Fleiri fréttir

Ætla að reyna að skilja þær að

Síamstvíburasysturnar, Anastasía og Tatjana, eru samvaxnar á höfði. Læknar í Bandaríkjunum ætla að reyna að skilja þær að í vor. Þeir segja aðgerðina flókna en framkvæmanlega.

15 mánaða sem sex ný líffæri

Fimmtán mánaða stúlka sneri aftur til síns heima í Ísrael í gær eftir að læknar í Bandaríkjunum græddu í hana sex ný líffæri. Aðgerðin heppnaðist vel og var lífi stúlkunnar bjargað.

Verður einn besti golfvöllur á landinu

Miklar framkvæmdir eru að hefjast við golfvöllinn á Akureyri. Hann verður einn sá besti á landinu að loknum endurbótum, segja forráðamenn vallarins.

Stjórnarandstöðuleiðtogi í Zimbabwe handtekinn

Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve, var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokks hans í höfuðborginni Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir. Róbert Mugabe, forseti landsins, hefur tekið hart á stjórnarandstæðingum undanfarið en óánægja magnast nú í landinu, aðallega vegna bágs efnahagsástands.

3000 miðar seldust á fyrstu klukkustundunum

Þrjú þúsund miðar seldust á nokkrum klukkustundum á fyrstu tónleika Bjarkar á Íslandi í sex ár. Miðasalan hófst á hádegi og fór gífurlega vel af stað, segja tónleikahaldarar. Alls verða 5500 miðar seldir á tónleikana sem verða mánudaginn níunda apríl í Laugardalshöll.

Fyrsti súrálsfarmurinn til Reyðarfjarðar í dag

Fyrsti súrálsfarmurinn til nýs álvers á Reyðarfirði barst þangað í dag. Flutningaskipið, Pine Arrow, kom með þrjátíu og níu þúsund tonn af súráli frá Ástralíu. Tæp tvö tonn af súráli þarf til að framleiða tonn af áli, þannig að farmurinn í dag á eftir að verða að um tuttugu þúsund tonnum af áli.

Mokveiði hjá línubátum í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel. Hafnarstjórinn í Grindavík segir þessa miklu veiði heldur óvenjulega miðað við fyrri ár.

Sögðu ákæruvaldið ekki fylgja settum reglum

Verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, sögðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ákæruvaldið hefði ekki fylgt reglum um sjálfstæði, hlutleysi og rannsóknarskyldu við rannsókn Baugsmálsins.

Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja

Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma.

Samkomulag næst á milli ríkisins og eigenda Wilson Muuga

Samkomulag hefur tekist milli eigenda Wilson Muuga og ríkisins um að gerð verði tilraun til að koma skipinu af strandstað. Umhverfisráðherra segir að skoða þurfi siglingalög en er ánægður með lyktir málsins.

Vinstri grænir í mikilli sókn í NV-kjördæmi

Samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttastofu Stöðvar tvö, er Vinstri hreyfingin grænt framboð í mikilli sókn í Norðvesturkjördæmi og bætir við sig rúmum 12% frá síðustu kosningum. Aðrir flokkar tapa fylgi og Framsóknarflokkurinn mest, fer úr 22% fylgi í rúmlega 14%.

Telja einkavæðingu hafa komið sér illa

Meirihluti íbúa Norðvesturkjördæmis telur að einkavæðing ríkisfyrirtækja hafi komið sér illa fyrir landsbyggðina, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Stöð 2.

Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu

Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við fyrirtæki sem formaður háskólaráðs á sterk ítök í. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun.

Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur

Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags.

Íranar sýna myndband af sjóliðum

Íranska ríkissjónvarpið sýndi í dag viðtal við einn af sjóliðunum 15 sem handteknir voru á sunnudaginn var. Í því segir sjóliðinn, Faye Turney, að þau hafi augljóslega verið á írönsku hafsvæði en bresk stjórnvöld hafa neitað því harðlega.

Heilbrigðismálin verða aðalmálið

Umhverfismál virðast ekki eins ofarlega í huga kjósenda og ætla mætti af umræðunni. Samkvæmt vefkönnun Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hér á vísir.is eru það heilbrigðismálin sem flestir vilja að verði aðalmál Alþingiskosninganna 12. maí næstkomandi.

Seldu konur í Þýskalandi

Yfirvöld í Rúmeníu hafa handtekið sex manns sem stunduðu það að lokka rúmenskar konur til Þýskalands, þar sem þær voru seldar Tyrkjum fyrir um það bil 450 þúsund íslenskar krónur. Glæpagengið fann konurnar á börum og í þorpum, í Rúmeníu, og lofaði þeim vel launuðum störfum í Þýskalandi.

Árangurstenging í stað kvóta

Evrópusambandið vill banna brottkast á fiski á skipum aðildarríkjanna. Það vill mæta því með nýjum reglum þar sem árangurstenging leysi kvóta af hólmi. Joe Borg, fiskimálastjóri ESB segir að dag eftir dag sé fiskur og skeldýr dregin upp á yfirborðið og svo hent dauðum aftur í sjóinn. Þarna sé um að ræða gríðarlegt magn, og þetta sé óforsvaranlegt.

Ausandi rigning á Mallorca

Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Landsliðið hefur nú endurheimt farangur sinn. Nítján töskur úr farangrinum fóru til Kanaríeyja í stað Mallorca. Rignt hefur hressilega á sólareyjunni í dag og ljóst að völlurinn verður vel blautur í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.00

Auglýsir ekki eftir fleiri sakarefnum

Jakob Möller sagði við málflutning í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag að hann teldi uppbyggingu ákæra um bókhaldsbrot óþægilega og átaksilla. Skrítið væri að ákæra fyrir bókhaldsbrot, en ekki brot á ársreikningum um leið. Hann væri þó ekki að auglýsa eftir fleiri sakarefnum, en saksóknari hefði ekki gefið skýringar á þessu.

Nýjir loftferðasamningar undirritaðir

Í dag voru undirritaðir í utanríkisráðuneytinu nýjir loftferðasamningar við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Í þeim felast rýmri heimildir til flugs frá þessum ríkjum til þriðju ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, Efta-ríkjanna og aðildarríkja sameiginlega evrópska flugsvæðisins.

Settur saksóknari beitti Morfís-brögðum

Settur saksóknari í Baugsmálinu beitti Morfís-brögðum og tók ekki tillit til hlutleysisskyldu sinnar í ræðu sinni í gær. Þetta sagði Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs þegar hann hóf málflutning sinn eftir hádegi í dag. Jakob tók undir orð Gests Jónssonar um bresti í rannsókn málsins og skort á sönnunargildi tölvupósta.

Eitrunarleyfi gegn fuglum verði afturkallað

Stjórn Fuglaverndar fer fram á að eitrunarleyfi sem Umhverfisstofnun veitti til að drepa á annað þúsund sílamáva, verði afturkallað. Leyfið var veitt til notkunar í grennd við þéttbýli Reykjavíkur og nágrennis. Notkun eiturefna til fugladráps hefur verið bönnuð hér lengi. Á sínum tíma varð hún næstum til að útrýma haferninum hér við land.

Vesturlönd styðja Breta vegna sjóliðanna

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lýst fullum stuðningi við Breta vegna handtöku Írana á fimmtán breskum sjóliðum. Þjóðverjar sitja nú í forsæti Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í Brussel í dag að sambandinu þætti það ólíðandi að sjóliðarnir hefðu verið handteknir.

Kínverjar fyrirbyggja Ólympíuandóf

Kínversk yfirvöld eru að búa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári með því að herða tökin á andófsmönnum. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar, í Hong Kong, segir að andófsmenn geri sér fulla grein fyrir því að þeir geti vakið heimsathygli með mótmælum sínum meðan á leikunum stendur. Hann segir að kínversk yfirvöld geri sér einnig fulla grein fyrir því.

Fyrsta súrálssendingin komin til Reyðarfjarðar

Fyrsta sendingin af súráli kom til Reyðarfjarðar um hádegisbilið í dag. Þetta eru tímamót í starfsemi álvers Alcoa Fjarðaráls, en súrál er meginuppistaða hráefnis í áli. Nú styttist í að hið nýja álver taki til starfa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 39 þúsund tonn hafi komið til lands í dag með flutningaskipinu Pine Arrow.

Handtekinn við að selja fíkniefni

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í gær við að selja karlmanni um tvítugt ætluð fíkniefni. Í bíl hans fundust efni sem talin eru vera 20 grömm af hassi og tíu grömm af maríjúana. Leitað var á heimili mannsins í framhaldinu og fundust þar 20 grömm af hassi til viðbótar. Báðir mennirnir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu en málið er að mestu upplýst.

Mokveiði í Grindavík

Mokveiði hefur verið hjá línubátum í Grindavík og hefur rúmum fimm hundruð tonnum af fiski verið landað síðustu tvo daga. Mest veiðist af þorski og segjast menn aldrei hafa veitt svona vel.

15 þúsund Íslendingar til útlanda um páskana

Hátt í fimmtán þúsund Íslendingar fara utan yfir páskana með Icelandair og Iceland Express og fullbókað er til helstu áfangastaða þeirra út aprílmánuð. Hjá Icelandair eru Orlando, Kaupmannahöfn og Lundúnir vinsælustu staðirnir.

Ný verslun í húsnæðinu við Holtagarða

Verslunarhúsnæðið við Holtagarða, sem í röskan áratug var í sænsku fánalitum IKEA, gengur í endurnýjun lífdaga fyrir næstu jólavertíð. Þar verður tuttugu þúsund fermetra versluanakjarni með allt frá mat til húsgagna.

Engin refsiheimild í lögum

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir refsiheimild ekki fyrir hendi í lögum sem ákæruliður um meintar ólöglegar lánveitingar byggir á. Máli olíuforstjóranna hafi verið vísað frá á þeim grundvelli að greinar samkeppnislaga væru ekki nógu skýrar um ábyrgð stjórnenda. Þá vill Gestur vill sýknu, ekki frávísun, vegna orða stjórnanda rannsóknarinnar um að málið hafi ekki verið rannsakað með tilliti til nauðsynlegra viðskipta.

Slysagildrum fækkað með koddum og eyrum

Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2007 til endurbóta á stöðum í borginni þar sem slys eru tíð. Miðað er að því að stuðla að frekara öryggi á vástöðum með því að draga úr umferðarhraða með mismunandi tegundum hraðahindrana.

Tsvangirai handtekinn í áhlaupi lögreglu

Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokksins í Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir.

Börnin í Manila látin laus

Búið er að sleppa börnunum sem tveir menn tóku í gíslingu í Manila á Filippseyjum lausum. Gíslatökumaðurinn hefur verið færður í varðhald. Lögregla í Manila náði samkomulagi við mennina sem þar hafa haldið 31 barni í gíslingu síðan snemma í morgun. Lögregla hefur ekki gefið upp smáatriði samkomulagsins. Annar gíslatökumannana er eigandi barnaheimilisinsins, ekki er vitað hver hinn maðurinn er. Börnin hafa þurft að dúsa í rútunni í átta klukkutíma núna en eru að sögn við góða heilsu.

Birgjar - veriði samkvæmir sjálfum ykkur

Neytendasamtökin hvetja birgja til að vera sjálfum sér samkvæma og lækka verð á vörum sínum. Í byrjun árs hækkaði 31 birgir verð vegna slæmrar stöðu krónunnar. Frá áramótum hefur krónan styrkst og algengir erlendir gjaldmiðlar lækkað um fjögur til fimm prósent. Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð sín nú.

Kröftugur jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti upp á 4,8 stig á Richter varð í kvöld við Noto skagann á vesturströnd Japan en ríkisfréttastöðin NHK skýrði frá þessu. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af tjóni á eignum eða hvort að fólk hafi slasast. Ekki hefur verið varað við flóðbylgju vegna skjálftans. Á sunnudaginn síðastliðinn varð kröftugur jarðskjálfti á sama svæði. Þá lést einn maður, fleiri en 200 slösuðust og hundruð heimila eyðilögðust.

Átök á Gare du Nord

Lögreglu í París lenti í kvöld saman við ungt fólk sem braut rúður og rændi búðir í Gare du Nord lestarstöðinni. Lögregla beitti táragasti og kylfum til þess að ná stjórn á ástandinu.

Leiðtogar Arabaríkja leggja til friðaráætlun

Leiðtogar Arabaríkja munu endurvekja fimm ára gamla friðaráætlun á leiðtogafundi sem haldinn verður í Sádi-Arabíu á morgun. Ætla þeir að hvetja Ísraela til þess að samþykkja áætlunina. Samkvæmt henni eiga Ísraelar að skila aftur landi sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og samþykkja að palestínskir flóttamenn geti snúið heim á ný.

Viðgerð lokið á heitavatnsæð í Hafnarfirði

Viðgerð er lokið á heitavatnsæð við Öldugötu í Hafnarfirði, en þar varð vart við mikinn leka um kl. 16:00 í dag. Loka þurfti fyrir rennsli til byggða í Áslandshverfi, á Völlum og á Hvaleyrarholti á meðan unnið var að viðgerð. Hún gekk vel og var lokið um kl. 20:00. Fullur þrýstingur var kominn á núna fyrir stundu.

Blair tilbúinn að beita nýjum aðferðum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að ef að bresku sjóliðarnir, sem Íranar tóku fasta á föstudaginn, yrðu ekki látnir lausir bráðlega væri hann tilbúinn að beita öðrum aðferðum en viðræðum. Bretar sögðu í gær að þeir myndu brátt sýna sönnunargögn sem tækju af allan vafa um hvar sjóliðarnir hefðu verið staddir.

Ákæru gegn Rumsfeld vísað frá

Bandarískur dómstóll hefur vísað frá málsókn á hendur Donald Rumsfeld, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að fangar hafi verið pyntaðir í Írak og Afganistan. Rétturinn viðurkenndi að fangarnir hefðu verið pyntaðir en að þar sem þeir væru ekki bandarískir ríkisborgarar væru þeir ekki verndaðir af bandarísku stjórnarskránni. Einnig sagði í dómnum að Rumsfeld nyti friðhelgi gegn svona málsóknum.

Vilja hermennina heim fyrir 31. mars árið 2008

Öldungadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt að halda áætlun um brottför bandarískra hermanna frá Írak inni í fjárveitingartillögu sem hún mun greiða atkvæði um í næstu viku. Ef tillagan verður samþykkt þá mun hún fara til George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til undirskriftar en hann hefur marghótað því að beita neitunarvaldi ef það gerist.

Sjá næstu 50 fréttir