Fleiri fréttir Fimm látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kandahar Að minnsta kost fimm óbreyttir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest á vegum Atlantshafsbandalagsins í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Tveir hermenn á vegum NATO særðust í sprengingunni en ekki hefur verið gefið upp hverrrar þjóðar þeir eru. 13.10.2006 10:40 Tólf ákærðir fyrir mótmæli við Kárahnjúka Búið er að birta tólf þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúkavirkjun í sumar ákærur fyrir að fara í óleyfi inn á virkjanasvæðið. Brot þeirra varða allt að eins árs fangelsi. 13.10.2006 10:32 Guðrún sækist eftir 4. -5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Guðrún Ögmundsdóttir þingkona sækist eftir fjórða til fimmta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 11. nóvember og er vegna komandi þingkosninga. Guðrún hefur setið á þingi frá árinu 1999 og skipaði í síðustu kosningum 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. 13.10.2006 10:12 Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp. 13.10.2006 09:59 Bænir í stað boltans Knattspyrna hefur lotið í lægra haldi fyrir trúariðkun í Nígeríu. Færa þurfti kappleik landsliðs karla sem skipað er leikmönnu 20 ára og yngri frá þjóðrleikvanginu í höfuðborginni Abuja vegna kristinnar bænasamkomu. Leikurinn fer fram á laugardaginn en samkoman hefst annað kvöld og stendur í sólahring. 12.10.2006 23:45 Bannað að gleðja hermenn á vakt Ráðamenn í Tælandi, sem rændu þar völdum í síðasta mánuði, hafa bannað þarlendum dansmeyjum að dansa nærri hermönnum og skriðdrekum þeirra á götum Bangkok. Aðfarir þeirra dragi athylgi mannanna frá því að gæta þess að allt fari fram með frið og spekt á götum borgarinnar. 12.10.2006 23:15 Atkvæðagreiðslu frestað Kínverjar og Rússar hafa fengið það í gegn að atkvæðagreiðslu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun Bandaríkjamanna vegna kjarnorkutilrauna Norður-kóreumanna verður frestað. Bandaríkjamenn vildu að greidd yrðu atkvæði um tillöguna á morgun en svo virðist sem það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi um helgina. 12.10.2006 22:45 Madonna tekur að sér barn frá Malaví Poppsöngkonana Madonna og eiginmaður hennar, breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, sóttu í dag um að fá að ættleiða ársgamlan dreng frá Malaví. Þau tóku drenginn í fóstur í dag eftir að dómari í heimalandi hans hafði heimilað það. Um leið lögðu hjónin fram formlega umsókn um að fá að ættleiða hann. 12.10.2006 22:18 Yfirmaður breska heraflans vill kalla hermenn heim frá Írak Yfirmaður breska heraflans vill kalla alla breska hermenn í Írak heim. Hann segir veru þeirra þar auka á óstöðugleika í landinu. Þessi yfirlýsing hans er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda. 12.10.2006 21:58 Tyrkir kjósa þing að ári Tyrkneska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga að ári. Áður höfðu stjórnmálaskýrendur í Tyklandi gert því skóna að Réttlætis- og þróunarflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn, ætlaði að boða til kosninga hið fyrsta. 12.10.2006 21:44 Fela sig meðal maríúana-plantna Kanadískir hermenn sem berjast nú við Talíbana í Afganistan hafa mætt heldur óvenjulegum vegtálma á ferð sinni. Þar eru að ræða skóglendi þar sem þriggja metra háar maríúana-plöntur vaxa. Erfiðlega hefur reynst að finna þá Talíbana sem þar fela sig. 12.10.2006 20:31 Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar ræddir Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar milli Íslands og Bandaríkjanna voru meðal þess sem rætt var á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Susan Schwab, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, í Washington í gær. Fjárfestingarsamningur myndi greiða fyrir vegabréfsáritunum til lengri tíma fyrir þá Íslendinga sem þurfa til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. 12.10.2006 20:15 Refsivert að tala um annað en þjóðarmorð Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp um að refsivert verði að halda fram að Tyrkir hafi ekki framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir eru fjúkandi reiðir og hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að efri deild og forseti geri frumvarpið að lögum. 12.10.2006 20:00 Íbúar í New York voru slegnir Sá sem flaug lítilli einkavél á byggingu í New York í gærkvöldi reyndist vera hafnarboltastjarna úr New York Yankees-liðinu. Íslendingur, sem býr í næstu götu, segir borgarbúa hafa verið slegna og óttast að um hryðjuverk væri að ræða, en lögregluyfirvöld hafa útilokað að svo sé. 12.10.2006 19:48 Starfsemin flutt á Grundartanga Stjórn Elkems, móðurfélags Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, mun leggja það til á morgun að loka verksmiðjunni í Ålvik í Noregi og flytja starfsemina á Grundartanga. Þetta var fullyrt í fréttum norska ríkissjónvarpsins í kvöld. 12.10.2006 19:30 Ferðamannaparadís á hálendinu Hálslón laðar að ferðamenn eins og Geysir, segir þingflokksformaður. 12.10.2006 19:09 Mótmæla uppsögnum Starfsmenn Álversins í Straumsvík fjölmenntu á fund í Bæjarbíó í dag til að mótmæla uppsögnum reyndra starfsmanna fyrirtækisins sem þeir segja tilefnislausar 12.10.2006 19:03 Yfirmaður Landsíma staðfestir hlerun, segir Jón Baldvin Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. 12.10.2006 18:44 4 bíla árekstur við Smáralind Reykjanesbraut var lokað til suðurs í nokkra stund síðdegis í dag þegar 4 bílar lentu í árekstri við Smáralind í Kópavogi skömmu fyrir kl. 18. 12.10.2006 18:39 Tillögur gætu haft áhrif á álver við Húsavík Tillögur orkuauðlindanefndar, um að veiting nýrra rannsóknarleyfa verði takmörkuð næstu árin, gætu haft áhrif á orkuöflun vegna álvers við Húsavík. Tillögurnar virðast hins vegar hvorki trufla áform um álver í Helguvík né stækkun í Straumsvík. 12.10.2006 18:26 Ford á sjúkrahús Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fluttur í sjúkrahús í Kaliforníu í dag. Ford, sem er 93 ára, gengst þar undir rannsóknir. Ekki hefur fengist gefið upp hvað hrjáir hann en hann er ekki sagður illa haldinn. 12.10.2006 18:23 Færeyingar vilja kaupa raforku frá Íslandi um sæstreng Viðræður eru hafnar milli íslenskra og færeyskra stjórnvalda um hvort fýsilegt sé að selja raforku um sæstreng frá Íslandi til Færeyja. Kanna á hvort þetta sé fjárhagslega og tæknilega raunhæft. 12.10.2006 18:16 Fengu að hitta Guantanamo fanga Fulltrúar Rauða krossins hafa fengið aðganga að 14 grunuðum hryðjuverkamönnum sem fluttir voru í leynifangelsum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til gæslu í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Bandaríski herinn greindi frá þessu í dag. 12.10.2006 18:13 Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt á Umhverfisstofnun Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt sína á starfsemi Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við gagnrýni Davíðs Egilssonar, forstjóra Umhverfisstofnunar, þar sem hann gerði verulega athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektarinnar. Skýrslan hafi verið unnin af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg og ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður. 12.10.2006 17:22 Heimsókn forsætisráðherra í Washington senn á enda Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í gær fund með Richard G. Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Þar gerði forsætisráðherra þingmanninum grein fyrir nýgerðu samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og ræddu þeir framtíðarsamskipti ríkjanna. 12.10.2006 16:52 Ofbeldi gegn börnum oft hulið og samþykkt Ofbeldi gegn börnum er oft hulið og jafnvel samþykkt í samfélaginu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum sem kynnt var á allsherjarþingi samtakanna í gær. 12.10.2006 16:39 Lífeyrissjóðir hefja viðræður um sameiningu Lífeyrissjóðir Norðurlands og Austurlands hafa ákveðið að hefja formlegar viðræðu um sameiningu sjóðanna. Þetta var á ákveðið á stjórnarfundum þeirra í vikunni. 