Fleiri fréttir Óvíst um stöðu Björgvins Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er sá eini sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi sem enn gegnir opinberu trúnaðarstarfi. 12.4.2010 14:12 Davíð sagðist vilja í stjórn Blómavals Þegar sýnt var að Glitnir var að fara í þrot leituðu forráðamenn hans út um víðan völl eftir einhverjum leiðum til þess að bjarga bankanum. 12.4.2010 14:09 Halldór Kristjánsson eins og laminn hundur Össur Skarphéðinsson segir að Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hafi setið eins og laminn hundur á fundi með stjórnvöldum sunnudaginn 5. október árið 2008. 12.4.2010 13:53 Enn skvettist úr einum gíg Fregnir af endalokum eldgossins á Fimmvörðuhálsi virðast ótímabærar, að minnsta kosti að sinni. Einn gígur er enn opinn og þar sést í logandi kviku og skvettist upp úr honum, að sögn Jóns Kjartans Björnssonar, þyrluflugmanns hjá Norðurflugi, sem flaug yfir eldstöðina um ellefuleytið í morgun. 12.4.2010 13:36 Gleðispillar úr innri endurskoðun og fjölgun í skemmtinefndum Berlegt áhugaleysi var innan bankanna á vönduðum vinnubrögðum og virðingaleysi fyrir lögum og reglum ríkti þar. Þetta er meðal niðurstaðna sérfræðinga sem fóru yfir siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna. 12.4.2010 13:27 Ingibjörg forspá um hrunið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í febrúar 2008 að ekki mætti tala hátt um ástandið á fjármálamörkuðum. Bankarnir myndu lenda í vandræðum eftir um níu mánuði. 12.4.2010 13:25 Árni Mathiesen: Þeir lugu allir en Björgólfur Thor var verstur Björgólfur Thor Björgólfsson hélt röngum upplýsingum að stjórnvöldum um stöðu Landsbankans helgina fyrir hrun. Þetta kemur fram í skýrslutöku Rannsóknarnefndar Alþingis yfir Árna M. Mathiesen. 12.4.2010 13:25 Glærusýning Rannsóknarnefndarinnar Blaðamannafundur um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið fór fram í Iðnó fyrr í dag. Þar studdust nefndarmenn við glærur sem hægt er að skoða hér fyrir neðan. 12.4.2010 13:08 Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. 12.4.2010 12:54 Forsetinn gekk mjög langt - setja þarf siðareglur um forsetaembættið Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir að þegar lýðræðislega kjörinn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. „Þar liggur ábyrgð forseta Íslands.“ Ljóst sé að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýrðu þeim. 12.4.2010 12:50 Enginn gekkst við ábyrgð Enginn þeirra sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi gekkst við ábyrgð sinni í andsvörum sínum til nefndarinnar. 12.4.2010 12:50 Geir var skíthræddur við Davíð „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð," sagði Geir H. Haarde við Össur Skarphéðinsson eftir að sá síðarnefndi hafði þvertekið fyrir að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008 líkt og Geir lagði til. 12.4.2010 12:26 SUS: Vissu ekki um tugmilljónastyrk Styrkir upp á tæpar 40 milljónir frá Landsbankum og Kaupþingi voru lagðir inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Tveir fyrrverandi formenn hreyfingarinnar segjast koma af fjöllum. Félagið hafi verið rekið fyrir klink. 12.4.2010 12:23 Þorgerður Katrín stödd erlendis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er stödd erlendis þessa stundina, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2010 12:17 Össur vildi stjórnarslit vegna Glitnismálsins Össur Skarphéðinsson vildi sprengja ríkisstjórnina strax í kjölfar yfirtökunnar á Glitni. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12.4.2010 12:12 Segja að Seðlabankinn hafi ekki kannað Glitni fyrir yfirtöku Rannsóknarnefnd Alþingis gerir athugasemd við það að Seðlabanki Íslands hafi ekki kannað aðstæður nægjanlega vel áður en ríkið keypti 75% hlut í Glitni í lok september 2008. 12.4.2010 12:09 Uppgjörið fer fram á mörgum vígstöðvum Sérstökum saksóknara verður falið að rannsaka alla stjórnarmenn og framkvæmdastjóra bankanna. Enn fremur á hann að rannsaka fall krónunnar, en þar er grunur um markaðsmisnotkun, og margt fleira. 12.4.2010 12:08 Geir vildi að Davíð færi fyrir neyðarstjórn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vildi að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008. Þessu hafnaði Össur Skarphéðinsson og þá bað Geir Össur um að gera sér þetta ekki. 12.4.2010 12:06 Vantreystu Davíð - Aðgerðir ríkisstjórnar ómarkvissar Tortryggni og samstarfserfiðleikar settu mark sitt á samskipti Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, og flestra ráðherra Samfylkingarinnar. Fyrri stjórnmálastörf Davíðs Oddssonar urð til þess að hafa áhrif á það hvernig ráðherrar brugðust við þeim upplýsingum sem Davíð lét þeim í té í embættisfærslu sinni sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meginniðurstöðum í skýrslu Rannsóknarnefnd Alþingis. 12.4.2010 11:48 Bjarni Ben: Í golfferð með Glitnisþotu Fram kemur í rannsóknarskýrslunni að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi þegið far með einkaþotu Glitnis til Skotlands. Ferðin var farin árið 2007 í þeim tilgangi að spila golf. 12.4.2010 11:44 Lán til stjórnmálamanna: Sjö sjálfstæðismenn á topp 10 Á 10 manna lista yfir alþingismenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankannanna eru sjö sjálfstæðismenn. Listinn nær yfir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum þeirra heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna á tímabílinu. 12.4.2010 11:27 Fyrrverandi ráðherrar, forstjóri FME og seðlabankastjórar sakaðir um vanrækslu Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. 12.4.2010 11:27 Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 11:11 Stjórnvöld áttu að bregðast við 2006 - ríkisstjórn Geirs gaf í Í ágripi um meginniðurstöður Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að skýringar á falli Glitnis, Kaupþings og Landsbanka sé fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008. Efnahagur og útlán bankanna uxu fram úr því sem innviðir þeirra þoldu. Utanumhald og eftirlit með útlánum fylgdi ekki eftir útlánavextinum. Stóru bankarnir þrír tuttugufölduðust á sjö árum. Þegar bankakerfið var orðið allt of stórt miðað við stærð íslensks hagkerfis þurftu stjórnvöld að bregðast við. 12.4.2010 10:43 Bankarnir 20 földuðust að stærð á sjö árum Vöxtur og stærð bankanna árin fyrir fall þeirra var allt of ör, sagði Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur á blaðamannafundi Rannsóknarnefndar Alþingis sem hófst klukkan hálfellefu í morgun. Hún sagði að bankarnir hefðu tuttugufaldast að stærð á stærð á sjö árum. 12.4.2010 10:30 Eigendur Glitnis skulduðu 170 milljarða í bankanum - Davíð fékk sjokk Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um yfirtöku Seðlabankans á Glitni þá skorti Seðlabankann yfirsýn yfir stöðu bankans. Meðal annars segir að að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi fengið „sjokk þegar komið hefði í ljós að eigendur bankans skulduðu 170 milljarða en hjá Seðlabankanum hefðu menn ekki haft þær upplýsingar, segir í skýrslunni. 12.4.2010 10:25 Samson fékk viðkvæmar upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupinn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma vegna þessa að viðkvæmum upplýsingum var komið til eignarhaldsfélagsins Samson sem síðar keypti Landsbankann. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 10:21 Eldgosinu virðist lokið Eldgosinu í Eyjafjallajökli gæti verið lokið. Gosið virðist hafa hætt um miðjan dag í gær. Veðurstofan varar þó við að það geti tekið sig upp aftur og í morgun varð jarðskjálfti upp á 3,2 stig undir Eyjafjallajökli. 12.4.2010 10:14 Rannsóknarnefndin kom skilaboðum til sérstaks Ríkissaksóknara Björn L. Bergsson, sérstakur Ríkissaksóknari fékk í gær sent til ábendingar frá Rannsóknarnefnd Alþingis um brot sem mögulega gætu hafa átt sér stað. 12.4.2010 09:52 Sérsíða um skýrslu Rannsóknarnefndar Vísir hefur sett upp sérstaka undirsíðu um Vísi í tilefni af útgáfu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttir munu birtast þar reglulega í dag og næstu daga af gangi mála. 12.4.2010 09:37 Blaðamannafundurinn í Iðnó í beinni Blaðamannafundur Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan hálfellefu. Hann er í beinni útsendingu hér á Vísi. Skýrslan var gerð aðgengileg á vef Alþingis fyrir tíu mínútum. 12.4.2010 08:57 Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur vegna spurningar um hvort hann hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð spurði eiginkonu sína hins vegar hvort það væri ekki best að hann myndi segja upp störfum. 12.4.2010 08:22 Lögreglumenn fylgdu skýrslunni í Alþingishúsið Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var flutt úr Prentsmiðjunni Odda í Alþingishúsið eldsnemma í morgun. Hún var flutt í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna niður í Alþingishús þar sem starfsmenn þingsins tóku á móti henni. Henni verður dreift inn á herbergi allra þingmanna strax eftir að forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur tekið við henni klukkan tíu. 12.4.2010 08:11 Þorfinnur Ómarsson ráðinn ritstjóri Eyjunnar Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn ritstjóri fréttavefsins Eyjunnar í stað Guðmundar Magnússonar. Í frétt á Eyjunni kemur fram að Þorfinnur hafi áralanga reynslu af fjölmiðlum. Hann nam fjölmiðlafræði í Frakklandi. Hann hefur starfað sem fréttaritari fyrir RÚV og dagskrárgerðarmaður þar. Þá var hann dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag á Stöð 2. 12.4.2010 07:51 Sprenging í Belfast Rýma þurfti byggingar í Belfast í Norður Írlandi þegar stór sprengja sprakk nærri höfuðstöðvum MI5 leyniþjónustunnar í nótt. Enginn særðist í sprengingunni. 12.4.2010 07:26 Skýrsla Rannsóknarnefndar birt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 afhendir forseta Alþingis skýrslu sína í dag klukkan tíu í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Þegar forseta Alþingis hefur verið afhent prentað eintak af skýrslu rannsóknarnefndarinnar mun þingforseti opna fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan 20 mínútur yfir tíu. Prentaða útgáfan verður síðan til sölu í bókaverslunum en hún er um 2000 síður að lengd. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. 12.4.2010 07:14 Mesta ógnin að hryðjuverkasamtök eignist kjarnorkuvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að mesta ógn við öryggi Bandaríkjanna sé möguleikinn á því að einhver hryðjuverkasamtök fái kjarnorkuvopn í sínar hendur. 12.4.2010 07:00 Cameron líklegastur til árangurs David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, og flokksfélagi hans, Kenneth Clarke, eru taldir líklegastir til þess að geta leitt bresku þjóðina út úr efnahagslægðinni, að því er ný skoðanakönnun bendir til. 12.4.2010 07:00 Búast við að Wikileaks birti myndir af árásum á afganska borgara Búast má við að Wikileaks vefsíðan muni á næstunni birta myndskeið af því þegar Bandaríkjamenn bana fjölda óbreyttra afganskra borgara í loftárás. 12.4.2010 07:00 Fólk fái tóm til að horfa á fundinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag. 12.4.2010 06:00 Borgarfulltrúi segir Hrafn fá sérmeðferð Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin fjarlægi mannvirki af lóð Hrafns Gunnlaugssonar á Lauganestanga á hans kostnað, fyrir 20. apríl. Þá verði lóðinni komið í það horf sem hún var í þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa margbrotið það. 12.4.2010 06:00 Innanríkisráðuneyti taki yfir varnarmálaverkefnin Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Verkefni hennar verði færð annað, en hluti þeirra síðan færður aftur undir eitt þak ásamt öðrum verkefnum sem nú eru sum hver á hendi Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu og Vaktstöð siglinga. Ný stofnun taki því yfir hluta verkefnanna. 12.4.2010 05:45 Laga stíga vegna gossins Mikil umferð hefur verið um svæði í nágrenni gosstöðvanna við Fimmvörðuháls með tilheyrandi álagi á svæðin. Búast má við að sú umferð aukist enn með hækkandi sól og því er farið að huga að því að gera allt sem best úr garði fyrir sumarið. 12.4.2010 05:30 Vill ákæru fyrir afglöp í starfi Guðmundur Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, vill að ríkissaksóknari taki afstöðu til þess hvort ákæra beri Sigurð Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóra, fyrir afglöp í starfi. 12.4.2010 05:30 Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. 12.4.2010 05:15 Sjá næstu 50 fréttir
Óvíst um stöðu Björgvins Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er sá eini sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi sem enn gegnir opinberu trúnaðarstarfi. 12.4.2010 14:12
Davíð sagðist vilja í stjórn Blómavals Þegar sýnt var að Glitnir var að fara í þrot leituðu forráðamenn hans út um víðan völl eftir einhverjum leiðum til þess að bjarga bankanum. 12.4.2010 14:09
Halldór Kristjánsson eins og laminn hundur Össur Skarphéðinsson segir að Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hafi setið eins og laminn hundur á fundi með stjórnvöldum sunnudaginn 5. október árið 2008. 12.4.2010 13:53
Enn skvettist úr einum gíg Fregnir af endalokum eldgossins á Fimmvörðuhálsi virðast ótímabærar, að minnsta kosti að sinni. Einn gígur er enn opinn og þar sést í logandi kviku og skvettist upp úr honum, að sögn Jóns Kjartans Björnssonar, þyrluflugmanns hjá Norðurflugi, sem flaug yfir eldstöðina um ellefuleytið í morgun. 12.4.2010 13:36
Gleðispillar úr innri endurskoðun og fjölgun í skemmtinefndum Berlegt áhugaleysi var innan bankanna á vönduðum vinnubrögðum og virðingaleysi fyrir lögum og reglum ríkti þar. Þetta er meðal niðurstaðna sérfræðinga sem fóru yfir siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna. 12.4.2010 13:27
Ingibjörg forspá um hrunið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í febrúar 2008 að ekki mætti tala hátt um ástandið á fjármálamörkuðum. Bankarnir myndu lenda í vandræðum eftir um níu mánuði. 12.4.2010 13:25
Árni Mathiesen: Þeir lugu allir en Björgólfur Thor var verstur Björgólfur Thor Björgólfsson hélt röngum upplýsingum að stjórnvöldum um stöðu Landsbankans helgina fyrir hrun. Þetta kemur fram í skýrslutöku Rannsóknarnefndar Alþingis yfir Árna M. Mathiesen. 12.4.2010 13:25
Glærusýning Rannsóknarnefndarinnar Blaðamannafundur um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið fór fram í Iðnó fyrr í dag. Þar studdust nefndarmenn við glærur sem hægt er að skoða hér fyrir neðan. 12.4.2010 13:08
Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. 12.4.2010 12:54
Forsetinn gekk mjög langt - setja þarf siðareglur um forsetaembættið Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir að þegar lýðræðislega kjörinn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. „Þar liggur ábyrgð forseta Íslands.“ Ljóst sé að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýrðu þeim. 12.4.2010 12:50
Enginn gekkst við ábyrgð Enginn þeirra sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi gekkst við ábyrgð sinni í andsvörum sínum til nefndarinnar. 12.4.2010 12:50
Geir var skíthræddur við Davíð „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð," sagði Geir H. Haarde við Össur Skarphéðinsson eftir að sá síðarnefndi hafði þvertekið fyrir að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008 líkt og Geir lagði til. 12.4.2010 12:26
SUS: Vissu ekki um tugmilljónastyrk Styrkir upp á tæpar 40 milljónir frá Landsbankum og Kaupþingi voru lagðir inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Tveir fyrrverandi formenn hreyfingarinnar segjast koma af fjöllum. Félagið hafi verið rekið fyrir klink. 12.4.2010 12:23
Þorgerður Katrín stödd erlendis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er stödd erlendis þessa stundina, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2010 12:17
Össur vildi stjórnarslit vegna Glitnismálsins Össur Skarphéðinsson vildi sprengja ríkisstjórnina strax í kjölfar yfirtökunnar á Glitni. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12.4.2010 12:12
Segja að Seðlabankinn hafi ekki kannað Glitni fyrir yfirtöku Rannsóknarnefnd Alþingis gerir athugasemd við það að Seðlabanki Íslands hafi ekki kannað aðstæður nægjanlega vel áður en ríkið keypti 75% hlut í Glitni í lok september 2008. 12.4.2010 12:09
Uppgjörið fer fram á mörgum vígstöðvum Sérstökum saksóknara verður falið að rannsaka alla stjórnarmenn og framkvæmdastjóra bankanna. Enn fremur á hann að rannsaka fall krónunnar, en þar er grunur um markaðsmisnotkun, og margt fleira. 12.4.2010 12:08
Geir vildi að Davíð færi fyrir neyðarstjórn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vildi að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008. Þessu hafnaði Össur Skarphéðinsson og þá bað Geir Össur um að gera sér þetta ekki. 12.4.2010 12:06
Vantreystu Davíð - Aðgerðir ríkisstjórnar ómarkvissar Tortryggni og samstarfserfiðleikar settu mark sitt á samskipti Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, og flestra ráðherra Samfylkingarinnar. Fyrri stjórnmálastörf Davíðs Oddssonar urð til þess að hafa áhrif á það hvernig ráðherrar brugðust við þeim upplýsingum sem Davíð lét þeim í té í embættisfærslu sinni sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meginniðurstöðum í skýrslu Rannsóknarnefnd Alþingis. 12.4.2010 11:48
Bjarni Ben: Í golfferð með Glitnisþotu Fram kemur í rannsóknarskýrslunni að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi þegið far með einkaþotu Glitnis til Skotlands. Ferðin var farin árið 2007 í þeim tilgangi að spila golf. 12.4.2010 11:44
Lán til stjórnmálamanna: Sjö sjálfstæðismenn á topp 10 Á 10 manna lista yfir alþingismenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankannanna eru sjö sjálfstæðismenn. Listinn nær yfir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum þeirra heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna á tímabílinu. 12.4.2010 11:27
Fyrrverandi ráðherrar, forstjóri FME og seðlabankastjórar sakaðir um vanrækslu Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. 12.4.2010 11:27
Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 11:11
Stjórnvöld áttu að bregðast við 2006 - ríkisstjórn Geirs gaf í Í ágripi um meginniðurstöður Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að skýringar á falli Glitnis, Kaupþings og Landsbanka sé fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008. Efnahagur og útlán bankanna uxu fram úr því sem innviðir þeirra þoldu. Utanumhald og eftirlit með útlánum fylgdi ekki eftir útlánavextinum. Stóru bankarnir þrír tuttugufölduðust á sjö árum. Þegar bankakerfið var orðið allt of stórt miðað við stærð íslensks hagkerfis þurftu stjórnvöld að bregðast við. 12.4.2010 10:43
Bankarnir 20 földuðust að stærð á sjö árum Vöxtur og stærð bankanna árin fyrir fall þeirra var allt of ör, sagði Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur á blaðamannafundi Rannsóknarnefndar Alþingis sem hófst klukkan hálfellefu í morgun. Hún sagði að bankarnir hefðu tuttugufaldast að stærð á stærð á sjö árum. 12.4.2010 10:30
Eigendur Glitnis skulduðu 170 milljarða í bankanum - Davíð fékk sjokk Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um yfirtöku Seðlabankans á Glitni þá skorti Seðlabankann yfirsýn yfir stöðu bankans. Meðal annars segir að að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi fengið „sjokk þegar komið hefði í ljós að eigendur bankans skulduðu 170 milljarða en hjá Seðlabankanum hefðu menn ekki haft þær upplýsingar, segir í skýrslunni. 12.4.2010 10:25
Samson fékk viðkvæmar upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupinn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma vegna þessa að viðkvæmum upplýsingum var komið til eignarhaldsfélagsins Samson sem síðar keypti Landsbankann. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 10:21
Eldgosinu virðist lokið Eldgosinu í Eyjafjallajökli gæti verið lokið. Gosið virðist hafa hætt um miðjan dag í gær. Veðurstofan varar þó við að það geti tekið sig upp aftur og í morgun varð jarðskjálfti upp á 3,2 stig undir Eyjafjallajökli. 12.4.2010 10:14
Rannsóknarnefndin kom skilaboðum til sérstaks Ríkissaksóknara Björn L. Bergsson, sérstakur Ríkissaksóknari fékk í gær sent til ábendingar frá Rannsóknarnefnd Alþingis um brot sem mögulega gætu hafa átt sér stað. 12.4.2010 09:52
Sérsíða um skýrslu Rannsóknarnefndar Vísir hefur sett upp sérstaka undirsíðu um Vísi í tilefni af útgáfu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttir munu birtast þar reglulega í dag og næstu daga af gangi mála. 12.4.2010 09:37
Blaðamannafundurinn í Iðnó í beinni Blaðamannafundur Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan hálfellefu. Hann er í beinni útsendingu hér á Vísi. Skýrslan var gerð aðgengileg á vef Alþingis fyrir tíu mínútum. 12.4.2010 08:57
Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur vegna spurningar um hvort hann hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð spurði eiginkonu sína hins vegar hvort það væri ekki best að hann myndi segja upp störfum. 12.4.2010 08:22
Lögreglumenn fylgdu skýrslunni í Alþingishúsið Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var flutt úr Prentsmiðjunni Odda í Alþingishúsið eldsnemma í morgun. Hún var flutt í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna niður í Alþingishús þar sem starfsmenn þingsins tóku á móti henni. Henni verður dreift inn á herbergi allra þingmanna strax eftir að forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur tekið við henni klukkan tíu. 12.4.2010 08:11
Þorfinnur Ómarsson ráðinn ritstjóri Eyjunnar Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn ritstjóri fréttavefsins Eyjunnar í stað Guðmundar Magnússonar. Í frétt á Eyjunni kemur fram að Þorfinnur hafi áralanga reynslu af fjölmiðlum. Hann nam fjölmiðlafræði í Frakklandi. Hann hefur starfað sem fréttaritari fyrir RÚV og dagskrárgerðarmaður þar. Þá var hann dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag á Stöð 2. 12.4.2010 07:51
Sprenging í Belfast Rýma þurfti byggingar í Belfast í Norður Írlandi þegar stór sprengja sprakk nærri höfuðstöðvum MI5 leyniþjónustunnar í nótt. Enginn særðist í sprengingunni. 12.4.2010 07:26
Skýrsla Rannsóknarnefndar birt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 afhendir forseta Alþingis skýrslu sína í dag klukkan tíu í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Þegar forseta Alþingis hefur verið afhent prentað eintak af skýrslu rannsóknarnefndarinnar mun þingforseti opna fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan 20 mínútur yfir tíu. Prentaða útgáfan verður síðan til sölu í bókaverslunum en hún er um 2000 síður að lengd. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. 12.4.2010 07:14
Mesta ógnin að hryðjuverkasamtök eignist kjarnorkuvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að mesta ógn við öryggi Bandaríkjanna sé möguleikinn á því að einhver hryðjuverkasamtök fái kjarnorkuvopn í sínar hendur. 12.4.2010 07:00
Cameron líklegastur til árangurs David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, og flokksfélagi hans, Kenneth Clarke, eru taldir líklegastir til þess að geta leitt bresku þjóðina út úr efnahagslægðinni, að því er ný skoðanakönnun bendir til. 12.4.2010 07:00
Búast við að Wikileaks birti myndir af árásum á afganska borgara Búast má við að Wikileaks vefsíðan muni á næstunni birta myndskeið af því þegar Bandaríkjamenn bana fjölda óbreyttra afganskra borgara í loftárás. 12.4.2010 07:00
Fólk fái tóm til að horfa á fundinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag. 12.4.2010 06:00
Borgarfulltrúi segir Hrafn fá sérmeðferð Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin fjarlægi mannvirki af lóð Hrafns Gunnlaugssonar á Lauganestanga á hans kostnað, fyrir 20. apríl. Þá verði lóðinni komið í það horf sem hún var í þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa margbrotið það. 12.4.2010 06:00
Innanríkisráðuneyti taki yfir varnarmálaverkefnin Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Verkefni hennar verði færð annað, en hluti þeirra síðan færður aftur undir eitt þak ásamt öðrum verkefnum sem nú eru sum hver á hendi Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu og Vaktstöð siglinga. Ný stofnun taki því yfir hluta verkefnanna. 12.4.2010 05:45
Laga stíga vegna gossins Mikil umferð hefur verið um svæði í nágrenni gosstöðvanna við Fimmvörðuháls með tilheyrandi álagi á svæðin. Búast má við að sú umferð aukist enn með hækkandi sól og því er farið að huga að því að gera allt sem best úr garði fyrir sumarið. 12.4.2010 05:30
Vill ákæru fyrir afglöp í starfi Guðmundur Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, vill að ríkissaksóknari taki afstöðu til þess hvort ákæra beri Sigurð Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóra, fyrir afglöp í starfi. 12.4.2010 05:30
Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. 12.4.2010 05:15