Fleiri fréttir Grjóti og flugeldum kastað að sendiráðinu Vonir standa til að deilan, vegna bresku sjóliðanna sem Íranar hafa í haldi sínu, leysist á næstu dögum eftir að greint var frá því að beinar viðræður á milli ríkjanna standi yfir. Mótmælendur köstuðu grjóti og flugeldum að breska sendiráðinu í Teheran í dag. 1.4.2007 18:45 Norðurál stefnir að álveri í Helguvík innan þriggja ára Norðurál stefnir að því að hefja smíði 250 þúsund tonna álvers í Helguvík strax á þessu ári og þar á að bræða fyrsta álið innan þriggja ára. Ekkert bendir til að Suðurnesjamenn muni hafa neitt um það að segja að stóriðjuver rísi í bakgarðinum, ólíkt Hafnfirðingum. 1.4.2007 18:43 Olmert vill ræða við alla arabaleiðtoga Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels hefur boðið öllum leiðtogum arabaríkja að eiga við sig viðræður. Hann segist sjá mjög jákvæðar hliðar á land fyrir frið-áætluninni sem samþykkt var á þingi Arabaráðsins í síðustu viku. 1.4.2007 18:22 Vinstri grænir fagna úrslitunum í Hafnarfirði Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar úrslitum í álverskosningunni í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í dag. Þar segir að úrslitin séu mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir náttúru- og umhverfisvernd og gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. Í ályktuninni segir enn fremur að það sé athyglisvert að rúmur helmingur Hafnfirðinga hafni stækkun þó að aðeins bæjarfulltrúi Vinstri grænna hafi andæft stækkunaráformum. 1.4.2007 17:21 1861 óbreyttur borgari fórst í átökum í Írak í mars 1861 óbreyttur borgari fórst í árásum og átökum í Írak í nýliðnum marsmánuði. Það er 13 prósenta aukning frá því í febrúar þegar 1645 fórust. Þetta eru opinberar tölur frá ríkisstjórn Íraks. Mannskæðasta einstaka árás uppreisnarmanna frá upphafi stríðsins var á miðvikudaginn þegar 165 fórust í borginni Tal Afar. 1.4.2007 16:21 Bretar og Íranar í tvíhliða viðræðum um sjóliða Bretar reyna nú að fá sjóliðana 15, sem handteknir voru í Persaflóa fyrir rúmri viku, lausa með tvíhliða viðræðum við Íransstjórn. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands segir að mikilvægt sé að málið leysist eins fljótt og auðið er, helst með friðsamlegum hætti. Hann vill þó ekki gefa upp í smáatriðum hvað hefur farið á milli þjóðanna í viðræðunum. 1.4.2007 16:02 Engar skemmdir hlutust af sprengingum í breska sendiráðinu í Teheran Vitni heyrðu nokkrar sprengingar innan úr breska sendiráðinu í Teheran í Íran laust upp úr hádegi. Þá reis upp reykur frá sendiráðinu. Á meðan á þessu stóð var fjöldi mótmælenda utan við sendiráðið að krefjast þess að 15 breskir sjóliðar sem handteknir voru í Persaflóa fyrir rúmri viku yrðu látnir svara til saka. Breskir embættismenn segja sprengjurnar hafa verið litlar, heimatilbúnar sprengjur og að enginn hefði meiðst og litlar skemmdir hlotist. 1.4.2007 14:39 Mjólkursamsalan blæs á tollkvótagagnrýni Mjólkursamsalan segir tilboð sín í tollkvóta á osti ekki til þess fallin að hleypa upp verðlagi á ostum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í henni segir að MS hafi keypt kvóta sem nemur 19,2 tonnum af þeim 100 tonna ostkvóta sem nýlega var úthlutað og hafi tilboð MS verið undir meðalverði og töluvert undir hæsta verði. 1.4.2007 14:25 Blátt áfram fagna lögum um fyrningarfrest Blátt áfram fagnar samstöðu stjórnmálaflokka í málefnum um lengingu á fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum. Lögin voru samþykkt 16. mars síðastliðinn. Blátt áfram safnaði 23 þúsund undirskriftum á þremur árum sem sendar voru til ráðherra og þingmanna. 1.4.2007 14:10 Þrír teknir fyrir ölvun Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra voru stöðvaðir í miðborginni. Í fyrra tilfellinu var um konu á sextugsaldri að ræða, en um þrjú leitið stöðvaði lögregla karlmann á fertugsaldri. Þriðji ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, var tekinn í Kópavogi undir morgun, en hann á einnig von á sekt vegna hraðaksturs. 1.4.2007 13:41 Sprengt í Breska sendiráðinu í Teheran Nokkrar sprengingar heyrðust í sendiráði Bretlands í Teheran nú rétt í þessu. Reuters fréttastofan skýrir frá þessu. Vitni heyrðu nokkrar minni sprengingar og sáu reyk inn í sendiráðsbyggingunni. Sprengjurnar sprungu á sama tíma og mótmæli fór fram vegna sjóliðanna sem eru í haldi í Íran. Eitt vitni sagði átta heimagerðar sprengjur hafa sprungið. 1.4.2007 12:54 Margar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum Mikið barst af kvörtunum til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða í heimahúsum. Ekki fóru öll partýin vel fram. Hins vegar var rólegra í miðborginni en oft áður og ekki mjög margir á ferli. Einn gestur skemmtistaðs nefbrotnaði. Það var eina tilfellið um slys á fólki sem lögreglu er kunnugt um, fyrir utan árás á tvo lögreglumenn sem hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 12:33 Framkoma Írana ófyrirgefanleg George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. 1.4.2007 12:15 Uppstokkun í rúmönsku ríkisstjórninni Calin Tariceanu forsætisráðherra Rúmeníu stokkaði upp í tveggja ára ríkisstjórn sinni í dag. Ráðherrar úr demokrataflokknum í stjórnarsamstarfi misstu ráðherrastóla sína. Frjálslyndi flokkur Tariceanu hafði þrýst á þrjá ráðherrana að segja af sér. Stjórnmálaskýrendur töldu afsögn ráðherranna geta splundrað stjórnarsamstarfi flokkanna þriggja. 1.4.2007 12:11 Málflutningur frjálslyndra ekki grundvöllur fyrir samstarfi Varaformenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja málflutning frjálslyndra í málefnum innflytjenda ekki góðan grundvöll fyrir samstarfi. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna útilokar þó ekki samstarf við flokkinn. Þetta kemur fram í svari Katrínar við opnu bréfi Sigurðar Ólafssonar alþjóðastjórnmálafræðings. 1.4.2007 11:37 Hátíðarhöld í Reyðarfirði Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls í gær og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Sólveig Bergmann og Sigurður Ingólfsson eru með þessa frétt. 1.4.2007 11:27 Rússar banna smásala af erlendum uppruna Rússar hafa bannað útlendingum að vinna sem smásalar í verslunum og á mörkuðum með nýjum lögum sem tóku gildi í dag. Um 20 þúsund útlendingar vinna á mörkuðum í Moskvu. Hefð hefur verið fyrir því frá tímum Sovétríkjanna. Vladimir Putin forseti Rússlands segir lögin séu sett þar sem hagsmunir Rússa séu í húfi. 1.4.2007 11:13 Enn deilt um sjóliðana George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær framgöngu íranskra stjórnvalda í deilunni vegna bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu og sagði hana með öllu óafskanlega. Fyrr í gær fullyrti Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hið gagnstæða og sagði að bresk stjórnvöld gengju fram af hroka og eigingirni. 1.4.2007 11:00 Hlýtt á landinu Þrettán stiga hiti var klukkan níu í morgun á Kollaleyru í Reyðarfirði og ellefu stiga hiti á Hallormsstað, samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Þeir sýna hlýindi um land allt á þessum fyrsta degi aprílmánaðar. 1.4.2007 10:37 Bush styður Gonzales George Bush, forseti Bandaríkjanna, kom í gærkvöld Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra landsins, til aðstoðar í þeirri orrahríð sem hann stendur nú. Gonzales er sakaður um að átta saksóknurum úr embætti sínu af pólitískum ástæðum. 1.4.2007 10:30 Áhersla frjálslyndra: Hömlur á innflytjendur Frjálslyndi flokkurinn birtir heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni: Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls. Spurt er hver kaup og kjör íslenskra iðnaðar- og byggingaverkamanna verði þegar hægist um á vinnumarkaði. 1.4.2007 10:29 Ofbeldið í Írak eykst enn Þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir í Írak létu fleiri lífið þar í ofbeldisverkum í marsmánuði en í mánuðinum þar á undan. Samkvæmt upplýsingum írösku ríkisstjórnarinnar dó 1.861 maður í landinu vegna átaka og hryðjuverka en í febrúar biðu 1.645 bana. 1.4.2007 09:50 Viðrekstur á ferð Lögreglumenn í Reykjanesbæ veittu bifreið athygli laust eftir miðnætti í nótt. Karlmaður sem var farþegi framan í bílnum sat hálfur út um gluggann og baðaði út höndum á meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglumenn fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind. Mengunin hefði verið það mikil að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bifreiðinni á meðan. 1.4.2007 09:49 Frítt áfengi í unglingasamkvæmi Um klukkan 11 í gærkvöldi fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að frítt áfengi væri veitt í samkvæmi fyrir 16 ára unglinga í heimahúsi á Laufásvegi. Lögreglan fór á staðinn og hitti fyrir um 100 ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Þau sögðust hafa borgað þúsund til fimmtán hundruð króna aðgangseyri. Partýhaldarinn var 15 ára stúlka. Hún var afar ölvuð. 1.4.2007 09:40 Tveir lögreglumenn á slysadeild Tveir lögreglumenn fóru á slysadeild í morgun eftir að maður sló þá fyrir utan Sólon í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem maðurinn lét ófriðlega fyrir utan kaffihúsið. Hann sló þá þegar þeir reyndu að tala við hann. Lögreglumennirnir hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 09:34 Kynþáttahatur sagt vaxandi vandamál Þörf er á að bregðast við vaxandi kynþáttahatri, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra frambjóðanda Frjálslynda flokksins vegna ummæla um innflytjendur. 1.4.2007 09:15 Stækkun álversins hafnað Tillaga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var felld í íbúakosningu í Hafnarfirði í gær. 50,3 prósent sögðu nei en 49,7 prósent sögðu já. 88 atkvæðum munaði á fylkingunum. 1.4.2007 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Grjóti og flugeldum kastað að sendiráðinu Vonir standa til að deilan, vegna bresku sjóliðanna sem Íranar hafa í haldi sínu, leysist á næstu dögum eftir að greint var frá því að beinar viðræður á milli ríkjanna standi yfir. Mótmælendur köstuðu grjóti og flugeldum að breska sendiráðinu í Teheran í dag. 1.4.2007 18:45
Norðurál stefnir að álveri í Helguvík innan þriggja ára Norðurál stefnir að því að hefja smíði 250 þúsund tonna álvers í Helguvík strax á þessu ári og þar á að bræða fyrsta álið innan þriggja ára. Ekkert bendir til að Suðurnesjamenn muni hafa neitt um það að segja að stóriðjuver rísi í bakgarðinum, ólíkt Hafnfirðingum. 1.4.2007 18:43
Olmert vill ræða við alla arabaleiðtoga Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels hefur boðið öllum leiðtogum arabaríkja að eiga við sig viðræður. Hann segist sjá mjög jákvæðar hliðar á land fyrir frið-áætluninni sem samþykkt var á þingi Arabaráðsins í síðustu viku. 1.4.2007 18:22
Vinstri grænir fagna úrslitunum í Hafnarfirði Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar úrslitum í álverskosningunni í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í dag. Þar segir að úrslitin séu mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir náttúru- og umhverfisvernd og gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. Í ályktuninni segir enn fremur að það sé athyglisvert að rúmur helmingur Hafnfirðinga hafni stækkun þó að aðeins bæjarfulltrúi Vinstri grænna hafi andæft stækkunaráformum. 1.4.2007 17:21
1861 óbreyttur borgari fórst í átökum í Írak í mars 1861 óbreyttur borgari fórst í árásum og átökum í Írak í nýliðnum marsmánuði. Það er 13 prósenta aukning frá því í febrúar þegar 1645 fórust. Þetta eru opinberar tölur frá ríkisstjórn Íraks. Mannskæðasta einstaka árás uppreisnarmanna frá upphafi stríðsins var á miðvikudaginn þegar 165 fórust í borginni Tal Afar. 1.4.2007 16:21
Bretar og Íranar í tvíhliða viðræðum um sjóliða Bretar reyna nú að fá sjóliðana 15, sem handteknir voru í Persaflóa fyrir rúmri viku, lausa með tvíhliða viðræðum við Íransstjórn. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands segir að mikilvægt sé að málið leysist eins fljótt og auðið er, helst með friðsamlegum hætti. Hann vill þó ekki gefa upp í smáatriðum hvað hefur farið á milli þjóðanna í viðræðunum. 1.4.2007 16:02
Engar skemmdir hlutust af sprengingum í breska sendiráðinu í Teheran Vitni heyrðu nokkrar sprengingar innan úr breska sendiráðinu í Teheran í Íran laust upp úr hádegi. Þá reis upp reykur frá sendiráðinu. Á meðan á þessu stóð var fjöldi mótmælenda utan við sendiráðið að krefjast þess að 15 breskir sjóliðar sem handteknir voru í Persaflóa fyrir rúmri viku yrðu látnir svara til saka. Breskir embættismenn segja sprengjurnar hafa verið litlar, heimatilbúnar sprengjur og að enginn hefði meiðst og litlar skemmdir hlotist. 1.4.2007 14:39
Mjólkursamsalan blæs á tollkvótagagnrýni Mjólkursamsalan segir tilboð sín í tollkvóta á osti ekki til þess fallin að hleypa upp verðlagi á ostum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í henni segir að MS hafi keypt kvóta sem nemur 19,2 tonnum af þeim 100 tonna ostkvóta sem nýlega var úthlutað og hafi tilboð MS verið undir meðalverði og töluvert undir hæsta verði. 1.4.2007 14:25
Blátt áfram fagna lögum um fyrningarfrest Blátt áfram fagnar samstöðu stjórnmálaflokka í málefnum um lengingu á fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum. Lögin voru samþykkt 16. mars síðastliðinn. Blátt áfram safnaði 23 þúsund undirskriftum á þremur árum sem sendar voru til ráðherra og þingmanna. 1.4.2007 14:10
Þrír teknir fyrir ölvun Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra voru stöðvaðir í miðborginni. Í fyrra tilfellinu var um konu á sextugsaldri að ræða, en um þrjú leitið stöðvaði lögregla karlmann á fertugsaldri. Þriðji ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, var tekinn í Kópavogi undir morgun, en hann á einnig von á sekt vegna hraðaksturs. 1.4.2007 13:41
Sprengt í Breska sendiráðinu í Teheran Nokkrar sprengingar heyrðust í sendiráði Bretlands í Teheran nú rétt í þessu. Reuters fréttastofan skýrir frá þessu. Vitni heyrðu nokkrar minni sprengingar og sáu reyk inn í sendiráðsbyggingunni. Sprengjurnar sprungu á sama tíma og mótmæli fór fram vegna sjóliðanna sem eru í haldi í Íran. Eitt vitni sagði átta heimagerðar sprengjur hafa sprungið. 1.4.2007 12:54
Margar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum Mikið barst af kvörtunum til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða í heimahúsum. Ekki fóru öll partýin vel fram. Hins vegar var rólegra í miðborginni en oft áður og ekki mjög margir á ferli. Einn gestur skemmtistaðs nefbrotnaði. Það var eina tilfellið um slys á fólki sem lögreglu er kunnugt um, fyrir utan árás á tvo lögreglumenn sem hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 12:33
Framkoma Írana ófyrirgefanleg George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. 1.4.2007 12:15
Uppstokkun í rúmönsku ríkisstjórninni Calin Tariceanu forsætisráðherra Rúmeníu stokkaði upp í tveggja ára ríkisstjórn sinni í dag. Ráðherrar úr demokrataflokknum í stjórnarsamstarfi misstu ráðherrastóla sína. Frjálslyndi flokkur Tariceanu hafði þrýst á þrjá ráðherrana að segja af sér. Stjórnmálaskýrendur töldu afsögn ráðherranna geta splundrað stjórnarsamstarfi flokkanna þriggja. 1.4.2007 12:11
Málflutningur frjálslyndra ekki grundvöllur fyrir samstarfi Varaformenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja málflutning frjálslyndra í málefnum innflytjenda ekki góðan grundvöll fyrir samstarfi. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna útilokar þó ekki samstarf við flokkinn. Þetta kemur fram í svari Katrínar við opnu bréfi Sigurðar Ólafssonar alþjóðastjórnmálafræðings. 1.4.2007 11:37
Hátíðarhöld í Reyðarfirði Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls í gær og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Sólveig Bergmann og Sigurður Ingólfsson eru með þessa frétt. 1.4.2007 11:27
Rússar banna smásala af erlendum uppruna Rússar hafa bannað útlendingum að vinna sem smásalar í verslunum og á mörkuðum með nýjum lögum sem tóku gildi í dag. Um 20 þúsund útlendingar vinna á mörkuðum í Moskvu. Hefð hefur verið fyrir því frá tímum Sovétríkjanna. Vladimir Putin forseti Rússlands segir lögin séu sett þar sem hagsmunir Rússa séu í húfi. 1.4.2007 11:13
Enn deilt um sjóliðana George Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær framgöngu íranskra stjórnvalda í deilunni vegna bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu og sagði hana með öllu óafskanlega. Fyrr í gær fullyrti Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hið gagnstæða og sagði að bresk stjórnvöld gengju fram af hroka og eigingirni. 1.4.2007 11:00
Hlýtt á landinu Þrettán stiga hiti var klukkan níu í morgun á Kollaleyru í Reyðarfirði og ellefu stiga hiti á Hallormsstað, samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Þeir sýna hlýindi um land allt á þessum fyrsta degi aprílmánaðar. 1.4.2007 10:37
Bush styður Gonzales George Bush, forseti Bandaríkjanna, kom í gærkvöld Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra landsins, til aðstoðar í þeirri orrahríð sem hann stendur nú. Gonzales er sakaður um að átta saksóknurum úr embætti sínu af pólitískum ástæðum. 1.4.2007 10:30
Áhersla frjálslyndra: Hömlur á innflytjendur Frjálslyndi flokkurinn birtir heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni: Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls. Spurt er hver kaup og kjör íslenskra iðnaðar- og byggingaverkamanna verði þegar hægist um á vinnumarkaði. 1.4.2007 10:29
Ofbeldið í Írak eykst enn Þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir í Írak létu fleiri lífið þar í ofbeldisverkum í marsmánuði en í mánuðinum þar á undan. Samkvæmt upplýsingum írösku ríkisstjórnarinnar dó 1.861 maður í landinu vegna átaka og hryðjuverka en í febrúar biðu 1.645 bana. 1.4.2007 09:50
Viðrekstur á ferð Lögreglumenn í Reykjanesbæ veittu bifreið athygli laust eftir miðnætti í nótt. Karlmaður sem var farþegi framan í bílnum sat hálfur út um gluggann og baðaði út höndum á meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglumenn fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind. Mengunin hefði verið það mikil að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bifreiðinni á meðan. 1.4.2007 09:49
Frítt áfengi í unglingasamkvæmi Um klukkan 11 í gærkvöldi fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að frítt áfengi væri veitt í samkvæmi fyrir 16 ára unglinga í heimahúsi á Laufásvegi. Lögreglan fór á staðinn og hitti fyrir um 100 ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Þau sögðust hafa borgað þúsund til fimmtán hundruð króna aðgangseyri. Partýhaldarinn var 15 ára stúlka. Hún var afar ölvuð. 1.4.2007 09:40
Tveir lögreglumenn á slysadeild Tveir lögreglumenn fóru á slysadeild í morgun eftir að maður sló þá fyrir utan Sólon í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem maðurinn lét ófriðlega fyrir utan kaffihúsið. Hann sló þá þegar þeir reyndu að tala við hann. Lögreglumennirnir hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 09:34
Kynþáttahatur sagt vaxandi vandamál Þörf er á að bregðast við vaxandi kynþáttahatri, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra frambjóðanda Frjálslynda flokksins vegna ummæla um innflytjendur. 1.4.2007 09:15
Stækkun álversins hafnað Tillaga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var felld í íbúakosningu í Hafnarfirði í gær. 50,3 prósent sögðu nei en 49,7 prósent sögðu já. 88 atkvæðum munaði á fylkingunum. 1.4.2007 09:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent