Fleiri fréttir Fundað á Bessastöðum um loftslagsbreytingar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir tækifæri fólgin í baráttu gegn loftslagsbreytingum og að hún þurfi ekki að vinna gegn efnahagi. Þetta sagði hann á fundi um aðgerðir gegn þróuninni á Bessastöðum skömmu fyrir hádegi. Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi eru komir hingað til lands til að funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. 14.10.2006 13:00 Sprengju líklega komið fyrir í farangri Spænsk kona sem handtekin var í Mexíkó um síðustu helgi, hefur verið ákærð fyrir að ætla að flytja sprengiefni til Spánar. Spænski konsúllinn í Cancún segir næsta víst að sprengiefnunum hafi verið komið fyrir í farangri hennar. Um sé að ræða unga stúlku sem var með eiginmanninum í brúðkaupsferð í Cancun, hún komi frá litlu þorpi í Galisíu og reki eigin hárgreiðslustofu. 14.10.2006 12:45 Ódýrari leið til lækkunar matarverðs Matarverð á Íslandi gæti orðið það sama og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjaldakerfið og lækka tolla, segja Samtök atvinnulífsins. Lækkun virðisaukaskatts hefði ekki þurft að koma til. Samtökin telja að önnur leið en sú sem stjórnvöld hafa valið til lækkunar matvælaverðs, hefði verið vænlegri til árangurs. 14.10.2006 12:09 Veður tefur innanlandsflug Slæmt veður hefur tafið flugumferð í morgun. Flogið var til Akureyrar og Egilstaða, en flug til Ísafjarðar liggur niðri og verður athugað klukkan rúmlega tvö. Þá á að athuga flug til Færeyja og Akureyrar nú um hádegið. 14.10.2006 12:04 Kortavelta dregst saman Kortavelta hefur dregist saman um rúmlega 3% frá því í ágústmánuði. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum KB banka. Samdráttinn má aðallega rekja til minnkandi veltu í debetkortum, en hún dróst saman um 9% milli mánaða. Velta þeirra í septembermánuði nam rúmlega 33 milljörðum króna. 14.10.2006 11:45 Sönnun á kjarnorkutilraun N-Kóreu Bandaríkin hafa tilkynnt að geislavirkni hafi mælst í loftsýnum sem tekin voru úr sérhannaðri flugvél bandaríkjahers daginn eftir kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Sýnin voru tekin nálægt staðnum sem neðanjarðarsprengingin átti sér stað. Þetta staðfestir að kjarnorkutilraunin fór fram, en getgátur voru uppi um það síðustu daga að einungis hefði verið um dýnamítsprengingu að ræða. 14.10.2006 10:15 Stofnun stærsta verkalýðsfélags landsins Í dag klukkan þrjú verður eitt stærsta verkalýðsfélag landsins stofnað þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinast undir einum hatti. Á stofnfundinum sem verður klukkan þrjú á Grand Hótel, verður rætt hvort iðn og tækninám hafi orðið utanveltu í menntamálum á Íslandi og velt upp stöðu verknáms. Þá verða mál tengd erlendum starfsmönnum í brennidepli. 14.10.2006 10:04 Funda um aðgerðir gegn loftslagsbreytingu Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum á Bessastöðum í dag. Fundurinn er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en frumkvæði að fundinum eiga Young Global Leaders sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu. Um sjötíu manns eru komin hingað til lands til funda en samráðsfundurinn hófst á fimmtudag og lýkur á morgun. Þeir koma úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem eiga það sameiginlegt að beita sér í umhverfismálum. Auk forseta Íslands taka tveir Íslendingar þátt í fundinum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður. 14.10.2006 09:58 Ban kjörinn nýr aðalritari SÞ Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna kaus í gær Ban Ki-Moon nýjan aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Ban tekur við af Kofi Annan um áramótin, en Annan hefur gengt starfinu í áratug. Ban er fyrrverandi utanríkisráðherra Suður Kóreu. Á fyrsta blaðamannafundi Ban eftir kjörið sagðist hann styðja þær refsiaðgerðir sem Bandaríkjamann hafa lagt fyrir öryggisráðið. 14.10.2006 09:49 Geislavirk efni nærri tilraunastað Frumrannsóknir bandarískra sérfræðinga sýna að geislavirk efni hafi fundist nærri þeim stað þar sem Norður-kóreumenn segjast hafa sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á mánudaginn. Heimildarmaður í bandaríska stjórnkerfinu hefur staðfest þetta bæði við Reuters-fréttastofuna og CNN í kvöld. 13.10.2006 23:49 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma sök á vinkonu sína Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa upp nafn vinkonu sinnar í þrígang þegar lögregla hafði afskipti af ferðum hennar á bifreið í febrúar og mars 2002. 13.10.2006 23:36 365 þúsund Írakar á vergangi Mörg þúsund Írakar flýja nú heimaland sitt á degi hverjum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir þetta stöðuga og lágværa brottflutninga. Þeim Írökum sem leita hælis á Vesturlöndum fjölgi dag frá degi. Auk alls þessa séu 365 þúsund Írakar á vergangi og þeir verði aðeins fleiri eftir því sem á líði. 13.10.2006 23:01 Skilgreininga þörf í ljósi þjónustusamnings Stjórn Framleiðendafélagsins SÍK fagnar nýjum þjónustusamningi Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins þar sem kveðið er á um verulega aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Sjónvarpinu á næstu 5 árum. Telur stjórn félagsins að skilgreina þurfi ýmis atriði í samningnum til að eyða öllum vafa um hvert stefni í reynd með honum. 13.10.2006 22:38 Nýr megrunardrykkur reynist umdeildur Sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum gera lítið úr fullyrðingum Coca-Cola og Nestle um að nýr drykkur frá þeim hjálpi fólki við að létta sig drekkið það þrjár 30 millilítra dósir á dag. 13.10.2006 22:17 Sýknaður af ákæru um að rjúfa friðhelgi einkalífs Díönu og Dodis Franskur dómstóll hefur sýknað breskan ljósmyndara af ákæru um að hafa skert friðhelgi einkalífs Díönu prinsessu af Wales og Dodi Fayeds. Jason Fraser tók myndir af parinu þar sem þau kysstust á snekkju við ítölsku Rívíeruna í ágúst árið 1997, nokkrum dögum áður en þau týndu lífi í bílslysi í París. Það var faðir Dodis, auðjöfurinn Mohamed Al Fayed, sem kærði Fraser. Dómsorð í málinu hefur enn ekki verið birt opinberlega. 13.10.2006 21:35 Meðferð á föngunum í Guantanamo rannsökuð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á meintri illri meðferð á föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu eftir að fréttir bárust af því að fangaverðir stærðu sig af því að hafa barið og misþyrmt föngum þar. 13.10.2006 21:04 Kortavelta dróst saman í september Kortavelta í september nam 56,2 milljörðum króna sem er um 3,3% minna en mánuðinn á undan. Í Hálf-fimm fréttum KB-banka segir að samdráttinn megi einkum rekja til minnkandi veltu í debetkortum en heildarvelta debetkorta hafi numið rúmum 30 milljörðum króna í september og hafi dregist saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta hafi numið rúmum 20 milljörðum króna í september sem sé um 7% hækkun frá ágústmánuði. 13.10.2006 20:30 Vilja aftur að samningaborðinu Norður-kóreumenn eru tilbúnir til að snúa aftur að samningaborðinu og ræða næstu skref í kjarnorkudeilu sinni við vesturveldin. Alexander Alexeyev, vara-utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta í viðtali við Itar-Tass fréttastofuna síðdegis í dag. Ekki kemur fram í fréttinni að stjórnvöld í Pyongyang setji nokkur skilyrði fyrir því að hefja viðræður á ný eftir tæplega eins árs hlé. 13.10.2006 20:21 Ungt fólk getur auðveldlega nálgast fíkniefni Mjög auðvelt er fyrir ungt fólk að nálgast fíkniefni. Unglingur á vegum fréttaskýringarþáttarins Kompáss gat á skömmum tíma komist yfir þó nokkurt magn fíkniefna, sem ritstjóri þáttarins skilaði svo til lögreglu í dag. Lögreglan tók við efnunum og boðaði ritstjórann í yfirheyrslu vegna málsins. 13.10.2006 20:09 Mjólka ætlar að senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið telur að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku ehf. og þannig brotið gegn samkeppnislögum. Mjólka hyggst senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins. 13.10.2006 19:45 Ban Ki-Moon næsti framkvæmdastjóri SÞ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna skipaði í kvöld Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, í embætti framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við af Kofi Annan um næstu áramót. 13.10.2006 19:30 Úrskurður um gæsluvarðhald felldur úr gildi Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 21. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á stórfelldu fíkniefnasmygli. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. ágúst. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað tvo aðra menn sem teknir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins 9. ágúst sl. með töluvert af fíkniefnum meðferðis. Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt, haft milligöngu um og fjármagnað ferð mannanna tveggja sem teknir voru með fíkniefnin. 13.10.2006 19:15 Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. 13.10.2006 18:46 Verða af flýttum starfslokum Starfsmenn álversins í Straumsvík, sem sagt er upp störfum á seinni árum starfsævinnar, missa af flýttum starfslokum sem starfsmönnum með langan starfsaldur hjá fyrirtækinu bjóðast samkvæmt kjarasamningi. 13.10.2006 18:45 Hefði getað breytt sögunni Leiðtogafundurinn í Höfða var enn dramatískari en áður var talið. Þetta sýna skjöl sem nýverið voru gerð opinber þar sem samtöl Gorbatsjovs og Reagans eru birt orðrétt. Aðeins vantaði herslumuninn til þess að fundurinn hefði breytt heiminum varanlega og gert hann að betri og öruggari stað, að mati bandarísks fræðimanns sem lesið hefur hvert einasta orð sem leiðtogunum og ráðgjöfum þeirra fór á milli 13.10.2006 18:40 Íslensk leyniþjónusta í varnarsamningnum Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að stofna íslenska leyniþjónustu í varnarsamningnum, segir talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar og telur það furðuleg vinnubrögð að leggja ekki gjörbreyttan varnarsamning fyrir Alþingi. 13.10.2006 18:32 Bandaríkjamenn milda ályktun til öryggisráðsins Bandaríkjamenn hafa sent öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýja og mildari ályktun um aðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum, en andstaða var við fyrri tillögur frá Rússum og Kínverjum. Í nýju ályktuninni eru viðskiptahöft milduð og ekki gert ráð fyrir hernaðaraðgerðum. 13.10.2006 18:05 Enn eitt hneykslið hjá Repúblíkönum Fyrsti bandaríski þingmaðurinn hefur nú játað á sig mútuþægni í máli Jack Abramoffs, fulltrúa þrýsihóps sem hefur verið sakfelldur fyrir að bera fé á þingmenn. Bob Ney er fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Ohio. Hann dró framboð sitt til þingkosninganna í næsta mánuði til baka í ágúst þegar ljóst var að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafði hafið rannsókn á tengslum hans við Abramoff. Ney mun segja af sér þingmennsku á næstu dögum. 13.10.2006 18:04 Verðlaunaféð fer í sjúkrahús og matvælaverksmiðju Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði og veitir fátækum lán, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Verðlaunaféð, um 100 milljónir króna, mun Yunus nota til að koma á fót verksmiðju sem framleiðir ódýr matvæli með miklu næringargildi auk þess að koma á fót í heimalandi sínu sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í augnaðgerðum. 13.10.2006 17:45 Dæmdur fyrir að styðja Hamas Bandaríkjamaðurinn Mohamed Shorbagi hefur játað á sig fyrir dómi í Bandaríkjunum að hafa veitt Hamas-samtökunum fjárstuðning. Shorbagi, sem er 42 ára, er imam í mosku í Georgíu-ríki. Í lok sumars var hann ákærður fyrir að styðja erlend hryðjuverkasamtök og gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Bandarísk stjórnvöld skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök. 13.10.2006 17:32 Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis. 13.10.2006 17:09 Sprengja N-Kóreumenn vetnissprengju næst? 13.10.2006 17:06 Sparisjóðir högnuðust um 9,5 milljarða í fyrra Samanlagður hagnaður sparisjóðanna á Íslandi í fyrra var rúmir 9,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í Borgarnesi í dag 13.10.2006 16:55 Gorbachev líkir utanríkisstefnu Bandaríkjanna við alnæmi 13.10.2006 16:53 Ver verðlaunafénu til góðgerðamála Mohammad Yunus, sem hlaut í morgun friðarverðlaun Nóbels á ásamt Grameen-smálánabankanum sem hann stofnaði, hyggst verja verðlaunafénu, um 95 milljónum króna, til góðgerðamála. 13.10.2006 16:46 ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. 13.10.2006 15:56 Dýrasti veitingastaður heimsins 13.10.2006 15:54 Býður sig fram í 2. sætið Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, býður sig fram í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer seinna í mánuðinum. 13.10.2006 15:50 Bandaríkin styðja andstæðinga Hamas 13.10.2006 15:36 Vilja fjölga opinberum störfum í Bolungarvík Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík skorar á ríkisstjórnina að fjölga opinberum störfum í Bolungarvík í stað þeirra starfa sem lögð hafa verið niður hjá Ratsjárstofnun á Bolafjalli. Það þykir ekki í samræmi við byggðaáætlun að flytja störf af landsbyggðinni. 13.10.2006 15:33 Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar. 13.10.2006 15:23 Sprengdi Norður-Kórea bara dínamít ? 13.10.2006 15:13 Vinstri grænir flýta landsfundi Vinstrihreyfinginn – grænt framboð hefur ákveðið að flýta landsfundi sínum vegna komandi alþingiskosninga. Fundurinn er vanalega haldinn að hausti til en verður í febrúar á næsta ári, nánar tiltekið 23. - 25 febrúar árið 2007 á Grand Hóteli Reykjavík. 13.10.2006 15:08 Tveir slösuðust í vinnuslysi skammt frá Hvolsvelli Verið er að flyjta tvo menn með sjúkrabíl frá Hvolsvelli á slysdeild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys á bóndabæ skammt fyrir utan Hvolsvöll. Slysið var með þeim hætti að annar mannanna var að festa upp ljós og stóð í fiskikari sem fest var á gaffla á dráttarvél en karið rann fram af göfflunum og lenti ofan á manninum. 13.10.2006 14:54 Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum. 13.10.2006 14:36 Sjá næstu 50 fréttir
Fundað á Bessastöðum um loftslagsbreytingar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir tækifæri fólgin í baráttu gegn loftslagsbreytingum og að hún þurfi ekki að vinna gegn efnahagi. Þetta sagði hann á fundi um aðgerðir gegn þróuninni á Bessastöðum skömmu fyrir hádegi. Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi eru komir hingað til lands til að funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. 14.10.2006 13:00
Sprengju líklega komið fyrir í farangri Spænsk kona sem handtekin var í Mexíkó um síðustu helgi, hefur verið ákærð fyrir að ætla að flytja sprengiefni til Spánar. Spænski konsúllinn í Cancún segir næsta víst að sprengiefnunum hafi verið komið fyrir í farangri hennar. Um sé að ræða unga stúlku sem var með eiginmanninum í brúðkaupsferð í Cancun, hún komi frá litlu þorpi í Galisíu og reki eigin hárgreiðslustofu. 14.10.2006 12:45
Ódýrari leið til lækkunar matarverðs Matarverð á Íslandi gæti orðið það sama og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjaldakerfið og lækka tolla, segja Samtök atvinnulífsins. Lækkun virðisaukaskatts hefði ekki þurft að koma til. Samtökin telja að önnur leið en sú sem stjórnvöld hafa valið til lækkunar matvælaverðs, hefði verið vænlegri til árangurs. 14.10.2006 12:09
Veður tefur innanlandsflug Slæmt veður hefur tafið flugumferð í morgun. Flogið var til Akureyrar og Egilstaða, en flug til Ísafjarðar liggur niðri og verður athugað klukkan rúmlega tvö. Þá á að athuga flug til Færeyja og Akureyrar nú um hádegið. 14.10.2006 12:04
Kortavelta dregst saman Kortavelta hefur dregist saman um rúmlega 3% frá því í ágústmánuði. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum KB banka. Samdráttinn má aðallega rekja til minnkandi veltu í debetkortum, en hún dróst saman um 9% milli mánaða. Velta þeirra í septembermánuði nam rúmlega 33 milljörðum króna. 14.10.2006 11:45
Sönnun á kjarnorkutilraun N-Kóreu Bandaríkin hafa tilkynnt að geislavirkni hafi mælst í loftsýnum sem tekin voru úr sérhannaðri flugvél bandaríkjahers daginn eftir kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Sýnin voru tekin nálægt staðnum sem neðanjarðarsprengingin átti sér stað. Þetta staðfestir að kjarnorkutilraunin fór fram, en getgátur voru uppi um það síðustu daga að einungis hefði verið um dýnamítsprengingu að ræða. 14.10.2006 10:15
Stofnun stærsta verkalýðsfélags landsins Í dag klukkan þrjú verður eitt stærsta verkalýðsfélag landsins stofnað þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinast undir einum hatti. Á stofnfundinum sem verður klukkan þrjú á Grand Hótel, verður rætt hvort iðn og tækninám hafi orðið utanveltu í menntamálum á Íslandi og velt upp stöðu verknáms. Þá verða mál tengd erlendum starfsmönnum í brennidepli. 14.10.2006 10:04
Funda um aðgerðir gegn loftslagsbreytingu Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum á Bessastöðum í dag. Fundurinn er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en frumkvæði að fundinum eiga Young Global Leaders sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu. Um sjötíu manns eru komin hingað til lands til funda en samráðsfundurinn hófst á fimmtudag og lýkur á morgun. Þeir koma úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem eiga það sameiginlegt að beita sér í umhverfismálum. Auk forseta Íslands taka tveir Íslendingar þátt í fundinum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður. 14.10.2006 09:58
Ban kjörinn nýr aðalritari SÞ Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna kaus í gær Ban Ki-Moon nýjan aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Ban tekur við af Kofi Annan um áramótin, en Annan hefur gengt starfinu í áratug. Ban er fyrrverandi utanríkisráðherra Suður Kóreu. Á fyrsta blaðamannafundi Ban eftir kjörið sagðist hann styðja þær refsiaðgerðir sem Bandaríkjamann hafa lagt fyrir öryggisráðið. 14.10.2006 09:49
Geislavirk efni nærri tilraunastað Frumrannsóknir bandarískra sérfræðinga sýna að geislavirk efni hafi fundist nærri þeim stað þar sem Norður-kóreumenn segjast hafa sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á mánudaginn. Heimildarmaður í bandaríska stjórnkerfinu hefur staðfest þetta bæði við Reuters-fréttastofuna og CNN í kvöld. 13.10.2006 23:49
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma sök á vinkonu sína Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa upp nafn vinkonu sinnar í þrígang þegar lögregla hafði afskipti af ferðum hennar á bifreið í febrúar og mars 2002. 13.10.2006 23:36
365 þúsund Írakar á vergangi Mörg þúsund Írakar flýja nú heimaland sitt á degi hverjum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir þetta stöðuga og lágværa brottflutninga. Þeim Írökum sem leita hælis á Vesturlöndum fjölgi dag frá degi. Auk alls þessa séu 365 þúsund Írakar á vergangi og þeir verði aðeins fleiri eftir því sem á líði. 13.10.2006 23:01
Skilgreininga þörf í ljósi þjónustusamnings Stjórn Framleiðendafélagsins SÍK fagnar nýjum þjónustusamningi Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins þar sem kveðið er á um verulega aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Sjónvarpinu á næstu 5 árum. Telur stjórn félagsins að skilgreina þurfi ýmis atriði í samningnum til að eyða öllum vafa um hvert stefni í reynd með honum. 13.10.2006 22:38
Nýr megrunardrykkur reynist umdeildur Sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum gera lítið úr fullyrðingum Coca-Cola og Nestle um að nýr drykkur frá þeim hjálpi fólki við að létta sig drekkið það þrjár 30 millilítra dósir á dag. 13.10.2006 22:17
Sýknaður af ákæru um að rjúfa friðhelgi einkalífs Díönu og Dodis Franskur dómstóll hefur sýknað breskan ljósmyndara af ákæru um að hafa skert friðhelgi einkalífs Díönu prinsessu af Wales og Dodi Fayeds. Jason Fraser tók myndir af parinu þar sem þau kysstust á snekkju við ítölsku Rívíeruna í ágúst árið 1997, nokkrum dögum áður en þau týndu lífi í bílslysi í París. Það var faðir Dodis, auðjöfurinn Mohamed Al Fayed, sem kærði Fraser. Dómsorð í málinu hefur enn ekki verið birt opinberlega. 13.10.2006 21:35
Meðferð á föngunum í Guantanamo rannsökuð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á meintri illri meðferð á föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu eftir að fréttir bárust af því að fangaverðir stærðu sig af því að hafa barið og misþyrmt föngum þar. 13.10.2006 21:04
Kortavelta dróst saman í september Kortavelta í september nam 56,2 milljörðum króna sem er um 3,3% minna en mánuðinn á undan. Í Hálf-fimm fréttum KB-banka segir að samdráttinn megi einkum rekja til minnkandi veltu í debetkortum en heildarvelta debetkorta hafi numið rúmum 30 milljörðum króna í september og hafi dregist saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta hafi numið rúmum 20 milljörðum króna í september sem sé um 7% hækkun frá ágústmánuði. 13.10.2006 20:30
Vilja aftur að samningaborðinu Norður-kóreumenn eru tilbúnir til að snúa aftur að samningaborðinu og ræða næstu skref í kjarnorkudeilu sinni við vesturveldin. Alexander Alexeyev, vara-utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta í viðtali við Itar-Tass fréttastofuna síðdegis í dag. Ekki kemur fram í fréttinni að stjórnvöld í Pyongyang setji nokkur skilyrði fyrir því að hefja viðræður á ný eftir tæplega eins árs hlé. 13.10.2006 20:21
Ungt fólk getur auðveldlega nálgast fíkniefni Mjög auðvelt er fyrir ungt fólk að nálgast fíkniefni. Unglingur á vegum fréttaskýringarþáttarins Kompáss gat á skömmum tíma komist yfir þó nokkurt magn fíkniefna, sem ritstjóri þáttarins skilaði svo til lögreglu í dag. Lögreglan tók við efnunum og boðaði ritstjórann í yfirheyrslu vegna málsins. 13.10.2006 20:09
Mjólka ætlar að senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið telur að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku ehf. og þannig brotið gegn samkeppnislögum. Mjólka hyggst senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins. 13.10.2006 19:45
Ban Ki-Moon næsti framkvæmdastjóri SÞ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna skipaði í kvöld Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, í embætti framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við af Kofi Annan um næstu áramót. 13.10.2006 19:30
Úrskurður um gæsluvarðhald felldur úr gildi Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 21. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á stórfelldu fíkniefnasmygli. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. ágúst. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað tvo aðra menn sem teknir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins 9. ágúst sl. með töluvert af fíkniefnum meðferðis. Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt, haft milligöngu um og fjármagnað ferð mannanna tveggja sem teknir voru með fíkniefnin. 13.10.2006 19:15
Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. 13.10.2006 18:46
Verða af flýttum starfslokum Starfsmenn álversins í Straumsvík, sem sagt er upp störfum á seinni árum starfsævinnar, missa af flýttum starfslokum sem starfsmönnum með langan starfsaldur hjá fyrirtækinu bjóðast samkvæmt kjarasamningi. 13.10.2006 18:45
Hefði getað breytt sögunni Leiðtogafundurinn í Höfða var enn dramatískari en áður var talið. Þetta sýna skjöl sem nýverið voru gerð opinber þar sem samtöl Gorbatsjovs og Reagans eru birt orðrétt. Aðeins vantaði herslumuninn til þess að fundurinn hefði breytt heiminum varanlega og gert hann að betri og öruggari stað, að mati bandarísks fræðimanns sem lesið hefur hvert einasta orð sem leiðtogunum og ráðgjöfum þeirra fór á milli 13.10.2006 18:40
Íslensk leyniþjónusta í varnarsamningnum Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að stofna íslenska leyniþjónustu í varnarsamningnum, segir talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar og telur það furðuleg vinnubrögð að leggja ekki gjörbreyttan varnarsamning fyrir Alþingi. 13.10.2006 18:32
Bandaríkjamenn milda ályktun til öryggisráðsins Bandaríkjamenn hafa sent öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýja og mildari ályktun um aðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum, en andstaða var við fyrri tillögur frá Rússum og Kínverjum. Í nýju ályktuninni eru viðskiptahöft milduð og ekki gert ráð fyrir hernaðaraðgerðum. 13.10.2006 18:05
Enn eitt hneykslið hjá Repúblíkönum Fyrsti bandaríski þingmaðurinn hefur nú játað á sig mútuþægni í máli Jack Abramoffs, fulltrúa þrýsihóps sem hefur verið sakfelldur fyrir að bera fé á þingmenn. Bob Ney er fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Ohio. Hann dró framboð sitt til þingkosninganna í næsta mánuði til baka í ágúst þegar ljóst var að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafði hafið rannsókn á tengslum hans við Abramoff. Ney mun segja af sér þingmennsku á næstu dögum. 13.10.2006 18:04
Verðlaunaféð fer í sjúkrahús og matvælaverksmiðju Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði og veitir fátækum lán, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Verðlaunaféð, um 100 milljónir króna, mun Yunus nota til að koma á fót verksmiðju sem framleiðir ódýr matvæli með miklu næringargildi auk þess að koma á fót í heimalandi sínu sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í augnaðgerðum. 13.10.2006 17:45
Dæmdur fyrir að styðja Hamas Bandaríkjamaðurinn Mohamed Shorbagi hefur játað á sig fyrir dómi í Bandaríkjunum að hafa veitt Hamas-samtökunum fjárstuðning. Shorbagi, sem er 42 ára, er imam í mosku í Georgíu-ríki. Í lok sumars var hann ákærður fyrir að styðja erlend hryðjuverkasamtök og gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Bandarísk stjórnvöld skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök. 13.10.2006 17:32
Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis. 13.10.2006 17:09
Sparisjóðir högnuðust um 9,5 milljarða í fyrra Samanlagður hagnaður sparisjóðanna á Íslandi í fyrra var rúmir 9,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í Borgarnesi í dag 13.10.2006 16:55
Ver verðlaunafénu til góðgerðamála Mohammad Yunus, sem hlaut í morgun friðarverðlaun Nóbels á ásamt Grameen-smálánabankanum sem hann stofnaði, hyggst verja verðlaunafénu, um 95 milljónum króna, til góðgerðamála. 13.10.2006 16:46
ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. 13.10.2006 15:56
Býður sig fram í 2. sætið Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, býður sig fram í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer seinna í mánuðinum. 13.10.2006 15:50
Vilja fjölga opinberum störfum í Bolungarvík Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík skorar á ríkisstjórnina að fjölga opinberum störfum í Bolungarvík í stað þeirra starfa sem lögð hafa verið niður hjá Ratsjárstofnun á Bolafjalli. Það þykir ekki í samræmi við byggðaáætlun að flytja störf af landsbyggðinni. 13.10.2006 15:33
Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar. 13.10.2006 15:23
Vinstri grænir flýta landsfundi Vinstrihreyfinginn – grænt framboð hefur ákveðið að flýta landsfundi sínum vegna komandi alþingiskosninga. Fundurinn er vanalega haldinn að hausti til en verður í febrúar á næsta ári, nánar tiltekið 23. - 25 febrúar árið 2007 á Grand Hóteli Reykjavík. 13.10.2006 15:08
Tveir slösuðust í vinnuslysi skammt frá Hvolsvelli Verið er að flyjta tvo menn með sjúkrabíl frá Hvolsvelli á slysdeild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys á bóndabæ skammt fyrir utan Hvolsvöll. Slysið var með þeim hætti að annar mannanna var að festa upp ljós og stóð í fiskikari sem fest var á gaffla á dráttarvél en karið rann fram af göfflunum og lenti ofan á manninum. 13.10.2006 14:54
Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum. 13.10.2006 14:36
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent