Fleiri fréttir Lofar endurgreiðslu ef áhorfendum finnst myndin léleg - stikla Norski kvikmyndagerðamaðurin Geir Greni hefur lofað þeim sem sjá kvikmynd sína í norskum bíósölum, endurgreiðslu ef þeim líkar ekki við myndina. 15.4.2011 10:08 Einn af hverjum átta í Bretlandi innflytjandi Einn af hverjum átta íbúum Bretlands eru af erlendum uppruna en á síðustu þrettán árum hafa þrjár milljónir innflytjenda flust til landsins. 15.4.2011 10:05 Jórdanir rétta yfir skopmyndateiknara Jórdanskur dómstóll hefur krafist þess að skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard verði viðstaddur réttarhöld yfir honum sem eru að fara að hefjast í höfuðborg landsins, Amman. 15.4.2011 10:02 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Hörpu Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í dag úr Háskólabíói yfir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Að þessu tilefni ákvað hljómsveitin að ganga fylktu liði frá Hagatorgi niður í Hörpu. Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir að undirbúningur að flutningnum hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Nú séu menn hins vegar að undirbúa opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu sem verða 4. maí næstkomandi. 15.4.2011 09:59 Sýknaður af ákæru um brot gegn syni Hæstiréttur hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn syni sínum. Manninum var gefið að sök að hafa á árinu 2009 farið upp í rúm til sonar síns, sem var í heimsókn hjá föður sínum, og brotið þar gegn honum með ýmsum kynferðislegum athöfnum, þar á meðal með því að fróa honum. 15.4.2011 09:58 Myrti hjón í Danmörku Lögreglan í Óðinsvé í Danmörku leitar nú að morðingja sem varð hjónum að bana, sennilega á miðvikudagskvöldinu. 15.4.2011 09:58 Leitað á sex ára telpu á flugvelli Hneykslunaralda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna þess að leitað var á sex ára gamalli telpu í öryggishliði á flugvelli. 15.4.2011 09:55 Elsti maður heims deyr 114 ára gamall Elsti maður veraldar lést á dögunum en hann var 114 ára gamall. Maðurinn hét Walter Breuning og var fæddur árið 1896 í Minnesota í Bandaríkjunum. 15.4.2011 09:54 Miniar táknar hluta af mér sem áður var falinn "Í fyrsta skiptið sem ég kynnti mig sem karlkyns, í fyrsta skipti sem ég leyfði mér að vera ég sjálfur, þá var það undir nafninu Miniar," segir Hans Miniar Jónsson. Mannanafnanefnd hafnaði nafninu Miniar og því fær hann ekki að bera það í opinberum skrám. "Þegar ég síðar kom út úr skápnum í gegn um netiið fór ég að nota það nafn meir og meir, og það varð að stórum hluta af mér sjálfum. Það er þess vegna sem það er nokkuð sárt að því var neitað," segir hann. Vísir greindi frá höfnun mannanafnanefndar í gær. Þá kom fram að Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Það er táknræn saga á bak við nafnið Miniar. "Orðið kemur upprunalega úr forn-tíbetsku og þýðir sá sem er falinn eða gleymdur. Það var táknrænt fyrir mér fyrir það að ég var ennþá að stórum hluta í felum með þetta, en einnig fyrir það að ég var að sýna hluta af mér sem ég hafði áður falið," segir Hans Miniar, sem ætlar þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar að nota Miniar-nafnið áfram. Sem barn var hann nefndur Hólmfríður, í höfuðið á föðurömmu sinni. "Það var einhvern veginn rökrétt að fara í akkúrat hina áttina og taka nafn móðurafa míns í staðinn. Þaðan kemur Hans nafnið alla vega," segir Hans Miniar. Hann er búinn að bíða lengi eftir því að fara í aðgerð þar sem brjóstin eru numin brott. Nú er komin dagsetning á stóra daginn, og þann 5. maí fer Hans Miniar í síðustu aðgerðina sína vegna kynleiðréttingarinnar, hið minnsta þar til tæknin gerir það kleift að endurgera kynfæri karla með áhrifaríkari hætti en nú er gert. 15.4.2011 09:52 Fleiri stúlkur en drengir í skátana Í fyrsta skiptið í sögu bresku Skátanna hafa fleiri stúlkur skráð sig í samtökin en drengir. 15.4.2011 09:48 Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15.4.2011 09:46 Æfir yfir því að geimskutla verði geymd á safni í New York Fimmtán þingmenn Repúblikanaflokksins í Houston í Bandaríkjunum berjast hatrammlega gegn því að geimskutla, sem hætt er að nota, verði vistuð á safni í New York. 15.4.2011 09:41 Prestur játar barnaníð en ætlar ekki að hætta sem prestur Fyrrverandi biskup kaþólsku kirkjunnar í Belgíu, játaði í gær í sjónvarpsviðtali í landinu, að hann hefði misnotað tvo frændur sína. 15.4.2011 09:36 Kviknaði í manni þegar hann horfði á klámmynd Lögreglunni í San Francisco brá heldur betur í brún á miðvikudaginn þegar logandi maður kom hlaupandi til þeirra. 15.4.2011 09:28 Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur? "Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur?," spyr blaðamaður Fréttatímans vegna misvísandi upplýsinga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sett fram um menntun sína. Fréttatíminn fjallar um menntun Sigmundar Davíðs í dag en formaðurinn svaraði ekki fyrirspurn um nákvæma menntun hans. Aðstoðarmaður formannsins gerði það ekki heldur, og þakkaði blaðamanni einfaldlega fyrir ábendinguna þegar hann var inntur eftir svörum. Í Fréttatímanum kemur fram að Sigmundur Davíð hefur orðið minnst fjórsaga um menntun sína. "Á vef Alþingis er menntun Sigmundar Davíðs framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla. Hvergi er minnst á doktorsgráðu eða skipulagshagfræði þar. Þetta verður síðan flóknara þegar kemur að tengslanetsíðunni Linked-in. Þar er hann skráður sem independent Architecture and Planning Professional sem menntaði sig í Oxford-háskóla á árunum 1995 til 2007. Aftur svolítið ruglingslegt því á Alþingissíðunni er hann búinn að læra stjórnmálafræði og í Morgunblaðinu árið 2009 er hann að fara að verja doktorsritgerð sína í Oxford jafnvel þótt hann hafi lokið námi þaðan árið 2007 samkvæmt Linked-in. Til að kóróna hringavitleysuna titlar hann sig á Facebook sem skipulagshagfræðing, menntaðan í Oxford-háskóla í hagfræði og hagrænni landafræði.“ Sjá umfjöllun Fréttatímans í heild sinni. 15.4.2011 09:25 Rabbíni káfaði á konu í flugvél Tæplega fimmtugur Rabbíni var gripinn glóðvolgur í flugi frá Ísrael til Bandaríkjanna þegar hann káfaði á sessinauti sínum sem hann hélt að væri sofandi. 15.4.2011 09:22 Nærstaddir björguðu lífi manns á Brjánslæk Karlmaður fékk hjartastopp á Brjánslæk við Breiðafjörð undir kvöld og féll í ómegin. Svo vel vildi til að nærstaddir kunnu skyndihjálp og tókst þeim að vekja hjartslátt í manninum aftur. 15.4.2011 09:13 Flestir flytja til Noregs 319.100 manns bjuggu á Íslandi í lok 1. ársfjórðungs 2011, þar af 160.300 karlar og 158.800 konur. Landsmönnum fjölgaði um 600 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.400 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 203.000 manns. Á 1. ársfjórðungi 2011 fæddust 1.100 börn, en 540 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttu 15 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 270 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 260 fleiri en þeir sem fluttu frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttu frá landinu. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttu 320 manns á 1. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttu 620 íslenskir ríkisborgarar af 840 alls. Af þeim 380 erlendu ríkisborgurum sem fluttu frá landinu fóru flestir til Póllands, 160 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (240), Noregi (130) og Svíþjóð (60), samtals 420 manns af 570. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttu 170 af alls 640 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst en þaðan fluttu 45 erlendir ríkisborgarar til landsins. 15.4.2011 09:08 Órói í Búrkína Fasó Mikill órói er í hernum í Búrkína Fasó en skothvellir hermanna heyrðust nærri forsetahöllinni í höfuðborg landsins í gær. 15.4.2011 09:07 Ítali myrtur í Palestínu Ítalskur aðgerðarsinni fannst myrtur í húsi í Palestínu en honum hafði verið rænt af herskáum íslamistum, sem eru tengdir Al-Kaída samtökunum, sem vildu fá leiðtoga sinn lausann, en hann var handtekinn í síðasta mánuði. 15.4.2011 09:03 Matarúthlutun hjálparstarfs - nýtt fyrirkomulag kynnt Hjálparstarf kirkjunnar hefur boðað til blaðamannafundar klukkan half ellefu þar sem kynntar verða „róttækar breytingar á mataraðstoð sinni til samræmis við kröfur samfélagsins, skjólstæðinga og ráðamanna,“ eins og það er orðað í tilkynningu. Yfirskrift boðunar á fundinn er „Matarpakkar úr sögunni“ en á fundinum verður skýrt frá því hvaða fyrirkomulag tekur við í staðinn. Birtar verða fréttir af því hvað tekur við, um leið og þær berast. Sem kunnugt er hefur núverandi fyrirkomulag um biðraðir hjá hjálparstofnunum vegan mataraðstoðar verið gagnrýndar mjög og virðist Hjálparstarf kirkjunnar nú hafa brugðist við þeirri gagnrýni. 15.4.2011 08:56 Líbía á sér enga framtíð með Gaddafi á valdastóli Leiðtogar Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Gaddafi Líbíuleiðtogi verði að láta af völdum. Líbía eigi sér enga framtíð á meðan hann sitji á valdastóli. 15.4.2011 08:56 Þýska þyrlan biluð Þyrlan, sem þýska flotadeildin, sem kom til Reykjavíkur í gærmorgun, ætlaði að lána Landhelgisgæslunni á meðan á heimsókninni stæði, er enn um borð í einu herskipanna. 15.4.2011 08:19 Pottaslys í Grímsnesi Norskur ferðamaður, sem ætlaði að gista í orlofshúsi í Grímsnesi ásamt samferðamönnum sínum, hrasaði illilega og handleggsbrotnaði þegar hann var að stíga upp úr heitum potti um tvö leytið í nótt. 15.4.2011 08:16 Nýir eigendur fundu kókaín í þakklæðningu Benz-bifreiðar Ungir menn, sem voru að gera upp gamlan Benz Austur á Selfossi í gærkvöldi, sáu fyrir tilviljun gat inn í þakklæðninguna á bak við baksýnisspegilinn. 15.4.2011 08:13 Nokkuð um hálkuslys - nagladekk bönnuð frá og með deginum í dag Þrjú umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu seint í gærkvöldi, sem öll má rekja til hálku. 15.4.2011 08:11 Vilja að Ásmundur Einar segi af sér Félagsfundur svæðisfélags Vinstri grænna á Vestfjörðum, sem haldinn var í gærkvöldi, skorar á Ásmund Einar Daðason, þingmann flokksins í Norðvesturkjördæmi, að segja nú þegar af sér þignmennsku. 15.4.2011 08:09 Úrslitastundin í dag Gengið verður frá kjarasamningum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í dag. Hvort samningarnir verða til nokkurra vikna eða þriggja ára ræðst af því hvort samkomulag næst í dag við ríkisstjórnina um sjávarútvegsmál, samgönguframkvæmdir og fleiri mál, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 15.4.2011 08:00 Ekki fararsnið að sjá á Gaddafí Ekkert fararsnið virðist á Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins og uppreisn í landinu. Gaddafí ók í gær um höfuðborgina Trípólí í brynvörðum jeppa og steytti hnefann í átt að himni. 15.4.2011 08:00 Þremenningar ætla að starfa eftir stefnu VG Þrír þingmenn sem gengið hafa úr þingflokki Vinstri grænna eru að íhuga að stofna nýjan þingflokk. Þau ætla að styðja ríkisstjórnina í málum sem eru í samræmi við stefnu Vinstri grænna. 15.4.2011 07:45 Breytingar á tillögum um sameiningu skóla Meirihlutinn í menntaráði Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum á miðvikudag að fækka nokkuð framkomnum hugmyndum um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar. 15.4.2011 07:00 Nefnd vill fleiri og minni kjúklingabú Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. 15.4.2011 07:00 Milljónir evra fyrir verðsamráð Framkvæmdastjórn ESB úrskurðaði í gær að stórfyrirtækin Proctor & Gamble, Unilever og Henkel hefðu gerst brotleg við samkeppnislög og voru tvö fyrrnefndu fyrirtækin dæmd til að greiða rúmar 300 milljónir evra í sektir. Henkel slapp við sektir þar sem forsvarsmenn þess tilkynntu um brotin. 15.4.2011 07:00 Vill sjá stækkun EES til suðurs Evrópusambandið ætti að bjóða nágrönnum sínum í suðri að vera hluti af markaðssvæði þess og verða aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta sagði stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, í viðtali á dögunum. 15.4.2011 06:00 Endurbætur fyrir 275 milljónir Framkvæmdaáætlun við endurbætur á sundlaugum í Reykjavík mun kosta borgina 275 milljónir króna. Alls er gert ráð fyrir 500 milljónum í fjárhagsáætlun ársins. Borgarráð samþykkti framkvæmdaáætlunina á fundi sínum í gær. 15.4.2011 06:00 Spjaldtölvum um að kenna Sala á einkatölvum dróst saman um 1,1 prósent á heimsvísu á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt upplýsingum markaðsrannsóknafyrirtækisins Gartner. Salan hefur ekki verið daprari í eitt og hálft ár. 15.4.2011 05:00 Mikil hálka á götum borgarinnar Þó að vorið sé að nálgast þá er veturinn ekki alveg farinn því mikil hálka er nú á götum höfuðborgarsvæðisins. 14.4.2011 23:13 Fyrsta hljóðprufan í Hörpunni á morgun Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ganga fylktu liði frá Háskólabíói niður í Hörpu þar sem fyrsta hljóðprufa í nýjum tónleikasal fer fram. Mikil gleði verður í göngunni og mæta lúðraþeytarar með lýðra og lýrur. 14.4.2011 22:14 Þjáist af arfgengri heilablæðingu: Læt ekkert stoppa mig „Ég ætla að gera allt sem mig langar til að gera og læt ekkert stoppa mig,“ segir María Ósk Kjartansdóttir, ung kona sem þjáist af arfgengri heilablæðingu, en sjúkdómurinn dregur flesta þá sem af honum þjást til dauða um þrítugt. 14.4.2011 21:30 Forseti Tékklands stelur penna - myndband Myndband af Václav Klaus, forseta Tékklands, fer nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum. Myndbandið sýnir forsetann stela penna þegar hann var í opinberri heimsókn í Chíle á dögunum. 14.4.2011 21:00 Eigandi Bæjarins Bestu: Ríkisstjórnin gæti ekki skilað hagnaði Eigandi Bæjarins Bestu tekur undir orð formanns Framsóknarflokksins um að ríkisstjórnin geti ekki skilað rekstri pylsusölunnar í plús. Hún segir að miðað við þá skatta sem lagðir séu á atvinnurekendur, lítist henni ekki á blikuna. 14.4.2011 20:12 Nefndi dóttur sína Facebook Egyptinn Gamal Ibrahim fór heldur furðulega leið þegar hann var að leita að nafni á nýfædda dóttur sína á dögunum. 14.4.2011 20:00 Guðmundur vill að framsókn gangi til liðs við ríkisstjórnina Guðmundur Steingrímsson tekur undir orð Sivjar Friðleifsdóttur og vill að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Hann segir tímabært að gerður verði nýr stjórnarsáttmáli og ríkisstjórnin auki styrk sinn á Alþingi. 14.4.2011 19:06 Íbúðalánasjóður verðmetur eignir of hátt Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. 14.4.2011 18:43 Lilja íhugar að stofna stjórnmálaflokk Lilja Mósesdóttir íhugar nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hún segist kanna alla möguleika er varða framtíð sína í stjórnmálum. Þá mun hún stofna nýjan þingflokk ásamt Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Það verður þó ekki gert formlega fyrr en Alþingi kemur saman að loknu páskaleyfi. Hún segir starf þingflokksformanns ekki vera eftirsótt meðal þremenningna. 14.4.2011 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Lofar endurgreiðslu ef áhorfendum finnst myndin léleg - stikla Norski kvikmyndagerðamaðurin Geir Greni hefur lofað þeim sem sjá kvikmynd sína í norskum bíósölum, endurgreiðslu ef þeim líkar ekki við myndina. 15.4.2011 10:08
Einn af hverjum átta í Bretlandi innflytjandi Einn af hverjum átta íbúum Bretlands eru af erlendum uppruna en á síðustu þrettán árum hafa þrjár milljónir innflytjenda flust til landsins. 15.4.2011 10:05
Jórdanir rétta yfir skopmyndateiknara Jórdanskur dómstóll hefur krafist þess að skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard verði viðstaddur réttarhöld yfir honum sem eru að fara að hefjast í höfuðborg landsins, Amman. 15.4.2011 10:02
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Hörpu Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í dag úr Háskólabíói yfir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Að þessu tilefni ákvað hljómsveitin að ganga fylktu liði frá Hagatorgi niður í Hörpu. Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir að undirbúningur að flutningnum hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Nú séu menn hins vegar að undirbúa opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu sem verða 4. maí næstkomandi. 15.4.2011 09:59
Sýknaður af ákæru um brot gegn syni Hæstiréttur hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn syni sínum. Manninum var gefið að sök að hafa á árinu 2009 farið upp í rúm til sonar síns, sem var í heimsókn hjá föður sínum, og brotið þar gegn honum með ýmsum kynferðislegum athöfnum, þar á meðal með því að fróa honum. 15.4.2011 09:58
Myrti hjón í Danmörku Lögreglan í Óðinsvé í Danmörku leitar nú að morðingja sem varð hjónum að bana, sennilega á miðvikudagskvöldinu. 15.4.2011 09:58
Leitað á sex ára telpu á flugvelli Hneykslunaralda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna þess að leitað var á sex ára gamalli telpu í öryggishliði á flugvelli. 15.4.2011 09:55
Elsti maður heims deyr 114 ára gamall Elsti maður veraldar lést á dögunum en hann var 114 ára gamall. Maðurinn hét Walter Breuning og var fæddur árið 1896 í Minnesota í Bandaríkjunum. 15.4.2011 09:54
Miniar táknar hluta af mér sem áður var falinn "Í fyrsta skiptið sem ég kynnti mig sem karlkyns, í fyrsta skipti sem ég leyfði mér að vera ég sjálfur, þá var það undir nafninu Miniar," segir Hans Miniar Jónsson. Mannanafnanefnd hafnaði nafninu Miniar og því fær hann ekki að bera það í opinberum skrám. "Þegar ég síðar kom út úr skápnum í gegn um netiið fór ég að nota það nafn meir og meir, og það varð að stórum hluta af mér sjálfum. Það er þess vegna sem það er nokkuð sárt að því var neitað," segir hann. Vísir greindi frá höfnun mannanafnanefndar í gær. Þá kom fram að Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Það er táknræn saga á bak við nafnið Miniar. "Orðið kemur upprunalega úr forn-tíbetsku og þýðir sá sem er falinn eða gleymdur. Það var táknrænt fyrir mér fyrir það að ég var ennþá að stórum hluta í felum með þetta, en einnig fyrir það að ég var að sýna hluta af mér sem ég hafði áður falið," segir Hans Miniar, sem ætlar þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar að nota Miniar-nafnið áfram. Sem barn var hann nefndur Hólmfríður, í höfuðið á föðurömmu sinni. "Það var einhvern veginn rökrétt að fara í akkúrat hina áttina og taka nafn móðurafa míns í staðinn. Þaðan kemur Hans nafnið alla vega," segir Hans Miniar. Hann er búinn að bíða lengi eftir því að fara í aðgerð þar sem brjóstin eru numin brott. Nú er komin dagsetning á stóra daginn, og þann 5. maí fer Hans Miniar í síðustu aðgerðina sína vegna kynleiðréttingarinnar, hið minnsta þar til tæknin gerir það kleift að endurgera kynfæri karla með áhrifaríkari hætti en nú er gert. 15.4.2011 09:52
Fleiri stúlkur en drengir í skátana Í fyrsta skiptið í sögu bresku Skátanna hafa fleiri stúlkur skráð sig í samtökin en drengir. 15.4.2011 09:48
Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15.4.2011 09:46
Æfir yfir því að geimskutla verði geymd á safni í New York Fimmtán þingmenn Repúblikanaflokksins í Houston í Bandaríkjunum berjast hatrammlega gegn því að geimskutla, sem hætt er að nota, verði vistuð á safni í New York. 15.4.2011 09:41
Prestur játar barnaníð en ætlar ekki að hætta sem prestur Fyrrverandi biskup kaþólsku kirkjunnar í Belgíu, játaði í gær í sjónvarpsviðtali í landinu, að hann hefði misnotað tvo frændur sína. 15.4.2011 09:36
Kviknaði í manni þegar hann horfði á klámmynd Lögreglunni í San Francisco brá heldur betur í brún á miðvikudaginn þegar logandi maður kom hlaupandi til þeirra. 15.4.2011 09:28
Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur? "Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur?," spyr blaðamaður Fréttatímans vegna misvísandi upplýsinga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sett fram um menntun sína. Fréttatíminn fjallar um menntun Sigmundar Davíðs í dag en formaðurinn svaraði ekki fyrirspurn um nákvæma menntun hans. Aðstoðarmaður formannsins gerði það ekki heldur, og þakkaði blaðamanni einfaldlega fyrir ábendinguna þegar hann var inntur eftir svörum. Í Fréttatímanum kemur fram að Sigmundur Davíð hefur orðið minnst fjórsaga um menntun sína. "Á vef Alþingis er menntun Sigmundar Davíðs framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla. Hvergi er minnst á doktorsgráðu eða skipulagshagfræði þar. Þetta verður síðan flóknara þegar kemur að tengslanetsíðunni Linked-in. Þar er hann skráður sem independent Architecture and Planning Professional sem menntaði sig í Oxford-háskóla á árunum 1995 til 2007. Aftur svolítið ruglingslegt því á Alþingissíðunni er hann búinn að læra stjórnmálafræði og í Morgunblaðinu árið 2009 er hann að fara að verja doktorsritgerð sína í Oxford jafnvel þótt hann hafi lokið námi þaðan árið 2007 samkvæmt Linked-in. Til að kóróna hringavitleysuna titlar hann sig á Facebook sem skipulagshagfræðing, menntaðan í Oxford-háskóla í hagfræði og hagrænni landafræði.“ Sjá umfjöllun Fréttatímans í heild sinni. 15.4.2011 09:25
Rabbíni káfaði á konu í flugvél Tæplega fimmtugur Rabbíni var gripinn glóðvolgur í flugi frá Ísrael til Bandaríkjanna þegar hann káfaði á sessinauti sínum sem hann hélt að væri sofandi. 15.4.2011 09:22
Nærstaddir björguðu lífi manns á Brjánslæk Karlmaður fékk hjartastopp á Brjánslæk við Breiðafjörð undir kvöld og féll í ómegin. Svo vel vildi til að nærstaddir kunnu skyndihjálp og tókst þeim að vekja hjartslátt í manninum aftur. 15.4.2011 09:13
Flestir flytja til Noregs 319.100 manns bjuggu á Íslandi í lok 1. ársfjórðungs 2011, þar af 160.300 karlar og 158.800 konur. Landsmönnum fjölgaði um 600 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.400 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 203.000 manns. Á 1. ársfjórðungi 2011 fæddust 1.100 börn, en 540 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttu 15 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 270 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 260 fleiri en þeir sem fluttu frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttu frá landinu. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttu 320 manns á 1. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttu 620 íslenskir ríkisborgarar af 840 alls. Af þeim 380 erlendu ríkisborgurum sem fluttu frá landinu fóru flestir til Póllands, 160 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (240), Noregi (130) og Svíþjóð (60), samtals 420 manns af 570. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttu 170 af alls 640 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst en þaðan fluttu 45 erlendir ríkisborgarar til landsins. 15.4.2011 09:08
Órói í Búrkína Fasó Mikill órói er í hernum í Búrkína Fasó en skothvellir hermanna heyrðust nærri forsetahöllinni í höfuðborg landsins í gær. 15.4.2011 09:07
Ítali myrtur í Palestínu Ítalskur aðgerðarsinni fannst myrtur í húsi í Palestínu en honum hafði verið rænt af herskáum íslamistum, sem eru tengdir Al-Kaída samtökunum, sem vildu fá leiðtoga sinn lausann, en hann var handtekinn í síðasta mánuði. 15.4.2011 09:03
Matarúthlutun hjálparstarfs - nýtt fyrirkomulag kynnt Hjálparstarf kirkjunnar hefur boðað til blaðamannafundar klukkan half ellefu þar sem kynntar verða „róttækar breytingar á mataraðstoð sinni til samræmis við kröfur samfélagsins, skjólstæðinga og ráðamanna,“ eins og það er orðað í tilkynningu. Yfirskrift boðunar á fundinn er „Matarpakkar úr sögunni“ en á fundinum verður skýrt frá því hvaða fyrirkomulag tekur við í staðinn. Birtar verða fréttir af því hvað tekur við, um leið og þær berast. Sem kunnugt er hefur núverandi fyrirkomulag um biðraðir hjá hjálparstofnunum vegan mataraðstoðar verið gagnrýndar mjög og virðist Hjálparstarf kirkjunnar nú hafa brugðist við þeirri gagnrýni. 15.4.2011 08:56
Líbía á sér enga framtíð með Gaddafi á valdastóli Leiðtogar Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Gaddafi Líbíuleiðtogi verði að láta af völdum. Líbía eigi sér enga framtíð á meðan hann sitji á valdastóli. 15.4.2011 08:56
Þýska þyrlan biluð Þyrlan, sem þýska flotadeildin, sem kom til Reykjavíkur í gærmorgun, ætlaði að lána Landhelgisgæslunni á meðan á heimsókninni stæði, er enn um borð í einu herskipanna. 15.4.2011 08:19
Pottaslys í Grímsnesi Norskur ferðamaður, sem ætlaði að gista í orlofshúsi í Grímsnesi ásamt samferðamönnum sínum, hrasaði illilega og handleggsbrotnaði þegar hann var að stíga upp úr heitum potti um tvö leytið í nótt. 15.4.2011 08:16
Nýir eigendur fundu kókaín í þakklæðningu Benz-bifreiðar Ungir menn, sem voru að gera upp gamlan Benz Austur á Selfossi í gærkvöldi, sáu fyrir tilviljun gat inn í þakklæðninguna á bak við baksýnisspegilinn. 15.4.2011 08:13
Nokkuð um hálkuslys - nagladekk bönnuð frá og með deginum í dag Þrjú umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu seint í gærkvöldi, sem öll má rekja til hálku. 15.4.2011 08:11
Vilja að Ásmundur Einar segi af sér Félagsfundur svæðisfélags Vinstri grænna á Vestfjörðum, sem haldinn var í gærkvöldi, skorar á Ásmund Einar Daðason, þingmann flokksins í Norðvesturkjördæmi, að segja nú þegar af sér þignmennsku. 15.4.2011 08:09
Úrslitastundin í dag Gengið verður frá kjarasamningum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í dag. Hvort samningarnir verða til nokkurra vikna eða þriggja ára ræðst af því hvort samkomulag næst í dag við ríkisstjórnina um sjávarútvegsmál, samgönguframkvæmdir og fleiri mál, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 15.4.2011 08:00
Ekki fararsnið að sjá á Gaddafí Ekkert fararsnið virðist á Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins og uppreisn í landinu. Gaddafí ók í gær um höfuðborgina Trípólí í brynvörðum jeppa og steytti hnefann í átt að himni. 15.4.2011 08:00
Þremenningar ætla að starfa eftir stefnu VG Þrír þingmenn sem gengið hafa úr þingflokki Vinstri grænna eru að íhuga að stofna nýjan þingflokk. Þau ætla að styðja ríkisstjórnina í málum sem eru í samræmi við stefnu Vinstri grænna. 15.4.2011 07:45
Breytingar á tillögum um sameiningu skóla Meirihlutinn í menntaráði Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum á miðvikudag að fækka nokkuð framkomnum hugmyndum um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar. 15.4.2011 07:00
Nefnd vill fleiri og minni kjúklingabú Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. 15.4.2011 07:00
Milljónir evra fyrir verðsamráð Framkvæmdastjórn ESB úrskurðaði í gær að stórfyrirtækin Proctor & Gamble, Unilever og Henkel hefðu gerst brotleg við samkeppnislög og voru tvö fyrrnefndu fyrirtækin dæmd til að greiða rúmar 300 milljónir evra í sektir. Henkel slapp við sektir þar sem forsvarsmenn þess tilkynntu um brotin. 15.4.2011 07:00
Vill sjá stækkun EES til suðurs Evrópusambandið ætti að bjóða nágrönnum sínum í suðri að vera hluti af markaðssvæði þess og verða aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta sagði stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, í viðtali á dögunum. 15.4.2011 06:00
Endurbætur fyrir 275 milljónir Framkvæmdaáætlun við endurbætur á sundlaugum í Reykjavík mun kosta borgina 275 milljónir króna. Alls er gert ráð fyrir 500 milljónum í fjárhagsáætlun ársins. Borgarráð samþykkti framkvæmdaáætlunina á fundi sínum í gær. 15.4.2011 06:00
Spjaldtölvum um að kenna Sala á einkatölvum dróst saman um 1,1 prósent á heimsvísu á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt upplýsingum markaðsrannsóknafyrirtækisins Gartner. Salan hefur ekki verið daprari í eitt og hálft ár. 15.4.2011 05:00
Mikil hálka á götum borgarinnar Þó að vorið sé að nálgast þá er veturinn ekki alveg farinn því mikil hálka er nú á götum höfuðborgarsvæðisins. 14.4.2011 23:13
Fyrsta hljóðprufan í Hörpunni á morgun Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ganga fylktu liði frá Háskólabíói niður í Hörpu þar sem fyrsta hljóðprufa í nýjum tónleikasal fer fram. Mikil gleði verður í göngunni og mæta lúðraþeytarar með lýðra og lýrur. 14.4.2011 22:14
Þjáist af arfgengri heilablæðingu: Læt ekkert stoppa mig „Ég ætla að gera allt sem mig langar til að gera og læt ekkert stoppa mig,“ segir María Ósk Kjartansdóttir, ung kona sem þjáist af arfgengri heilablæðingu, en sjúkdómurinn dregur flesta þá sem af honum þjást til dauða um þrítugt. 14.4.2011 21:30
Forseti Tékklands stelur penna - myndband Myndband af Václav Klaus, forseta Tékklands, fer nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum. Myndbandið sýnir forsetann stela penna þegar hann var í opinberri heimsókn í Chíle á dögunum. 14.4.2011 21:00
Eigandi Bæjarins Bestu: Ríkisstjórnin gæti ekki skilað hagnaði Eigandi Bæjarins Bestu tekur undir orð formanns Framsóknarflokksins um að ríkisstjórnin geti ekki skilað rekstri pylsusölunnar í plús. Hún segir að miðað við þá skatta sem lagðir séu á atvinnurekendur, lítist henni ekki á blikuna. 14.4.2011 20:12
Nefndi dóttur sína Facebook Egyptinn Gamal Ibrahim fór heldur furðulega leið þegar hann var að leita að nafni á nýfædda dóttur sína á dögunum. 14.4.2011 20:00
Guðmundur vill að framsókn gangi til liðs við ríkisstjórnina Guðmundur Steingrímsson tekur undir orð Sivjar Friðleifsdóttur og vill að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Hann segir tímabært að gerður verði nýr stjórnarsáttmáli og ríkisstjórnin auki styrk sinn á Alþingi. 14.4.2011 19:06
Íbúðalánasjóður verðmetur eignir of hátt Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði. 14.4.2011 18:43
Lilja íhugar að stofna stjórnmálaflokk Lilja Mósesdóttir íhugar nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hún segist kanna alla möguleika er varða framtíð sína í stjórnmálum. Þá mun hún stofna nýjan þingflokk ásamt Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Það verður þó ekki gert formlega fyrr en Alþingi kemur saman að loknu páskaleyfi. Hún segir starf þingflokksformanns ekki vera eftirsótt meðal þremenningna. 14.4.2011 18:30