Fleiri fréttir Eyþór hafnar ásökun um hroka: Heggur sá er hlífa skyldi Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, hafnar því að hafa sýnt hroka og beitt hótunum í tengslum við þverpólitíska samráðsnefnd um sorpmál í sveitarfélaginu eins og Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarráði, fullyrti um leið og hann sagði sig frá starfi samráðsnefndarinnar. 2.3.2011 11:15 Enn skelfur jörð í Krýsuvík Skjálftahrinan í Krýsuvík heldur áfram. Nokkrir kippir hafa mælst þar í morgun, sá stærsti 2,9 stig klukkan hálfníu. Upptök þeirra voru, eins og flestra annarra í hrinunni að undanförnu, á litlu svæði við suðvestanvert Kleifarvatn, og á um fjögurra kílómetra dýpi. Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa varð síðdegis á sunnudag, 4,2 stig, og fannst hann vel á Reykjavíkursvæðinu. 2.3.2011 11:06 Rúmlega fertugur fýll fannst í Vestmannaeyjum Rúmlega fertugur fýll kom í fiskinet við Eyjólfsklöpp suðvestur af Heimaey 18. febrúar síðast liðinn. Fýllinn var merktur en merkið leit út fyrir að vera nokkuð gamalt, samkvæmt frétt sem finna má á vef Náttúrustofu Suðurlands. 2.3.2011 10:58 Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2.3.2011 10:23 Heimta fé af BVS í kjölfar skýrslunnar Fyrrverandi eigandi meðferðarheimilis sem rekið var á grundvelli þjónustusamnings við Barnaverndarstofu (BVS) hefur sent BVS formlegt erindi í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu í síðustu viku um rekstur slíkra heimila. Hann telur að með vísan til þess sem fram komi í skýrslunni sé ljóst að hann hafi verið hlunnfarinn við uppgjör á samningi sínum og krefst þess að honum verði bætt það sem upp á vanti. 2.3.2011 10:00 Meirihluti á móti nýju nafni: Landlæknir – lýðheilsa skal það vera Meirihluti heilbrigðisnefndar telur fyrirhugað nafn sameinaðrar stofnunar Lýðheilsustöðvar og landlæknisembættisins ótækt. 2.3.2011 10:00 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2.3.2011 09:35 Gaddafi gerir gagnárás Hersveitir hliðhollar Moammar Gaddafi notuðu meðal annars orrustuþotur til þess að ná á sitt vald tveim bæjum í austurhluta landsins. 2.3.2011 09:26 Hálka á Hellisheiðinni og víðar Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en víða hálkublettir eða snjóþekja á Suðurlandi, einkum í uppsveitum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 2.3.2011 09:10 Hraðbankar biluðu - Gátu tekið endalaust út Ástralski bankinn Commonwealth þurfti að loka öllum hraðbönkunum sínum í landinu í gær eftir að tölvukerfið bilaði sem gerði það að verkum að viðskiptavinir gátu tekið endalausan pening út án þess að eiga fyrir honum. 2.3.2011 08:45 Rann á bananahýði og vill milljónir Fimmtíu og átta ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur stefnt lágvöruverslun þar í landi eftir að hún rann á bananahýði fyrir utan verslunina og féll aftur fyrir sig. 2.3.2011 08:38 Kannabismunkar handteknir í Nepal Nepölsk yfirvöld hafa tekið fyrir kannabissölu heilagra manna þar í landi. Fjölmargir munkar hafa verið handteknir vegna málsins. 2.3.2011 08:35 Ráðherra myrtur í Pakistan Ráðherra minnihlutamála í Pakistan, Shahbaz Bhatti, var myrtur í nótt þar sem hann var að keyra. 2.3.2011 08:33 Mubarak fluttur til Saudi-Arabíu samkvæmt egypskum fjölmiðlum Egypska dagblaðið Al Akhbar hefur greint frá því að Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hafi verið fluttur á spítala í borginni Tabuk í Saudi-Arabíu. 2.3.2011 08:30 Galliano rekinn frá Dior Tískuhönnuðurinn John Galliano hefur verið rekinn frá tískuhúsinu Christian Dior eftir að myndbandsupptaka af hönnuðinum, þar sem hann segist elska Hitler, lak út á netið. 2.3.2011 08:27 Þóttist vera krabbameinslæknir og áreitti konur Hinn sextíu og þriggja ára gamli Michail Sorododsky játaði í gær að hafa nauðgað einni konu og áreitt kynferðislega um tuttugu konur sem leituðu til hans þegar hann þóttist vera krabbameinslæknir. 2.3.2011 08:23 Natascha Kampusch vill bætur fyrir mannrán Natascha Kampusch, sem var rænt árið 1998 í Austurríki, og haldið fanginni í átta ár af kvalara sínum, hefur krafist um 800 milljónir íslenskra króna í skaðabætur, vegna mistaka við rannsókn málsins. 2.3.2011 08:18 Óttast að Gaddafi beiti efnavopnum Helstu þjóðarleiðtogar heims eru komnir á fremsta hlunn með að ráðast inn í Líbíu með hervaldi. Meðal annars af ótta við að Gaddafi beiti efnavopnum á þegna sína. 2.3.2011 08:07 58 sagt upp um mánaðamótin 58 manns var sagt upp í tveimur hópuppsögnum nu um mánaðamótin. 38 starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði var sagt upp þar sem stofnunin verður lokuð í sumar vegna fjárskorts. 2.3.2011 08:05 Fjöldagröf fannst í Mexíkó Fjöldagröf fannst í Mexíkó á miðvikudagsmorgninum en í henni voru alls sautján lík. Talið er að fjöldagröfin sé á ábyrgð fíkniefnahringja í landinu sem hafa haldið landsmönnum í heljargreipum ofbeldis síðan árið 2006. 2.3.2011 08:04 Þrír stútar teknir Þrír ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ölvunarakstur og var einn þeirra réttindalaus eftir að hafa áður verið tekinn ölvaður á bíl. 2.3.2011 08:02 Ungmenni handtekin við innbrotstilraun Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu gómuðu þrjú ungmenni þar sem þau voru að reyna að brjóta upp hurð á söluturni í Grafarvogi í nótt, og beittu kúbeini við það 2.3.2011 07:59 Goðafoss mengar líka í Svíþjóð Olíuleka varð vart frá flutningaskipinu Goðafossi, þegar það var á leið frá Noregi til skipasmíðastöðvar á Fjóni í gærkvöldi, þar sem á að gera við það eftir strandið við Noregsstrendur nýverið. 2.3.2011 07:55 Bílvelta á Norðurlandi - Gekk blóðugur að næsta bæ Ökumaður á stórum flutningabíl var hætt kominn þegar bíll hans rann út af veginum í Kelduhverfi í nótt og valt. 2.3.2011 07:07 Ríkiskaup auglýsa Efri-Brú Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í húseignir og 37 hektara land að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsakosturinn samanstendur af gisti- og þjónustumiðstöð og sambyggðu íbúðarhúsi, þremur parhúsum og tveimur íbúðarhúsum, samtals rúmlega 1.400 fermetrar að stærð, auk útihúsa. 2.3.2011 06:30 Tvö kærumál á borði landsdóms Fyrsta opna þinghald landsdóms fer fram næsta þriðjudag klukkan eitt í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrir dómnum liggur að úrskurða um tvö atriði. 2.3.2011 06:00 Sorpbrennslu hætt í Svínafelli Bæjarráð Hornafjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminni vegna umræðu um mengun sem stafar af sorpbrennslum. Flosalaug, sem hefur verið hituð með orku sem sorpbrennslan gefur, verður jafnframt lokað. 2.3.2011 05:00 Öryggistilfinning Dalamanna dofnar „Fólk upplifir nú mikið öryggisleysi eftir að hér hefur verið lögreglubíll á staðnum frá árinu 1966,“ segir Baldvin Guðmundsson, íbúi í Búðardal, en þaðan hvarf eini lögreglubíllinn í gær til Borgarness vegna hagræðingar. 2.3.2011 05:00 Boða aðgerðir vegna eldsneytishækkunar Starfshópur fjármálaráðuneytis um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun skila fyrstu tillögum sínum hinn 1. apríl næstkomandi. Það var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gær, en hann verður skipaður fulltrúum úr fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti. 2.3.2011 05:00 Ólína og hundurinn hífð í þyrluna "Ég var hræddust um hundinn, svo brá mér svolítið þegar ég sá myndirnar eftir á. En þetta gekk allt vel,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þingkona, sem var í vikunni í fyrsta sinn hífð upp í þyrlu ásamt áhöfn TF-LÍF. Skutull, hundur Ólínu, var með í för. 2.3.2011 04:00 Hrikalega vond lykt af kröbbunum Maður var handtekinn á Domodedovo flugvellinum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á dögunum en tollverðir fundu alveg hrikalega vonda lykt þegar maðurinn gekk framhjá þeim. 1.3.2011 21:16 Krúttlegir hvolpar léku sér í snjónum Þeir eru krúttlegir litlu hvolparnir hennar Helgu B. Hermannsdóttur kennara. Þeir tóku snjókomunni fagnandi í dag og Helga ákvað að hleypa þeim út í garð til að viðra sig. Hvolparnir, sem eru sex vikna gamlir, voru undir öruggu eftirliti mömmu sinnar á meðan þeir voru úti. 1.3.2011 21:07 Erfitt að þola einelti Nítján ára einhverf stúlka segir erfitt að vera ávallt fórnarlamb eineltis. Bíll stúlkunnar var skemmdur í gær og eru sökudólgarnir enn ófundnir. Sunna Björk er nítján ára gömul og er með einhverfu. Í gær sögðum við frá því að skemmdarverk höfðu verið unnin á bíl hennar, ljós brotin og eggjum kastað í hann. Við hittum Sunnu Björk og móður hennar á kaffihúsi út á Granda - skammt frá vinnustað hennar. 1.3.2011 20:31 Sjálfstæðismenn gagnrýna skattahækkunina í borginni Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna skattahækkunina sem samþykkt var á vettvangi borgarstjórnar í dag. Segja þeir að sífellt sé verið að hækka skatta í borginni. Benda sjálfstæðismenn á að farið hafi verið í gríðarlegar skatta- og gjaldskrárhækkanir þegar fjárhagsáætlun var lögð fram rétt fyrir áramót. Þær hækkanir hafi falið í sér 100-150 þúsund króna útgjaldaauka fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar sé enn lagt til að skattar hækki og útsvar fari í hámark í höfuðborginni. 1.3.2011 21:38 Nýjasti grínþátturinn hjá Fox heitir Iceland Nýjasti grínþátturinn hjá Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum heitir því skemmtilega nafni Iceland. Þátturinn hefur fengið grænt ljós og verður framleiddur síðar á árinu. Á Netinu fæst engin skýring á nafngift þáttarins, sem fjallar um konu sem nýverið missti unnusta sinn. Á meðal leikara eru Kerry Bishe, sem lék í Scrubs og John Boyd. 1.3.2011 21:00 Alltof slakar sýklavarnir Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Of fáir sjúkraliðar eru á vakt og menntun ekki metin að verðleikum. Landlæknir treystir á almenna skynsemi. 1.3.2011 21:00 Tuttugu hófu nám í lögregluskólanum Alls hófu 20 nýnemar nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins, samkvæmt tilkynningu frá skólanum. Námið á önninni tekur fjóra mánuði, því lýkur í lok júní 2011 og þá fara nemendurnir í starfsnám í lögreglunni. 1.3.2011 19:24 Vill að Sjúkratryggingar greiði 75% af kostnaði við tannlækningar Velferðarráðherra vill að Sjúkratryggingar Íslands greiði 75 prósent raunkostnaðar við tannlækningar barna og unglinga. Hann segir tannlækningar lengi hafa verið veikasta hlekkinn í íslenska heilbrigðiskerfinu og því þurfi að breyta. 1.3.2011 18:50 Enn ein skattahækkunin samþykkt á borgarbúa Skattahækkun á íbúa Reykjavíkur var samþykkt í dag þegar borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar með stuðningi Vinstri grænna samþykkti að hækka útsvar frá 1. júlí upp í hæstu mögulega álagningu. 1.3.2011 18:49 Alvarlegt að vera dæmdur á Sogn Það er mun alvarlegra að vera dæmdur ósakhæfur til vistunar á stofnun en í fangelsi, segir yfirlæknir Réttargeðdeildarinnar að Sogni. Hann segir lágmarkstíma vistunar vera að minnsta kosti tvö ár en dæmi eru um að menn dvelji þar í áratugi. 1.3.2011 18:33 Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás með krikketkylfu Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann á Fáskrúðsfirði í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á mann á Egilsstöðum í júlí í fyrra og lamið hann í höfuð með krikketkylfu og kýlt hann í andlit og líkama. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut fimm sentimetra langt sár á vinstra gagnauga og sár á höfði, auk frekari meiðsla. 1.3.2011 17:41 Hjólreiðar valda alls ekki hjartaáföllum - eru hollar fyrir flesta Hún vakti athygli á dögunum fréttin af erlendri skýrslu þar sem sagt var að hjólreiðar væru heilsuspillandi og orsökuðu hjartaáfall. Greinin var upphaflega skrifuð í Daily Mail en fór fljótlega víða, þar á meðal inn á Vísi. Forsvarsmenn rannsóknarinnar eru hinsvegar ekki allskostar sáttir við túlkun breska blaðsins á skýrslunni og í Guardian hefur henni nú verið svarað, enda langt í frá hægt að segja að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. 1.3.2011 16:45 Uppselt á báða opnunartónleikana í Hörpu Uppselt er á báða opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu sem haldnir verða 4. og 5. maí. Mikið álag myndaðist á miðasölukerfinu á midi.is og sumir þurftu að bíða lengi áður en þeir gátu keypt miða. 1.3.2011 15:45 Dior rekur John Galliano - sagðist elska Hitler Tískuhúsið Dior hefur rekið yfirhönnuð sinn, hinn heimsþekkta John Galliano. Galliano lenti í vandræðum í Marais hverfinu í París á dögunum þar sem hann helti sér yfir par á næsta borði við hann á kaffihúsi og úthúðaði þeim með alls kyns andgyðinglegu níði. Lögreglan fjarlægði tískumógúlinn en engar ákærur voru þó gefnar út. 1.3.2011 15:33 Sjálfstæðismenn óska skýringa umhverfisráðherra Kristján Þór Júlíusson og Birgir Ármannsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd, óska eftir opnum fundi umhverfisnefndar vegna staðfestingar Svandísar Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, á verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Þeir óska eftir að umhverfisráðherra mæti til fundarins og upplýsi nefndina um hvernig samráði við helstu hagsmunaaðila hafi verið háttað varðandi takmarkanir á útivist, umferð og veiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðsins. Ennfremur er þess óskað að ráðherra færi á fundinum fram rökstuðning sinn fyrir þeim takmörkunum á aðgengi sem ráðherrann hefur staðfest í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarðinn. 1.3.2011 15:32 Sjá næstu 50 fréttir
Eyþór hafnar ásökun um hroka: Heggur sá er hlífa skyldi Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, hafnar því að hafa sýnt hroka og beitt hótunum í tengslum við þverpólitíska samráðsnefnd um sorpmál í sveitarfélaginu eins og Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarráði, fullyrti um leið og hann sagði sig frá starfi samráðsnefndarinnar. 2.3.2011 11:15
Enn skelfur jörð í Krýsuvík Skjálftahrinan í Krýsuvík heldur áfram. Nokkrir kippir hafa mælst þar í morgun, sá stærsti 2,9 stig klukkan hálfníu. Upptök þeirra voru, eins og flestra annarra í hrinunni að undanförnu, á litlu svæði við suðvestanvert Kleifarvatn, og á um fjögurra kílómetra dýpi. Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa varð síðdegis á sunnudag, 4,2 stig, og fannst hann vel á Reykjavíkursvæðinu. 2.3.2011 11:06
Rúmlega fertugur fýll fannst í Vestmannaeyjum Rúmlega fertugur fýll kom í fiskinet við Eyjólfsklöpp suðvestur af Heimaey 18. febrúar síðast liðinn. Fýllinn var merktur en merkið leit út fyrir að vera nokkuð gamalt, samkvæmt frétt sem finna má á vef Náttúrustofu Suðurlands. 2.3.2011 10:58
Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2.3.2011 10:23
Heimta fé af BVS í kjölfar skýrslunnar Fyrrverandi eigandi meðferðarheimilis sem rekið var á grundvelli þjónustusamnings við Barnaverndarstofu (BVS) hefur sent BVS formlegt erindi í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu í síðustu viku um rekstur slíkra heimila. Hann telur að með vísan til þess sem fram komi í skýrslunni sé ljóst að hann hafi verið hlunnfarinn við uppgjör á samningi sínum og krefst þess að honum verði bætt það sem upp á vanti. 2.3.2011 10:00
Meirihluti á móti nýju nafni: Landlæknir – lýðheilsa skal það vera Meirihluti heilbrigðisnefndar telur fyrirhugað nafn sameinaðrar stofnunar Lýðheilsustöðvar og landlæknisembættisins ótækt. 2.3.2011 10:00
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2.3.2011 09:35
Gaddafi gerir gagnárás Hersveitir hliðhollar Moammar Gaddafi notuðu meðal annars orrustuþotur til þess að ná á sitt vald tveim bæjum í austurhluta landsins. 2.3.2011 09:26
Hálka á Hellisheiðinni og víðar Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en víða hálkublettir eða snjóþekja á Suðurlandi, einkum í uppsveitum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 2.3.2011 09:10
Hraðbankar biluðu - Gátu tekið endalaust út Ástralski bankinn Commonwealth þurfti að loka öllum hraðbönkunum sínum í landinu í gær eftir að tölvukerfið bilaði sem gerði það að verkum að viðskiptavinir gátu tekið endalausan pening út án þess að eiga fyrir honum. 2.3.2011 08:45
Rann á bananahýði og vill milljónir Fimmtíu og átta ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur stefnt lágvöruverslun þar í landi eftir að hún rann á bananahýði fyrir utan verslunina og féll aftur fyrir sig. 2.3.2011 08:38
Kannabismunkar handteknir í Nepal Nepölsk yfirvöld hafa tekið fyrir kannabissölu heilagra manna þar í landi. Fjölmargir munkar hafa verið handteknir vegna málsins. 2.3.2011 08:35
Ráðherra myrtur í Pakistan Ráðherra minnihlutamála í Pakistan, Shahbaz Bhatti, var myrtur í nótt þar sem hann var að keyra. 2.3.2011 08:33
Mubarak fluttur til Saudi-Arabíu samkvæmt egypskum fjölmiðlum Egypska dagblaðið Al Akhbar hefur greint frá því að Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hafi verið fluttur á spítala í borginni Tabuk í Saudi-Arabíu. 2.3.2011 08:30
Galliano rekinn frá Dior Tískuhönnuðurinn John Galliano hefur verið rekinn frá tískuhúsinu Christian Dior eftir að myndbandsupptaka af hönnuðinum, þar sem hann segist elska Hitler, lak út á netið. 2.3.2011 08:27
Þóttist vera krabbameinslæknir og áreitti konur Hinn sextíu og þriggja ára gamli Michail Sorododsky játaði í gær að hafa nauðgað einni konu og áreitt kynferðislega um tuttugu konur sem leituðu til hans þegar hann þóttist vera krabbameinslæknir. 2.3.2011 08:23
Natascha Kampusch vill bætur fyrir mannrán Natascha Kampusch, sem var rænt árið 1998 í Austurríki, og haldið fanginni í átta ár af kvalara sínum, hefur krafist um 800 milljónir íslenskra króna í skaðabætur, vegna mistaka við rannsókn málsins. 2.3.2011 08:18
Óttast að Gaddafi beiti efnavopnum Helstu þjóðarleiðtogar heims eru komnir á fremsta hlunn með að ráðast inn í Líbíu með hervaldi. Meðal annars af ótta við að Gaddafi beiti efnavopnum á þegna sína. 2.3.2011 08:07
58 sagt upp um mánaðamótin 58 manns var sagt upp í tveimur hópuppsögnum nu um mánaðamótin. 38 starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði var sagt upp þar sem stofnunin verður lokuð í sumar vegna fjárskorts. 2.3.2011 08:05
Fjöldagröf fannst í Mexíkó Fjöldagröf fannst í Mexíkó á miðvikudagsmorgninum en í henni voru alls sautján lík. Talið er að fjöldagröfin sé á ábyrgð fíkniefnahringja í landinu sem hafa haldið landsmönnum í heljargreipum ofbeldis síðan árið 2006. 2.3.2011 08:04
Þrír stútar teknir Þrír ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ölvunarakstur og var einn þeirra réttindalaus eftir að hafa áður verið tekinn ölvaður á bíl. 2.3.2011 08:02
Ungmenni handtekin við innbrotstilraun Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu gómuðu þrjú ungmenni þar sem þau voru að reyna að brjóta upp hurð á söluturni í Grafarvogi í nótt, og beittu kúbeini við það 2.3.2011 07:59
Goðafoss mengar líka í Svíþjóð Olíuleka varð vart frá flutningaskipinu Goðafossi, þegar það var á leið frá Noregi til skipasmíðastöðvar á Fjóni í gærkvöldi, þar sem á að gera við það eftir strandið við Noregsstrendur nýverið. 2.3.2011 07:55
Bílvelta á Norðurlandi - Gekk blóðugur að næsta bæ Ökumaður á stórum flutningabíl var hætt kominn þegar bíll hans rann út af veginum í Kelduhverfi í nótt og valt. 2.3.2011 07:07
Ríkiskaup auglýsa Efri-Brú Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í húseignir og 37 hektara land að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsakosturinn samanstendur af gisti- og þjónustumiðstöð og sambyggðu íbúðarhúsi, þremur parhúsum og tveimur íbúðarhúsum, samtals rúmlega 1.400 fermetrar að stærð, auk útihúsa. 2.3.2011 06:30
Tvö kærumál á borði landsdóms Fyrsta opna þinghald landsdóms fer fram næsta þriðjudag klukkan eitt í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrir dómnum liggur að úrskurða um tvö atriði. 2.3.2011 06:00
Sorpbrennslu hætt í Svínafelli Bæjarráð Hornafjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminni vegna umræðu um mengun sem stafar af sorpbrennslum. Flosalaug, sem hefur verið hituð með orku sem sorpbrennslan gefur, verður jafnframt lokað. 2.3.2011 05:00
Öryggistilfinning Dalamanna dofnar „Fólk upplifir nú mikið öryggisleysi eftir að hér hefur verið lögreglubíll á staðnum frá árinu 1966,“ segir Baldvin Guðmundsson, íbúi í Búðardal, en þaðan hvarf eini lögreglubíllinn í gær til Borgarness vegna hagræðingar. 2.3.2011 05:00
Boða aðgerðir vegna eldsneytishækkunar Starfshópur fjármálaráðuneytis um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun skila fyrstu tillögum sínum hinn 1. apríl næstkomandi. Það var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gær, en hann verður skipaður fulltrúum úr fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti. 2.3.2011 05:00
Ólína og hundurinn hífð í þyrluna "Ég var hræddust um hundinn, svo brá mér svolítið þegar ég sá myndirnar eftir á. En þetta gekk allt vel,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þingkona, sem var í vikunni í fyrsta sinn hífð upp í þyrlu ásamt áhöfn TF-LÍF. Skutull, hundur Ólínu, var með í för. 2.3.2011 04:00
Hrikalega vond lykt af kröbbunum Maður var handtekinn á Domodedovo flugvellinum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á dögunum en tollverðir fundu alveg hrikalega vonda lykt þegar maðurinn gekk framhjá þeim. 1.3.2011 21:16
Krúttlegir hvolpar léku sér í snjónum Þeir eru krúttlegir litlu hvolparnir hennar Helgu B. Hermannsdóttur kennara. Þeir tóku snjókomunni fagnandi í dag og Helga ákvað að hleypa þeim út í garð til að viðra sig. Hvolparnir, sem eru sex vikna gamlir, voru undir öruggu eftirliti mömmu sinnar á meðan þeir voru úti. 1.3.2011 21:07
Erfitt að þola einelti Nítján ára einhverf stúlka segir erfitt að vera ávallt fórnarlamb eineltis. Bíll stúlkunnar var skemmdur í gær og eru sökudólgarnir enn ófundnir. Sunna Björk er nítján ára gömul og er með einhverfu. Í gær sögðum við frá því að skemmdarverk höfðu verið unnin á bíl hennar, ljós brotin og eggjum kastað í hann. Við hittum Sunnu Björk og móður hennar á kaffihúsi út á Granda - skammt frá vinnustað hennar. 1.3.2011 20:31
Sjálfstæðismenn gagnrýna skattahækkunina í borginni Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna skattahækkunina sem samþykkt var á vettvangi borgarstjórnar í dag. Segja þeir að sífellt sé verið að hækka skatta í borginni. Benda sjálfstæðismenn á að farið hafi verið í gríðarlegar skatta- og gjaldskrárhækkanir þegar fjárhagsáætlun var lögð fram rétt fyrir áramót. Þær hækkanir hafi falið í sér 100-150 þúsund króna útgjaldaauka fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar sé enn lagt til að skattar hækki og útsvar fari í hámark í höfuðborginni. 1.3.2011 21:38
Nýjasti grínþátturinn hjá Fox heitir Iceland Nýjasti grínþátturinn hjá Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum heitir því skemmtilega nafni Iceland. Þátturinn hefur fengið grænt ljós og verður framleiddur síðar á árinu. Á Netinu fæst engin skýring á nafngift þáttarins, sem fjallar um konu sem nýverið missti unnusta sinn. Á meðal leikara eru Kerry Bishe, sem lék í Scrubs og John Boyd. 1.3.2011 21:00
Alltof slakar sýklavarnir Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Of fáir sjúkraliðar eru á vakt og menntun ekki metin að verðleikum. Landlæknir treystir á almenna skynsemi. 1.3.2011 21:00
Tuttugu hófu nám í lögregluskólanum Alls hófu 20 nýnemar nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins, samkvæmt tilkynningu frá skólanum. Námið á önninni tekur fjóra mánuði, því lýkur í lok júní 2011 og þá fara nemendurnir í starfsnám í lögreglunni. 1.3.2011 19:24
Vill að Sjúkratryggingar greiði 75% af kostnaði við tannlækningar Velferðarráðherra vill að Sjúkratryggingar Íslands greiði 75 prósent raunkostnaðar við tannlækningar barna og unglinga. Hann segir tannlækningar lengi hafa verið veikasta hlekkinn í íslenska heilbrigðiskerfinu og því þurfi að breyta. 1.3.2011 18:50
Enn ein skattahækkunin samþykkt á borgarbúa Skattahækkun á íbúa Reykjavíkur var samþykkt í dag þegar borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar með stuðningi Vinstri grænna samþykkti að hækka útsvar frá 1. júlí upp í hæstu mögulega álagningu. 1.3.2011 18:49
Alvarlegt að vera dæmdur á Sogn Það er mun alvarlegra að vera dæmdur ósakhæfur til vistunar á stofnun en í fangelsi, segir yfirlæknir Réttargeðdeildarinnar að Sogni. Hann segir lágmarkstíma vistunar vera að minnsta kosti tvö ár en dæmi eru um að menn dvelji þar í áratugi. 1.3.2011 18:33
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás með krikketkylfu Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann á Fáskrúðsfirði í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á mann á Egilsstöðum í júlí í fyrra og lamið hann í höfuð með krikketkylfu og kýlt hann í andlit og líkama. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut fimm sentimetra langt sár á vinstra gagnauga og sár á höfði, auk frekari meiðsla. 1.3.2011 17:41
Hjólreiðar valda alls ekki hjartaáföllum - eru hollar fyrir flesta Hún vakti athygli á dögunum fréttin af erlendri skýrslu þar sem sagt var að hjólreiðar væru heilsuspillandi og orsökuðu hjartaáfall. Greinin var upphaflega skrifuð í Daily Mail en fór fljótlega víða, þar á meðal inn á Vísi. Forsvarsmenn rannsóknarinnar eru hinsvegar ekki allskostar sáttir við túlkun breska blaðsins á skýrslunni og í Guardian hefur henni nú verið svarað, enda langt í frá hægt að segja að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. 1.3.2011 16:45
Uppselt á báða opnunartónleikana í Hörpu Uppselt er á báða opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu sem haldnir verða 4. og 5. maí. Mikið álag myndaðist á miðasölukerfinu á midi.is og sumir þurftu að bíða lengi áður en þeir gátu keypt miða. 1.3.2011 15:45
Dior rekur John Galliano - sagðist elska Hitler Tískuhúsið Dior hefur rekið yfirhönnuð sinn, hinn heimsþekkta John Galliano. Galliano lenti í vandræðum í Marais hverfinu í París á dögunum þar sem hann helti sér yfir par á næsta borði við hann á kaffihúsi og úthúðaði þeim með alls kyns andgyðinglegu níði. Lögreglan fjarlægði tískumógúlinn en engar ákærur voru þó gefnar út. 1.3.2011 15:33
Sjálfstæðismenn óska skýringa umhverfisráðherra Kristján Þór Júlíusson og Birgir Ármannsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd, óska eftir opnum fundi umhverfisnefndar vegna staðfestingar Svandísar Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, á verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Þeir óska eftir að umhverfisráðherra mæti til fundarins og upplýsi nefndina um hvernig samráði við helstu hagsmunaaðila hafi verið háttað varðandi takmarkanir á útivist, umferð og veiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðsins. Ennfremur er þess óskað að ráðherra færi á fundinum fram rökstuðning sinn fyrir þeim takmörkunum á aðgengi sem ráðherrann hefur staðfest í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarðinn. 1.3.2011 15:32