Fleiri fréttir

Svifryk fór tvisvar yfir heilsuverndarmörk í morgun

Svifryksmengun í Reykjavík fór tvisvar yfir heilsuverndarmörk í morgun. Milli tíu og hálf ellefu í morgun mældist loftmengunin 186 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásstöð. Viðmiðunarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.

Kjarnorkumál Írana rædd í London

Fulltrúar sex lykilríkja í málefnum Írans funda nú í London vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Reynt er að finna leiðir til að fá Írani til að verða við kröfum um að hverfa frá kjarnorkuáætluninni. Fundurinn var ákveðinn þegar eftirlitsaðili á vegum Sameinuðu þjóðanna staðfesti að Íranir hefðu hundsað frest til að hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Á bifhjóli á ofsahraða í miðri borginni

Ungir piltar voru áberandi í hópi þeirra sextíu og níu sem stöðvaðir voru vegna hraðaaksturs á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tuttugu og þriggja ára bifhjólmaður mældist á 133 kílómetra hraða á Hringbraut í Reykjavík en þar er hámarkshraði 50. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuleyfi.

Hreini aldrei boðið í bátana

Skýrslutöku af Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu lauk upp úr hádegi. Hann var við skýrslutökuna spurður út í störf sín fyrir Baug og auk þess um flesta ákæruliði í málinu. Hreinn sagði í morgun að sér hefði aldrei verið boðið í Viking bátana.

Eskill fær Gullvottun Microsoft

Eskill ehf. hefur hlotið Gullvottun Microsoft eða „Microsoft Gold Certified partner.“ Vottunin staðfestir að starfsmenn Eskils uppfylla kröfur um þekkingu og færni í notkun á lausnum frá Microsoft. Viðurkenningin er eftirsótt og kemur Eskli í fremstu röð hugbúnaðarfyrirtækja .

Tætti í sundur fótboltavöll

Serbneskur fótboltakappi gerði sér lítið fyrir og tætti grasvöll FC Mramor áhugamannaliðsins með traktor í hefndarskyni fyrir að hafa verið rekinn úr liðinu. Slvomir Milnovic er 25 ára og fór með stöðu miðjumanns hjá liðinu. Þegar honum var sparkað varð hann arfavitlaus.

Þversagnir vesturveldanna

Vesturveldin krefjast þess að Íranir hætti auðgun úrans annars eru þau ekki tilbúin að ræða hvort kjarnorkuáætlunin sé ólögleg. Þetta segir Gholamhossein Elham talsmaður Íransstjórnar. Hann segir vesturveldin vera í þversögn við sig sjálf - að það sé þversögn að Íranir þurfi að leggja áætlanir sínar niður til að hægt sé að ræða þær.

Mannskætt flugdrekaslys

Ellefu týndu lífi og rúmlega hundrað slösuðust á árlegri vorhátíð í Austur-Pakistan í gærkvöldi og nótt. Komandi vori var þar fagnað nokkuð snemma og af því tilefni var flogið með mörg þúsund litríka flugdreka. Hleypt var af byssum út í loftið og urðu sumir fyrir byssukúlum.

Ný björgunarmiðstöð í Hafnarfirði

Ný 2000 m² björgunar- og slysavarnarmiðstöð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði verður reist í Hafnarfirði á næstunni. Með byggingunni mun öll starfsemi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar komast undir eitt þak. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna í dag á Hvaleyrarbraut 32, við gamla bátalónið.

Dæmdur í 10 ár fyrir barnamisnotkun

Dómstóll í Indónesíu hefur dæmt ástralskan karlmann í tíu ára fangelsi fyrir að misnota götubörn kynferðislega. Maðurinn sem er 48 ára kennari var handtekinn í Jakarta í ágúst eftir að sjö börn höfðu sagt hann hafa misnotað sig.

Heimaunnar afurðir "Beint frá býli"

Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur í samvinnu við bændur og aðra hagsmunaaðila unnið að því að gera vinnslu og sölu á heimaunnum afurðum að raunhæfum kosti fyrir bændur og neytendur. Verkefnið gengur undir nafninu "Beint frá býli" og verður heimasíða þess www.beintfrabyli.is opnuð á kynningarfundi á Akureyri á morgun.

Varaforseti Íraks særðist í árás

Adel Abdul Mahdi varaforseti Íraks slapp með skrámur þegar sprengjumenn gerðu árás á ráðuneyti í Bagdad í morgun. Sex fórust í árásinni. Enn er óljóst hvort um tilræði við varaforsetann var að ræða en æðstu embættismenn landsins hafa gjarnan verið skotmörk uppreisnarmanna.

Mikilvægi undirbúnings við sýningar erlendis

Útflutningsráð stendur fyrir námskeiði á Hótel Nordica á morgun um undirbúning og eftirfylgni við sýningar í útlöndum. Markmiðið er að undirstrika mikilvægi þessara þátta fyrir stjórnendur og starfsfólk útflutningsfyrirtækja auk þess að miðla reynslu annarra.

Þjóðarmorð en Serbar ekki ábyrgir

Alþjóðadómstóllinn í Haag í Hollandi, æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, úrskurðaði í morgun að Serbar bæru ekki ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Hinsvegar úrskurðaði dómstóllinn að Serbar hefðu vanrækt að koma í veg fyrir þjóðarmorð.

Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis.

Forseta Úganda umhugað um heilsu Valgerðar

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra lenti í þrumuveðri á bát á Viktoríuvatni í Úganda þar sem hún var á ferð ásamt íslenskri sendinefnd. Forseti Úganda Yoweri Museveni var umhugað um heilsu hennar og hringdi til að spyrjast fyrir um heilsu Valgerðar eftir ferðina.

„Græn“ Óskarsverðlaunahátíð

Al Gore og herferð hans gegn hlýnun loftslags vann stórt á Óskarverðlaunahátíðinni í nótt. Varaforsetinn fyrrverandi er í aðalhlutverki í myndinni An Inconvenient Truth, eða Óþægilegur sannleikur sem hlaut verðlaun sem besta heimildamyndin á hátíðinni. Myndin fjallar um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga.

Hreinn í réttarsal í dag

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, er yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sem vitni í Baugsmálinu. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í síðustu viku að Baugsmálið væri sprottið upp af pólitískri óvild í garð fyrirtækisins og það sem fram kom á fundi Hreins og Davíðs Oddssonar sönnun um það.

Ég kem Dulcineia, ég kem

Þegar James Van Iveren heyrði konu æpa hástöfum, í íbúð nágranna síns, þreif hann sverð afa síns ofan af vegg og þeysti til hjálpar. Hann sparkaði upp hurð nágrannans og æddi inn með brugðinn brandinn. Þetta gerðist í bæ í Wisconsin sem heitir því hljómfagra nafni Oconomowoc.

Forseti Íraks veikur

Jalal Talabani, forseti Íraks, er veikur og hefur verið ráðlagt að fara til Jórdaníu í rannsókn. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni er ekki sagt hvers eðlis veikindi hans eru, en sagt að ekki sé ástæða til þess að hafa af þeim áhyggjur. Ýjað er að því að það sé helst ofþreyta sem hrjái forsetann.

Segja þúsundir eiga mikið undir álveri í Straumsvík

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar sem berjast fyrir stækkun álvers í Straumsvík voru kynnt í dag en þau telja að einhliða og villandi áróður hafi verið rekinn gegn álversstækkun. Talsmaður samtakanna krefst þess að stjórnmálamenn í Hafnarfirði gefi upp afstöðu sína til málsins og bendir á að þúsundir Hafnfirðinga sæki lifibrauð sitt með beinum eða óbeinum hætti til álversins.

Gretti mistókst Drangeyjarsund

Grettir hefur í annað sinn reynt við Drangeyjarsund. Að þessu sinni var það kuldaskræfan Grettir, sem komst þó aðeins örfáa metra þrátt fyrir að vera í þurrbúningi.

Sunndlendingar ekki endilega mestu skúrkarnir

Ætla mætti að Sunnlendingar séu mestu lögbrjótar landsins, en ákærumál miðað við íbúatölu eru tvöfalt fleiri þar en í öðrum landshlutum. Sýslumaðurinn á Selfossi segir að skýra megi þetta með góðri löggæslu og eftirfylgni en bendir þó á að mikil sumarhúsabyggð og gegnumstreymi fólks geti legið að baki.

Hugað að breyttri nýtingu á Keflavíkurflugvelli

Íslenskar farþegaþotur eru á ný farnar að leggja við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Talsmaður Flugmálastjórnar segir svæðið þar í kring afar verðmætt fyrir flugstarfsemi. Þá er áformað að opna þriðju flugbraut vallarins, sem myndi bæta enn frekar rekstraröryggi flugs, ekki síst innanlandsflugs.

Jakob Frímann hættur í Samfylkingunni

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og varaþingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í Silfri Egils á Stöð 2 í dag að hann hefði sagt sig úr flokknum. Hann skipaði 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður við síðustu þingkosningar og hefur eini sinni tekið sæti á Alþingi.

Óskarsverðlaunin afhent í nótt

Undirbúningur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina er nú í fullum gangi í Los Angeles í Bandaríkjunum, en verðlaunin verða afhent í nótt og verður hátíðin í beinni útsendingu hér á Stöð 2.

Dansað í konungshöllinni

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni. Þar stigu Dorrit og forsetinn léttan dans.

Segjast hafa skotið geimflaug á loft

Íranar segjast hafa náð því takmarki sínu í gær að skjóta geimflaug á loft sem hafi síðan farið út fyrir gufuhvolf jarðar. Sérfræðingar segja að ef það reynist rétt geti Íranar hæglega smíðað langdrægar eldflaugar sem breyti stöðunni í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin.

Segir Írana hætta afskiptum af Írak

Íranar hafa hætt að þjálfa íraska hryðjuverkamenn og sjá þeim fyrir vopnum, á síðustu vikum, að sögn háttsetts írasks embættismanns. Hann telur að þeir vilji sjá hvort sókn bandarískra og íraskra hermanna í Bagdad geti leitt til friðar í höfuðborginni.

Setti frúna nakta á netið

Ítalskri konu var brugðið, í gær, þegar hún frétti af því að eiginmaður hennar hafði árum saman sett myndir af henni á internetið, bæði þar sem hún var í baðherberginu, og eins þegar þau nutu ásta í svefnherbergi sínu. Það var ítalska lögreglan sem lét hana vita af þessu. Maðurinn kveðst ekki hafa vitað að þetta væri ólöglegt.

Dýravinir vilja skjóta fíla

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund segja að Suður-Afríkumenn verði að íhuga að byrja að grisja fílahjarðir, á nýjan leik, ekki síst í Kruger þjóðgarðinum. Þetta er vegna þess að fílum hefur fjölgað svo mikið að lífríkið stendur ekki undir ágangi þeirra. Grisjun var hætt árið 1994 eftir mikla mótmælaöldu. Nú eru fílarnir hinsvegar orðnir yfir 12 þúsund talsins og hvorki nóg pláss né nóg að éta.

Steingrímur J. vill netlöggu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Það var verið að ræða um klámráðstefnuna sem ekki fékk inni á Íslandi, og Egill spurði Steingrím hvort hann vildi þá ekki ganga lengra og skera upp herör gegn öllu klámi.

Svíar skutu á glugga Saddams

Þegar Saddam Hussein keypti skothelt gler í eina af fimmtíu höllum sínum, var hann að vonum kröfuharður. Hann vildi vera viss um að glerið væri í raun skothelt. Sænska blaðið Borås Tidning segir að til að tryggja það var haft samband við sænskt fyrirtæki sem fékk glerið til sín, í Borås. Fyrirtækið hafði svo samband við sænska herinn til þess að fá hann til að skjóta á glerið með kúlum sem eiga að fara í gegnum brynvörn.

Vilja að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að skora á þjóðina að nýta það sögulega tækifæri sem gefst í vor til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands. Verði af því lofar Kvennahreyfingin henni fullum stuðningi til þess meðal annars að; · Gera jafnréttissjónarmið að rauðum þræði í allri stefnumótun stjórnvalda og fela forsætisráðuneytinu ábyrgð á þeim málaflokki.

Boðar vantraust á tvo ráðherra

Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders ætlar að leggja fram vantraust á tvo ráðherra í nýrri ríkisstjórn Hollands, þegar þingið kemur saman eftir helgi. Ráðherrarnir eru báðir innflytjendur og múslimar sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt. Annar þeirra er frá Marokkó og hinn frá Tyrklandi.

Stóriðjuframkvæmdir verða stöðvaðar

Vinstri græn vanda ekki ríkisstjórninni kveðjurnar í landsfundarályktun sinni. Talað er um valdahroka og ólýðræðisleg vinnubrögð hennar og að hún hafi ráðists í miklar virkjunarframkvæmdir með geigvænlegum afleiðingum fyrir íslenska náttúru og efnahagslíf, til þess að selja raforku á útsöluverði til erlendra álhringa. Vinstri græn boða betri tíð ef þau komast í ríkisstjórn, og er þar af ýmsu að taka.

Jakob Frímann úr Samfylkingunni

Jakob Frímann Magnússon tónlistamaður og varaþingmaður tilkynnti í sjónvarpsþættinum Silfur Egils í dag að hann hefði sagt sig úr Samfylkingunni. Jakob Frímann, sem kunnastur er fyrir að vera einn af Stuðmönnum, hefur einu sinni tekið sæti á Alþingi, í desember árið 2004.

Sjálfsagt að skoða bankana

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur sjálfsagt að skoða samkeppni bankanna hér á landi í ljósi þess að gjaldtaka þeirra af lánveitingum er miklu hærri hérlendis en í útibúum sömu banka í Svíþjóð og Noregi.

Fagnar afmæli þrátt fyrir óðaverðbólgu

Robert Mugabe, forseti Simbabve, fagnaði 83 ára afmæli sínu í gær. Talið er að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna hafi verið varið í veisluna. Spenna hefur magnast í landinu í liðinni viku. Verðbólga mælist nú 1600%.

Dorrit með Hinriki í afmælisveislu

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni.

Mannskæðar árásir í Írak

Að minnsta kosti 50 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak síðasta sólahringinn. Nouri al-Maliki, forsætisráððherra landsins, sagði skömmu fyrir mannskæða sprengingu um miðjan dag í gær að ofbeldisverkum hefði fækkað í höfuðborginni, Bagdad, síðan ný herferð Bandaríkjahers gegn andspyrnumönnum hófst fyrir rúmri viku.

Sjá næstu 50 fréttir