Erlent

Rússneska þingið vill lýsa yfir sjálfstæði Abkasíu og S-Ossetíu

Þingmenn á rússneska þinginu skora á Medvedev forseta að hann viðurkenni sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu.
Þingmenn á rússneska þinginu skora á Medvedev forseta að hann viðurkenni sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu.

Neðri deild rússneska þingsins skoraði í dag á forseta landsins Dmitry Medvedev að hann viðurkenni Suður-Ossetíu og Abkasíu sem sjálfstæð ríki. Þá hafa báðar deildir þingsins kosið um málið og samþykkt áskorun á forsetann að viðurkenna ríkin.

Bardagar á milli Rússa og Georgíumanna blossuðu upp þegar þeir síðarnefndu gerðu árásir á sjálfstjórnarhéraðið Suður-Ossetíu sem tilheyrir Georgíu en er í miklum tengslum við Rússland. Í öðru sjálfstjórnarhéraði, Abkasíu hafa einnig blossað upp átök.

Kosningarnar á þinginu eru ekki bindandi fyrir stjórnvöld í Kreml en stjórnmálaskýrendur segja að áskorunin styrki stöðu Medvedevs sem nú ræðir framtíð landsvæðisins við NATO þjóðirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×