12.10.2006 16:21 Loftslagsbreytingar eru ekki okkur að kenna 12.10.2006 16:16 Mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11 Vinstri - grænir í Reykjavík mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús athafnamannsins Thors Jensens. Borgarráð samþykkti í dag að undirbúa sölu þess en í bókun Árna Þórs Sigurðssonar, fulltrúa Vinstri - grænna í borgarráði, segir segja að það eigi áfram að vera í eigu borgarinnar enda um eina fegurstu húseign borgarinnar að ræða. 12.10.2006 16:00 Hey handa hungruðum úlföldum í Arabíu Vilhjálmur Þórarinsson bóndi í Litlu-Tungu, sem er einn afkastamesti heyútflutningsbóndinn á landinu, hefur fengið fyrirspurnir frá Jórdaníu og Dubai um hey handa úlföldum. 12.10.2006 16:00 Jón Gunnarsson vill 4. sæti í Suðvesturkjördæmi Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Prófkjör fer fram 11. nóvember næstkomandi. 12.10.2006 15:53 Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga til Ísafjarðar og fleiri staða Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga til Ísafjarðar og fleiri staða, að sögn Bæjarins Besta á Ísafirði. Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segir, að fyrirtækið sé að kanna möguleika á því að hefja strandsiglingar út frá Reykjavík, meðal annars til Ísafjarðar. 12.10.2006 15:47 Amish-skóli jafnaður við jörðu 12.10.2006 15:37 40 bílum lagt ólöglega Þeir sem lögðu bílum sínum á gangstéttum við Reykjaveg í gær, á meðan landsleikur Íslendinga og Svía stóð yfir, þurfa greiða stöðubrotsgjald. Alls voru gefnar út 40 sektir fyrir þá sem þar stöðvuðu bifreiðar sínar. 12.10.2006 15:30 Blaðberar grunaðir um innbrot 12.10.2006 15:23 Tekur ekki afstöðu gegn mynd af Múhameð spámanni Danska ríkisstjórnin hyggst ekki lýsa andstöðu sinni við teikningu sem birt var á heimasíðu Danska þjóðarflokksins og sýnir Múhameð spámann sem barnaníðing. 12.10.2006 15:20 Fjármálaráðherra ætlar ekki að víkja sæti Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur hafnað kröfu Öryrkjabandalags Íslands um að hann, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og aðrir starfsmenn ráðuneytisins víki sæti við meðferð á máli sem lýtur að staðfestingu á breytingum á samþykktum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. 12.10.2006 15:01 Skoðana hvað ? 12.10.2006 14:59 Borgarráð samþykkir að selja Fríkirkjuveg 11 Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að selja húsið að Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús Thors Jensens athafnamanns. Þar hafa um árabil verið höfuðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en í tillögunni sem lögð var fyrir á fundi borgarráðs er gert ráð fyrir því að fundið verði nýtt húsnæði fyrir þá starfsemi. 12.10.2006 14:35 Skattbyrðin hækkaði langmest á Íslandi á síðasta ári Skattbyrðin á Íslandi miðað við landsframleiðslu, hækkaði meira á síðasta ári en í nokkru öðru OECD landi, samkvæmt nýrri úttekt OECD. 12.10.2006 14:25 Gorbatsjov aftur í Höfða eftir tuttugu ár Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Svoétríkjanna, sneri aftur í Höfða nú í hádeginu, tuttugu árum eftir að hann og Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, komu þar saman til fundar til að ræða afvopnunarmál stóveldanna tveggja. 12.10.2006 14:20 Ekið á mann á Akureyri Ekið var á mann við bílaleigu á Akureyri rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en hann var með áverka á fæti. 12.10.2006 14:03 83 teknir fyrir hraðakstur í borginni í gær Lögreglan í Reykjavík tók í gær 83 ökumenn fyrir hraðakstur í borginni. Lögregla var víða við hraðamælingar og nýtti meðal annars myndavélabíl sinn óspart eftir því sem fram kemur á vef hennar. 12.10.2006 13:49 Innflutt vinnuafl aldrei eins mikið Innflutningur á erlendu vinnuafli hefur aldrei mælst eins mikil og í september eða tæplega eitt þúsund manns. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa um 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskum vinnumarkaði. Allt árið í fyrra voru 3.900 erlendir starfsmenn skráðir. 12.10.2006 13:44 Viðurkenndi undirbúning árása 12.10.2006 13:43 Sjá næstu 50 fréttir
Fimm látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kandahar Að minnsta kost fimm óbreyttir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest á vegum Atlantshafsbandalagsins í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Tveir hermenn á vegum NATO særðust í sprengingunni en ekki hefur verið gefið upp hverrrar þjóðar þeir eru. 13.10.2006 10:40
Tólf ákærðir fyrir mótmæli við Kárahnjúka Búið er að birta tólf þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúkavirkjun í sumar ákærur fyrir að fara í óleyfi inn á virkjanasvæðið. Brot þeirra varða allt að eins árs fangelsi. 13.10.2006 10:32
Guðrún sækist eftir 4. -5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Guðrún Ögmundsdóttir þingkona sækist eftir fjórða til fimmta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 11. nóvember og er vegna komandi þingkosninga. Guðrún hefur setið á þingi frá árinu 1999 og skipaði í síðustu kosningum 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. 13.10.2006 10:12
Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp. 13.10.2006 09:59
Bænir í stað boltans Knattspyrna hefur lotið í lægra haldi fyrir trúariðkun í Nígeríu. Færa þurfti kappleik landsliðs karla sem skipað er leikmönnu 20 ára og yngri frá þjóðrleikvanginu í höfuðborginni Abuja vegna kristinnar bænasamkomu. Leikurinn fer fram á laugardaginn en samkoman hefst annað kvöld og stendur í sólahring. 12.10.2006 23:45
Bannað að gleðja hermenn á vakt Ráðamenn í Tælandi, sem rændu þar völdum í síðasta mánuði, hafa bannað þarlendum dansmeyjum að dansa nærri hermönnum og skriðdrekum þeirra á götum Bangkok. Aðfarir þeirra dragi athylgi mannanna frá því að gæta þess að allt fari fram með frið og spekt á götum borgarinnar. 12.10.2006 23:15
Atkvæðagreiðslu frestað Kínverjar og Rússar hafa fengið það í gegn að atkvæðagreiðslu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun Bandaríkjamanna vegna kjarnorkutilrauna Norður-kóreumanna verður frestað. Bandaríkjamenn vildu að greidd yrðu atkvæði um tillöguna á morgun en svo virðist sem það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi um helgina. 12.10.2006 22:45
Madonna tekur að sér barn frá Malaví Poppsöngkonana Madonna og eiginmaður hennar, breski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, sóttu í dag um að fá að ættleiða ársgamlan dreng frá Malaví. Þau tóku drenginn í fóstur í dag eftir að dómari í heimalandi hans hafði heimilað það. Um leið lögðu hjónin fram formlega umsókn um að fá að ættleiða hann. 12.10.2006 22:18
Yfirmaður breska heraflans vill kalla hermenn heim frá Írak Yfirmaður breska heraflans vill kalla alla breska hermenn í Írak heim. Hann segir veru þeirra þar auka á óstöðugleika í landinu. Þessi yfirlýsing hans er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda. 12.10.2006 21:58
Tyrkir kjósa þing að ári Tyrkneska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga að ári. Áður höfðu stjórnmálaskýrendur í Tyklandi gert því skóna að Réttlætis- og þróunarflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn, ætlaði að boða til kosninga hið fyrsta. 12.10.2006 21:44
Fela sig meðal maríúana-plantna Kanadískir hermenn sem berjast nú við Talíbana í Afganistan hafa mætt heldur óvenjulegum vegtálma á ferð sinni. Þar eru að ræða skóglendi þar sem þriggja metra háar maríúana-plöntur vaxa. Erfiðlega hefur reynst að finna þá Talíbana sem þar fela sig. 12.10.2006 20:31
Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar ræddir Fríverslunar- og fjárfestingarsamningar milli Íslands og Bandaríkjanna voru meðal þess sem rætt var á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Susan Schwab, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, í Washington í gær. Fjárfestingarsamningur myndi greiða fyrir vegabréfsáritunum til lengri tíma fyrir þá Íslendinga sem þurfa til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. 12.10.2006 20:15
Refsivert að tala um annað en þjóðarmorð Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp um að refsivert verði að halda fram að Tyrkir hafi ekki framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir eru fjúkandi reiðir og hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að efri deild og forseti geri frumvarpið að lögum. 12.10.2006 20:00
Íbúar í New York voru slegnir Sá sem flaug lítilli einkavél á byggingu í New York í gærkvöldi reyndist vera hafnarboltastjarna úr New York Yankees-liðinu. Íslendingur, sem býr í næstu götu, segir borgarbúa hafa verið slegna og óttast að um hryðjuverk væri að ræða, en lögregluyfirvöld hafa útilokað að svo sé. 12.10.2006 19:48
Starfsemin flutt á Grundartanga Stjórn Elkems, móðurfélags Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, mun leggja það til á morgun að loka verksmiðjunni í Ålvik í Noregi og flytja starfsemina á Grundartanga. Þetta var fullyrt í fréttum norska ríkissjónvarpsins í kvöld. 12.10.2006 19:30
Ferðamannaparadís á hálendinu Hálslón laðar að ferðamenn eins og Geysir, segir þingflokksformaður. 12.10.2006 19:09
Mótmæla uppsögnum Starfsmenn Álversins í Straumsvík fjölmenntu á fund í Bæjarbíó í dag til að mótmæla uppsögnum reyndra starfsmanna fyrirtækisins sem þeir segja tilefnislausar 12.10.2006 19:03
Yfirmaður Landsíma staðfestir hlerun, segir Jón Baldvin Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. 12.10.2006 18:44
4 bíla árekstur við Smáralind Reykjanesbraut var lokað til suðurs í nokkra stund síðdegis í dag þegar 4 bílar lentu í árekstri við Smáralind í Kópavogi skömmu fyrir kl. 18. 12.10.2006 18:39
Tillögur gætu haft áhrif á álver við Húsavík Tillögur orkuauðlindanefndar, um að veiting nýrra rannsóknarleyfa verði takmörkuð næstu árin, gætu haft áhrif á orkuöflun vegna álvers við Húsavík. Tillögurnar virðast hins vegar hvorki trufla áform um álver í Helguvík né stækkun í Straumsvík. 12.10.2006 18:26
Ford á sjúkrahús Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fluttur í sjúkrahús í Kaliforníu í dag. Ford, sem er 93 ára, gengst þar undir rannsóknir. Ekki hefur fengist gefið upp hvað hrjáir hann en hann er ekki sagður illa haldinn. 12.10.2006 18:23
Færeyingar vilja kaupa raforku frá Íslandi um sæstreng Viðræður eru hafnar milli íslenskra og færeyskra stjórnvalda um hvort fýsilegt sé að selja raforku um sæstreng frá Íslandi til Færeyja. Kanna á hvort þetta sé fjárhagslega og tæknilega raunhæft. 12.10.2006 18:16
Fengu að hitta Guantanamo fanga Fulltrúar Rauða krossins hafa fengið aðganga að 14 grunuðum hryðjuverkamönnum sem fluttir voru í leynifangelsum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til gæslu í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Bandaríski herinn greindi frá þessu í dag. 12.10.2006 18:13
Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt á Umhverfisstofnun Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt sína á starfsemi Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við gagnrýni Davíðs Egilssonar, forstjóra Umhverfisstofnunar, þar sem hann gerði verulega athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektarinnar. Skýrslan hafi verið unnin af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg og ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður. 12.10.2006 17:22
Heimsókn forsætisráðherra í Washington senn á enda Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í gær fund með Richard G. Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Þar gerði forsætisráðherra þingmanninum grein fyrir nýgerðu samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og ræddu þeir framtíðarsamskipti ríkjanna. 12.10.2006 16:52
Ofbeldi gegn börnum oft hulið og samþykkt Ofbeldi gegn börnum er oft hulið og jafnvel samþykkt í samfélaginu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum sem kynnt var á allsherjarþingi samtakanna í gær. 12.10.2006 16:39
Lífeyrissjóðir hefja viðræður um sameiningu Lífeyrissjóðir Norðurlands og Austurlands hafa ákveðið að hefja formlegar viðræðu um sameiningu sjóðanna. Þetta var á ákveðið á stjórnarfundum þeirra í vikunni. 12.10.2006 16:21
Mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11 Vinstri - grænir í Reykjavík mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús athafnamannsins Thors Jensens. Borgarráð samþykkti í dag að undirbúa sölu þess en í bókun Árna Þórs Sigurðssonar, fulltrúa Vinstri - grænna í borgarráði, segir segja að það eigi áfram að vera í eigu borgarinnar enda um eina fegurstu húseign borgarinnar að ræða. 12.10.2006 16:00
Hey handa hungruðum úlföldum í Arabíu Vilhjálmur Þórarinsson bóndi í Litlu-Tungu, sem er einn afkastamesti heyútflutningsbóndinn á landinu, hefur fengið fyrirspurnir frá Jórdaníu og Dubai um hey handa úlföldum. 12.10.2006 16:00
Jón Gunnarsson vill 4. sæti í Suðvesturkjördæmi Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Prófkjör fer fram 11. nóvember næstkomandi. 12.10.2006 15:53
Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga til Ísafjarðar og fleiri staða Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga til Ísafjarðar og fleiri staða, að sögn Bæjarins Besta á Ísafirði. Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segir, að fyrirtækið sé að kanna möguleika á því að hefja strandsiglingar út frá Reykjavík, meðal annars til Ísafjarðar. 12.10.2006 15:47
40 bílum lagt ólöglega Þeir sem lögðu bílum sínum á gangstéttum við Reykjaveg í gær, á meðan landsleikur Íslendinga og Svía stóð yfir, þurfa greiða stöðubrotsgjald. Alls voru gefnar út 40 sektir fyrir þá sem þar stöðvuðu bifreiðar sínar. 12.10.2006 15:30
Tekur ekki afstöðu gegn mynd af Múhameð spámanni Danska ríkisstjórnin hyggst ekki lýsa andstöðu sinni við teikningu sem birt var á heimasíðu Danska þjóðarflokksins og sýnir Múhameð spámann sem barnaníðing. 12.10.2006 15:20
Fjármálaráðherra ætlar ekki að víkja sæti Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur hafnað kröfu Öryrkjabandalags Íslands um að hann, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og aðrir starfsmenn ráðuneytisins víki sæti við meðferð á máli sem lýtur að staðfestingu á breytingum á samþykktum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. 12.10.2006 15:01
Borgarráð samþykkir að selja Fríkirkjuveg 11 Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að selja húsið að Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús Thors Jensens athafnamanns. Þar hafa um árabil verið höfuðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en í tillögunni sem lögð var fyrir á fundi borgarráðs er gert ráð fyrir því að fundið verði nýtt húsnæði fyrir þá starfsemi. 12.10.2006 14:35
Skattbyrðin hækkaði langmest á Íslandi á síðasta ári Skattbyrðin á Íslandi miðað við landsframleiðslu, hækkaði meira á síðasta ári en í nokkru öðru OECD landi, samkvæmt nýrri úttekt OECD. 12.10.2006 14:25
Gorbatsjov aftur í Höfða eftir tuttugu ár Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Svoétríkjanna, sneri aftur í Höfða nú í hádeginu, tuttugu árum eftir að hann og Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, komu þar saman til fundar til að ræða afvopnunarmál stóveldanna tveggja. 12.10.2006 14:20
Ekið á mann á Akureyri Ekið var á mann við bílaleigu á Akureyri rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en hann var með áverka á fæti. 12.10.2006 14:03
83 teknir fyrir hraðakstur í borginni í gær Lögreglan í Reykjavík tók í gær 83 ökumenn fyrir hraðakstur í borginni. Lögregla var víða við hraðamælingar og nýtti meðal annars myndavélabíl sinn óspart eftir því sem fram kemur á vef hennar. 12.10.2006 13:49
Innflutt vinnuafl aldrei eins mikið Innflutningur á erlendu vinnuafli hefur aldrei mælst eins mikil og í september eða tæplega eitt þúsund manns. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa um 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskum vinnumarkaði. Allt árið í fyrra voru 3.900 erlendir starfsmenn skráðir. 12.10.2006 13:44