Fleiri fréttir Veist þú hver þetta er? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. 7.3.2011 11:42 Stéttarfélög vilja fund með Isavia - óánægja á meðal starfsmanna Formenn þriggja stéttarfélaga innan vébanda BSRB ætla að fara fram á fund með forstjóra og stjórnarformanni Isavia, ásamt með forsvarsmönnum BSRB, vegna dóms vegna kynferðislegrar áreitni sem upp kom hjá fyrirtækinu á dögunum. Félögin þrjú, Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu, héldu sameiginlegan fund um málið í síðustu viku og kom þar fram óánægja vegna þessa máls, sem og annarra hjá fyrirtækinu, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu BSRB. 7.3.2011 10:48 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7.3.2011 10:20 Ekki tekið á yfirgefnum sjókvíum í lögum Tvö fyrirtæki, Arnarlax og Fjarðalax, vilja heimild fyrir samtals 4.500 tonna laxeldi í Arnarfirði. Vesturbyggð segist í umsögn til Skipulagsstofnunar ekki telja að það eigi að vera háð mati á umhverfisáhrifum. 7.3.2011 10:00 Hvalfjarðargöngum lokað vegna umferðaróhapps Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngunum nú á tíunda tímanum og hefur göngunum verið lokað um stund. Óhappið varð með þeim hætti flutningabíll rakst utan í kant með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum. Ekki liggur fyrir hvort göngin hafi verið opnuð aftur eða þá hvenær það mun gerast. 7.3.2011 09:53 500 barnaníðsmál send lögreglu Nær 500 ábendingar af rúmlega fimm þúsund, sem borist hafa Barnaheillum um myndefni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, hafa verið sendar áfram til lögreglu. 7.3.2011 09:30 McQueen tískuhúsið hannar fyrir Middleton Brúðarkjóllinn sem Kate Middleton ætlar að klæðast þegar að hún gengur upp að altarinu með Vilhjálmi Bretaprins er hannaður af Söru Burton í Alexander McQueen tískuhúsinu. Burton, sem er bresk að uppruna, tók við sem yfirhönnuður hjá fyrirtækinu eftir að 7.3.2011 09:22 Harðir bardagar í Líbíu Bardagar uppreisnarmanna í Líbíu og hermanna Gaddafís einræðisherra fara harðnandi með hverjum deginum. Her Gaddafis gerði í nótt gagnárásir á vígi uppreisnarmanna og urðu margar borgir á austurströnd landsins fyrir sprengjuregni í nótt og um helgina. Tugir létust í borginni Misrata um 200 kílómetra austan við Trípóli en þar höfðu uppreisnarmenn safnast saman til að gera atlögu að höfuðborginni Trípólí sem er enn höfuðvígi Gaddafís og hans manna. 7.3.2011 09:12 Réðust að mótmælendum með sverðum og bensínsprengjum Mótmælendur í Kaíró höfuðborg Egyptalands lentu í nótt í átökum við hóp óeinkennisklæddra manna sem voru vopnaðir sverðum og bensínsprengjum. Mótmælendurnir voru fyrir utan höfuðstöðvar leyniþjónustunnar í borginni og kröfðust þess að stofnunin yrði lögð niður. 7.3.2011 09:07 Tíu þúsund heimili í Christchurch óíbúðarhæf Tíu þúsund heimili í Christchurch á Nýja-Sjálandi hafa verið lýst óíbúðarhæf eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir þann 22. febrúar síðastliðinn. Þetta tilkynnti Jophn Key forsætisráðherra landsins í gærkvöldi. 7.3.2011 09:05 Nauðgun kærð á Selfossi - þrír grunaðir og eitt vitni Stúlka kom á lögreglustöðina á Selfossi og kærði nauðgun á sunnudagsmorguninn. Brotið mun hafa átt sér stað á hóteli á Selfossi skömmu áður. 7.3.2011 09:00 Auð kynlífsbók vekur athygli Bókin „Það sem allir karlmenn hugsa um fyrir utan kynlíf“ selst nú eins og heitar lummur hjá netversluninni Amazon. Bókin samanstendur af tvö hundruð auðum síðum og er aðallega notuð sem stílabók hjá námsmönnum um allt Bretland. 