Fleiri fréttir

Slysagildrum fækkað með koddum og eyrum

Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2007 til endurbóta á stöðum í borginni þar sem slys eru tíð. Miðað er að því að stuðla að frekara öryggi á vástöðum með því að draga úr umferðarhraða með mismunandi tegundum hraðahindrana.

Tsvangirai handtekinn í áhlaupi lögreglu

Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokksins í Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir.

Börnin í Manila látin laus

Búið er að sleppa börnunum sem tveir menn tóku í gíslingu í Manila á Filippseyjum lausum. Gíslatökumaðurinn hefur verið færður í varðhald. Lögregla í Manila náði samkomulagi við mennina sem þar hafa haldið 31 barni í gíslingu síðan snemma í morgun. Lögregla hefur ekki gefið upp smáatriði samkomulagsins. Annar gíslatökumannana er eigandi barnaheimilisinsins, ekki er vitað hver hinn maðurinn er. Börnin hafa þurft að dúsa í rútunni í átta klukkutíma núna en eru að sögn við góða heilsu.

Birgjar - veriði samkvæmir sjálfum ykkur

Neytendasamtökin hvetja birgja til að vera sjálfum sér samkvæma og lækka verð á vörum sínum. Í byrjun árs hækkaði 31 birgir verð vegna slæmrar stöðu krónunnar. Frá áramótum hefur krónan styrkst og algengir erlendir gjaldmiðlar lækkað um fjögur til fimm prósent. Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð sín nú.

Kröftugur jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti upp á 4,8 stig á Richter varð í kvöld við Noto skagann á vesturströnd Japan en ríkisfréttastöðin NHK skýrði frá þessu. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af tjóni á eignum eða hvort að fólk hafi slasast. Ekki hefur verið varað við flóðbylgju vegna skjálftans. Á sunnudaginn síðastliðinn varð kröftugur jarðskjálfti á sama svæði. Þá lést einn maður, fleiri en 200 slösuðust og hundruð heimila eyðilögðust.

Átök á Gare du Nord

Lögreglu í París lenti í kvöld saman við ungt fólk sem braut rúður og rændi búðir í Gare du Nord lestarstöðinni. Lögregla beitti táragasti og kylfum til þess að ná stjórn á ástandinu.

Leiðtogar Arabaríkja leggja til friðaráætlun

Leiðtogar Arabaríkja munu endurvekja fimm ára gamla friðaráætlun á leiðtogafundi sem haldinn verður í Sádi-Arabíu á morgun. Ætla þeir að hvetja Ísraela til þess að samþykkja áætlunina. Samkvæmt henni eiga Ísraelar að skila aftur landi sem þeir tóku í stríði árið 1967, viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki og samþykkja að palestínskir flóttamenn geti snúið heim á ný.

Viðgerð lokið á heitavatnsæð í Hafnarfirði

Viðgerð er lokið á heitavatnsæð við Öldugötu í Hafnarfirði, en þar varð vart við mikinn leka um kl. 16:00 í dag. Loka þurfti fyrir rennsli til byggða í Áslandshverfi, á Völlum og á Hvaleyrarholti á meðan unnið var að viðgerð. Hún gekk vel og var lokið um kl. 20:00. Fullur þrýstingur var kominn á núna fyrir stundu.

Blair tilbúinn að beita nýjum aðferðum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að ef að bresku sjóliðarnir, sem Íranar tóku fasta á föstudaginn, yrðu ekki látnir lausir bráðlega væri hann tilbúinn að beita öðrum aðferðum en viðræðum. Bretar sögðu í gær að þeir myndu brátt sýna sönnunargögn sem tækju af allan vafa um hvar sjóliðarnir hefðu verið staddir.

Ákæru gegn Rumsfeld vísað frá

Bandarískur dómstóll hefur vísað frá málsókn á hendur Donald Rumsfeld, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að fangar hafi verið pyntaðir í Írak og Afganistan. Rétturinn viðurkenndi að fangarnir hefðu verið pyntaðir en að þar sem þeir væru ekki bandarískir ríkisborgarar væru þeir ekki verndaðir af bandarísku stjórnarskránni. Einnig sagði í dómnum að Rumsfeld nyti friðhelgi gegn svona málsóknum.

Vilja hermennina heim fyrir 31. mars árið 2008

Öldungadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt að halda áætlun um brottför bandarískra hermanna frá Írak inni í fjárveitingartillögu sem hún mun greiða atkvæði um í næstu viku. Ef tillagan verður samþykkt þá mun hún fara til George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til undirskriftar en hann hefur marghótað því að beita neitunarvaldi ef það gerist.

Stjórnarskrárbreytingar samþykktar

Umdeildar breytingar á stjórnarskrá Egyptalands voru samþykktar með 75,9% atkvæða. Talsmenn stjórnvalda skýrðu frá þessu í dag. Þeir sögðu jafnframt að kjörsókn hefði verið 27% en sumir sjálfstæðir eftirlitshópar sögðu að kjörsókn hefði ekki verið meiri en fimm prósent.

Ítalskir hermenn verða áfram í Afganistan

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, vann í dag mikilvægan sigur þegar að tillaga hans um að framlengja dvöl ítalskra hermanna í Afganistan var samþykkt. Atkvæðagreiðslan var álitin mikilvæg prófraun fyrir Prodi en hann neyddist til þess að segja af sér í síðastliðnum mánuði eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um utanríkismál.

Kosningabaráttan í Verzló kostar mikið

Dæmi eru um að frambjóðendur í Verzlunarskóla Íslands eyði á annað hundrað þúsund króna í kosningabaráttu fyrir nemendakosningar. Forseti Nemendafélagsins segir baráttuna geta gengið alltof langt. Einn nemandi skólans sagðist ekki tíma að fara í framboð því kostnaðurinn væri of mikill.

Ósátt við ráðstöfun fjármuna Framkvæmdasjóðs aldraðra

Formaður félags eldri borgara í Reykjavík er ósáttur við að Framkvæmdasjóður aldraðra greiði fyrir tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir einnig miklu brýnna að nota fé sjóðsins í uppbyggingu hjúkrunar- og dagvistunarrýma en í upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða.

Nýjar siglingaleiðir vegna hlýnunar í heiminum

Bráðnun heimskautaíssins gæti skapað gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga. Þetta segir utanríkisráðherra en líkur eru á að nýjar siglingaleiðir séu að skapast undan ströndum Íslands.

Sjóvá og Ístak skoða 2+2 Suðurlandsveg

Sjóvá og Ístak hafa skoðað lausn sem byggir á 2+2 Suðurlandsvegi sem gæti flýtt framkvæmdum og gert það að verkum að tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss væri tilbúinn árið 2010. Þessi lausn byggir á nokkrum mislægum vegamótum og hringtorgum, 2,5 metra bili á bili akreina, upplýstri akstursleið og vegriði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá þeim í kvöld.

Fyrsta verkið í Sundabraut boðið út

Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir sundið milli Klepps og Gufuness eru að hefjast. Þetta er fyrsta verkefnið sem boðið er út vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar.

Gerðu árás á bækistöðvar hermanna

Uppreisnarmenn í Írak gerðu í dag árás á bækistöð bandarískra hermanna við Fallujah í dag. Þeir reyndu að keyra tvo bíla, fulla af sprengiefnum, inn fyrir hlið stöðvarinnar á sama tíma og um 30 vígamenn gerðu áhlaup á hana. Bandarísku hermönnunum tókst að hrinda árásinni. Árásin er talin óvenjuleg þar sem uppreisnarmenn ráðast ekki venjulega í svo stórum hópum á bækistöðvar hermanna.

Íslandsmet í fiskveiðum? Tveir menn með 17 tonn á tíu tímum

Fréttir af gríðarlegum aflabrögðum halda áfram að berast úr höfnum um land allt. Sjómennirnir tveir úr Bolungarvík, sem komu með sautján tonn af steinbít að landi í gær úr tíu tíma veiðiferð, hafa að öllum líkindum sett Íslandsmet í fiskveiðum. Tvö tonn til viðbótar neyddust þeir til að skilja eftir á línu í sjó. Skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni.

Þróunarsjóður fyrir innflytjendur

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra kynnti í dag stofnun Þróunarsjóðs, sem mun styrkja verkefni til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Umsýsla sjóðsins verður í höndum Háskólaseturs á Ísafirði.

Wilson Muuga dreginn á flot um miðjan maí

Stefnt er að því að samningar um björgun Wilsons Muuga af strandstað við Hvalsnes verði undirritaðir í fyrramálið. Áætlun liggur fyrir um að draga flutningaskipið á flot á stórstraumsflóði þann 18. maí næstkomandi.

Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað

Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað.

Gríðarlegur verðmunur hjá tannlæknum

Gríðarlegur verðmunur er á þjónustu barnatannlækna, samkvæmt opinberum samanburðartölum. Reikningar dýrustu tannlæknanna eru 130% yfir gjaldskrá ráðherra en þeir ódýrustu sex prósentum undir. Tannlæknum er meinað að auglýsa svo neytendur geta trauðla gert samanburð og valið ódýrasta kostinn.

Hét á páfa og læknaðist

Frönsk nunna sem læknaðist af Parkinsons-veiki eftir að hafa heitið á Jóhannes Pál páfa annan er höfuðástæða þess að honum verður veitt sérstök blessun á tveggja ára ártíð sinni í næstu viku. Komi annað kraftaverk í ljós verður hann tekinn í dýrlingatölu.

Hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

Hótað var að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Neyðarlínunni þar í borg barst sprengjuhótun frá ónefndum aðila. Öryggisráðstafanir voru auknar umtalsvert vegna hótunarinnar en sprengjan átti að springa klukkan tvö í dag. Engin sprengja fannst við leit í höfuðstöðvunum og ekki hefur orðið vart við neina sprengingu það sem af er degi. Lögreglan í New York segist því vera að rannsaka málið sem mögulegt gabb.

Brugðust starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm.

Heitavatnsæð í sundur í Hafnarfirði

Um klukkan 16:00 í dag kom í ljós mikill leki á aðalæð fyrir heitt vatn til byggða í Áslandshverfi, Völlum og á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Heitt vatn kom úr jörðu frá leiðslu norðan við Öldugötu og hefur verið lokað fyrir rennsli. Viðgerð hefst strax og unnt er, en búast má við að henni verði ekki lokið fyrr en liðið er á kvöld. Heitavatnslaust verður í þessum hverfum á meðan.

Reglulegir fundir Ísraela og Palestínumanna

Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hafa fallist á að hittast hálfsmánaðarlega til þess að auka traust sín í milli. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um þetta í dag og sagði að fundirnir gætu á endanum leitt til umræðna um sjálfstætt palestinskt ríki. Háttsettur ísraelskur embættismaður sagði hinsvegar að sjálfstætt ríki yrði ekki til umræðu í bráð.

Málflutningi saksóknara í Baugsmálinu lokið

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu lauk nú fyrir stundu munnlegum málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi. Í dag fjallaði hann um meint bókhaldsbrot Jóns Ásgeirs Jóhannssonar forstjóra Baugs og Tryggva Jónssonar fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins.

Ferðakostnaði íþróttafélaga mætt með ferðasjóði

Ríkisstjórnin ákvað í dag að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga. Ákvörðunin styður niðurstöður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að fjalla um málið. Ferðakostnaður íþróttafélaga er mismikill meðal annars af landfræðilegum ástæðum. Þá er aðgengi að stuðningi fyrirtækja og einstaklinga einnig mismikill.

Núll núll þjö

Það gæti verið njósnari á heimilinu þínu, sem þú veist ekkert um. Mjög ung börn sækja vísbendingar um hvernig þau eigi að haga sér með því að fylgjast með svipbrigðum fullorðinna, og hlera samtöl þeirra. Börn allt niður í eins árs gömul fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þau, hvort sem því er beint að þeim, eða öðrum í fjölskyldunni.

Stjórnmáflokkarnir setja þak á auglýsingar

Stjórnmálaflokkarnir sem eiga sæti á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Samkomulagið er afrakstur viðræðna milli flokkanna undanfarnar vikur. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum og ljósvakamiðlum má að hámarki ná 28 milljónum króna.

Talibönum sleppt fyrir blaðakonu

NATO hefur lýst áhyggjum yfir því að stjórnvöld á Ítalíu slepptu fimm talibönum úr haldi í síðustu viku, í skiptum fyrir blaðakonuna Daniele Mastrogiacomo. Henni var haldið í gíslingu í Afganistan. Bandaríkjamenn og Bretar hafa fordæmt Ítali skýrum orðum. Málið var rætt á lokuðum fundi NATO í Brussel í dag.

Danskir ráðherrar sáttir við nakin umferðarskilti

Bæði jafnréttisráðherra Danmerkur og dómsmálaráðherra eru sáttir við það að berbrjósta stúlkur skyldu notaðar til þess að reyna að draga úr umferðarhraða með því að halda á lofti skiltum þar sem leyfður hraði er tilgreindur. Milljónir manna um allan heim hafa farið inn á heimasíðu dönsku umferðarstofunnar til þess að skoða myndir af þeim.

Stefán Baldursson verður óperustjóri

Stefán Baldursson leikstjóri og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri hefur verið ráðinn óperustjóri Íslensku óperunnar. Bjarni Daníelsson núverandi óperustjóri lætur af störfum 1. júlí næstkomandi. í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni segir að Stefán muni hefja störf í maí. Þá mun hann vinna með fráfarandi óperustjóra að undirbúningi næsta starfsárs.

Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi

Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni.

Truflaði guðsþjónustu drottningar

Svartur maður truflaði í dag guðsþjónustu í Westminster Abbey, í Bretlandi, þar sem bæði Elísabet drottning og Tony Blair, forsætisráðherra voru viðstödd. Guðsþjónustan var haldin til að minnast þess að 200 ár eru liðin frá því þrælahald var afnumið í Bretlandi.

Aldrei jafn margir þrælar í heiminum

Þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara en í dag, né þrælar jafn margir. Hægt er að kaupa sér kynlífsþræla víða um heim fyrir allt niður í eittþúsund íslenskar krónur.

Ný höfuðborg Mjanmar sýnd í fyrsta sinn

Herforingjastjórnin í Asíuríkinu Mjanmar, áður þekkt sem Burma, hefur í fyrsta sinn hleypt blaðamönnum inn í nýja höfuðborg landsins, Naypyidaw . Borgin var byggð frá grunni fyrir nokkrum misserum í frumskógi um 460 kílómetra frá gömlu höfuðborginni Yangoon.

Lóan er komin til Hornafjarðar

Lóan er komin. Björn Arnarson fuglaáhugamaður og starfsmaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sá lóu á flugi í Einarslundi í morgun um klukkan 7:30. Björn segir í samtali við fréttavef Hornafjarðar að þetta sé hennar tími því algengast er að hún komin hingað frá 24. til 28. mars.

Sjá næstu 50 fréttir