Fleiri fréttir

Sofandi ökumaður og farþegar

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ökumanni, sem hafði sofnað undir stýri, í austurbænum í nótt. Til allrar lukku var bíllinn ekki á ferð þegar það gerðist. segir lögreglan. Bíllinn var hins vegar í gangi þegar að var komið og því þótt rétt að athuga með ökumanninn. Hann reyndist allsgáður.

Stofna á sérstakan Byggðasjóð

Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.

Allt á fullt í vegamálum

Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð.

Njósnahnettir sjá sprengjuundirbúning í N-Kóreu

Bandarískir njósnagervihnettir hafa séð óvenjulega umferð á nokkrum stöðum sem Norður-Kórea gæti notað til þess að sprengja tilraunakjarnorkusprengju eins og þeir tilkynntu í gær að þeir ætlauðu gera.

Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna

Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu.

Ný leið til þess að ræna flugvél

Flugfélögin hafa fengið nýtt vandamál að kljást við. Hvernig getur einn óvopnaður farþegi rænt farþegaþotu í millilandaflugi og neytt áhöfnina til að lenda þar sem hann segir?

Steinn Kárason gefur kost á sér í 3.-5. sæti

Steinn Kárason umhverfishagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins.

Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri

Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi.

Magnús Tumi: Rannsóknum var áfátt

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hefur bæst í hóp þeirra jarðbvísindamanna sem gagnrýnt hafa Landsvirkjun fyrir hvernig staðið var að undirbúningsrannsóknum Kárahnjúkavirkjunar.

Stærri vöðvar - minni heili

Steralyf sem stækka vöðva íþróttamanna, geta líka stuðlað að minnkun heilans samkvæmt nýrri rannsókn sem sýnir að inntaka vöðva-steralyfja stuðli að tapi á heilafrumum. Áður var vitað að sterar auka framleiðslu karlhormónsins testesteróns sem leiðir til að árásarhneigð og reiði ágerist.

Síldin gefur minna í aðra hönd

Íslenskir og norskir útvegsmenn og sjómenn gjalda þess nú að hafa yfirfyllt markaði fyrir frysta síld í fyrra, þannig að megnið af aflanum núna fer í bræðslu, sem gefur minna í aðra hönd.

Brjóstin björguðu

Búlgörsk kona getur þakkað silikonbrjóstum að hún slapp vel frá alvarlegu bílslysi. Silikonpúðarnir í brjóstum hinnar 24 ára gömlu konu virkuðu sem loftpúðar þegar hún lenti í hörðum árekstri við annan bíl. Breska blaðið Standard sagði að konan hefði keyrt yfir á rauðu ljósi, á annan bíl á stórum gatnamótum í Ruse.

Airbus hlutabréf lækka

Hlutabréf í EADS, móðurfélagi Airbus flugvélaverksmiðjanna, féllu um tíu prósent í morgun eftir enn eina tilkynningu um seinkun á framleiðslu á A-380, tveggja hæða risaþotunni.

Farþegar fréttu af flugráninu eftir lendingu

Farþegar flugvélar Turkish Airlines sem var rænt á leið frá Albaníu til Tyrklands í gær vissu ekki af flugráninu. Þeim var sagt að lenda þyrfti á Ítalíu vegna tæknilegra örðugleika á flugvellinum í Istanbul. Það var ekki fyrr en þeir sáu vopnaða hermenn á flugvellinum í Brindisi og fengu SMS skilaboð frá áhyggjufullum ættingjum, að þeir áttuðu sig á stöðu mála.

Kristrún Heimisdóttir í framboð

Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Reykvíkinga býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember og sækist eftir 5. sæti. Kristrún, sem er 35 ára, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Hún var í 6. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2003.

Samgöngubætur hafnar á ný

Ríkisstjórnin segir svigrúm til að hefja samböngubætur á ný en í júní voru öll útboð vegna Vegagerðar stöðvuð. Formaður Frjálslynda flokksins segir ríkið hafa fundið stórmerkilega leið til að slá á þennslu.

Vilja banna botnvörpuveiðar

Umhverfisverndarsinnar leggja nú hart að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að banna botnvörpuveiðar. Umræður um bann við slíkum veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum fara fram á þinginu í vikunni.

10 látnir og 72 slasaðir í Baghdad

10 eru látnir og 72 slasaðir eftir að fjöldi sprengja sprakk í Baghdad í dag. Fjöldi lögreglumanna og gangandi vegfarenda slasaðist, bílar eyðilögðust og hluti nærliggjandi byggingar hrundi. Sprengja hæfði einnig öryggisfylgd iðnaðarráðherra Íraks sem var á ferð í nýjum hluta borgarinnar.

Kreditkortavelta heimilanna eykst

Kreditkortavelta heimilanna jókst um 22% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Debetkortavelta jókst um 7,7% á þessu tímabili.

Farþegum til landsins fjölgar

Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 14,6% á fyrstu átta mánuðum ársins, samanborið við saman tíma í fyrra. Samtals komu 612 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra komu 534 þúsund farþegar.

Á stuttaermabol í kuldann

Hundrað og fimmtíu manna hópur, sem kom til Akureyrar með leiguflugi í nótt, var tekinn niður á jörðina í orðsins fyllstu merkingu. Fólkið hafði stigið upp í flugvélina í fjörutíu stiga hita á Mallorca, en hiti var við frostmark á Akureyri þegar það gekk út úr vélinni í stuttermabolum

Síldin brædd í mjöl

Lang mest af síldinni, sem veiðst hefur á þessari vertíð, hefur verið brætt í mjöl til skepnufóðurs, en ekki til menneldis eins og í fyrra. Ástæðan er að að bæði Íslendingar og Norðmenn frystu allt of mikið af síld í fyrra þannig að markaðurinn yfirfylltist og birgðir hlóðust upp.

Öll spil á borðið

Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar.

Langdýrasta félagsmálastofnun landsins

Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.

Vill friðlýsa Skerjafjörð

Friðlýsing Skerjafjarðar, frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og undurbúningshópur sem vinnur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum voru meðal umræðuefna Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, á Alþingi í kvöld.

Of mikið hugað að hagsmunum bankanna

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé.

Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi

Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli.

Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra.

Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara.

Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega

Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna.

Flugvél nauðlent í Teheran

Farþegaflugvél var nauðlent á Mehrabad-flugvelli í Teheran, höfuðborg Írans, í dag. Íranska fréttastofan Fars segir að kviknað hafi í hreyfli flugvélarinnar og því hafi henni verið nauðlent. Sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang. Flugmálayfirvöld þar í borg segja ekkert hæft í þeim fullyrðingum.

Líkast til aðeins einn flugræningi en ekki tveir

Svo virðist sem einn maður hafi rænt tyrkneskri farþegaflugvél í dag en ekki tveir eins og haldið hefur verið fram. Vélin var á leið frá Tírana í Albaníu til Istanbúl þegar henni var rænt og beint til Ítalíu. Flugræninginn mun, að sögn tyrkneskra fjölmiðla, ekki hafa verið að mótmæla væntanlegri heimsókn Benedikts páfa XVI. með flugráninu eins og haldið hefur verið fram.

Sjá næstu 50 fréttir