7.3.2011 09:00 Samtök lífrænna neytenda stofnuð í kvöld Stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda verður haldinn í kvöld. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi með velferð almennings, búfjár og umhverfisins að leiðarljósi. 7.3.2011 08:52 Ófærð á Norðurlandi Ófært er á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem bæði Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru ófærar. Nokkur hundruð manns, þeirra á meðal nokkarar rútur með skólakrökkum nýttu sér nýja hjáleið um Héðinsfjarðargöngin og síðan um Laxárdalsheiði, og komust þannig suður í gærkvöldi. 7.3.2011 08:50 Kulnuð eldfjöll sögð leyna á sér Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að eðli kulnaðra eldfjalla og kvikuhólfanna undir þeim sé annað en lengi var talið. Vísindamenn segja nú að þau geti orðið virk að nýju með styttri fyrirvara en áður var talið og því þurfi að endurmeta hættuna sem af þeim geti stafað. 7.3.2011 08:00 Rúmir 4 milljarðar í lækna sem búa úti Ríkið hefur greitt að minnsta kosti 4,3 milljarða króna í menntun íslenskra lækna sem nú búa og starfa erlendis. Árlegur kostnaður þess að mennta lækni hér á landi er 1,4 milljónir. Fullt læknanám tekur sex ár og hefur ríkið því borgað um 8,5 milljónir króna fyrir hvern fullmenntaðan lækni. Eru þessar tölur miðaðar við fjárlög ríkisins 2011 til Háskóla Íslands (HÍ), sem þó lækkuðu um 7 prósent frá árinu áður. Því má gera ráð fyrir að kostnaður við menntun lækna hafi áður verið hærri. Er hér einungis verið að tala um beint framlag ríkisins til læknanáms við HÍ, en ekki námslán og aðra framfærslu nema. 7.3.2011 08:00 Lady Gaga brjáluð yfir brjóstamjólkurísnum Þær vöktu athygli á dögunum fréttirnar af ísbúð í Bretlandi sem hefur tekið upp á því að bjóða rjómaís gerðan úr brjóstamjólk kvenna. Nú hefur Lady Gaga blandast í málið. 7.3.2011 07:58 Eldingar á höfuðborgarsvæðinu Eldingar sáust á himni og þrumugnýr heyrðist á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í morgun, en ekki er vitað til að eldingu hafi slegið niður með skaðlegum afleiðingum. Mjög mikil ókyrrð er nú í lofti víða yfir landinu, en við þau skilyrði er hætt við eldingum. 7.3.2011 07:31 Þrír í haldi á Selfossi grunaðir um kynferðisbrot Lögreglan á Selfossi handtók í gær þrjá karlmenn, eftir að henni barst kæra um kynferðisbrotamál í gærmorgun. Mennirnir munu enn vera í vörslu lögreglunnar, en yfirheyrslur stóðu fram á nótt. 7.3.2011 07:06 Klessti bíl í Skuggahverfinu og fór í heimsókn Ekið var á kyrrstæðan mannlausan bíl í Skuggahverfinu í Reykjavík i nótt og sáu vitni tvær konur hlaupa af vettvangi. Lögreglumenn náðu að rekja spor þeirra í snjónum heim að húsi, þar sem þær reyndust báðar vera gestkomandi, og handtóku konuna, sem talið er að hafi ekið bílnum. Hún gistir nú fangageymslur. Bíll hennar skemmdist mikið og bíllinn sem hún ók á töluvert, að sögn lögreglu. 7.3.2011 07:03 Gönguskíðamenn komnir til byggða Björgunarsveitir Landsbjargar komu laust fyrir klukkan sex í morgun til byggða með þrjá skíðagöngumenn, sem þeir björguðu í slæmu veðri af Öræfajökli í nótt. Mennirnir eru heilir á húfi enda voru þeir mjög vel búnir. Þeir óskuðu eftir aðstoð í gærkvöldi og gátu gefið upp staðsetningu. Björgunarsveitarmenn komu að þeim klukkan eitt í nótt. Að sögn björgunarsveitarmanna var afleitt veður á jöklinum í nótt og sóttist ferðin ofan af jöklinum hægt. 7.3.2011 07:01 Níu af hverjum tíu bændum á móti ESB Ný skoðanakönnun sýnir að yfir níutíu prósent bænda eru mótfallin inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram á árlegu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem var sett í gær undir yfirskriftinni „Ræktum okkar land“. 7.3.2011 07:00 Ljóst að fólk missir vinnuna hjá SpKef Formenn samtaka samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Suðurnesjum hafa áhyggjur af yfirtöku Landsbankans á SpKef. Ljóst sé að fólk muni missa vinnuna. 7.3.2011 07:00 Vítisenglarnir komnir heim Átta liðsmenn íslensku Vítisenglanna komu til landsins á tólfta tímanum í gærkvöldi frá Osló. Þeir stigu sjálfviljugir upp í flugvél á Gardemoen-flugvelli samkvæmt upplýsingum frá lögmanni þeirra. 7.3.2011 06:30 Ráðuneyti flytjast til Breytingar á húsnæðisskipan stjórnarráðsins vegna sameininga ráðuneyta hafa verið ákveðnar og hrint í framkvæmd að hluta. Sameining ráðuneyta heilbrigðis- og félagsmála í velferðarráðuneyti og ráðuneyta samgöngu- og dómsmála í innanríkisráðuneyti kallaði á flutninga. 7.3.2011 05:30 Beiðnunum er jafnan hafnað Á árabilinu 2000 til 2010 barst Hæstarétti 41 beiðni um endurupptöku máls sem dómurinn hafði dæmt. Af þeim voru þrjár samþykktar. 7.3.2011 05:00 Tekið verði tillit til sjónarmiða ungs fólks Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill að vegur ungs fólks í samfélaginu verði aukinn og hefur kynnt í ríkisstjórn áform um mótun heildstæðrar stefnu í málefnum þess. Engin slík heildstæð stefna er til þótt eftir henni hafi verið kallað, meðal annars af hálfu þeirra sem starfa að æskulýðsmálum. 7.3.2011 05:00 Vindhraði innan þolmarka Rannsókn á óhappinu í Nuuk, þar sem flugvél Flugfélags Íslands brotlenti, hefst í dag ef veður leyfir. Fulltrúar danskrar rannsóknarnefndar komu til landsins í gær en íslensk nefnd tekur þátt í rannsókninni, sem dönsk yfirvöld fara með. Alls voru 34 um borð. Engan sakaði. 7.3.2011 04:00 Mikil skothríð í höfuðborginni Hörð átök milli uppreisnarmanna og hersveita, sem hliðhollar eru Muammar Gaddafi, héldu áfram víða í Líbíu um helgina. Ríkissjónvarpsstöð landsins greindi frá því í gær að herinn hefði aftur náð völdum í borgunum Misrata, Ra’s Lanuf, Tobruk og Zawiya. Í öðrum miðlum halda uppreisnarmenn og íbúar borganna því þó fram að mótmælendur séu enn við völd í þessum borgum. Fréttir af mannfalli í átökunum eru óljósar, en í gær töldu bráðaliðar á svæðinu að tveir hið minnsta hefðu látist og nokkrir tugir slasast. 7.3.2011 04:00 Vorrallið hafið á fimm skipum Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða svokallað vorrall, hófst 1. mars og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. 7.3.2011 03:30 Kínverjar styrkja herafla sinn Kínversk stjórnvöld ætla að auka framlög sín til hermála um 13 prósent á þessu ári. Nágrannaríki Kína og Bandaríkin hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu. 7.3.2011 03:15 Bolvíkingar hlutskarpastir Taflfélag Bolungarvíkur varð hlutskarpast í síðari hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Aðalsveit félagsins sigraði í 1. deild og B-sveitin í 2. deild. 7.3.2011 03:00 Vélhjólafélagi Che Guevara látinn Alberto Granado er látinn. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést á Kúbu. Alberto er sennilega þekktastur fyrir að vera góðvinur byltingarsinnans, Che Guevara, en saman ferðustu þeir vítt og breitt um Suður-Ameríku um miðja síðustu öld. 6.3.2011 16:30 Hreinsunarstarfi lokið eftir tvær vikur - um 8 tonn af olíu í sjónum Hreinsunarstarfi í Oslófirði verður lokið eftir um tvær vikur samkvæmt norskum fjölmiðlum. Goðafoss strandaði í firðinum um miðjan febrúar með þeim afleiðingum að olía lak í sjóinn. 6.3.2011 16:00 Andlát í gufu: Misbrestur á verklagsreglum Eigendur og starfsfólk World Class harma þann atburð sem varð síðastliðinn miðvikudag er maður fannst látinn í heilsuræktarstöð World Class í Laugum. 6.3.2011 15:24 Breskir sérsveitarmenn í haldi uppreisnarmanna í Líbíu Líbískir uppreisnarmenn hafa handsamað átta breska hermann, þar af eru sex þeim sérsveitarmenn innan breska hersins. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að lítið teymi diplómata væri nú í Benghazi, þar sem mennirnir eru í haldi, og ættu í samningaviðræðum við uppreisnarmennina. 6.3.2011 14:54 Mótmæla forvirkum rannsóknarheimildum Stjórn Ungra vinstri grænna mótmælir harðlega hugmyndum dómsmálaráðherra sem fela í sér stórauknar rannsóknarheimildir lögreglunnarí. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem send var á fjölmiðla. 6.3.2011 14:48 Utanríkisráðherra Japans segir af sér Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum. 6.3.2011 13:46 Fimm ára drengur lést af slysförum Fimm ára drengur lést þegar hann lenti í drifskafti vélar á sveitabæ í Borgarbyggð síðdegis í gær. Drengurinn var þar gestkomandi á bænum sem á Mýrum. Ekki verður hægt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. 6.3.2011 12:51 Vítisenglarnir koma heim í kvöld Von er á íslensku Vítisenglunum átta sem voru handteknir í Noregi í fyrradag í kvöld. 6.3.2011 12:12 Færð: Víða hálka Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði, Vatnaleið og á Bröttubrekku. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði. 6.3.2011 10:23 Hugsanlega þarf að farga flugvélinni Dash átta flugvél Flugfélags Íslands hefur nú verið komið fyrir á svæði í eigu Air Greenland á Nuuk flugvelli á Grænlandi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir Air Greeland hafa aðstoðað Íslendinga mikið eftir flugslysið. Vélin er því ekki fyrir neinum núna. 6.3.2011 10:19 Verkamannaflokkurinn og Fine Gael á Írlandi í samsteypustjórn Leiðtogar tveggja stærstu flokkanna á Írlandi Verkamannaflokksins og hægri flokksins Fine Gael hafa komið sér saman um að mynda samsteypustjórn. 6.3.2011 10:11 Ríkissjónvarpið lýgur að Líbíumönnum Ríkissjónvarpsstöð Líbíu greindi frá því í nótt að hermenn þjóðarinnar væri tryggir Muamma Gaddafi. Jafnframt var því haldið fram að þeir hafi náð töluverðum árangri í að bæla niður uppreisnina í Líbíu en mótmælendur hafa náð völdum í stórum hluta landsins í vopnuðum átökum við hermenn Gaddafis, undanfarnar tvær vikur. 6.3.2011 10:07 80 björgunarsveitarmenn leituðu vélsleðamannsins í gær Vélsleðamaðurinn sem leitað var að í gær fannst heilla húfi rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Um það bil áttatíu manns tóku þátt í leitinni. 6.3.2011 10:05 Sjá næstu 50 fréttir
Veist þú hver þetta er? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. 7.3.2011 11:42
Stéttarfélög vilja fund með Isavia - óánægja á meðal starfsmanna Formenn þriggja stéttarfélaga innan vébanda BSRB ætla að fara fram á fund með forstjóra og stjórnarformanni Isavia, ásamt með forsvarsmönnum BSRB, vegna dóms vegna kynferðislegrar áreitni sem upp kom hjá fyrirtækinu á dögunum. Félögin þrjú, Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu, héldu sameiginlegan fund um málið í síðustu viku og kom þar fram óánægja vegna þessa máls, sem og annarra hjá fyrirtækinu, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu BSRB. 7.3.2011 10:48
Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7.3.2011 10:20
Ekki tekið á yfirgefnum sjókvíum í lögum Tvö fyrirtæki, Arnarlax og Fjarðalax, vilja heimild fyrir samtals 4.500 tonna laxeldi í Arnarfirði. Vesturbyggð segist í umsögn til Skipulagsstofnunar ekki telja að það eigi að vera háð mati á umhverfisáhrifum. 7.3.2011 10:00
Hvalfjarðargöngum lokað vegna umferðaróhapps Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngunum nú á tíunda tímanum og hefur göngunum verið lokað um stund. Óhappið varð með þeim hætti flutningabíll rakst utan í kant með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum. Ekki liggur fyrir hvort göngin hafi verið opnuð aftur eða þá hvenær það mun gerast. 7.3.2011 09:53
500 barnaníðsmál send lögreglu Nær 500 ábendingar af rúmlega fimm þúsund, sem borist hafa Barnaheillum um myndefni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, hafa verið sendar áfram til lögreglu. 7.3.2011 09:30
McQueen tískuhúsið hannar fyrir Middleton Brúðarkjóllinn sem Kate Middleton ætlar að klæðast þegar að hún gengur upp að altarinu með Vilhjálmi Bretaprins er hannaður af Söru Burton í Alexander McQueen tískuhúsinu. Burton, sem er bresk að uppruna, tók við sem yfirhönnuður hjá fyrirtækinu eftir að 7.3.2011 09:22
Harðir bardagar í Líbíu Bardagar uppreisnarmanna í Líbíu og hermanna Gaddafís einræðisherra fara harðnandi með hverjum deginum. Her Gaddafis gerði í nótt gagnárásir á vígi uppreisnarmanna og urðu margar borgir á austurströnd landsins fyrir sprengjuregni í nótt og um helgina. Tugir létust í borginni Misrata um 200 kílómetra austan við Trípóli en þar höfðu uppreisnarmenn safnast saman til að gera atlögu að höfuðborginni Trípólí sem er enn höfuðvígi Gaddafís og hans manna. 7.3.2011 09:12
Réðust að mótmælendum með sverðum og bensínsprengjum Mótmælendur í Kaíró höfuðborg Egyptalands lentu í nótt í átökum við hóp óeinkennisklæddra manna sem voru vopnaðir sverðum og bensínsprengjum. Mótmælendurnir voru fyrir utan höfuðstöðvar leyniþjónustunnar í borginni og kröfðust þess að stofnunin yrði lögð niður. 7.3.2011 09:07
Tíu þúsund heimili í Christchurch óíbúðarhæf Tíu þúsund heimili í Christchurch á Nýja-Sjálandi hafa verið lýst óíbúðarhæf eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir þann 22. febrúar síðastliðinn. Þetta tilkynnti Jophn Key forsætisráðherra landsins í gærkvöldi. 7.3.2011 09:05
Nauðgun kærð á Selfossi - þrír grunaðir og eitt vitni Stúlka kom á lögreglustöðina á Selfossi og kærði nauðgun á sunnudagsmorguninn. Brotið mun hafa átt sér stað á hóteli á Selfossi skömmu áður. 7.3.2011 09:00
Auð kynlífsbók vekur athygli Bókin „Það sem allir karlmenn hugsa um fyrir utan kynlíf“ selst nú eins og heitar lummur hjá netversluninni Amazon. Bókin samanstendur af tvö hundruð auðum síðum og er aðallega notuð sem stílabók hjá námsmönnum um allt Bretland. 7.3.2011 09:00
Samtök lífrænna neytenda stofnuð í kvöld Stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda verður haldinn í kvöld. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi með velferð almennings, búfjár og umhverfisins að leiðarljósi. 7.3.2011 08:52
Ófærð á Norðurlandi Ófært er á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem bæði Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru ófærar. Nokkur hundruð manns, þeirra á meðal nokkarar rútur með skólakrökkum nýttu sér nýja hjáleið um Héðinsfjarðargöngin og síðan um Laxárdalsheiði, og komust þannig suður í gærkvöldi. 7.3.2011 08:50
Kulnuð eldfjöll sögð leyna á sér Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að eðli kulnaðra eldfjalla og kvikuhólfanna undir þeim sé annað en lengi var talið. Vísindamenn segja nú að þau geti orðið virk að nýju með styttri fyrirvara en áður var talið og því þurfi að endurmeta hættuna sem af þeim geti stafað. 7.3.2011 08:00
Rúmir 4 milljarðar í lækna sem búa úti Ríkið hefur greitt að minnsta kosti 4,3 milljarða króna í menntun íslenskra lækna sem nú búa og starfa erlendis. Árlegur kostnaður þess að mennta lækni hér á landi er 1,4 milljónir. Fullt læknanám tekur sex ár og hefur ríkið því borgað um 8,5 milljónir króna fyrir hvern fullmenntaðan lækni. Eru þessar tölur miðaðar við fjárlög ríkisins 2011 til Háskóla Íslands (HÍ), sem þó lækkuðu um 7 prósent frá árinu áður. Því má gera ráð fyrir að kostnaður við menntun lækna hafi áður verið hærri. Er hér einungis verið að tala um beint framlag ríkisins til læknanáms við HÍ, en ekki námslán og aðra framfærslu nema. 7.3.2011 08:00
Lady Gaga brjáluð yfir brjóstamjólkurísnum Þær vöktu athygli á dögunum fréttirnar af ísbúð í Bretlandi sem hefur tekið upp á því að bjóða rjómaís gerðan úr brjóstamjólk kvenna. Nú hefur Lady Gaga blandast í málið. 7.3.2011 07:58
Eldingar á höfuðborgarsvæðinu Eldingar sáust á himni og þrumugnýr heyrðist á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í morgun, en ekki er vitað til að eldingu hafi slegið niður með skaðlegum afleiðingum. Mjög mikil ókyrrð er nú í lofti víða yfir landinu, en við þau skilyrði er hætt við eldingum. 7.3.2011 07:31
Þrír í haldi á Selfossi grunaðir um kynferðisbrot Lögreglan á Selfossi handtók í gær þrjá karlmenn, eftir að henni barst kæra um kynferðisbrotamál í gærmorgun. Mennirnir munu enn vera í vörslu lögreglunnar, en yfirheyrslur stóðu fram á nótt. 7.3.2011 07:06
Klessti bíl í Skuggahverfinu og fór í heimsókn Ekið var á kyrrstæðan mannlausan bíl í Skuggahverfinu í Reykjavík i nótt og sáu vitni tvær konur hlaupa af vettvangi. Lögreglumenn náðu að rekja spor þeirra í snjónum heim að húsi, þar sem þær reyndust báðar vera gestkomandi, og handtóku konuna, sem talið er að hafi ekið bílnum. Hún gistir nú fangageymslur. Bíll hennar skemmdist mikið og bíllinn sem hún ók á töluvert, að sögn lögreglu. 7.3.2011 07:03
Gönguskíðamenn komnir til byggða Björgunarsveitir Landsbjargar komu laust fyrir klukkan sex í morgun til byggða með þrjá skíðagöngumenn, sem þeir björguðu í slæmu veðri af Öræfajökli í nótt. Mennirnir eru heilir á húfi enda voru þeir mjög vel búnir. Þeir óskuðu eftir aðstoð í gærkvöldi og gátu gefið upp staðsetningu. Björgunarsveitarmenn komu að þeim klukkan eitt í nótt. Að sögn björgunarsveitarmanna var afleitt veður á jöklinum í nótt og sóttist ferðin ofan af jöklinum hægt. 7.3.2011 07:01
Níu af hverjum tíu bændum á móti ESB Ný skoðanakönnun sýnir að yfir níutíu prósent bænda eru mótfallin inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram á árlegu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem var sett í gær undir yfirskriftinni „Ræktum okkar land“. 7.3.2011 07:00
Ljóst að fólk missir vinnuna hjá SpKef Formenn samtaka samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Suðurnesjum hafa áhyggjur af yfirtöku Landsbankans á SpKef. Ljóst sé að fólk muni missa vinnuna. 7.3.2011 07:00
Vítisenglarnir komnir heim Átta liðsmenn íslensku Vítisenglanna komu til landsins á tólfta tímanum í gærkvöldi frá Osló. Þeir stigu sjálfviljugir upp í flugvél á Gardemoen-flugvelli samkvæmt upplýsingum frá lögmanni þeirra. 7.3.2011 06:30
Ráðuneyti flytjast til Breytingar á húsnæðisskipan stjórnarráðsins vegna sameininga ráðuneyta hafa verið ákveðnar og hrint í framkvæmd að hluta. Sameining ráðuneyta heilbrigðis- og félagsmála í velferðarráðuneyti og ráðuneyta samgöngu- og dómsmála í innanríkisráðuneyti kallaði á flutninga. 7.3.2011 05:30
Beiðnunum er jafnan hafnað Á árabilinu 2000 til 2010 barst Hæstarétti 41 beiðni um endurupptöku máls sem dómurinn hafði dæmt. Af þeim voru þrjár samþykktar. 7.3.2011 05:00
Tekið verði tillit til sjónarmiða ungs fólks Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill að vegur ungs fólks í samfélaginu verði aukinn og hefur kynnt í ríkisstjórn áform um mótun heildstæðrar stefnu í málefnum þess. Engin slík heildstæð stefna er til þótt eftir henni hafi verið kallað, meðal annars af hálfu þeirra sem starfa að æskulýðsmálum. 7.3.2011 05:00
Vindhraði innan þolmarka Rannsókn á óhappinu í Nuuk, þar sem flugvél Flugfélags Íslands brotlenti, hefst í dag ef veður leyfir. Fulltrúar danskrar rannsóknarnefndar komu til landsins í gær en íslensk nefnd tekur þátt í rannsókninni, sem dönsk yfirvöld fara með. Alls voru 34 um borð. Engan sakaði. 7.3.2011 04:00
Mikil skothríð í höfuðborginni Hörð átök milli uppreisnarmanna og hersveita, sem hliðhollar eru Muammar Gaddafi, héldu áfram víða í Líbíu um helgina. Ríkissjónvarpsstöð landsins greindi frá því í gær að herinn hefði aftur náð völdum í borgunum Misrata, Ra’s Lanuf, Tobruk og Zawiya. Í öðrum miðlum halda uppreisnarmenn og íbúar borganna því þó fram að mótmælendur séu enn við völd í þessum borgum. Fréttir af mannfalli í átökunum eru óljósar, en í gær töldu bráðaliðar á svæðinu að tveir hið minnsta hefðu látist og nokkrir tugir slasast. 7.3.2011 04:00
Vorrallið hafið á fimm skipum Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða svokallað vorrall, hófst 1. mars og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. 7.3.2011 03:30
Kínverjar styrkja herafla sinn Kínversk stjórnvöld ætla að auka framlög sín til hermála um 13 prósent á þessu ári. Nágrannaríki Kína og Bandaríkin hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu. 7.3.2011 03:15
Bolvíkingar hlutskarpastir Taflfélag Bolungarvíkur varð hlutskarpast í síðari hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Aðalsveit félagsins sigraði í 1. deild og B-sveitin í 2. deild. 7.3.2011 03:00
Vélhjólafélagi Che Guevara látinn Alberto Granado er látinn. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést á Kúbu. Alberto er sennilega þekktastur fyrir að vera góðvinur byltingarsinnans, Che Guevara, en saman ferðustu þeir vítt og breitt um Suður-Ameríku um miðja síðustu öld. 6.3.2011 16:30
Hreinsunarstarfi lokið eftir tvær vikur - um 8 tonn af olíu í sjónum Hreinsunarstarfi í Oslófirði verður lokið eftir um tvær vikur samkvæmt norskum fjölmiðlum. Goðafoss strandaði í firðinum um miðjan febrúar með þeim afleiðingum að olía lak í sjóinn. 6.3.2011 16:00
Andlát í gufu: Misbrestur á verklagsreglum Eigendur og starfsfólk World Class harma þann atburð sem varð síðastliðinn miðvikudag er maður fannst látinn í heilsuræktarstöð World Class í Laugum. 6.3.2011 15:24
Breskir sérsveitarmenn í haldi uppreisnarmanna í Líbíu Líbískir uppreisnarmenn hafa handsamað átta breska hermann, þar af eru sex þeim sérsveitarmenn innan breska hersins. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að lítið teymi diplómata væri nú í Benghazi, þar sem mennirnir eru í haldi, og ættu í samningaviðræðum við uppreisnarmennina. 6.3.2011 14:54
Mótmæla forvirkum rannsóknarheimildum Stjórn Ungra vinstri grænna mótmælir harðlega hugmyndum dómsmálaráðherra sem fela í sér stórauknar rannsóknarheimildir lögreglunnarí. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem send var á fjölmiðla. 6.3.2011 14:48
Utanríkisráðherra Japans segir af sér Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum. 6.3.2011 13:46
Fimm ára drengur lést af slysförum Fimm ára drengur lést þegar hann lenti í drifskafti vélar á sveitabæ í Borgarbyggð síðdegis í gær. Drengurinn var þar gestkomandi á bænum sem á Mýrum. Ekki verður hægt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. 6.3.2011 12:51
Vítisenglarnir koma heim í kvöld Von er á íslensku Vítisenglunum átta sem voru handteknir í Noregi í fyrradag í kvöld. 6.3.2011 12:12
Færð: Víða hálka Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði, Vatnaleið og á Bröttubrekku. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði. 6.3.2011 10:23
Hugsanlega þarf að farga flugvélinni Dash átta flugvél Flugfélags Íslands hefur nú verið komið fyrir á svæði í eigu Air Greenland á Nuuk flugvelli á Grænlandi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir Air Greeland hafa aðstoðað Íslendinga mikið eftir flugslysið. Vélin er því ekki fyrir neinum núna. 6.3.2011 10:19
Verkamannaflokkurinn og Fine Gael á Írlandi í samsteypustjórn Leiðtogar tveggja stærstu flokkanna á Írlandi Verkamannaflokksins og hægri flokksins Fine Gael hafa komið sér saman um að mynda samsteypustjórn. 6.3.2011 10:11
Ríkissjónvarpið lýgur að Líbíumönnum Ríkissjónvarpsstöð Líbíu greindi frá því í nótt að hermenn þjóðarinnar væri tryggir Muamma Gaddafi. Jafnframt var því haldið fram að þeir hafi náð töluverðum árangri í að bæla niður uppreisnina í Líbíu en mótmælendur hafa náð völdum í stórum hluta landsins í vopnuðum átökum við hermenn Gaddafis, undanfarnar tvær vikur. 6.3.2011 10:07
80 björgunarsveitarmenn leituðu vélsleðamannsins í gær Vélsleðamaðurinn sem leitað var að í gær fannst heilla húfi rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Um það bil áttatíu manns tóku þátt í leitinni. 6.3.2011 10:05
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent