Fleiri fréttir

Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn ekki með lögsögu

Dómsmálaráðherra Súdana segir Alþjóða stríðsglæadómstólinn í Amsterdam ekki hafa lögsögu í málum gegn Súdönum og geti því ekki réttað yfir þeim fyrir meinta glæpi í Darfur. Annar mannanna sem ákærðir eru, Ali Kushayb, er í haldi í Khartoum, höfuðborg Sudan, fyrir að brjóta gegn þarlendum lögum og er rannsókn í gangi vegna málsins.

Íranir misreikna sig alvarlega

Tony Blair forsætisráðherra Breta sagði í dag að Íranir ögruðu alþjóðasamfélaginu og misreiknuðu sig alvarlega í andstöðu sinni við kröfur Sameinuðu þjóðanna um að hætta við kjarnorkuáætlun landsins. Þetta sagði hann á fundi eftir ummæli Írana um að þeir myndu aldrei hætta auðgun úrans, þrátt fyrir samkomulag stærstu ríkja heims um að vinna að nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna.

Sveik út vörur og gjafakort með stolnu greiðslukorti

Kona á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í fimm mánaða fangesli, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir fjársvik en hún tók greiðslukort ófrjálsri hendi og nýtti það í rúman mánuð í fyrra áður en það var tekið af henni.

Grafhvelfing Krists sögð fundin

Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron. Fræðimenn eru ekki á einu máli um það sem fram kemur í myndinni og kirkjunnar menn eru æfir.

Sparisjóður gefur Dalvíkingum menningarhús

Sparisjóður Svarfdæla ætlar að gefa Dalvíkingum eitt stykki menningarhús. Sparisjóðsstjórnin tilkynnti um gjöfina í morgun og er tilefnið það að síðasta ár var besta rekstrarár í sögu sjóðsins. Hagnaður eftir skatta varð tæpur milljarður króna.

Offita barns til félagsmálayfirvalda

Móðir átta ára gamals drengs sem vegur tæp 90 kíló bíður nú úrskurðar um hvort félagsmálayfirvöld í Bretlandi taki son hennar til umönnunar. Connor McCreaddie vó rúm hundrað kíló fyrir síðustu jól. Það er fjórföld meðalþyngd heilbrigðs átta ára barns. Á tveimur mánuðum hefur hann lést um tæp tíu kíló eftir stranga æfingaáætlun og heilbrigðara mataræði.

Erlendir bankar gagnrýna hækkað lánshæfismat

Skotlandsbanki og einn stærsti banki Frakklands gagnrýna greiningafyrirtækið Moody's harðlega fyrir að hækka lánshæfismat íslensku bankanna. Þeir segja að þar með sé verið að segja að íslenska ríkið muni hlaupa undir bagga með íslensku bönkunum ef illa fer.

Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi verið í strætisvögnum

Að minnsta kosti sex létust þegar tveir strætisvagnar á leið í gagnstæða átt rákust saman rétt utan við borgina Uppsali í Svíþjóð í morgun. Á fimmta tug til viðbótar slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi verið á ferð með strætisvögnunum.

Ólíklegt að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk í dag

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar segir ólíklegt að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk í dag eins og í gær. Fram kemur á heimasíðu umhverfissviðs að svifryksmengun hafi að meðaltali mælst 20,7 míkrógrömm á rúmmetra frá miðnætti við Grensás en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.

Níu látnir í Baghdad

Að minnsta kosti níu létust og 25 slösuðust í þremur sprengingum í Bagdhad í Írak í dag. Haft er eftir lögreglu að fimm hafi látist og tíu slasast þegar bílsprengja sprakk í Karrada hverfinu í miðborginni. Tveir til viðbótar létust í sama hverfi í annarri bílasprengju þar sem fjórir slösuðust. Þá létust tveir í sprengju á vegi við Tayaran torg í miðborginni og ellefu slösuðust.

Bónus vinsælasta fyrirtækið

Bónus er það fyrirtæki landsins sem flestir landsmenn hafa jákvætt viðhorf til, samkvæmt könnun Frjálsar verslunar. Þetta er fimmta árið í röð sem Bónus mælist vinsælasta fyrirtækið.

Lögreglan leitar skuldseigra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liðsinnir nú sýslumanninum í Reykjavík í sérstöku átaki sem stendur yfir um þessar mundir. Það er tilkomið vegna fjölmargra krafna um fjárnám sem ekki hefur tekist að ljúka.

Kúbískt verk Kjarvals boðið upp í dag

Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval verður boðið upp hjá danska listaverkasalanum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í dag. Búist er við að verkið fari á eina til fimm milljónir króna. Búast má við að fleiri áður óþekkt verk eftir gömlu íslensku meistaranna komi í leitirnar á næstu árum, einkum í Danmörku, segir listfræðingur.

Ákærðir fyrir stríðsglæpi í Darfur

Alþjóða stríðsglælpadómstóllinn í Amsterdam í Hollandi hefur upplýst nöfn fyrstu tveggja mannanna sem ákærðir eru fyrir stríðsglæpi í Darfur héraði í Súdan. Ahmed Haroun fyrrum innanríkisráðherra Súdan og Ali Kushayb fyrrum yfirmaður í varaherliði hefur verið stefnt fyrir dómstólinn. Í skýrslu segir að mennirnir tveir beri ábyrgð á glæpum gegn mannkyninu og stríðsglæpum í Darfur árið 2003 og 2004.

Fuglaflensutilfelli í Laos

Stjórnvöld í Laos í Asíu hafa greint frá fyrsta fuglaflensutilfellinu í manni þar í landi. Þremur vikum áður hafði veiran fundist í alifuglum í úthverfi Vientiana, höfuðborgar landsins.

Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu

Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt.

Varar við fjársvikum tengdum erlendum hlutabréfum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að taka þátt í viðskiptum með hlutabréf erlendis en borið hefur á því að undanförnu að hringt hafi verið í fólk og því boðið hlutabréf í erlendum fyrirtækjum á hagstæðu verði.

Fjórði Frakkinn látinn

Franskur maður sem særðist í árás í Saudi Arabíu lést á spítala í morgun. Hann er sá fjórði sem lætur lífið úr hópi Frakka sem varð fyrir skotárás í eyðimörk í landinu í gær. Tölur um látna voru á reiki, en nú er staðfest að þrír létust samstundis. Ungi maðurinn var sonur franskrar konu af marokkóskum uppruna.

Cheney var skotmark Talibana

Varaforseti Bandaríkjanna Dick Cheney var skotmark í sjálfsmorðsárás við aðalherstöð Bandaríkjamanna í Afghanistan í morgun. Þetta sagði talsmaður Talibana Mullah Hayat Khan í dag. Sprengjan varð tuttugu manns að bana þegar hún sprakk en Cheney gisti herstöðina í nótt.

Þurfa að standast próf til að fá ríkisborgararétt

Þeir sem hyggjast sækja um danskt ríkisfang frá og með miðjum maí verða að standast sérstakt próf til þess að fá það. Eftir því sem Berlingske Tidende greinir frá er um að ræða próf þar sem spurt er um helstu þætti dansks samfélags og verða umsækjendur um danskan ríkisborgararétt að hafa 70 prósent svaranna rétt.

Fimm ára fangelsi fyrir afbrýðissemi

Mexíkóskir eiginmenn sem eru sérstaklega afbrýðissamir eða forðast að lifa kynlífi með eiginkonum sínum gætu átt á hættu að fara í fangelsi í fimm ár. Þetta er staðreynd samkvæmt nýjum lögum sem voru hönnuð til þess að berjast gegn ofbeldi gegn konum.

Bandaríkjamenn véfengja fullyrðingar Írana um geimskot

Bandaríski herinn segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Íranar hafi skotið eldflaug út í geim og grunar að þeir hafi aldrei gert það. Íranskir embættismenn skýrðu frá því á sunnudaginn var að þeir hefðu skotði eldflaug út í geim í rannsóknartilgangi og að hún hefði náð 150 kílómetra hæð. Hún hefði þó ekki komist á sporbaug um jörðu.

Gore ekki allur þar sem hann er séður

Al Gore, sem fékk í gærkvöldi óskarsverðlaun fyrir mynd sína „Óhentugur sannleikur", býr í stóru einbýlishúsi í Nashville í Tennessee ríkí í Bandaríkjunum. Það notar samtals 20 sinnum meiri orku en venjulegt heimili meðal Bandaríkjamanns. Alls var Gore rukkaður um 221 þúsund kílówatt stundir á síðasta ári en meðalheimili notar tæplega 11 þúsund kílówattstundir árlega.

Rannsókn hafin á lestarslysinu í Bretlandi

Breska samgöngulögreglan hóf í dag glæparannsókn á lestarslysinu sem varð á sunnudaginn var. Í ljós kom að eina öryggisstöng vantaði í lestarteinana og tvær aðrar voru skemmdar. Talið er nær öruggt að slysið hafi átt sér stað þess vegna.

Forseti Gíneu skipar nýjan forsætisráðherra

Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur loks samþykkt kröfur stéttarfélaga í landinu um að skipa nýjan forsætisráðherra. Hann hefur skipað Lansana Kouyate, sem stéttarfélögum þykir ásættanlegur, sem forsætisráðherra. Stéttarfélögin hafa staðið fyrir verkföllum í landinu í tæpa tvo mánuði og nánast lamað efnahag þess.

14 láta lífið í sprengjuárás

Íraskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjúkrabíl fyrir utan lögreglustöð í þorpi nálægt borginni Ramadi í Írak í kvöld. 14 manns létu lífið og voru bæði konur og börn þar á meðal. Svæðið þar sem árásin átti sér stað er í miðju þess svæðis sem almennt er talið miðunktur uppreisnargjarna súnní múslima.

Fullviss um gott gengi Samfylkingar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sannfærð um að Samfylkingunni vegni betur í alþingiskosningum í vor en skoðanakannanir gefa til kynna. Þetta kom fram í Ísland í dag sem sýnt var á Stöð tvö í kvöld.

Sennilega minni loftmengun á morgun

„Sennilega verður minni mengun á morgun ef það bætir í vind eins og útlit er fyrir,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði. Svifryksmengun (PM10) á háannatíma í dag milli 16-17 var 132.1 míkrógrömm á rúmmetra við mælistöðina við Grensásveg. Á morgun er því góður dagur til að skilja bílinn eftir heima.

Lögreglan sökuð um ofbeldi

Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin.

Kópavogur gefur borgaryfirvöldum aðeins viku

Bæjarstjóri Kópavogs gefur borgaryfirvöldum aðeins þessa viku til að standa við samkomulag um lagningu Vatnsæðar um Heiðmörk. Trén, sem tekin voru upp, fari að drepast og tjón bæjarins vegna tafa sé þegar orðið umtalsvert.

Lifði af hátt fall

Læknar, í Björgvin í Noregi, segja það ganga kraftaverki næst að tveggja ára drengur hafi lifað af fall út um glugga á heimili sínu í gær. Drengurinn skall á gangstétt við húsið og sá ekki á honum. Íbúð fjölskyldunnar er á fjórðu hæð.

Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag

Talið er að allt sex þúsund manns hafi barist við andnauð, mjög hastarlegar hóstakviður og óstöðvandi þorsta í dag, vegna svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu, sem fór langt yfir heilsuverndarmörk.

Serbar ekki sekir

Serbneska ríkið ber ekki beina ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu. Þetta er niðurstaða Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna sem þó úrskurðaði að Serbía hefði brugðist skyldum sínum, samkvæmt alþjóðalögum, með því að koma ekki í veg fyrir þjóðarmorðin í Srebrenica fyrir tæpum 12 árum.

Samkeppnin grimm milli banka

Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina.

18 stútar teknir um helgina

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Þetta voru fjórtán karlmenn og fjórar konur.

Veita styrk fyrir öryggishnapp Securitas

Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnappinn frá Securitas. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling.

Magnús leiðir frjálslynda í Reykjavík suður

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Magnús fór inn á þing í síðustu kosningum sem efsti maður á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi. Líklegast þykir að Jón Magnússon lögmaður leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður en miðstjórn flokksins á þó eftir að taka ákvörðun um það.

Grafhýsi Jesú fundið?

Jesús var í sambandi við Maríu Magðalenu og þau áttu son sem hét Júdas. Þessu er haldið fram í nýrri heimildamynd sem Hollywood framleiðandinn James Cameron framleiðir. Í henni er grafhýsi sem fannst árið 1980 rannsakað. Myndin heldur því fram að grafhýsið hafi verið í eigu fjölskyldu Jesú og að DNA sýni sanni að hinn eini sanni Jesú hafi verið grafinn þar.

Jóhannes spurður út í bátamál á Miami

Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Hann var spurður ítarlega út í bátamálin á Miami.

Þak hrundi á hóteli í Ríó

Í það minnsta tveir létust og tíu slösuðust þegar þak hrundi yfir inngangi á hóteli í Río höfuðborg Brasilíu í dag. Hótelið er við Copacabana ströndina í Ríó sem er geysivinsæl af ferðamönnum. Ekki er vitað hvort fólkið var gestkomandi á hótelinu, eða vegfarendur á götunni.

Fjórir Frakkar skotnir til bana í Saudi Arabíu

Að minnsta kosti fjórir Frakkar voru skotnir til bana nálægt borginni Medina í Saudi Arabíu í dag. Einhverjir mannanna voru múslimar. Háttsettur stjórnarerindreki staðfesti við Reuters fréttastofuna að átta manna hópur Frakka hefði orðið fyrir skorárás á vegi rétt utan við borgina. Vegurinn er í gegnum víðáttumikla eyðimörk og liggur til hinnar helgu borgar Mekka.

Sjá næstu 50 fréttir