Fleiri fréttir

Amish skólinn jafnaður við jörðu

Amish skólinn þar sem fimm stúlkur voru skotnar til bana af óðum byssumanni 2. október var jafnaður við jörðu í morgun. Amish fólkið sem rak skólann í Nickle Mines í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum ákvað að láta rífa bygginguna, en skólahald hefur verið fært á nærliggjandi bóndabæ.

Tekið tillit til matarskattslækkunar við vaxtaákvörðun

Tekið verður tillit til lækkunar matarskatts við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans um mánaðamótin, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Hann segir að skattalækkunin auki spennu en það sé þó til bóta að lækkunin komi ekki til framkvæmda fyrr en næsta vor þegar væntingar séu um að verðbólgan hafi hjaðnað töluvert.

Hvalreki í Hrútafirði

Hvalreka er að finna í landi Stóru-Hvalsár í Hrútafirði, í nágrenni við réttina. Á myndinni má sjá hvalinn liggjandi á flúru skammt frá landi.

Hefja morgunflug til Bandaríkjanna

Icelandair ætlar að fljúga á þrjá nýja staði og hefja morgunflug til Bandaríkjanna á næsta ári, en leggja niður flug til San Fransisco.

Ban verður eftirmaður Annans

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna mun hittast á morgun og skipa Ban Ki-moon utanríkisráðherra Suður Kóreu í embætti næsta aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Tæpir þrír mánuðir eru þangað til Ban tekur við stjórn af Kofi Annan sem lætur af störfum 1. janúar næstkomandi eftir tíu ár í embættinu.

Standa saman að frumvarpi um að gefa megi samkynhneigða saman

Frumvarp sem heimilar prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga sem hafa vígsluheimild, að gefa saman samkynhneigða í staðfesta samvist hefur verið lagt fram á Alþingi. Sem kunnugt er náðist ekki samkomulag um þetta atriði þegar samstaða var um umtalsverðar réttarbætur í málefnum samkynhneigðra í vor vegna andstöðu kirkjunnar.

Harma að fjármagn sé ekki eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni

Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni.

Orhan Pamuk hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir um klukkustund. Pamuk er fimmtíu og fjögurra ára og hefur gefið út átta skáldsögur. Verk hans hafa notið mikillar hylli bæði í heimalandinu og annars staðar, en þau hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál en þó ekki á íslensku.

Forval VG á höfuðborgarsvæðinu 2. desember

Kjörstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að forval flokksins vegna þingkosninga í vor í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Suðvesturkjördæmi verði haldið þann 2. desember.

Afli meiri í upphafi nýs fiskveiðiárs en í fyrra

Nýtt fiskveiðiár virðist hefjast ágætlega því aflinn í nýliðnum september var um 86.500 tonn sem er tæplega 22 þúsund tonnum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur Fiskistofu.

Flug milli Eyja og Selfoss hefst á næstunni

Áætlunarflug á milli Vestmannaeyja og Selfoss hefst um leið og búið verður að endurnýja starfsleyfi fyrir Selfossflugvöll sem rann út fyrir tæpri viku. Flugfélag Vestmannaeyja hyggst fljúga á þessari leið og verður þetta fyrsta áætlunarflug um Selfossvöll til þessa.

Forstjóri Umhverfisstofnunar svarar gagnrýnni úttekt Ríkisendurskoðunar

Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar, gerir verulegar athugasemdir við aðferðir og framkvæmd Stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi Umhverfisstofnunar. Hann segir vanta í úttektina útlistun á því hvernig úttektin var framkvæmd og hvaða gögn voru lögð til grundvallar. Fyrir vikið sé erfitt að greina milli staðreynda og huglægra atriða. Davíð segir að sumar tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar.

Samþykkti umdeilt frumvarp um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Neðri deild franska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem gerir það refsivert að neita því að Armenar hafi sætt þjóðernishreinunum af hálfu Ottómanaveldis Tyrkja árið 1915. Tyrkir hafa mótmælt þessari lagasetningu hástöfum og segja að hún muni skaða samskipti þjóðanna.

Segir starfsmann Landssímans hafa staðfest hleranir

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.

Forsetinn fékk fyrsta eintakið

Forseti Íslands tók í dag við fyrsta eintakinu af bókinni og geisladisknum "Ljóð í sjóð", sem MND-félagið gefur út. Í bókinni eru ljóð og myndlist eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar og á geisladisknum eru lög sem tónlistarmenn gáfu félaginu. MND, eða hreyfitaugahrörnun, er ólæknandi sjúkdómur en um sex Íslendingar greinast með MND á hverju ári.

Tap fyrir Svíum

Íslenska landsliðið tapaði 2-1 fyrir Svíum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi 1-1. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í síðustu mínúturnar og átti Eiður Smári Guðjohnsen meðal annars skot í slá sænska marksins.

Davíð trúir ekki á að Jón Baldvin hafi verið hleraður

Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra leggur lítinn trúnað á fullyrðingar Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra um að sími hans hafi verið hleraður í tíð Viðeyjarstjórnarinnar enda hafi sérfræðingar frá NATO og norsku öryggislögreglunni yfirfarið símann árlega. Davíð telur illboðlegt að hafa ekki sýnilegar varnir á Íslandi og hefði sjálfur sagt upp varnarsamningnum. Hann álasar þó ekki eftirmanni sínum fyrir samninginn sem undirritaður var í Washington í dag - en kallar hann bútasaum.

Flugvél flaug á byggingu í New York

Lítilli einkaflugvél var flogið inn í 50 hæða háhýsi á Manhattan eyju í New York undir kvöld að íslenskum tíma. Skráður eigandi að flugvélinni er Cory Lidle, hafnaboltaleikari hjá New York Yankees. Talið er að hann hafi flogið vélinni og hafi látið lífið, ásamt flugkennara sem var með honum.

Við sýndum hugrekki, visku og ábyrgð

Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, kom til landsins í dag. Á morgun, 12 október, eru 20 ár síðan leiðtogafundur hans og Ronald Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, var haldinn í Höfða. Einkavél Björgólfs Thórs Björgólfssonar forstjóra Novators lenti með Gorbosjov á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:00. Gorbasjov sagði meðal annars í viðtali sem Þórir Guðmundsson, varafréttastjóri NFS, átti við hann í dag og flutt verður ás NFS í kvöld, að leiðtogafundurinn 12. október 1986 í Reykjavík hafi markað þáttaskil í viðræðum um takmörkun kjarnorkuvopna.

"Farvegur þjóðarsáttar, " segir iðnaðarráðherra um tillögur auðlindanefndar

"Farvegur þjóðarsáttar um viðkvæmt deilumál," segir iðnaðarráðherra um tillögur auðlindanefndar um verndun og nýtingu auðlinda sem kynntar voru í dag. Fulltrúar stjórnarandstöðu í nefndinni gerðu þó athugasemdir við hvernig rannsóknarleyfum um nýtingu jarðhita og vatnsafls verður úthlutað fram til ársins 2009

Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengið ofbeldi og nauðganir

Karlmaður á sextugsaldri, Jón Pétursson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað nauðgað fyrrverandi unnustu sinni og svipt hana frelsi og fyrir að hafa ráðist á aðra fyrrverandi sambýliskonu sína með ofbeldi í þrígang.

Veita um 70 milljónir í friðarsjóð SÞ

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita framlag sem nemur einni milljón bandaríkjadala, um 70 milljónum króna til sérstaks sjóðs á vegum Sameinuðu þjóðanna til uppbyggingar friðar í stríðshrjáðum löndum (Peacebuilding Fund).

Skrifað undir varnarsamning í Washington - Rice heimsækir Ísland

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifuðu undir nýtt samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington nú á fimmta tímanum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var einnig viðstaddur undirritunina.

Íbúðalánasjóður eykur hlutdeild sína á markaði

Íbúðalánasjóður hefur aukið hlutdeild sína á íbúðalánamarkaði að undanförnu og námu útlán hans á þriðja ársfjórðungi 11,4 milljörðum króna. Til samanburðar námu ný íbúðalán banka og sparisjóða 9,8 milljörðum á sama tímabili eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Valgerður fundaði með Wolfowitz

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Paul Wolfowitz, forseta Alþjóðabankans þar sem meðal annars var rætt um þau málefni sem eru ofarlega á baugi í starfsemi bankans, eins og orkumál og barátta gegn spillingu.

Glitnir styður árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands

Glitnir hefur ákveðið að styðja árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands sem nú stendur yfir. Af því tilefni hefur verið skipt um lit á vefsíðu Glitnis auk þess sem höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand eru lýstar með bleiku ljósi.

Tólf látnir í lestarslysinu í Lorraine-héraði

Tólf eru látnir og um tuttugu slasaðir eftir lestarslysið í Lorraine-héraði í Frakklandi í morgun þar sem farþegarlest og flutningalest rákust saman. Áreksturinn varð í Zoufftgen, nærri landamærunum að Lúxemborg, en farþegalestin var á leið til Nancy.

Sakfelldur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða

Héraðsdómur Austurlands svipti í dag karlmann skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og sektaði hann um 70 þúsund krónur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða með því að hafa ekið bíl utan vega og merktra slóða til þess að komast nær veiðislóð. Annar maður sem var með honum í för var hins vegar sýknaður af sömu ákæruatriðum.

Atvinnuleysi minnkar milli mánaða

Atvinnuleysi í september reyndist eitt prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða samkvæmt áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þegar horft er til septembermánaðar í fyrra hefur atvinnuleysi minnkað um 0,4 prósentustig en þá var það 1,4 prósent.

Vel hægt að taka upp neysluviðmið hér á landi

Starfshópur, sem iðnaðarráðherra skipaði til að kanna hvort hægt væri að semja neysluviðmið fyrir Íslands líkt og í nágrannaríkjunum, mælir með því að notuð verði svokölluð útgjaldaaðferð til að áætla framfærslukostnað heimila hér á landi. Jafnframt er lagt til að sérfróðum og hluthlausum aðila verði falið að vinna neysluviðmið með þeirri aðferð í samvinnu við Hagstofu Íslands.

Bókaútgefendur og rithöfundar fagna lækkun virðisaukaskatts

Félag íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasamband Íslands fagnar þeim tillögum ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum úr 14 prósetum í sjö prósent þann 1. mars næstkomandi enda hafi niðurfelling eða lækkun virðisaukaskatts á bækur um langt skeið verið eitt helsta baráttumál útgefenda og rithöfunda.

Fjárlagahalli í Bandaríkjunum 17 þúsund milljarðar á þessu ári

Fjárlagahalli í Bandaríkjunum á þessu fjárlagaári nemur um 248 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði um 17 þúsund milljarða króna. Frá þessu greindi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna hafa aldrei verið meiri en á þessu ári og ekki heldur útgjöld en engu að síður er fjárlagahallinn minni en í fyrra þegar hann var 319 milljarðar bandaríkjadala, um 21.700 milljarða króna.

Fagna lækkun virðisaukaskatts en vilja afnema tolla og vörugjöld

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á matvæli, veitingaþjónustu og hótelgistingu sem og lækkun tolla á innflutt matvæli og afnámi vörugjalda að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Landhelgisgæslan og Þyrluþjónustan fá flugrekstrarleyfi

Flugmálastjórn Íslands hefur veitt bæði Þyrluþjónustunni og Landhelgisgæslunni svokallað JAR-OPS 3 flugrekstrarleyfi en það var gert nú um mánaðamótin. Þetta þýðir að Þyrluþjónustan og Landhelgisgæslan mega flytja bæði fólk og vörur.

Sjá næstu 50 fréttir