Erlent

Ekkill Bhuttos klár í slaginn

Zardari (tv) er klár í slaginn. Mynd/ AFP.
Zardari (tv) er klár í slaginn. Mynd/ AFP.

Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhuttos samþykkti í dag að bjóða sig fram til forseta í Pakistan, eftir því sem BBC hefur eftir forystumönnum úr Pakistanska Þjóðarflokknum.

Þjóðarflokkurinn útnefndi Zardari sem frambjóðanda sinn í gær. Þingið mun kjósa forsetann í næsta mánuði, en Pervez Musharraf sagði af sér embættinu á mánudag.

Zardari varð leiðtogi Þjóðarflokksins þegar Bhutto var myrt í desember á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×