Fleiri fréttir Meðmælaganga leikskólastjórnenda á fund borgarstjóra Meðmælaganga þar sem mælt er með því að Reykjavíkurborg endurskoði sameiningar- og niðurskurðartillögur á leikskólum verður haldin í dag. Fyrir göngunni standa leikskólastjórnendur og aðstoðarleikskólastjórnendur í borginni sem ganga á fund borgarstjóra í hádeginu. 8.3.2011 10:37 Ætlar að þvera Ísland á snjódreka - á einum degi Franski ofurhuginn Jerome Josserand ætlar sér að þvera Ísland á fimmtudaginn kemur á aðeins einum degi. Jerome er atvinnumaður í því að láta stóran flugdreka draga sig eftir mjöllinni, en fyrirbærið er kallað „snowkiting" upp á ensku. Hann á meðal annars heimsmetið í stökki á slíku tæki en hann fór um 450 metra í einu stökki. 8.3.2011 10:30 Baráttudagur kvenna Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, er 100 ára í ár. Fjöldi viðburða er víða um land vegna þessa. 8.3.2011 09:02 Vill endurskoða skilmála lána „Nýja stjórnin mun reyna að endursemja um samkomulagið sem náðist við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,“ sagði Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, sem verður næsti forsætisráðherra Írlands. 8.3.2011 09:00 Enn hækkar bensínið Stóru olíufélögin þrjú hafa hækkað verðið á eldsneytislítranum um fimm krónur og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú yfirleitt það sama hjá þeim öllum, eða 231,90. Dísellítrinn kostar 236,80 hjá sömu aðilum. Hjá Orkunni er lítrinn af 95 oktana bensíni á 225.60 krónur og Atlantsolía rukkar 225.70. Sama gerir ÓB. 8.3.2011 08:58 Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8.3.2011 08:48 Slökkviliðið bjargaði innbrotsþjófi sem festist í glugga Slökkviliðið í Osló var kallað út í morgun til þess að koma innbrotsþjófi til bjargar. Lögreglan kom að manninum þar sem hann var fastur í kjallaraglugga sem hann hafði reynt að skríða inn um. Ekkert gekk að losa hann og var gripið til þess ráðs að kalla út slökkviliðið með stórvirkari verkfæri. Eftir klukkutíma aðgerð var maðurinn enn pikkfastur en loks tókst að losa manninn, sem er svokallaður góðkunningi lögreglunnar í Osló. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús enda orðinn kaldur og þrekaður eftir prísundina. 8.3.2011 08:44 Öflug sprenging í Pakistan - sautján látnir hið minnsta Að minnsta kosti sautján létust í mikilli sprengingu á bensínstöð í Pakistan í morgun. Óljóst er hvað olli sprengingunni en að minnsta kosti 35 slösuðust til viðbótar við þá sem létust. Myndir frá svæðinu sýna að nærliggjandi hús hrundu við sprenginguna og bifreiðar brunnu til kaldra kola. Óstaðfestar heimildir BBC herma að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi veið að ræða. 8.3.2011 08:42 Charlie Sheen ætlar í mál Hæst launaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna, Charlie Sheen ætlar að kæra fyrrverandi vinnuveitendur sína sem ráku hann í gærkvöldi. Warner Bros, sem framleiðir vinsælu gamanþættina Two and a Half Men, tilkynnti um brottreksturinn í gærkvöldi. 8.3.2011 08:36 Barbie gefst upp á Kínverjum Leikfangarisinn Mattel hefur lokað einni stærstu Barbie búð veraldar í Shanghai í Kína aðeins tveimur árum eftir að hún opnaði. Búðin tók til starfa á fimmtugsafmæli Barbie og var Búðin á sex hæðum. Ætlunin var að koma til móts við minnkandi sölu á á dúkkunni á Vesturlöndum með því að kynna hið víðfræga vörumerki í Kína. Salan náði hinsvegar aldrei flugi og segja sérfræðingar ástæðuna einfaldlega vera þá að Kínverjar viti ekkert hver þessi Barbie sé. 8.3.2011 08:31 Lögreglan rakti spor þjófsins í snjónum Þjófar brutust inn í raftækjaverslunina Max í Kauptúni í Garðabæ í morgun og voru á leið út úr versluninni með 32 tommu flatskjá, þegar styggð kom að þeim og þeir skildu fenginn eftir á flóttanum. Þeir komust undan og er nú leitað. Um svipað leiti var brotist inn í Bykó við Fiskislóð og þaðan stolið raftækjum og símbúnaði. Lögregla rakti spor þjófsins , sem fannst á heimili sínu ásamt þýfinu. Hann gistir nú fangageymslur. 8.3.2011 08:18 Íbúar Breiðholts óánægðir með breytingar í skólakerfinu Íbúafundur, sem haldinn var í var í Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi skorar á borgarráð að falla frá fyrirhuguðum sameiningar- og breytingaáformum í leikskólum og grunnskólum hverfisins. Fundarmenn telja að hugmyndirnar séu byggðar á hæpnum og illa ígrunduðum og illa rökstuddum forsendum. Þá telja fundarmenn að skort hafi á samráð við foreldra og starfsmenn og stjórnendur viðkomandi stofnana, við gerð tillagnanna. 8.3.2011 08:15 Átján féllu í bardaga í Mexíkó Að minnsta kosti átján féllu í byssubardögum á milli eiturlyfjagengja í norðausturhluta Mexíkó í nótt að því er lögreglan segir. Fregnir hafa borist af því að í bænum Abasolo hafi byssumenn keyrt um á jeppum og skotið á hvern annan í gríð og erg. Ríkið Tamálípas hefur verið miðpunktur uppgjörs tveggja stórra klíka í landinu, Zetanna og „Flóabandalagsins“, sem berjast um yfirráðin yfir smyglleiðum til Bandaríkjanna. Í bænum Abasolo hefur vald þeirra verið svo mikið að lögreglustjóra hefur vantað í bæinn um margra mánaða skeið. 8.3.2011 08:14 Stálprammi á reki út af Snæfellsnesi Óþekktur prammi úr stáli er á reki út af Dritvík á Snæfellsnesi og stafar sjófarendum mikil hætta af honum þar sem hann marar nánast hálfur í kafi. 8.3.2011 08:12 Bandaríkjamenn útiloka ekki afskipti Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnarsveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. 8.3.2011 08:00 Forsetinn fjölgar utanlandsferðunum Forseti Íslands var tæplega 80 daga á ferðalögum erlendis á síðasta ári og hefur verið 22 daga erlendis af 66 á þessu ári. Ferðadögunum fækkaði verulega í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 en hefur nú fjölgað aftur. 8.3.2011 07:15 Púðursnjór í borginni Töluvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í alla nótt og var djúpur jafnfallinn snjór yfir öllu snemma í morgun, en vindur fremur hægur þannig að lítið dró í skafla. Snjórinn er líklega að minnsta kosti 15 sentímetra djúpur, en veðurstofan mælir dýptina ekki fyrr en klukkan níu. 8.3.2011 07:08 Samningi um dvöl á leikskólum sagt upp Leikskólasvið Reykjavíkurborgar hefur sagt upp samningi um leikskóladvöl barna sem flytjast milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. 8.3.2011 07:00 407 milljónir fyrir svæfingar 2009 Sjúkratryggingar Íslands greiddu 407 milljónir fyrir svæfingar árið 2009. Alls voru framkvæmdar 17.242 svæfingar á Landspítalanum á síðasta ári, sem voru flestar tengdar við skurðaðgerðir, eða um 12.700. 8.3.2011 07:00 Ráðherra vill fleiri og minni svínabú Of fá og of stór svínabú eru í landinu að mati Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8.3.2011 06:00 Úrræðum fyrir börnin ábótavant Börn með ADHD verða oft á tíðum fyrir fordómum og dregið hefur úr stuðningsúrræðum innan skólanna fyrir börn með hegðunar- og þroskafrávik. Þetta er mat fimm barna- og unglingageðlækna á BUGL, sem Læknablaðið greinir frá. 8.3.2011 06:00 Ekki skatta á almenningssamgöngur Fyrirhugaður starfshópur ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun meðal annars skoða eflingu almenningssamgangna í samstarfi við sveitarfélög landsins. 8.3.2011 05:00 Leitað að bestu blaðaauglýsingunni Sameinuðu þjóðirnar í Evrópu hleypa af stokkunum í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, samkeppni um bestu blaðaauglýsinguna til höfuðs ofbeldi gegn konum. 8.3.2011 03:00 Virði eigna bankans jókst um 135 milljarða Mat á verði eigna Kaupþings banka jókst um 135 milljarða króna á árinu 2010. Hækkunin nemur 17 prósentum. "Þá hefur verið leiðrétt fyrir áhrifum vegna 12 prósenta styrkingar á gengi krónunnar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu skilanefndar bankans. 8.3.2011 02:00 Charlie Sheen rekinn úr Two And A Half Men Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur rekið leikarann Charlie Sheen úr sjónvarpsþáttunum Two And A Half Men. 7.3.2011 23:51 Vilja ekki sameiningu skóla í Breiðholti Ríflega 200 foreldrar leik- og grunnskólabarna í Breiðholti mættu á íbúafund í kvöld vegna tilagna um sameiningu skóla á svæðinu. 7.3.2011 22:34 Listaverk úr snyrtivörum íslenskra kvenna á uppboði Uppboð stendur yfir á verkum íslenskra listakvenna sem þær unnu úr snyrtivörum sem konur gáfu til gjörningsins Litróf íslenskra kvenna. Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til Stígamóta fyrir þolendur mansals og vændis. 7.3.2011 21:17 Vantaði far heim - stal sjúkrabíl Shane Hale, tuttugu og sex ára gamall maður frá Kentucky í Bandaríkjunum vantaði að komast heim til sín á dögunum. Hann fór heldur óhefðbundna leið heim, svo vægt sé tekið til orða. 7.3.2011 21:00 Auglýsa þjóðaratkvæðagreiðsluna Innanríkisráðuneytið hefur birt auglýsingu um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fer fram þann 9. apríl um Icesave-lögin, sem Alþingi samþykkti 16. febrúar síðastliðinn en forseti Íslands vísaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þann 16. mars. 7.3.2011 20:41 Krafinn um mánaðarlega greiðslu til að vera öruggur um dóttur sína Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að hann vissi um mann sem var krafinn um að borga greiðslu mánaðarlega til glæpahóps svo dóttir hans yrði ekki fyrir alvarlegum miska. 7.3.2011 19:55 Fluttur á slysadeild eftir árekstur Einn ökumaður var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur á Austurvegi á Selfossi, rétt hjá lögreglustöðinni, um klukkan sjö í kvöld. 7.3.2011 21:03 Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er kominn í leitirnar. Í tilkynningu frá lögreglu var óskað eftir því að ná tali af manninum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. 7.3.2011 17:24 Börnin í umsjá föður þrátt fyrir ásakanir um ofbeldi Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands sem féllst um daginn á kröfu föður um að þrjár dætur hans verði færðar úr umsjá móður þeirra og til hans. 7.3.2011 17:10 Afkoma bankanna úr takti við allt annað Forsvarsmenn viðskiptabankanna þriggja munu mæta á fund viðskiptanefndar Alþingis í fyrramálið til að ræða ársreikninga og afkomu bankanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því að efnt yrði til fundarins. 7.3.2011 15:50 Halda alþjóðadag hátíðlegan Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) efnir til hátíðarhalda á morgun í tilefni alþjóðadags kvenna. Hátíðin fer fram á Grand hóteli frá klukkan 17 til 19. Allar konur eru velkomnar ásamt gesti. 7.3.2011 20:00 Vill að ríkið sendi skýr skilaboð og afnemi ábyrgð á innistæðum Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7.3.2011 18:30 Óskar eftir vitnum að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Arnarhrauns og Smyrlahrauns í Hafnarfirði sl. föstudagsmorgun, 4. mars, rétt fyrir kl. ellefu, eða 10.48. Þar var ekið á gangandi vegfaranda en ökumaðurinn fór strax af vettvangi án þess að skeyta um hinn slasaða. 7.3.2011 17:23 Keyrði á gangandi vegfaranda og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Arnarhrauns og Smyrlahrauns í Hafnarfirði síðastliðinn föstudagsmorgun klukkan tólf mínútur í ellefu. 7.3.2011 16:40 Ekki senda afdankaða þingmenn Varaforseti Evrópuþingsins, Diana Wallis, segir þingið stöðugt sækja í sig veðrið og fulltrúar þar hafi æ meiri pólitíska vikt. Áður loddi við þingið að þangað settust stjórnmálamenn í helgan stein. 7.3.2011 16:00 Nafn drengsins sem lést Drengurinn sem lést á sveitabæ á Mýrum í Borgarbyggð í fyrradag hét Kristófer Alexander Konráðsson. Hann var á sjötta aldursári, fæddur 6. júlí árið 2005. Foreldrar Kristófers Alexanders eru Ásrún Harðardóttir og Konráð Halldór Konráðsson. Þau búa að Flétturima 24 í Grafarvogi. 7.3.2011 14:47 Einungis brot af fénu fundið Enn hefur ekki tekist að finna nema brot af þeim fjármunum sem sviknir voru út úr virðisaukaskattskerfinu snemma á síðasta ári í einu umfangsmesta fjársvikamáli Íslandssögunnar. Lögreglan rannsakar enn málið, segir Jón HB Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7.3.2011 14:30 Le Pen yrði efst í fyrstu umferð Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, gæti sigrað í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á næsta ári ef marka má skoðanakönnun dagblaðsins Le Parisien sem birt var í gær. 7.3.2011 14:00 Jens Línus Gauti rekur stefnumótasíðu fyrir einhleypa kattaeigendur Einhleypur íslenskur karlmaður sem býr í Grikklandi hefur sett upp stefnumótasíðu fyrir einhleypa kattareigendur. Hann hafði verið að þróa hugbúnað fyrir samskipti þegar flækingsköttur gerði sig heimankominn hjá honum þegar hann fékk hugmyndina. 7.3.2011 13:29 Yngsta amma heims aðeins 23 ára gömul Yngsta amma heims er hin 23 ára gamla Rifca Stanescu. Rifka var aðeins 12 ára gömul þegar hún eignaðist dótturina Maríu í Rúmeníu. Hún ól dóttur sína upp í góðum siðum og vonaði að hún fylgdi ekki í fótspor sín þegar kæmi að barneignum. Hún lagði hart að Maríu að halda áfram í skóla en hún fór þó að heiman til þess að giftast aðeins tíu ára gömul. 7.3.2011 13:17 Framkvæmdir gætu hafist með haustinu Vinna við deiliskipulag lóðar nýja Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík er vel á veg komin. Unnið er á grundvelli tillögu Spital-hópsins sem varð hlutskörpust í samkeppni um hönnun spítalans. 7.3.2011 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Meðmælaganga leikskólastjórnenda á fund borgarstjóra Meðmælaganga þar sem mælt er með því að Reykjavíkurborg endurskoði sameiningar- og niðurskurðartillögur á leikskólum verður haldin í dag. Fyrir göngunni standa leikskólastjórnendur og aðstoðarleikskólastjórnendur í borginni sem ganga á fund borgarstjóra í hádeginu. 8.3.2011 10:37
Ætlar að þvera Ísland á snjódreka - á einum degi Franski ofurhuginn Jerome Josserand ætlar sér að þvera Ísland á fimmtudaginn kemur á aðeins einum degi. Jerome er atvinnumaður í því að láta stóran flugdreka draga sig eftir mjöllinni, en fyrirbærið er kallað „snowkiting" upp á ensku. Hann á meðal annars heimsmetið í stökki á slíku tæki en hann fór um 450 metra í einu stökki. 8.3.2011 10:30
Baráttudagur kvenna Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, er 100 ára í ár. Fjöldi viðburða er víða um land vegna þessa. 8.3.2011 09:02
Vill endurskoða skilmála lána „Nýja stjórnin mun reyna að endursemja um samkomulagið sem náðist við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,“ sagði Enda Kenny, leiðtogi Fine Gael, sem verður næsti forsætisráðherra Írlands. 8.3.2011 09:00
Enn hækkar bensínið Stóru olíufélögin þrjú hafa hækkað verðið á eldsneytislítranum um fimm krónur og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú yfirleitt það sama hjá þeim öllum, eða 231,90. Dísellítrinn kostar 236,80 hjá sömu aðilum. Hjá Orkunni er lítrinn af 95 oktana bensíni á 225.60 krónur og Atlantsolía rukkar 225.70. Sama gerir ÓB. 8.3.2011 08:58
Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8.3.2011 08:48
Slökkviliðið bjargaði innbrotsþjófi sem festist í glugga Slökkviliðið í Osló var kallað út í morgun til þess að koma innbrotsþjófi til bjargar. Lögreglan kom að manninum þar sem hann var fastur í kjallaraglugga sem hann hafði reynt að skríða inn um. Ekkert gekk að losa hann og var gripið til þess ráðs að kalla út slökkviliðið með stórvirkari verkfæri. Eftir klukkutíma aðgerð var maðurinn enn pikkfastur en loks tókst að losa manninn, sem er svokallaður góðkunningi lögreglunnar í Osló. Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús enda orðinn kaldur og þrekaður eftir prísundina. 8.3.2011 08:44
Öflug sprenging í Pakistan - sautján látnir hið minnsta Að minnsta kosti sautján létust í mikilli sprengingu á bensínstöð í Pakistan í morgun. Óljóst er hvað olli sprengingunni en að minnsta kosti 35 slösuðust til viðbótar við þá sem létust. Myndir frá svæðinu sýna að nærliggjandi hús hrundu við sprenginguna og bifreiðar brunnu til kaldra kola. Óstaðfestar heimildir BBC herma að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi veið að ræða. 8.3.2011 08:42
Charlie Sheen ætlar í mál Hæst launaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna, Charlie Sheen ætlar að kæra fyrrverandi vinnuveitendur sína sem ráku hann í gærkvöldi. Warner Bros, sem framleiðir vinsælu gamanþættina Two and a Half Men, tilkynnti um brottreksturinn í gærkvöldi. 8.3.2011 08:36
Barbie gefst upp á Kínverjum Leikfangarisinn Mattel hefur lokað einni stærstu Barbie búð veraldar í Shanghai í Kína aðeins tveimur árum eftir að hún opnaði. Búðin tók til starfa á fimmtugsafmæli Barbie og var Búðin á sex hæðum. Ætlunin var að koma til móts við minnkandi sölu á á dúkkunni á Vesturlöndum með því að kynna hið víðfræga vörumerki í Kína. Salan náði hinsvegar aldrei flugi og segja sérfræðingar ástæðuna einfaldlega vera þá að Kínverjar viti ekkert hver þessi Barbie sé. 8.3.2011 08:31
Lögreglan rakti spor þjófsins í snjónum Þjófar brutust inn í raftækjaverslunina Max í Kauptúni í Garðabæ í morgun og voru á leið út úr versluninni með 32 tommu flatskjá, þegar styggð kom að þeim og þeir skildu fenginn eftir á flóttanum. Þeir komust undan og er nú leitað. Um svipað leiti var brotist inn í Bykó við Fiskislóð og þaðan stolið raftækjum og símbúnaði. Lögregla rakti spor þjófsins , sem fannst á heimili sínu ásamt þýfinu. Hann gistir nú fangageymslur. 8.3.2011 08:18
Íbúar Breiðholts óánægðir með breytingar í skólakerfinu Íbúafundur, sem haldinn var í var í Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi skorar á borgarráð að falla frá fyrirhuguðum sameiningar- og breytingaáformum í leikskólum og grunnskólum hverfisins. Fundarmenn telja að hugmyndirnar séu byggðar á hæpnum og illa ígrunduðum og illa rökstuddum forsendum. Þá telja fundarmenn að skort hafi á samráð við foreldra og starfsmenn og stjórnendur viðkomandi stofnana, við gerð tillagnanna. 8.3.2011 08:15
Átján féllu í bardaga í Mexíkó Að minnsta kosti átján féllu í byssubardögum á milli eiturlyfjagengja í norðausturhluta Mexíkó í nótt að því er lögreglan segir. Fregnir hafa borist af því að í bænum Abasolo hafi byssumenn keyrt um á jeppum og skotið á hvern annan í gríð og erg. Ríkið Tamálípas hefur verið miðpunktur uppgjörs tveggja stórra klíka í landinu, Zetanna og „Flóabandalagsins“, sem berjast um yfirráðin yfir smyglleiðum til Bandaríkjanna. Í bænum Abasolo hefur vald þeirra verið svo mikið að lögreglustjóra hefur vantað í bæinn um margra mánaða skeið. 8.3.2011 08:14
Stálprammi á reki út af Snæfellsnesi Óþekktur prammi úr stáli er á reki út af Dritvík á Snæfellsnesi og stafar sjófarendum mikil hætta af honum þar sem hann marar nánast hálfur í kafi. 8.3.2011 08:12
Bandaríkjamenn útiloka ekki afskipti Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið eru að skoða möguleika þess að grípa með hervaldi inn í atburðarásina í Líbíu, þar sem Múammar Gaddafí situr sem fastast en uppreisnarsveitir hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. 8.3.2011 08:00
Forsetinn fjölgar utanlandsferðunum Forseti Íslands var tæplega 80 daga á ferðalögum erlendis á síðasta ári og hefur verið 22 daga erlendis af 66 á þessu ári. Ferðadögunum fækkaði verulega í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 en hefur nú fjölgað aftur. 8.3.2011 07:15
Púðursnjór í borginni Töluvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í alla nótt og var djúpur jafnfallinn snjór yfir öllu snemma í morgun, en vindur fremur hægur þannig að lítið dró í skafla. Snjórinn er líklega að minnsta kosti 15 sentímetra djúpur, en veðurstofan mælir dýptina ekki fyrr en klukkan níu. 8.3.2011 07:08
Samningi um dvöl á leikskólum sagt upp Leikskólasvið Reykjavíkurborgar hefur sagt upp samningi um leikskóladvöl barna sem flytjast milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. 8.3.2011 07:00
407 milljónir fyrir svæfingar 2009 Sjúkratryggingar Íslands greiddu 407 milljónir fyrir svæfingar árið 2009. Alls voru framkvæmdar 17.242 svæfingar á Landspítalanum á síðasta ári, sem voru flestar tengdar við skurðaðgerðir, eða um 12.700. 8.3.2011 07:00
Ráðherra vill fleiri og minni svínabú Of fá og of stór svínabú eru í landinu að mati Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8.3.2011 06:00
Úrræðum fyrir börnin ábótavant Börn með ADHD verða oft á tíðum fyrir fordómum og dregið hefur úr stuðningsúrræðum innan skólanna fyrir börn með hegðunar- og þroskafrávik. Þetta er mat fimm barna- og unglingageðlækna á BUGL, sem Læknablaðið greinir frá. 8.3.2011 06:00
Ekki skatta á almenningssamgöngur Fyrirhugaður starfshópur ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun meðal annars skoða eflingu almenningssamgangna í samstarfi við sveitarfélög landsins. 8.3.2011 05:00
Leitað að bestu blaðaauglýsingunni Sameinuðu þjóðirnar í Evrópu hleypa af stokkunum í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, samkeppni um bestu blaðaauglýsinguna til höfuðs ofbeldi gegn konum. 8.3.2011 03:00
Virði eigna bankans jókst um 135 milljarða Mat á verði eigna Kaupþings banka jókst um 135 milljarða króna á árinu 2010. Hækkunin nemur 17 prósentum. "Þá hefur verið leiðrétt fyrir áhrifum vegna 12 prósenta styrkingar á gengi krónunnar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu skilanefndar bankans. 8.3.2011 02:00
Charlie Sheen rekinn úr Two And A Half Men Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur rekið leikarann Charlie Sheen úr sjónvarpsþáttunum Two And A Half Men. 7.3.2011 23:51
Vilja ekki sameiningu skóla í Breiðholti Ríflega 200 foreldrar leik- og grunnskólabarna í Breiðholti mættu á íbúafund í kvöld vegna tilagna um sameiningu skóla á svæðinu. 7.3.2011 22:34
Listaverk úr snyrtivörum íslenskra kvenna á uppboði Uppboð stendur yfir á verkum íslenskra listakvenna sem þær unnu úr snyrtivörum sem konur gáfu til gjörningsins Litróf íslenskra kvenna. Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til Stígamóta fyrir þolendur mansals og vændis. 7.3.2011 21:17
Vantaði far heim - stal sjúkrabíl Shane Hale, tuttugu og sex ára gamall maður frá Kentucky í Bandaríkjunum vantaði að komast heim til sín á dögunum. Hann fór heldur óhefðbundna leið heim, svo vægt sé tekið til orða. 7.3.2011 21:00
Auglýsa þjóðaratkvæðagreiðsluna Innanríkisráðuneytið hefur birt auglýsingu um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fer fram þann 9. apríl um Icesave-lögin, sem Alþingi samþykkti 16. febrúar síðastliðinn en forseti Íslands vísaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þann 16. mars. 7.3.2011 20:41
Krafinn um mánaðarlega greiðslu til að vera öruggur um dóttur sína Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að hann vissi um mann sem var krafinn um að borga greiðslu mánaðarlega til glæpahóps svo dóttir hans yrði ekki fyrir alvarlegum miska. 7.3.2011 19:55
Fluttur á slysadeild eftir árekstur Einn ökumaður var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur á Austurvegi á Selfossi, rétt hjá lögreglustöðinni, um klukkan sjö í kvöld. 7.3.2011 21:03
Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er kominn í leitirnar. Í tilkynningu frá lögreglu var óskað eftir því að ná tali af manninum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. 7.3.2011 17:24
Börnin í umsjá föður þrátt fyrir ásakanir um ofbeldi Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands sem féllst um daginn á kröfu föður um að þrjár dætur hans verði færðar úr umsjá móður þeirra og til hans. 7.3.2011 17:10
Afkoma bankanna úr takti við allt annað Forsvarsmenn viðskiptabankanna þriggja munu mæta á fund viðskiptanefndar Alþingis í fyrramálið til að ræða ársreikninga og afkomu bankanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því að efnt yrði til fundarins. 7.3.2011 15:50
Halda alþjóðadag hátíðlegan Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) efnir til hátíðarhalda á morgun í tilefni alþjóðadags kvenna. Hátíðin fer fram á Grand hóteli frá klukkan 17 til 19. Allar konur eru velkomnar ásamt gesti. 7.3.2011 20:00
Vill að ríkið sendi skýr skilaboð og afnemi ábyrgð á innistæðum Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7.3.2011 18:30
Óskar eftir vitnum að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Arnarhrauns og Smyrlahrauns í Hafnarfirði sl. föstudagsmorgun, 4. mars, rétt fyrir kl. ellefu, eða 10.48. Þar var ekið á gangandi vegfaranda en ökumaðurinn fór strax af vettvangi án þess að skeyta um hinn slasaða. 7.3.2011 17:23
Keyrði á gangandi vegfaranda og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Arnarhrauns og Smyrlahrauns í Hafnarfirði síðastliðinn föstudagsmorgun klukkan tólf mínútur í ellefu. 7.3.2011 16:40
Ekki senda afdankaða þingmenn Varaforseti Evrópuþingsins, Diana Wallis, segir þingið stöðugt sækja í sig veðrið og fulltrúar þar hafi æ meiri pólitíska vikt. Áður loddi við þingið að þangað settust stjórnmálamenn í helgan stein. 7.3.2011 16:00
Nafn drengsins sem lést Drengurinn sem lést á sveitabæ á Mýrum í Borgarbyggð í fyrradag hét Kristófer Alexander Konráðsson. Hann var á sjötta aldursári, fæddur 6. júlí árið 2005. Foreldrar Kristófers Alexanders eru Ásrún Harðardóttir og Konráð Halldór Konráðsson. Þau búa að Flétturima 24 í Grafarvogi. 7.3.2011 14:47
Einungis brot af fénu fundið Enn hefur ekki tekist að finna nema brot af þeim fjármunum sem sviknir voru út úr virðisaukaskattskerfinu snemma á síðasta ári í einu umfangsmesta fjársvikamáli Íslandssögunnar. Lögreglan rannsakar enn málið, segir Jón HB Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7.3.2011 14:30
Le Pen yrði efst í fyrstu umferð Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, gæti sigrað í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á næsta ári ef marka má skoðanakönnun dagblaðsins Le Parisien sem birt var í gær. 7.3.2011 14:00
Jens Línus Gauti rekur stefnumótasíðu fyrir einhleypa kattaeigendur Einhleypur íslenskur karlmaður sem býr í Grikklandi hefur sett upp stefnumótasíðu fyrir einhleypa kattareigendur. Hann hafði verið að þróa hugbúnað fyrir samskipti þegar flækingsköttur gerði sig heimankominn hjá honum þegar hann fékk hugmyndina. 7.3.2011 13:29
Yngsta amma heims aðeins 23 ára gömul Yngsta amma heims er hin 23 ára gamla Rifca Stanescu. Rifka var aðeins 12 ára gömul þegar hún eignaðist dótturina Maríu í Rúmeníu. Hún ól dóttur sína upp í góðum siðum og vonaði að hún fylgdi ekki í fótspor sín þegar kæmi að barneignum. Hún lagði hart að Maríu að halda áfram í skóla en hún fór þó að heiman til þess að giftast aðeins tíu ára gömul. 7.3.2011 13:17
Framkvæmdir gætu hafist með haustinu Vinna við deiliskipulag lóðar nýja Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík er vel á veg komin. Unnið er á grundvelli tillögu Spital-hópsins sem varð hlutskörpust í samkeppni um hönnun spítalans. 7.3.2011 13:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent