahagsmál og samstarf ríkjanna tveggja yfir kvöldverðarborði á Þingvöllum í kvöld. 26.8.2011 22:30
Undrameðal Berlusconi er jurtate Hinn fjörmikli forsætisráðherra Ítala,Silvio Berlusconi, hefur ljóstrað upp leyndarmálinu á bak við krafta sína, jafnt pólitíska sem aðra. Undrameðalið er jurtate. Þetta tilkynnti hann eftir að hann horfði á fótboltalið sitt, AC Milan, vinna sigur á erkifjendunum í Juventus. 26.8.2011 22:15
Búrhvalur syndir upp á strönd Baðstrandargestir á Norður-Spáni áttu undarlegan morgun, en þegar þeir mættu á ströndina hafði 15 metra löngum búrhval skolað þar á land. Hann var enn á lífi þegar menn komu að honum, en var svo gríðarlega stór að dráttarbátur gat ekki komið honum aftur á flot. Hann dó fljótlega eftir að hann fannst. 26.8.2011 21:45
Þrisvar kveikt í sama húsi Þrisvar sinnum hefur verið kveikt í sömu nýbyggingu í miðborg Reykjavíkur á síðustu tveimur vikum. Slökkviliðsstjóri segir ástandið á byggingarreitum í miðbænum slæmt, skemmdarverk séu unnin og eldhætta sé mikil. 26.8.2011 21:00
Loftárásir í fæðingabæ Gaddafi Breskar orrustuþotur gerðu í nótt loftárásir á bæinn Sirte í Líbíu, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafís, einræðisherra. Uppreisnarmenn undirbúa nú allsherjar árás á bæinn. 26.8.2011 20:30
Staðan hjá Kvikmyndaskólanum 33 milljónir vantar upp á tilboð ríkisins til Kvikmyndaskólans svo að hann geti haldið starfsemi sinni áfram í óbreyttri mynd. Margir nemendur við skólann munu lenda í vandræðum næstu mánaðarmót þar sem þeir fá ekki greidd námslán. 26.8.2011 20:15
Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26.8.2011 18:42
Fíkniefni í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í dag fjóra aðila vegna fíkniefna. Rúm fimmtíu grömm af maríjúana fundust á herbergi þeirra á gistiheimili í Vestmannaeyjum. Fíkniefnahundurinn Luna fann einnig lítilræði til viðbótar í bifreið þeirra. 26.8.2011 18:10
Irene sögulegur fellibylur "Allt bendir til þess að Irene verði sögulegur fellibylur," sagði Barack Obama, bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi fyrr í dag og hvatti fólk til að undirbúa sig vel fyrir komu fellibylsins. 26.8.2011 18:00
Velferðarráðuneytið veitir ekki undanþágur Í tilkynningu Velferðaráðuneytisins frá því er dag kemur fram að ráðuneytið getur ekki veitt undanþágur frá ákvæðum lyfjalaga. Samkvæmt ákvæðum laganna þurfa minnst tveir lyfjafræðingar að vera við störf í apótekum á afgreiðslutímum. 26.8.2011 17:45
Ísland útskrifað frá AGS Ísland er fyrsta ríkið til að útskrifast úr efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu. Forsætisráðherra segir viðsnúning efnahagslífsins kraftaverki líkast. 26.8.2011 21:30