Fleiri fréttir 15 ára á bíl foreldra sinna Lögreglan á Akureyri hafi í dag afskipti af 15 ára stúlku sem var að aka um bæinn á bíl foreldra sinna. Eftir að hafa stöðvað stúlkuna ók lögreglan með hana heim til foreldra sinna þar sem hún ræddi við þau. 7.10.2006 18:00 Sleit háspennulínu Lögreglan á Akureyri þurfti í dag að aðstoða mann sem var að flytja bát sinn við bæinn. Hátt mastur var á bátnum sem fór í háspennulínu á Moldhaugahálsi rétt fyrir norðan Akureyri. Þrír strengir slitnuðu við þetta en um sveitalínu er að ræða og fór rafmagn af bæjum í kring. Maðurinn slapp ómeiddur og báturinn að mestu óskemmdur. 7.10.2006 17:52 Kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur Taílendingurinn Khum Chaibuddee freistaði þess í dag að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir óvenjulegt en lífshættulegt uppátæki (LUM). Hann gerði sér lítið fyrir og kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur í beinni útsendingu frá Pattaya-ströndinni í Taílandi. 7.10.2006 17:52 Ný þyrla Gæslunnar komin til landsins Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fimm. Hún er sömu gerðar og TF-LÍF, Super Puma, og er leigð frá Noregi. Koma hennar er liður í eflingu Landhelgisgæslunnar í kjölfar brotthvarfs þyrlusveitar Varnarliðsins. Bæði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, voru viðstaddir þegar þyrlan lenti og lýstu þeir yfir mikilli ánægju með hve skamman tíma tók að fá þyrluna til landsins. 7.10.2006 17:15 Hvetja til að jafnréttislögum verði fylgt við uppstillingu á lista Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélags Íslands og nemendur stjórnmálaskóla félagsins hvetja til þess að við uppsetningu lista fyrir komandi Alþingiskosningar verði fylgt jafnréttislögum. 7.10.2006 16:45 Sveinn sækist eftir fyrsta sæti í Norðvesturkjördæmi Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Sveinn varð varabæjarfulltrúi á Akranesi árið 1990 en var kjörinn bæjarfulltrúi 1994. 7.10.2006 16:30 Dagný sækist ekki eftir endurkjöri Dagný Jónsdóttir alþingismaður sækist ekki eftir sæti á framboðslista Framsóknarflokksins á næsta kjörtímabili. 7.10.2006 16:05 Ný þyrla Landhelgisgæslunnar á leið til landsins Ný þyrla Landhelgisgælunnar er nú á leið til landsins. Hún hélt á stað frá Noregi í morgun og hafði viðkomu á leiðinni í Færeyjum. Reiknað er með að hún lendi við flugskýli Landhelgisgæslunnar um klukkan hálf fimm. Þyrlan verður þriðja þyrla Landhelgisgæslunnar og bætist í hóp TF-LÍF og TF-Sif. 7.10.2006 16:00 Rennslið í Skaftá að ná jafnvægi Rennslið við Sveinstind í Skaftá er að ná jafnvægi eftir hlaup sem hófst í ánni fyrir um 10 dögum. Fréttavefurinn Sudurland.is greinir frá þessu en þar segir að hlaupið hafi aldrei orðið verulegt enda stutt síðan hljóp úr báðum Skaftárkötlum. 7.10.2006 15:45 Flugslys sviðsett á Bíldudalsflugvelli Neyðar- og björgunarsveitaæfing hefur staðið yfir á Bíldudal í dag. Sett var á svið flugslys þar sem flugvél með 21 farþega um borð lenti harkalega á Bíldudalsflugvelli. 7.10.2006 15:15 Slapp ómeiddur eftir bílveltu Ungur karlmaður slapp ómeiddur þegar hann velti bíl sínum, um hádegisbil í dag, við Reyjarskóla í Hrútafirði. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er bílinn gjörónýtur. 7.10.2006 15:00 Politkovskaya ráðin af dögum Rússneska blaðakonan Anna Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt fyrr í dag. 7.10.2006 14:34 Yoko Ono ætlar að helga stað friðarsúlunnar Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er nú stödd hér á landi en í þessari heimsókn sinni ætlar hún meðal annars að helga staðinn þar sem friðarsúlur hennar koma til með að rísa í Viðey. 7.10.2006 14:30 Jens vill 4. sætið í Suðvesturkjördæmi Jens Sigurðsson formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Jens var um tveggja ára skeið framkvæmdastjóri Framtíðarhóps Samfylkingarinnar og Ungra jafnaðarmanna. 7.10.2006 14:15 25 sjómanna saknað í Japan Sextán skipverja á japönskum fiskibát er saknað eftir að hann sökk í ofviðri norðaustur af landinu. 7.10.2006 14:00 Konur þriðjungur álversstarfsmanna á Reyðarfirði Mikil ásókn er í störf í álverinu á Reyðarfirði og hafa yfir fimmtánhundruð umsóknir borist. Þótt konur séu þriðjungur þeirra starfsmanna, sem þegar hafa verið ráðnir, vilja forsvarsmenn Alcoa-Fjarðaáls ná jöfnu kynjahlutfalli og bjóða því konum í sérstaka heimsókn á morgun. 7.10.2006 13:34 Blaðamenn drepnir í Afganistan Tveir þýskir blaðamenn létu lífið í skotárás í norðurhluta Afganistan fyrr í dag. 7.10.2006 13:17 Mannfall á Srí Lanka Á sjötta tug Tamíl-tígra hafa fallið í bardögum við stjórnarherinn á norðan- og austanverðri Srí Lanka undanfarinn sólarhring. 7.10.2006 13:15 Keldur seldar? Nefnd sem fjallað hefur um málefni Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum, leggur til að reist verði fimm þúsund fermetra bygging í Vatnsmýrinni undir starfsemina og Keldur verði seldar. 7.10.2006 13:14 Tóku saklausan borgara af lífi Bandarískur herlæknir vitnaði fyrir herdómstól í gær hvernig landgönguliðar í herdeild hans tóku íraskan borgara af lífi. 7.10.2006 13:00 Virkjanir hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Skagafirði Skagafjarðarvirkjanir koma til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu ef af þeim verður, að mati eigenda Ferðaþjónustunnar á Bakkaflöt, en flúðasiglingar fyrirtækisins koma þá til með að leggjast af. 7.10.2006 12:45 Spennan magnast á Kóreuskaga Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum að hermönnum frá Norður-Kóreu sem fóru yfir landamærin á milli ríkjanna í morgun. Búist er við að Norður-Kóreumenn sprengi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á næstu dögum. 7.10.2006 12:30 Kaupa Icelandair Líkur eru á því að gengið verði frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair á næstu dögum, að stærstum hluta til hóps fjárfesta með tengsl við fyrrum Sambandsfyrirtæki. 7.10.2006 12:10 Karlar sofa betur einir Karlar sem sofa einir í rúmi eru hressari á morgnanna og heilastarfsemi þeirra er öflugri en þeirra sem deila rúmi með maka. 7.10.2006 11:45 Sjálfsmorðsárás í Tal Afar Átta létust og sex særðust í bílsprengjuárás í borginni Tal Afar í Írak í morgun. Árásin var gerð á eftirlitsstöð lögreglu en engu að síður voru fjórir óbreyttir borgarar í hópi þeirra sem dóu. 7.10.2006 11:30 Líkir aðgerðum við þjóðernishreinsanir Gela Bezhuasvhili, utanríkisráðherra Georgíu, segir að framganga Rússa undanfarna daga gegn Georgíu jaðri við þjóðernishreinsanir. 7.10.2006 11:15 Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni sem hefst við Húsgagnahöllina á Bíldshöfða nú klukkan ellefu. FÍB og Atlantsolía standa að keppninni og geta þeir sem vilja vera með mætt til leiks allt til klukkan hálf eitt. 7.10.2006 11:00 Jón Baldvin ekki í framboði í Suðvesturkjördæmi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki á meðal þeirra sem buðu sig fram í prófkjör hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi og gefa 19 manns kost á sér. 7.10.2006 10:42 Ríflega helmingshlutur í Icelandair group seldur? Gengið verður frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair group til hóps fjárfesta um helgina, að því fram kemur í Morgunblaðinu. Þar segir að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS fari fyrir hópi fjárfesta sem kaupi 30 prósent í fyrirtækinu en ásamt honum komi einnig að kaupunum þeir Helgi S. Guðmundsson og Þórólfur Gíslason. 7.10.2006 10:35 Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við. 7.10.2006 10:15 Sautján ára tekinn í fjórða sinn Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og í morgun. Þrír þeirra voru próflausir. Lögreglan svipti einnig ökumann bílprófi sínu sem ók í nótt á 163 kílómetra hraða austarlega á Miklubrautinni. Sautján ára piltur var einnig stöðvaður vegna hraðaaksturs en þetta er í fjórða sinn sem hann er tekinn fyrir of hraðan akstur. 7.10.2006 10:04 Vatnsleki í Bónus í Kringlunni Vatnsleki varð í gærkvöldi í búð Bónus í Kringlunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn eftir að vatn bunaði úr úðara á lager og í búðinni. Kúbull hafði brotnað af vatnsslökkvikerfi og fór því úðarinn í gang. Ekki urðu miklar skemmdir. 7.10.2006 10:01 Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. 7.10.2006 19:33 Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. 6.10.2006 23:52 Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. 6.10.2006 23:00 19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. 6.10.2006 22:45 Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. 6.10.2006 22:33 Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. 6.10.2006 22:15 Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. 6.10.2006 22:07 Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. 6.10.2006 21:45 Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. 6.10.2006 21:30 Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. 6.10.2006 21:18 Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. 6.10.2006 20:51 Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. 6.10.2006 20:45 Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6.10.2006 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
15 ára á bíl foreldra sinna Lögreglan á Akureyri hafi í dag afskipti af 15 ára stúlku sem var að aka um bæinn á bíl foreldra sinna. Eftir að hafa stöðvað stúlkuna ók lögreglan með hana heim til foreldra sinna þar sem hún ræddi við þau. 7.10.2006 18:00
Sleit háspennulínu Lögreglan á Akureyri þurfti í dag að aðstoða mann sem var að flytja bát sinn við bæinn. Hátt mastur var á bátnum sem fór í háspennulínu á Moldhaugahálsi rétt fyrir norðan Akureyri. Þrír strengir slitnuðu við þetta en um sveitalínu er að ræða og fór rafmagn af bæjum í kring. Maðurinn slapp ómeiddur og báturinn að mestu óskemmdur. 7.10.2006 17:52
Kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur Taílendingurinn Khum Chaibuddee freistaði þess í dag að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir óvenjulegt en lífshættulegt uppátæki (LUM). Hann gerði sér lítið fyrir og kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur í beinni útsendingu frá Pattaya-ströndinni í Taílandi. 7.10.2006 17:52
Ný þyrla Gæslunnar komin til landsins Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fimm. Hún er sömu gerðar og TF-LÍF, Super Puma, og er leigð frá Noregi. Koma hennar er liður í eflingu Landhelgisgæslunnar í kjölfar brotthvarfs þyrlusveitar Varnarliðsins. Bæði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, voru viðstaddir þegar þyrlan lenti og lýstu þeir yfir mikilli ánægju með hve skamman tíma tók að fá þyrluna til landsins. 7.10.2006 17:15
Hvetja til að jafnréttislögum verði fylgt við uppstillingu á lista Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélags Íslands og nemendur stjórnmálaskóla félagsins hvetja til þess að við uppsetningu lista fyrir komandi Alþingiskosningar verði fylgt jafnréttislögum. 7.10.2006 16:45
Sveinn sækist eftir fyrsta sæti í Norðvesturkjördæmi Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Sveinn varð varabæjarfulltrúi á Akranesi árið 1990 en var kjörinn bæjarfulltrúi 1994. 7.10.2006 16:30
Dagný sækist ekki eftir endurkjöri Dagný Jónsdóttir alþingismaður sækist ekki eftir sæti á framboðslista Framsóknarflokksins á næsta kjörtímabili. 7.10.2006 16:05
Ný þyrla Landhelgisgæslunnar á leið til landsins Ný þyrla Landhelgisgælunnar er nú á leið til landsins. Hún hélt á stað frá Noregi í morgun og hafði viðkomu á leiðinni í Færeyjum. Reiknað er með að hún lendi við flugskýli Landhelgisgæslunnar um klukkan hálf fimm. Þyrlan verður þriðja þyrla Landhelgisgæslunnar og bætist í hóp TF-LÍF og TF-Sif. 7.10.2006 16:00
Rennslið í Skaftá að ná jafnvægi Rennslið við Sveinstind í Skaftá er að ná jafnvægi eftir hlaup sem hófst í ánni fyrir um 10 dögum. Fréttavefurinn Sudurland.is greinir frá þessu en þar segir að hlaupið hafi aldrei orðið verulegt enda stutt síðan hljóp úr báðum Skaftárkötlum. 7.10.2006 15:45
Flugslys sviðsett á Bíldudalsflugvelli Neyðar- og björgunarsveitaæfing hefur staðið yfir á Bíldudal í dag. Sett var á svið flugslys þar sem flugvél með 21 farþega um borð lenti harkalega á Bíldudalsflugvelli. 7.10.2006 15:15
Slapp ómeiddur eftir bílveltu Ungur karlmaður slapp ómeiddur þegar hann velti bíl sínum, um hádegisbil í dag, við Reyjarskóla í Hrútafirði. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er bílinn gjörónýtur. 7.10.2006 15:00
Politkovskaya ráðin af dögum Rússneska blaðakonan Anna Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt fyrr í dag. 7.10.2006 14:34
Yoko Ono ætlar að helga stað friðarsúlunnar Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er nú stödd hér á landi en í þessari heimsókn sinni ætlar hún meðal annars að helga staðinn þar sem friðarsúlur hennar koma til með að rísa í Viðey. 7.10.2006 14:30
Jens vill 4. sætið í Suðvesturkjördæmi Jens Sigurðsson formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Jens var um tveggja ára skeið framkvæmdastjóri Framtíðarhóps Samfylkingarinnar og Ungra jafnaðarmanna. 7.10.2006 14:15
25 sjómanna saknað í Japan Sextán skipverja á japönskum fiskibát er saknað eftir að hann sökk í ofviðri norðaustur af landinu. 7.10.2006 14:00
Konur þriðjungur álversstarfsmanna á Reyðarfirði Mikil ásókn er í störf í álverinu á Reyðarfirði og hafa yfir fimmtánhundruð umsóknir borist. Þótt konur séu þriðjungur þeirra starfsmanna, sem þegar hafa verið ráðnir, vilja forsvarsmenn Alcoa-Fjarðaáls ná jöfnu kynjahlutfalli og bjóða því konum í sérstaka heimsókn á morgun. 7.10.2006 13:34
Blaðamenn drepnir í Afganistan Tveir þýskir blaðamenn létu lífið í skotárás í norðurhluta Afganistan fyrr í dag. 7.10.2006 13:17
Mannfall á Srí Lanka Á sjötta tug Tamíl-tígra hafa fallið í bardögum við stjórnarherinn á norðan- og austanverðri Srí Lanka undanfarinn sólarhring. 7.10.2006 13:15
Keldur seldar? Nefnd sem fjallað hefur um málefni Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum, leggur til að reist verði fimm þúsund fermetra bygging í Vatnsmýrinni undir starfsemina og Keldur verði seldar. 7.10.2006 13:14
Tóku saklausan borgara af lífi Bandarískur herlæknir vitnaði fyrir herdómstól í gær hvernig landgönguliðar í herdeild hans tóku íraskan borgara af lífi. 7.10.2006 13:00
Virkjanir hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Skagafirði Skagafjarðarvirkjanir koma til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu ef af þeim verður, að mati eigenda Ferðaþjónustunnar á Bakkaflöt, en flúðasiglingar fyrirtækisins koma þá til með að leggjast af. 7.10.2006 12:45
Spennan magnast á Kóreuskaga Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum að hermönnum frá Norður-Kóreu sem fóru yfir landamærin á milli ríkjanna í morgun. Búist er við að Norður-Kóreumenn sprengi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á næstu dögum. 7.10.2006 12:30
Kaupa Icelandair Líkur eru á því að gengið verði frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair á næstu dögum, að stærstum hluta til hóps fjárfesta með tengsl við fyrrum Sambandsfyrirtæki. 7.10.2006 12:10
Karlar sofa betur einir Karlar sem sofa einir í rúmi eru hressari á morgnanna og heilastarfsemi þeirra er öflugri en þeirra sem deila rúmi með maka. 7.10.2006 11:45
Sjálfsmorðsárás í Tal Afar Átta létust og sex særðust í bílsprengjuárás í borginni Tal Afar í Írak í morgun. Árásin var gerð á eftirlitsstöð lögreglu en engu að síður voru fjórir óbreyttir borgarar í hópi þeirra sem dóu. 7.10.2006 11:30
Líkir aðgerðum við þjóðernishreinsanir Gela Bezhuasvhili, utanríkisráðherra Georgíu, segir að framganga Rússa undanfarna daga gegn Georgíu jaðri við þjóðernishreinsanir. 7.10.2006 11:15
Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni sem hefst við Húsgagnahöllina á Bíldshöfða nú klukkan ellefu. FÍB og Atlantsolía standa að keppninni og geta þeir sem vilja vera með mætt til leiks allt til klukkan hálf eitt. 7.10.2006 11:00
Jón Baldvin ekki í framboði í Suðvesturkjördæmi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki á meðal þeirra sem buðu sig fram í prófkjör hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi og gefa 19 manns kost á sér. 7.10.2006 10:42
Ríflega helmingshlutur í Icelandair group seldur? Gengið verður frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair group til hóps fjárfesta um helgina, að því fram kemur í Morgunblaðinu. Þar segir að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS fari fyrir hópi fjárfesta sem kaupi 30 prósent í fyrirtækinu en ásamt honum komi einnig að kaupunum þeir Helgi S. Guðmundsson og Þórólfur Gíslason. 7.10.2006 10:35
Skutu viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu Suður-kóreski herinn lét skjóta viðvörunarskotum á hermenn frá Norður-Kóreu sem sagðir eru hafa farið yfir vopnahléslínuna sem skilur löndin að. Eftir að um 40 skotum hafði verið skotið sneru Norður-Kóreumennirnir við. 7.10.2006 10:15
Sautján ára tekinn í fjórða sinn Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og í morgun. Þrír þeirra voru próflausir. Lögreglan svipti einnig ökumann bílprófi sínu sem ók í nótt á 163 kílómetra hraða austarlega á Miklubrautinni. Sautján ára piltur var einnig stöðvaður vegna hraðaaksturs en þetta er í fjórða sinn sem hann er tekinn fyrir of hraðan akstur. 7.10.2006 10:04
Vatnsleki í Bónus í Kringlunni Vatnsleki varð í gærkvöldi í búð Bónus í Kringlunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn eftir að vatn bunaði úr úðara á lager og í búðinni. Kúbull hafði brotnað af vatnsslökkvikerfi og fór því úðarinn í gang. Ekki urðu miklar skemmdir. 7.10.2006 10:01
Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. 7.10.2006 19:33
Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. 6.10.2006 23:52
Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. 6.10.2006 23:00
19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. 6.10.2006 22:45
Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. 6.10.2006 22:33
Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. 6.10.2006 22:15
Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. 6.10.2006 22:07
Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. 6.10.2006 21:45
Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. 6.10.2006 21:30
Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. 6.10.2006 21:18
Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. 6.10.2006 20:51
Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. 6.10.2006 20:45
Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6.10.2006 20:30