Fleiri fréttir Tólf látnir í lestarslysinu í Lorraine-héraði Tólf eru látnir og um tuttugu slasaðir eftir lestarslysið í Lorraine-héraði í Frakklandi í morgun þar sem farþegarlest og flutningalest rákust saman. Áreksturinn varð í Zoufftgen, nærri landamærunum að Lúxemborg, en farþegalestin var á leið til Nancy. 11.10.2006 16:01 Sakfelldur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða Héraðsdómur Austurlands svipti í dag karlmann skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og sektaði hann um 70 þúsund krónur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða með því að hafa ekið bíl utan vega og merktra slóða til þess að komast nær veiðislóð. Annar maður sem var með honum í för var hins vegar sýknaður af sömu ákæruatriðum. 11.10.2006 15:46 Engin árás á Norður-Kóreu segir Bush 11.10.2006 15:27 Atvinnuleysi minnkar milli mánaða Atvinnuleysi í september reyndist eitt prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða samkvæmt áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þegar horft er til septembermánaðar í fyrra hefur atvinnuleysi minnkað um 0,4 prósentustig en þá var það 1,4 prósent. 11.10.2006 15:19 Yfir 650 þúsund Írakar hafa fallið 11.10.2006 15:03 Vel hægt að taka upp neysluviðmið hér á landi Starfshópur, sem iðnaðarráðherra skipaði til að kanna hvort hægt væri að semja neysluviðmið fyrir Íslands líkt og í nágrannaríkjunum, mælir með því að notuð verði svokölluð útgjaldaaðferð til að áætla framfærslukostnað heimila hér á landi. Jafnframt er lagt til að sérfróðum og hluthlausum aðila verði falið að vinna neysluviðmið með þeirri aðferð í samvinnu við Hagstofu Íslands. 11.10.2006 14:58 Bókaútgefendur og rithöfundar fagna lækkun virðisaukaskatts Félag íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasamband Íslands fagnar þeim tillögum ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum úr 14 prósetum í sjö prósent þann 1. mars næstkomandi enda hafi niðurfelling eða lækkun virðisaukaskatts á bækur um langt skeið verið eitt helsta baráttumál útgefenda og rithöfunda. 11.10.2006 14:33 Fjárlagahalli í Bandaríkjunum 17 þúsund milljarðar á þessu ári Fjárlagahalli í Bandaríkjunum á þessu fjárlagaári nemur um 248 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði um 17 þúsund milljarða króna. Frá þessu greindi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna hafa aldrei verið meiri en á þessu ári og ekki heldur útgjöld en engu að síður er fjárlagahallinn minni en í fyrra þegar hann var 319 milljarðar bandaríkjadala, um 21.700 milljarða króna. 11.10.2006 14:24 Fagna lækkun virðisaukaskatts en vilja afnema tolla og vörugjöld Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á matvæli, veitingaþjónustu og hótelgistingu sem og lækkun tolla á innflutt matvæli og afnámi vörugjalda að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 11.10.2006 14:08 Landhelgisgæslan og Þyrluþjónustan fá flugrekstrarleyfi Flugmálastjórn Íslands hefur veitt bæði Þyrluþjónustunni og Landhelgisgæslunni svokallað JAR-OPS 3 flugrekstrarleyfi en það var gert nú um mánaðamótin. Þetta þýðir að Þyrluþjónustan og Landhelgisgæslan mega flytja bæði fólk og vörur. 11.10.2006 14:00 Geislavirkir sniglar á Spáni þar sem bandarísk sprengjuflugvél fórst 11.10.2006 13:56 Sektaður fyrir að hafa auglýst bjór Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag framkvæmdastjóra Rolf Johansen og Co. til greiðslu sex hundruð þúsund króna fyrir hafa brotið áfengislög með því að birta auglýsingar á áfengum bjór í bæði tímariti og dagblaði á síðasta ári. 11.10.2006 13:45 SVÞ svara Guðmundi Ólafssyni prófessor Samtök verslunar og þjónustu harma órökstuddar fullyrðingar Guðmundar Ólafssonar háskólaprófessors um matvöruverslunina vegna lækkunar matvælaverðs og eru þess fullviss að aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu að fullu skila sér til neytenda. Í tilkynningu sem Samtökin sendu frá sér í dag, segir að viðvarandi ótrú Guðmundar á verslunareigendum og fullyrðingar um að lækkun skatta og tolla skili sér ekki til neytenda í lægra vöruverði veki undrun allra þeirra sem þekkja til verslunar á Íslandi. SVÞ telja að verslun í landinu muni kappkosta að láta hverja þá breytingu sem gerð verður á álögðum gjöldum á matvæli endurspeglast í smásöluverði til neytenda. 11.10.2006 13:40 Unnið að frumhönnun nýs húss að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum á réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 11.10.2006 13:30 Sterling uppvíst að annarri gjaldtöku Flugfélagið Sterling, sem nýverið varð uppvíst að því að innheimta opinberan flugskatt af hverjum farþega í Svíþjóð án þess að skatturinn væri til, er nú uppvíst af annarri gjaldtöku án þess að viðskiptavinirnir viti af. 11.10.2006 13:15 Gorbatsjov kemur til landsins í dag Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, lendir á Reykjavíkurflugvelli um klukkan fjögur í dag og kemur til landsins í einkaflugvél Björgólfs Thors Björgólfssonar. 11.10.2006 13:00 Matarpokinn rúmlega helmingi dýrari í Reykjavík en í Danmörku Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. 11.10.2006 12:45 Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára Auðlindanefnd iðnaðarráðherra legggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. 11.10.2006 12:43 Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 11.10.2006 12:30 10 létust í lestarslysi í Frakklandi Að minnsta kosti 10 manns létust og tuttugu slösuðust í lestarslysi í Frakklandi í dag þegar farþegalest lenti í árekstri við vöruflutningalest sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð kl. 10.45 að íslenskum tíma í Zoufftgen í Norð-austurhluta landsins. Farþegalestin var á leið frá Lúxemborg til Nancy og hafði skipt um lestarteina, þar sem verið var að gera við teinana sem lestin átti að vera á. 11.10.2006 12:16 Anna and the Moods 11.10.2006 12:04 Önnur kjarnorkusprengja Japanskir fjölmiðlar segja frá því að hugsanlega hafi önnur kjarnasprengja verið sprengd í Norður Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang líta svo á að aukist þrýstingur Bandaríkjamanna jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hótað frekari kjarnatilraunum, en segjast einnig tilbúnir til bæði viðræðna og átaka. 11.10.2006 11:56 Icelanders to purchase West Ham 11.10.2006 11:50 40 bílbeltalausir ökumenn stöðvaðir í gær Lögreglan stöðvaði 40 ökumenn í gær þar sem þeir óku án bílbelta. Þeir eiga allir von á sekt fyrir athæfið. Einnig voru 25 árekstrar í borginni en í fimm þeirra varð slys á fólki. 11.10.2006 11:37 Alvarlegt lestarslys í Frakklandi Að minnsta kosti níu eru látnir og um tuttugu slasaðier eftir að farþegalest og flutningalest rákust saman í norðausturhluta Frakklands nú fyrir hádegið. Fregnir af slysinu eru enn óljósar og því gæti tala látinna átt eftir að hækka. 11.10.2006 11:33 Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. 11.10.2006 11:23 Gefur kost á sér í 2. sætið Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins síðan árið 2003. Áður var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, 2000-2003. 11.10.2006 11:04 Saddam Hussein mætir aftur í dómsal Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins. 11.10.2006 11:01 Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. 11.10.2006 10:52 Til foreldra ungra ökumanna 11.10.2006 10:47 Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. 11.10.2006 10:24 Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 11.10.2006 10:14 Hóta frekari tilraunasprengingum í N-Kóreu Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin halda herskárri stefnu sinni gagnvart landinu til streitu. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar og hafa eftir Kim-Yong-nam, næstráðanda við Kim Jong-il, forseta landsins, að ef Bandaríkin haldi áfram að beita Norður-Kóreu þrýstingi muni stjórnvöld í Pyongyang svara því með áþreifanlegum aðgerðum. 11.10.2006 10:06 Vilja refsiaðgerðir Fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma sér saman um aðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir tilraun þeirra síðarnefndu með kjarnorkusprengju aðfaranótt mánudags. Kínverjar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart Kim Jong-Il og eru reiðubúnir að samþykkja harðar refsiaðgerðir. Innrás kemur þó ekki til greina. 10.10.2006 19:13 Fjórir fórust Fjórir fórust þegar leiguflugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways rann út af flugbrautinni í Storð í Vestur-Noregi í morgun. Sextán voru um borð og náðu hinir tólf að komast sjálfir út úr flakinu, rétt áður en það varð alelda. 10.10.2006 19:11 Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. 10.10.2006 18:45 Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. 10.10.2006 18:45 Þögn ríkir meðal stjórnenda Alcan um alvarlega stöðu í starfsmannamálum Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, vill ekki tjá sig um starfsmannamál fyrirtækisins, þrátt fyrir alvarlega stöðu, eins og formaður Félags járniðnaðarmanna orðar það. Hann segir ennfremur að þögnin sýni að stjórnendur hafi ekki hreina samvisku. 10.10.2006 18:21 82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. 10.10.2006 17:47 Rifist um konu og hund 10.10.2006 17:08 Opnað aftur á Heathrow 10.10.2006 16:52 Ljósmyndasýning frá leiðtogafundi 10.10.2006 16:35 Mikhail Gorbatsjov in Háskólabíó 10.10.2006 16:30 Fjármálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins taldir vanhæfir 10.10.2006 16:30 Putin fordæmir morð á blaðakonu 10.10.2006 16:16 Sjá næstu 50 fréttir
Tólf látnir í lestarslysinu í Lorraine-héraði Tólf eru látnir og um tuttugu slasaðir eftir lestarslysið í Lorraine-héraði í Frakklandi í morgun þar sem farþegarlest og flutningalest rákust saman. Áreksturinn varð í Zoufftgen, nærri landamærunum að Lúxemborg, en farþegalestin var á leið til Nancy. 11.10.2006 16:01
Sakfelldur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða Héraðsdómur Austurlands svipti í dag karlmann skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og sektaði hann um 70 þúsund krónur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða með því að hafa ekið bíl utan vega og merktra slóða til þess að komast nær veiðislóð. Annar maður sem var með honum í för var hins vegar sýknaður af sömu ákæruatriðum. 11.10.2006 15:46
Atvinnuleysi minnkar milli mánaða Atvinnuleysi í september reyndist eitt prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða samkvæmt áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þegar horft er til septembermánaðar í fyrra hefur atvinnuleysi minnkað um 0,4 prósentustig en þá var það 1,4 prósent. 11.10.2006 15:19
Vel hægt að taka upp neysluviðmið hér á landi Starfshópur, sem iðnaðarráðherra skipaði til að kanna hvort hægt væri að semja neysluviðmið fyrir Íslands líkt og í nágrannaríkjunum, mælir með því að notuð verði svokölluð útgjaldaaðferð til að áætla framfærslukostnað heimila hér á landi. Jafnframt er lagt til að sérfróðum og hluthlausum aðila verði falið að vinna neysluviðmið með þeirri aðferð í samvinnu við Hagstofu Íslands. 11.10.2006 14:58
Bókaútgefendur og rithöfundar fagna lækkun virðisaukaskatts Félag íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasamband Íslands fagnar þeim tillögum ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum úr 14 prósetum í sjö prósent þann 1. mars næstkomandi enda hafi niðurfelling eða lækkun virðisaukaskatts á bækur um langt skeið verið eitt helsta baráttumál útgefenda og rithöfunda. 11.10.2006 14:33
Fjárlagahalli í Bandaríkjunum 17 þúsund milljarðar á þessu ári Fjárlagahalli í Bandaríkjunum á þessu fjárlagaári nemur um 248 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði um 17 þúsund milljarða króna. Frá þessu greindi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna hafa aldrei verið meiri en á þessu ári og ekki heldur útgjöld en engu að síður er fjárlagahallinn minni en í fyrra þegar hann var 319 milljarðar bandaríkjadala, um 21.700 milljarða króna. 11.10.2006 14:24
Fagna lækkun virðisaukaskatts en vilja afnema tolla og vörugjöld Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á matvæli, veitingaþjónustu og hótelgistingu sem og lækkun tolla á innflutt matvæli og afnámi vörugjalda að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 11.10.2006 14:08
Landhelgisgæslan og Þyrluþjónustan fá flugrekstrarleyfi Flugmálastjórn Íslands hefur veitt bæði Þyrluþjónustunni og Landhelgisgæslunni svokallað JAR-OPS 3 flugrekstrarleyfi en það var gert nú um mánaðamótin. Þetta þýðir að Þyrluþjónustan og Landhelgisgæslan mega flytja bæði fólk og vörur. 11.10.2006 14:00
Sektaður fyrir að hafa auglýst bjór Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag framkvæmdastjóra Rolf Johansen og Co. til greiðslu sex hundruð þúsund króna fyrir hafa brotið áfengislög með því að birta auglýsingar á áfengum bjór í bæði tímariti og dagblaði á síðasta ári. 11.10.2006 13:45
SVÞ svara Guðmundi Ólafssyni prófessor Samtök verslunar og þjónustu harma órökstuddar fullyrðingar Guðmundar Ólafssonar háskólaprófessors um matvöruverslunina vegna lækkunar matvælaverðs og eru þess fullviss að aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu að fullu skila sér til neytenda. Í tilkynningu sem Samtökin sendu frá sér í dag, segir að viðvarandi ótrú Guðmundar á verslunareigendum og fullyrðingar um að lækkun skatta og tolla skili sér ekki til neytenda í lægra vöruverði veki undrun allra þeirra sem þekkja til verslunar á Íslandi. SVÞ telja að verslun í landinu muni kappkosta að láta hverja þá breytingu sem gerð verður á álögðum gjöldum á matvæli endurspeglast í smásöluverði til neytenda. 11.10.2006 13:40
Unnið að frumhönnun nýs húss að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum á réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 11.10.2006 13:30
Sterling uppvíst að annarri gjaldtöku Flugfélagið Sterling, sem nýverið varð uppvíst að því að innheimta opinberan flugskatt af hverjum farþega í Svíþjóð án þess að skatturinn væri til, er nú uppvíst af annarri gjaldtöku án þess að viðskiptavinirnir viti af. 11.10.2006 13:15
Gorbatsjov kemur til landsins í dag Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, lendir á Reykjavíkurflugvelli um klukkan fjögur í dag og kemur til landsins í einkaflugvél Björgólfs Thors Björgólfssonar. 11.10.2006 13:00
Matarpokinn rúmlega helmingi dýrari í Reykjavík en í Danmörku Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. 11.10.2006 12:45
Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára Auðlindanefnd iðnaðarráðherra legggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. 11.10.2006 12:43
Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 11.10.2006 12:30
10 létust í lestarslysi í Frakklandi Að minnsta kosti 10 manns létust og tuttugu slösuðust í lestarslysi í Frakklandi í dag þegar farþegalest lenti í árekstri við vöruflutningalest sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð kl. 10.45 að íslenskum tíma í Zoufftgen í Norð-austurhluta landsins. Farþegalestin var á leið frá Lúxemborg til Nancy og hafði skipt um lestarteina, þar sem verið var að gera við teinana sem lestin átti að vera á. 11.10.2006 12:16
Önnur kjarnorkusprengja Japanskir fjölmiðlar segja frá því að hugsanlega hafi önnur kjarnasprengja verið sprengd í Norður Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang líta svo á að aukist þrýstingur Bandaríkjamanna jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hótað frekari kjarnatilraunum, en segjast einnig tilbúnir til bæði viðræðna og átaka. 11.10.2006 11:56
40 bílbeltalausir ökumenn stöðvaðir í gær Lögreglan stöðvaði 40 ökumenn í gær þar sem þeir óku án bílbelta. Þeir eiga allir von á sekt fyrir athæfið. Einnig voru 25 árekstrar í borginni en í fimm þeirra varð slys á fólki. 11.10.2006 11:37
Alvarlegt lestarslys í Frakklandi Að minnsta kosti níu eru látnir og um tuttugu slasaðier eftir að farþegalest og flutningalest rákust saman í norðausturhluta Frakklands nú fyrir hádegið. Fregnir af slysinu eru enn óljósar og því gæti tala látinna átt eftir að hækka. 11.10.2006 11:33
Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. 11.10.2006 11:23
Gefur kost á sér í 2. sætið Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins síðan árið 2003. Áður var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, 2000-2003. 11.10.2006 11:04
Saddam Hussein mætir aftur í dómsal Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins. 11.10.2006 11:01
Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. 11.10.2006 10:52
Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. 11.10.2006 10:24
Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 11.10.2006 10:14
Hóta frekari tilraunasprengingum í N-Kóreu Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin halda herskárri stefnu sinni gagnvart landinu til streitu. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar og hafa eftir Kim-Yong-nam, næstráðanda við Kim Jong-il, forseta landsins, að ef Bandaríkin haldi áfram að beita Norður-Kóreu þrýstingi muni stjórnvöld í Pyongyang svara því með áþreifanlegum aðgerðum. 11.10.2006 10:06
Vilja refsiaðgerðir Fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma sér saman um aðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir tilraun þeirra síðarnefndu með kjarnorkusprengju aðfaranótt mánudags. Kínverjar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart Kim Jong-Il og eru reiðubúnir að samþykkja harðar refsiaðgerðir. Innrás kemur þó ekki til greina. 10.10.2006 19:13
Fjórir fórust Fjórir fórust þegar leiguflugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways rann út af flugbrautinni í Storð í Vestur-Noregi í morgun. Sextán voru um borð og náðu hinir tólf að komast sjálfir út úr flakinu, rétt áður en það varð alelda. 10.10.2006 19:11
Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. 10.10.2006 18:45
Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. 10.10.2006 18:45
Þögn ríkir meðal stjórnenda Alcan um alvarlega stöðu í starfsmannamálum Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, vill ekki tjá sig um starfsmannamál fyrirtækisins, þrátt fyrir alvarlega stöðu, eins og formaður Félags járniðnaðarmanna orðar það. Hann segir ennfremur að þögnin sýni að stjórnendur hafi ekki hreina samvisku. 10.10.2006 18:21
82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. 10.10.2006 17:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent