Fleiri fréttir

Velflestir gíslar fengu frelsi

Velflestir þeirra sem rænt var í menntamálaráðuneytinu í Bagdad í gær hafa nú verið látnir lausir eða frelsaðir af lögreglu. Ekki hefur fengist staðfest að allir gíslarnir hafi fengið frelsi.

Kannað hvort kortaupplýsingar hafi verið nýttar

Lögregla rannsakar nú í samvinnu við kortafyrirtæki, hvort mennirnir tveir, sem voru handteknir í Reykjavík á laugardag fyrir að setja upp afritunarbúnað á hraðbanka, hafi nýtt sér upplýsingarnar, eða jafnvel komið þeim úr landi.

Stórfoss bætist í flota Eimskipa

Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur tekið við nýju frystiskipi í Noregi. Lára Konráðsdóttir gaf því nafnið Stórfoss, en með tilkomu þess bætir félagið siglingaáætlun sína frá Noregi til Bretlands, Belgíu og Hollands. Skipið er óvenju hraðskreitt, gengur á 16 mílum, og er þannig hannað að lestun og losun tekur talsvert skemmri tíma en venja er.

Vantar lengri flugbraut á Akureyri hið snarasta

Akureyrarbær og KEA hafa boðið flýtifjármögnun til að hægt sé að lengja brautina á Akureyrarflugvelli. Millilandaflug Iceland Express er í uppnámi vegna ófullnægjandi aðstöðu.

Rafmagn komið aftur á í Kjós

Rafmagn er aftur komið á Kjósina, en rafmagnstruflanir urðu á dreifikerfi sunnan Skarðsheiðar þegar unnið var að viðgerð og á allt að vera komið í lag aftur. Ekki er vitað annað en að allir notendur séu komnir með rafmagn á þessari stundu.

Flóðbylgjuviðvörun fyrir Japan og Rússland

Íbúar á Hokkaido- og Honshu-eyja í Japan hafa verið hvattir til að flýja frá ströndinni þar sem búist er við flóðbylgju eftir að jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter varð neðjansjávar undan ströndum Chijima-eyja fyrir stundu. Varað er við að a.m.k. tveggja metra háar öldur geti skollið á norður- og austurströnd Japans, einnig gætu Rússar verið í hættu.

Fara á yfir reglur um fangaflutninga

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að Ívari Smára Guðmundssyni, tuttugu og sex ára fanga, sem strauk frá lögreglumönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Lögreglan telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur en hann hefur sætt ákæru fyrir líkamsárás. Fangelsismálastjóri ætlar í dag að funda með forstöðumönnum fangelsanna og fara yfir reglur um fangaflutninga.

Fullyrðir að ráðist verði á Íran

Sendiherra Ísraels, í Bandaríkjunum, segir að George Bush, forseti, muni ekki hika við að beita hervaldi ef ekkert annað dugi til þess að fá Írana ofan af því að smíða kjarnorkusprengjur.

Ekki hægt að útiloka fyrirbyggjandi árásir

Bandaríkin eða aðrar þjóðir verða að íhuga möguleikann á fyrirbyggjandi árás ef Íran eða Norður-Kórea halda áfram að sækjast eftir kjarnorkuvopnum. Þessu skýrði háttsettur embættismaður innan bandarísku stjórnarinnar frá í kvöld.

Neyðarástand í ríkinu Tsjad í Afríku

Ríkisstjórnin í Tsjad ákvað í dag að banna óskráð skotvopn í landinu til þess að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi milli þjóðarbrota í landinu. Lýsti hún yfir neyðarástandi á miðnætti á mánudaginn vegna árása uppreisnarmanna á þorp í austurhluta landsins. Talið er líklegt að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á staðinn ef ástandið heldur áfram að versna.

Búið að frelsa flesta gísla í Írak

Búið að frelsa flesta gísla sem var rænt í mannráni í Bagdad í dag. Gíslarnir voru frelsaðir í aðgerðum víðsvegar um Bagdad, í kringum miðnætti að staðartíma, samkvæmt tilkynningu frá talsmanni írösku stjórnarinnar.

Humarsúpa Sægreifans í New York Times

Í sunnudagsblaði New York Times var fjallað afar vinsamlega um humarsúpu Sægreifans, sem Kjartan Halldórsson rekur við Reykjavíkurhöfn. Blaðið lýsti súpunni sem erkitýpískri og sagði hana hreina og beina, þjóðlega, algerlega svikalausa og það fyrsta sem menn skyldu fá sér þegar þeir kæmu í bæinn.

Sendiherra segir árás hafa verið mistök

Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag.

Íslendingur dregst inn í hneykslismál í Las Vegas

Vestur-Íslendingurinn Sig Rogich, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1992 og 1993, hefur dregist inn í hneykslismál sem skekur stjórnmálalíf í Las Vegas. Nýkjörinn ríkisstjóri Nevada er sakaður um að hafa ráðist á gengilbeinu fyrir utan veitingastað í borginni og síðan hafi hann og Rogich reynt að hylma yfir málið.

Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna

Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna, fyrir utan virðisaukaskatt, ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar gengur eftir. Átta milljarðar samsvara því að hvert mannsbarn eyði um þrjátíu þúsund krónum, með virðisaukaskatti, í jólin á þessu ári.

Bolur til loftgítarspils

Ástralskur vísindamaður hefur búið til þarfaþing fyrir þá sem hafa gaman af því að leika á loftgítar. Um er að ræða bol sem þarf að smeygja sér í áður en framkallaðir eru fagrir tónar.

Tilbúinn til viðræðna gegn breyttri stefnu

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagðist í dag tilbúinn til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran ef bandarísk stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart Íran. Hann sagði Bandaríkjamenn fara gegn Írönum með yfirgangi. Skýringar á stefnu Íransstjórnar væri að vænta.

Öryggi á frönskum flugvöllum ábótavant

Stéttarfélag flugvallarstarfsmanna í París sýndi í dag sviðsettar myndir af manni smygla leirklumpi um borð í flugvél. Myndin á að sýna fram á hversu einfalt sé fyrir hryðjuverkamenn að koma plastsprengiefnum um borð í flugvélar. Myndin var tekin um nótt á Charles de Gaulle flugvellinum.

Heimilislausum fjölgar í Lundúnum

Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári.

Annar frambjóðenda hafnar kosningatölum í Kongó

Jean-Pierre Bemba, forsetaframbjóðandi í Kongó, hefur hafnað úrslitum úr lokaumferð forsetakosninganna þar í landi sem gefa í skyn að Joseph Kabila, núverandi forseti landsins hafi unnið hana. Öruggt er talið að spenna í höfuðborg Kongó, Kinshasa, eigi eftir að aukast í kjölfarið en 4 létust í byssubardögum á milli stuðningsmanna forseta frambjóðendanna á laugardaginn var.

5 lögreglumenn handteknir vegna mannrána

Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi.

Fimm háttsettir lögreglumenn handteknir vegna mannránanna í Írak

Fimm háttsettir lögreglumenn hafa verið handteknir í tengslum við mannránið sem var framið í Írak í dag. Rúmlega 100 karlmönnum var þá rænt við rannsóknardeild íraska menntamálaráðuneytisins en ekki er vitað hver nákvæmur fjöldi þeirra er. Þremur hefur verið sleppt nú þegar og samkvæmt nýjustu fréttum gæti tólf hafa verið sleppt í viðbót.

Áætlun í málefnum innflytjenda

Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda, segir í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag.

Krónan veikist

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 2,3% í dag. Krónan hefur veikst um þrjú prósent á síðustu tveimur dögum og styrking síðustu sex vikna hefur því gengið til baka á aðeins þessum tveimur dögum. Í Hálf fimm fréttum greiningadeildar KB-banka segir að svo virðist sem að 4-5 mánaða nær samfelld styrking krónunnar sé nú rofin.

Ný Bítlaplata kemur eftir viku

Ný plata með Bítlunum kemur út eftir viku. Reyndar með gömlum upptökum úr Abbey Road stúdíóinu. Þetta eru rúmlega 25, lög sem hljóðblönduð voru upp á nýtt af George Martin upptökumeistara Bítlanna og syni hans, Giles Martin, svo og alls konar lagabútar og hljóðbrot úr sýningu Cirque du Soleil fjölleikahópsins Love.

Ríkisstjórnin eflir íslenska kvikmyndagerð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar.

Hægt að banna ungum ökumönnum að aka á tilteknum tímum

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra.

Lögreglan lýsir eftir strokufanga

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og er fólk hvatt til að vera á varðbergi. Ívar er refsifangi af Litla Hrauni og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur um kl. 15:00 í dag. Hann var klæddur í svartan stuttermabol og  græna hettupeysu þegar hann hljóp frá fangaflutningsmönnum. Ívar er 26 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ívars eru vinsamlega beðnir um hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000.

Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti.

Berrassaðir nágrannar

Í Svíþjóð er leyfilegt að mynda nágranna sína berrassaða, jafnvel í ástarleikjum, bara ef þeir vita ekki af því. Þetta er niðurstaða sem kemur eftir tveggja ára vangaveltur.

365 mótmæla frumvarpi um Ríkisútvarpið

Fjölmiðlafyrirtækið 365 mótmælir frumvarpi um Ríkisútvarpið sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 365 rekur meðal annars NFS. Í formlegri umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sem 365 hefur sent Alþingi segir meðal annars að með lögfestingu frumvarpsins telji 365 að enn frekar verði aukið á forskot RÚV á íslenskum markaði ljósvakamiðla og um leið vegið að starfsemi einkarekinna fjölmiðla. Að mati 365 er sú stefna í "hróplegu ósamræmi við þjóðfélagsstrauma í íslensku samfélagi og þau sjónarmið um jafnræði sem sífellt hafa fengið meira vægi, m.a. í löggjöf og samningum sem Ísland á aðild að."

Tugir teknir vegna lóðabrasks á sólarströndum Spánar

Tugir embættismanna hafa verið handteknir fyrir lóðabrask á Miðjarðarhafsströnd Spánar, þar sem fjölmargir Íslendingar eiga hús. Meðal hinna handteknu eru borgarstjórar og borgarfulltrúar sem eru grunaðir um mútuþægni.

Þyrlur Gæslunnar að fara frá Höfn

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og nýja leiguþyrla Gæslunnar, eru nú að leggja af stað frá Höfn í Hornafirði. Þyrlurnar hafa verið þar í viðbragðsstöðu vegna erlends flutningaskips, sem lenti í háska rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu, þegar aðalvél þess bilaði í nótt. Skipið siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar þangað sem skipið er væntanlegt klukkan sex í kvöld.

Rætt um stóriðju á Suðurlandi

Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf.

Sjá næstu 50 fréttir