Fleiri fréttir Múslimar ráðast á danskar vefsíður 10.10.2006 13:43 Útilokar ekki fleiri rannsóknaleyfi Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, útilokar ekki að rannsóknarleyfi vegna nýrra virkjana verði gefin út áður en kosið verður til alþingis næsta vor. 10.10.2006 13:10 Heimilid í fjáraukalögum Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum. Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri. 10.10.2006 13:06 Sími Jóns Baldvins hleraður meðan hann var utanríkisráðherra 10.10.2006 12:23 Neyðarástand vegna flóða í Grikklandi Miklar rigningar hafa orsakað skyndiflóð víða í Grikklandi síðasta sólarhringinn. Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi, en hundruð húsa hafa eyðilagst í flóðunum. Brýr og vegir í mörgum héruðum norður og miðhluta landsins hafa eyðilagst og járnbrautarteinar skolast burt og einangrað þannig fjölda íbúa við borgina Volos. 10.10.2006 11:57 Tímasetning orkar tvímælis Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu. 10.10.2006 11:56 Umhverfisstofnun er misheppnuð að mati Ríkisendurskoðunar 10.10.2006 11:36 Bandarískt flugmóðurskip til Reykjavíkur Fjörutíuþúsund tonna bandarískt flugmóðurskip kemur til Reykjavíkur í þessari viku, og segir í tilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu að það sé í samræmi við samkomulag landanna um að viðhalda og styrkja samstarf í öryggismálum, í kjölfar þess að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. 10.10.2006 11:21 Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir vegna ákvörðunar franskra stjórnvalda um að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í fyrradag að reykingar yrðu bannaðar í Frakklandi á flestum opinberum stöðum frá febrúar á þessu ári og á börum, veitingastöðum og næturklúbbum ellefu mánuðum síðar. 10.10.2006 11:00 Utanríkisráðherra Qatar og forseti Palestínu hittast Utanríkisráðherra Qatar fundaði með yfirvöldum í Palestínu í gær í von um að sætta andstæðar fylkingar í forystu stjórnarinnar. Sjeik Hamad Bin Jasseem hitti forseta Palestínu og yfirmann Fatah flokksins, Mahmoud Abbas, í þeirri von að með samvinnu verði aðstoð vesturlanda á Gaza og vesturbakkanum komið á aftur. 10.10.2006 10:45 Eldur í jeppa við Skúlagötu Eldur kom upp í mannlausum jeppa, sem stóð við Skúlagötu í Reykjavík undir morgun og var slökkvililðið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins. Jeppinn er nýlegur og kannar lögregla meðal annars hvort kveikt hafi verið í honum. 10.10.2006 10:15 Vegagerðin bauð út þrjú verk Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Í gær var boðinn út Veigastaðarvegur, sem er milli Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. 10.10.2006 10:13 Akureyrarlöggan messar yfir börnum 10.10.2006 10:12 Vetrarfærðin 10.10.2006 10:08 Nýtt 4000 manna verkalýðsfélag 10.10.2006 10:02 Herstjórnin talin fresta stjórnarskrá Herstjórnin í Burma fundar í dag um nýja stjórnarskrá, en stjórnin er undir auknum alþjóðlegum þrýstingi vegna vantrúar á ríkjandi stjórnarfari í landinu. Herráðið valdi þá rúmlega 1,000 manns sem taka þátt í ráðstefnunni. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, er í stofufangelsi og flokkur hennar er ekki þáttakandi í samningaviðræðunum. 10.10.2006 10:00 Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube, vefsíðu þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. YouTube var stofnað í febrúar á síðasta ári og varð fljótlega ein vinsælasta síðan á netinu sem dreifir myndbandsefni. 10.10.2006 09:55 Vegagerðin hóf útboð á ný Vegagerðin bauð í dag út þrjú verk. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. 9.10.2006 23:31 Rútuslys í Guatemala Að minnsta kosti fjörtíu og tveir eru látnir, þar af sex börn, eftir rútuslys í norðurhluta Guatemala í dag. Rútan gjöreyðilagðist þegar hún fór út af veginum og rann niður 300 metra fjallshlíð. Hún var á leið frá borginni Huehuetenango, sem er nálægt landamærunum að Mexíkó, til Barillas. Fjórtíu og sjö farþegar voru í rútunni en aðeins fimm komust lífs af. 9.10.2006 23:04 Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng lækkaður Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng verður lækkaður úr 14% í 7% þann 1. mars 2007. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. 9.10.2006 22:49 Kjarnorkutilraunir höfðu ekki áhrif á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hélst stöðugt í dag, á meðan gengi hlutabréfa og gjaldmiðla á mörkuðum í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. 9.10.2006 22:15 Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. 9.10.2006 21:45 Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. 9.10.2006 21:12 Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. 9.10.2006 21:03 Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. 9.10.2006 20:27 Vilja banna sölu vopna til Norður-Kóreu Bandaríkin hafa lagt til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Tillagan felur meðal annars í sér vopnasölubann á Norður-Kóreu. Ekki er enn ljóst hvort að Rússar og Kínverjar styðji tillöguna. 9.10.2006 20:03 Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. 9.10.2006 19:46 Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. 9.10.2006 19:31 Ekki ber á geislavirkum leka Norður-Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnorkusprengju í nótt. Norður-kóreska ríkisfréttastofan sagði sprenginguna hafa gengið að óskum og að ekki bæri á neinum geislavirkum leka. Sprengjan virðist ekki hafa verið mjög stór, en ýmislegt varðandi hana er enn á huldu. 9.10.2006 19:20 Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. 9.10.2006 18:45 Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 9.10.2006 18:45 Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. 9.10.2006 18:30 Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. 9.10.2006 18:10 Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. 9.10.2006 18:06 Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. 9.10.2006 17:45 Aðgerðir vegna uppsagna hjá Alcan Formenn verkalýðsfélaga velta nú fyrir sér aðgerðum vegna þess sem þeir kalla siðlausar uppsagnir hjá Alcan í Straumsvík og undirbúa meðal annars fund með starfsfólki fyrirtækisins. Einn þriggja starfsmanna, sem sagt var upp nú fyrir helgi, segir að kuldi og mannvonska einkenni stjórnarhætti æðstu stjórnarmanna Alcan 9.10.2006 17:42 Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn. 9.10.2006 17:30 700 fluttir á sjúkrahús 9.10.2006 16:51 Palestínumenn vígbúast - hverjir gegn öðrum 9.10.2006 16:34 Landsbankinn metur matarverðstilkynningu Landsbankinn fjallar um tilkynningu ríkisstjórnarinnar um matarverðslækkun í Vegvísi sínum í dag. Greiningardeild bankans telur að lækkunin styðji til skamms tíma við þá hröðu hjöðnun verðbólgunnar á næsta ári, sem spáð hafði verið. Aukinn kaupmáttur heimilanna á næsta ári hlljóti hins vegar að leiða til þess að líkur á minnkandi einkaneyslu séu nú minni en áður og að samdráttur þjóðarútgjalda verði hægari en reiknað var með. Verðbólguþrýstingur verði því meiri, sérstaklega þegar frá líður. 9.10.2006 16:28 Notaði barnið sem vopn 9.10.2006 16:19 Undirrita varnarsamning með Condoleezzu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra til Washington í dag. Þar munu þau eiga fund með Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna og undirrita samkomulag við Bandaríkin um varnarmál. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra munu einnig eiga fund með Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 9.10.2006 15:46 Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 9.10.2006 15:44 Nýtt stríð Dana og múslima Ungliðar danska Þjóðarflokksins eru margir komnir í felur, af ótta við afleiðingarnar af sumarhátíð sinni, þar sem þeir gerðu grín að múslimum og Múhammed spámanni. Danska ríkisstjórnin hefur aftur varað þegna sína við að ferðast til Miðausturlanda, í bráð. 9.10.2006 15:23 Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan stendur í eina og hálfa klukkustund og verður hún send beint út hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 15:30 9.10.2006 15:10 Sjá næstu 50 fréttir
Útilokar ekki fleiri rannsóknaleyfi Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, útilokar ekki að rannsóknarleyfi vegna nýrra virkjana verði gefin út áður en kosið verður til alþingis næsta vor. 10.10.2006 13:10
Heimilid í fjáraukalögum Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum. Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri. 10.10.2006 13:06
Neyðarástand vegna flóða í Grikklandi Miklar rigningar hafa orsakað skyndiflóð víða í Grikklandi síðasta sólarhringinn. Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi, en hundruð húsa hafa eyðilagst í flóðunum. Brýr og vegir í mörgum héruðum norður og miðhluta landsins hafa eyðilagst og járnbrautarteinar skolast burt og einangrað þannig fjölda íbúa við borgina Volos. 10.10.2006 11:57
Tímasetning orkar tvímælis Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu. 10.10.2006 11:56
Bandarískt flugmóðurskip til Reykjavíkur Fjörutíuþúsund tonna bandarískt flugmóðurskip kemur til Reykjavíkur í þessari viku, og segir í tilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu að það sé í samræmi við samkomulag landanna um að viðhalda og styrkja samstarf í öryggismálum, í kjölfar þess að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. 10.10.2006 11:21
Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir vegna ákvörðunar franskra stjórnvalda um að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í fyrradag að reykingar yrðu bannaðar í Frakklandi á flestum opinberum stöðum frá febrúar á þessu ári og á börum, veitingastöðum og næturklúbbum ellefu mánuðum síðar. 10.10.2006 11:00
Utanríkisráðherra Qatar og forseti Palestínu hittast Utanríkisráðherra Qatar fundaði með yfirvöldum í Palestínu í gær í von um að sætta andstæðar fylkingar í forystu stjórnarinnar. Sjeik Hamad Bin Jasseem hitti forseta Palestínu og yfirmann Fatah flokksins, Mahmoud Abbas, í þeirri von að með samvinnu verði aðstoð vesturlanda á Gaza og vesturbakkanum komið á aftur. 10.10.2006 10:45
Eldur í jeppa við Skúlagötu Eldur kom upp í mannlausum jeppa, sem stóð við Skúlagötu í Reykjavík undir morgun og var slökkvililðið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins. Jeppinn er nýlegur og kannar lögregla meðal annars hvort kveikt hafi verið í honum. 10.10.2006 10:15
Vegagerðin bauð út þrjú verk Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Í gær var boðinn út Veigastaðarvegur, sem er milli Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. 10.10.2006 10:13
Herstjórnin talin fresta stjórnarskrá Herstjórnin í Burma fundar í dag um nýja stjórnarskrá, en stjórnin er undir auknum alþjóðlegum þrýstingi vegna vantrúar á ríkjandi stjórnarfari í landinu. Herráðið valdi þá rúmlega 1,000 manns sem taka þátt í ráðstefnunni. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, er í stofufangelsi og flokkur hennar er ekki þáttakandi í samningaviðræðunum. 10.10.2006 10:00
Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube, vefsíðu þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. YouTube var stofnað í febrúar á síðasta ári og varð fljótlega ein vinsælasta síðan á netinu sem dreifir myndbandsefni. 10.10.2006 09:55
Vegagerðin hóf útboð á ný Vegagerðin bauð í dag út þrjú verk. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að myndast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. 9.10.2006 23:31
Rútuslys í Guatemala Að minnsta kosti fjörtíu og tveir eru látnir, þar af sex börn, eftir rútuslys í norðurhluta Guatemala í dag. Rútan gjöreyðilagðist þegar hún fór út af veginum og rann niður 300 metra fjallshlíð. Hún var á leið frá borginni Huehuetenango, sem er nálægt landamærunum að Mexíkó, til Barillas. Fjórtíu og sjö farþegar voru í rútunni en aðeins fimm komust lífs af. 9.10.2006 23:04
Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng lækkaður Virðisaukaskattur af veggjöldum um Hvalfjarðargöng verður lækkaður úr 14% í 7% þann 1. mars 2007. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. 9.10.2006 22:49
Kjarnorkutilraunir höfðu ekki áhrif á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hélst stöðugt í dag, á meðan gengi hlutabréfa og gjaldmiðla á mörkuðum í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. 9.10.2006 22:15
Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. 9.10.2006 21:45
Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. 9.10.2006 21:12
Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. 9.10.2006 21:03
Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. 9.10.2006 20:27
Vilja banna sölu vopna til Norður-Kóreu Bandaríkin hafa lagt til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Tillagan felur meðal annars í sér vopnasölubann á Norður-Kóreu. Ekki er enn ljóst hvort að Rússar og Kínverjar styðji tillöguna. 9.10.2006 20:03
Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. 9.10.2006 19:46
Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. 9.10.2006 19:31
Ekki ber á geislavirkum leka Norður-Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnorkusprengju í nótt. Norður-kóreska ríkisfréttastofan sagði sprenginguna hafa gengið að óskum og að ekki bæri á neinum geislavirkum leka. Sprengjan virðist ekki hafa verið mjög stór, en ýmislegt varðandi hana er enn á huldu. 9.10.2006 19:20
Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. 9.10.2006 18:45
Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. 9.10.2006 18:45
Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. 9.10.2006 18:30
Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. 9.10.2006 18:10
Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. 9.10.2006 18:06
Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. 9.10.2006 17:45
Aðgerðir vegna uppsagna hjá Alcan Formenn verkalýðsfélaga velta nú fyrir sér aðgerðum vegna þess sem þeir kalla siðlausar uppsagnir hjá Alcan í Straumsvík og undirbúa meðal annars fund með starfsfólki fyrirtækisins. Einn þriggja starfsmanna, sem sagt var upp nú fyrir helgi, segir að kuldi og mannvonska einkenni stjórnarhætti æðstu stjórnarmanna Alcan 9.10.2006 17:42
Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn. 9.10.2006 17:30
Landsbankinn metur matarverðstilkynningu Landsbankinn fjallar um tilkynningu ríkisstjórnarinnar um matarverðslækkun í Vegvísi sínum í dag. Greiningardeild bankans telur að lækkunin styðji til skamms tíma við þá hröðu hjöðnun verðbólgunnar á næsta ári, sem spáð hafði verið. Aukinn kaupmáttur heimilanna á næsta ári hlljóti hins vegar að leiða til þess að líkur á minnkandi einkaneyslu séu nú minni en áður og að samdráttur þjóðarútgjalda verði hægari en reiknað var með. Verðbólguþrýstingur verði því meiri, sérstaklega þegar frá líður. 9.10.2006 16:28
Undirrita varnarsamning með Condoleezzu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra til Washington í dag. Þar munu þau eiga fund með Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna og undirrita samkomulag við Bandaríkin um varnarmál. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra munu einnig eiga fund með Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 9.10.2006 15:46
Nýtt stríð Dana og múslima Ungliðar danska Þjóðarflokksins eru margir komnir í felur, af ótta við afleiðingarnar af sumarhátíð sinni, þar sem þeir gerðu grín að múslimum og Múhammed spámanni. Danska ríkisstjórnin hefur aftur varað þegna sína við að ferðast til Miðausturlanda, í bráð. 9.10.2006 15:23
Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan stendur í eina og hálfa klukkustund og verður hún send beint út hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 15:30 9.10.2006 15:10