Fleiri fréttir

„Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil.

Rosaleg Corvetta á leiðinni

Ný Corvetta er á leiðinni sem á að keppa við evrópska ofursportbíla eins og Ferrari, Porche og Lamborghini.

Norðmenn verða enn ríkari

Norðmenn hafa fundið enn eina risastóra gaslind á landgrunni sínu. Gaslindin fannst vestur af Sognefjord, á milli tveggja annarra linda.

Ósáttur við niðurstöðu Neytendastofu

Framkvæmdastjóri Vagnsson MultiMedia er mjög ósáttur við þá ákvörðun Neytendastofu að sekta hann um hálfa milljóni króna fyrir að hafa ekki afskráð lénið tónlist.is eins og fyrri úrskurður Neytendastofu kvað á um.

Ástæða til að hafa áhyggjur af hækkun áburðarverðs

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ástæðu til hafa áhyggjur hækkun áburðarverðs og segir ljóst að það muni leiða til hækkandi framleiðslukostnaðar á landbúnaðarvörum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna.

Létt yfir forseta Bandaríkjanna

George Bush forseti Bandríkjanna hefur verið á ferð í Afríku undanfarna daga og heimsótt mörg Afríkuríki. Lítið hefur farið fyrir þessu í fréttum.

Háskólinn í samstarf við Auðlindastofnun Indlands

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirritaði á dögunum samstarfssamning við indverska háskólann TERI (Auðlindastofnun Indlands), um víðtæka samvinnu í umhverfis- og auðlindafræðum, í orku- og jarðvísindum auk samvinnu í rannsóknum á sjálfbærri þróun. Samningurinn, sem var undirritaður í Nýju Delhi á Indlandi, felur einnig í sér gagnkvæm skipti á nemendum og kennurum.

Alvarleg tíðindi ef hætta þarf loðnuveiðum

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir það alvarleg tíðindi ef hætta þurfi að loðnuveiðum í dag vegna slakrar stöðu loðnustofnsins. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Tryggingafélög rukka börn

Dönsk tryggingafélög segjast hiklaust munu senda börnum reikninga fyrir skemmdum sem þau hafa valdið í óeirðunum undanfarna daga.

Þrír látnir eftir jarðskjálfta á Indónesíu

Að minnsta kosti þrír létust og 25 slösuðust alvarlega í sterkum jarðskjálfta sem reið yfir Aceh hérað í Indónesíu í morgun. Fjölmargar byggingar skemmdust í skjálftanum sem var 7,5 á Richter og átti upptök sín nálægt eynni Simeulue, 319 km frá strönd Súmkötru.

Skóda með vígtennur

Skoda bílar dagsins í dag þykja ágætlega smíðaðir, enda Skoda komin í samkrull við Volkswagen.

Íslensk forsjárdeila að baki blóðugum átökum í Danmörku

Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það.

Fyrrverandi yfirmaður MI6 neitar morði Díönu

Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6 hefur neitað því staðfastlega að bera ábyrgð á dauða Díönu prinsessu af Wales. Sir Richard Dearlove var yfirheyrður við réttarrannsóknina sem nú fer fram í London. Vitnisburðurinn þykir sögulegur í ljósi þess að meginregla MI6 er að svara aldrei ásökunum gegn þjónustunni.

Mótmæltu endurbirtingu Múhameðsteikninga

Yfir 200 manns söfnuðust saman fyrir framan danska sendirráðið í Jakarta í Indónesíu í morgun til að mótmæla skopmyndum danskra dagblaða af Múhameð spámanni.

Hjónaband ógilt eftir 10 ár vegna fíkniefnaneyslu

Kona hefur fengið hjónaband sitt ógilt eftir 10 ára baráttu í ítalska dómskerfinu en hún kom að eiginmanninum reykjandi hass á brúðkaupsnóttina. Konan er úr afar íhaldssamri ítalskri fjölskyldu í Campagna og fékk algjört sjokk, en maðurinn hafði sagt henni að hann snerti ekki eiturlyf fyrir brúðkaupið.

Efast um að lestarsamgöngur séu raunhæfur kostur

Borgarstjórinn í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, segir að gífurlega dýrt yrði að koma á fót lestarsamgöngum og efast um að þær séu raunhæfur kostur. Slíkar hugmyndir hafi enda fengið hraklega meðferð í borgarstjórn fyrir nokkrum árum.

Milljarðatap vofir yfir ef loðnuveiðar verða stöðvaðar

Allt bendir til þess að loðnuveiðar verði stöðvaðar í dag, til þess að ganga ekki of nærri stofninum, sem virðist vera í mikilli lægð. Stöðvun þýddi milljarða tekjutap fyrir útvegsfyrirtæki, sjómenn og mörg byggðarlög.

Lögbrotum fækkar milli ára

Lögbrotum sem skráð eru hjá Ríkislögreglustjóra fækkaði nokkuð í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra.

Dauðadópið

Frá því í nóvember 2005 hefur Kompás fjallað mikið um læknadóp. Kompás hefur tvisvar sýnt fram á auðvelt aðgengi að læknadópi með hjálp falinna myndavéla og annað skiptið keypti 16 ára tálbeita Kompáss stórhættulegt morfín á götunni. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að átján ára unglingur hefði látist eftir neyslu morfíns. Morfín er stórhættulegt efni sé það misnotað, en á hverju ári deyja um sex einstaklingar af völdum ofneyslu morfíns.

Enn fást engin svör um flótta Annþórs

Enn bólar ekkert á svörum við því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson flúði úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta föstudag.

Sex hengdir í Íran

Sex menn voru hengdir í Íran í dag fyrir vopnað rán. Samtökin Amnesty international segja að hvergi í heiminum séu aftökur jafn tíðar og í Íran.

Þjóðverjar viðurkenna sjálfstæði Kosovo

Ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara Þýskalands samþykkti formlega í dag að viðurkenna Kosovo sem sjálfstætt ríki. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra landsins hafði tilkynnt á mánudag að sjálfstæði Kosovo yrði viðurkennt. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar er fundinum enn ekki lokið í Berlín þar sem ákvörðunin um sjálfstæðisviðurkenninguna var tekin.

Prestur á Flórída hvetur hjón til daglegs kynlífs

Prestur í Flórída hefur hvatt alla gifta meðlimi safnaðar síns til að stunda kynlíf á hverjum degi í einn mánuð. Um leið hvetur hann hina einhleypu til að stunda skírlífi á sama tímabili.

NATO lokar norðurlandamærum Kosovo

Herlið á vegum NATO hefur lokað norðurlandamærum Kosovo að Serbíu eftir að reiðir Serbar réðust þar á tvær landamærastöðvar og kveiktu í þeim en þær voru mannaðar af lögreglu og friðargæsluliðum frá Sameinuðu þjóðunum.

Musharraf ætlar að sitja áfram sem forseti Pakistan

Pervez Musharraf forseti Pakistan segir að hann hafi alls ekki í hyggju að segja af sér embættinu þrátt fyrir stórsigur stjórnarandstöðuflokkana í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir