Fleiri fréttir

Börn fékk Edduverðlaunin fyrir handrit ársins

Handrit kvikmyndarinnar Börn hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Heimildamynd ársins var valin Skuggabörn og Óttar Guðnason fékk Edduna í flokknum útlit mynda fyrir A Little Trip to Heaven. Þáttur tónlistarmannsins Jóns Ólafssonar var valinn skemmtiþáttur ársins.

Fór tvær veltur

Meiðsl ökumanna bifreiðanna, sem lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í dag, eru aðeins minniháttar. Tildrög slysins voru þau að jeppabifreið rann vegna hálkunnar yfir á rangan vegarhelming. Bifreiðin fór framan á aðra jeppabifreið og fór tvær veltur. Ökumennirnir voru einir í bílunum.

Sautján létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Sautján verkamenn létust og fjörtíu og níu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás suður af Bagdad höfuðborg í Íraks í dag. Róstursamt hefur verið í landinu í dag en að minnsta kosti tuttugu og fjórir vopnaðir menn, klæddir í lögreglubúningum, stormuðu inn á heimili aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraks og rændu honum.

Liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi

Breska lögreglan rannsakar hverjir eitruðu fyrir fyrrverandi forystumanni rússnesku leyniþjónustunnar sem leitaði hælis í Bretlandi fyrir sex árum. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Íslendingur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum

Íslendingur á fertugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum í Bretlandi eftir árás í morgun. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í kvöld. Árásarmönnunum tókst að flýja af vettvangi. Maðurinn býr og starfar í Lundúnum.

Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann

Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga.

Þjóðhátíð á Tjarnarborg

Tveggja mánaða þjóðhátíð á leikskólanum Tjarnarborg á Egilsstöðum lauk með indjánadegi, þar sem var dansað, sungið og leikið.

Tíu grísir komu í heiminn

Sama dag og tíðindi þess efnis bárust að farga eigi nær öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum komu í heiminn tíu litlir grísir.

Fordæmir ályktun SÞ

Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það.

Fækkar í þingflokki Samfylkingarinnar

Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagði sig úr flokknum í beinni útsendingu í Silfri Egils í dag. Þar með fækkar þingmönnum Samfylkingarinnar úr 20 í 19. Valdimar segir prófkjörsfyrirkomulagið hampa þeim sem koma frá stærri bæjum innan kjördæma og þeim sem hafa aðgang að fjármagni, en hann hafnaði í fjórtánda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Margrét Frímannsdóttir var hundsuð sem formaður af meirihluta þingflokks Alþýðubandalagsins

Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, segir í nýútkominni bók, að meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins hafi á sínum tíma kosið sér annan formann og hundsað hana á þingflokksfundum. Hún lýsir því hvernig flokkurinn var margklofinn en segir sömu stöðu ekki vera uppi innan Samfylkingarinnar nú á milli stuðningsmanna Össurar Skarphéðissonar annars vegar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hins vegar.

Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði

Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í kvöld. Ökumenn voru einir í bílunum og voru þeir fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Ekki er vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. Báðir bílarnir eru gjörónýtir.

Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta

Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks.

Árekstur á Sandskeiði

Árekstur varð á Sandskeiði nú fyrir skömmu. Lögreglan í Kópavogi er á leið á staðinn en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki sé að ræða.

Björgunarsveitarmenn hættir störfum í dag

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa hætt störfum í dag eftir að hafa haft í nógu að snúast vegna ófærðar frá því í nótt. Tekist hefur að rýma að mestu Víkurveg í Grafarvogi þar sem fjöldi bíla hefur setið fastur. Nokkrir árekstrar hafa verið í dag en lögreglunni í Reykjavík er ekki kunnugt um slys á fólki.

Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir

Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka rænt

Vopnaðir menn rændu í dag aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka þar sem han var staddur á heimili sínum. Ráðherrann, Síjinn Ammar al-Saffar, situr í ríkisstjórn Nuri al-Malaki og er í Dawaflokknum.

Messa felld niður vegna ófærðar

Vegna ófærðar verður kvöldguðsþjónustan sem átti að vera í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, í kvöld klukkan átta, felld niður.

Ófærð á Víkurvegi í Grafarvogi

Lögreglan í Reykjavík varar vegfarendur við mikilli ófærð á Víkurvegi í Grafarvogi, sér í lagi við brúna yfir Vesturlandsveg. Fjöldi ökutækja hefur fest sig þar og hamlar það verki snjóruðningstækja. Björgunarsveitir og lögregla vinna nú að því að losa bifreiðar svo hægt sé að ryðja. Vegfarendur eru hvattir til að velja aðrar leiðir en Víkurveg.

Fagnaði 101 árs afmæli sínu í gær

Birna Jónsdóttir fagnaði í gær 101 árs afmæli sínu á Sauðárkróki. Meðalaldur Birnu og systra hennar, sem komust á legg, er 97 ár en það er hæsti meðalaldur fjögurra íslenskra systkina sem vitað er um.

Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni

Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi.

Birtir uppgjör úr prófkjörsbaráttu sinni

Sigríður Andersen, sem hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt uppgjör á kostnaði við prófkjör sitt. Sigríður telur að flokkar og framboð eig að hafa sjálfdæmi um hversu mikið af upplýsingunum þau birta.

Styrktartónleikar í þágu fatlaðra barna

Caritas á Íslandi, góðgerðarsamtök kaþólsku kirkjunnar, efna í dag til styrktartónleika í þágu fatlaðra barna, í Kristskirkju við Landakot. Þetta er í þrettánda sinn sem Caritas efnir til styrktartónleika en í ár rennur allur ágóðinn til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins.

Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði

Kirkjugestir í Grafavogskirkju í morgun létu ekki veðrið koma í veg fyrir að þeir mættu í messu. Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði í morgun en hann er 95 ára. Sigurbjörn sló á létta strengi í predikun sinni en Sigurbjörn hefur þótt kraftmikill predikari. Fyrir messuna voru haldin fjögur erindi um biskupinn.

Kristinn segir ekki á döfinni að ganga úr Framsóknarflokknum

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki á döfinni að segja sig úr Framsóknarflokknum. Þetta sagði Kristinn í þættinum Silfur Egils á Stöð 2. Kristinn lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í fyrradag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu.

Eitrað fyrir njósnara

Breska lögreglan rannsakar nú hvernig eitrað hafi verið fyrir rússneskum njósnara sem leitaði hælis í Bretlandi fyrir sex árum. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Gefin saman í ítölskum miðaldakastala

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Þetta var staðfest um kl. 19:30 í gærkvöldi. Fjölmargar stjörnur voru viðstaddar athöfnina en knattspyrnukappinn David Beckham varð frá að hverfa að kröfu þjálfara síns hjá Real Madrid.

Tónleikum aflýst vegna færðar

Aflýsa þarf tónleikum Harmonikkufélags Reykjavíkur sem halda átti í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Ástæðan er slæmt veður og færð.

Lágmarkslaun þurfa að hækka um 40-50%

Verkalýðshreyfingin þarf að sýna tennurnar í næstu kjarasamningum og fá lágmarkslaun hækkuð um 40-50%, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Bretar og Pakistanar taka höndum saman

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, samþykktu á fundi sínum í morgun að styrkja samstarf ríkjanna í baráttunni við hryðjuverkamenn. Blair og Musharraf hittust til fundar í Lahore í Austur-Pakistan.

Eldur logaði í kjallara á Akureyri

Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í Brekagili á sjötta tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í kjallara hússins. Kveikt hafði verið í pappír í sameign í kjallaranum og myndaðist mikill reykur sem lagði upp allan stigaganginn.

Árásir í Darfur-héraði

Stjórnvöld í Súdan og Janjaweed-sveitirnar hafa hafið árásir á ný í norðurhluta Darfur-héraðs. Afríkubandalagið segir árásirnar brjóta í bága við öryggissáttmála sem er í gildi. Uppreisnarmenn á svæðinu telja að sjötíu manns hafi látist í árásunum.

Sigurbjörn Einarsson biskup enn að predika

Sigurbjörn Einarsson biskup predikar á morgun í Grafavogskirkju á Degi orðsins. Sigurbjörn er 95 ára og þykir einn áhrifamesti kirkjuhöfðingi seinni ára. Messan hefst klukkan ellefu en fyrir hana verða haldin fjögur erindi um biskupinn.

Eru nú hjón

Giftingu stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes var að ljúka. Talsmaður leikarans Tom Cruise staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Ísland í alfaraleið

Ísland verður í alfaraleið flutningaskipa í heiminum innan fárra ára. Þetta er mat íslensks prófessors sem telur að eftir sjö til átta ár muni fimm hundruð olíuskip fara framhjá Íslandi árlega. Við það aukist hættan á stóru olíuslysi við strendur landsins.

Ráðist á karlmann á sjötugsaldri

Karlmaður á sjötugsaldri missti fjórar tennur og slasaðist á nefi eftir árás fjögurra karlamanna rétt fyrir miðnætti í gær. Maðurinn var að aka bíl sínum frá miðbænum, þar sem hann hafði verið að týna dósir, og ók eftir Flugvallarvegi.

Leið yfir förgun fuglanna

Það var dauft yfir Húsdýragarðinum í dag enda síðasti dagur flestra fuglanna þar á morgun, en þeim verður fargað eftir helgi vegna hættu á fuglaflensu.

Fjórir látnir og tveir helsærðir

Norðmenn eru felmtri slegnir eftir að karlmaður myrti þrjá og svipti sig lífi í Noregi í dag. Tveir liggja helsærðir. Fólkið tengdist allt fjölskylduböndum.

Ökumaður enn á gjörgæsludeild

Karlmaður sem fluttur var á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir bílslys, við bæinn Breiðumýri í Reykjadal í gærkvöldi, liggur enn á gjörgæsludeild. Maðurinn er mikið brotinn og gekkst undir fjölda aðgerða í nótt.

Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir.

Tom Cruise og Katie Holmes komin í kastalann

Fjöldi fólks hefur safnast saman við fimmtándu aldar kastala, rétt norðan við Róm á Ítalíu, þar sem búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í dag. Parið er nú komið í kastalann og hafa stórstjörnur, á borð við Jennifer Lopez, Will Smith og Jim Carrey, streymt þangað í dag.

Draga á úr kolmunaveiðum

Samkomulag tókst milli allra aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar um að draga úr kolmunaveiðum á ársfundi nefndarinnar sem lauk í dag.

Sjá næstu 50 fréttir